Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 S MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ATRIÐI úr leikverkinu Þú ert í blóma fíflið þitt. „Þú ert í blóma fíflið þitt“ Vestmannaeyjum - Nem- endur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum héldu árs- hátíð sína um helgina. Árshá- tíðin hófst með sýningu leik- ritsins „Þú ert í blóma fíflið þitt“ sem leikið var af nem- endum skólans í Bæjarleik- húsinu en að sýningu lokinni var borðhald, skemmtidag- skrá og dans á Höfðanum. „Þú ert í blóma fíflið þitt“ er eftir Davíð Þór Jónsson en Jóhanna Guðmundsdóttir, formaður Leikfélags Vest- mannaeyja, leikstýrði verk- inu. Þetta er annað verkið sem nemendur Framhaldsskólans í Eyjum setja upp því í fyrra settu þeir upp Hrollinn, litlu hryllingsbúðina. „Þú ert í blóma fíflið þitt“ fjallar um líf stúlku fýrstu tuttugu árin, frá fæðingu til stúdentsút- skriftar, og eru ýmsar að- stæður dregnar fram á ýktan og bráðfyndinn hátt. 22 nem- endur taka þátt í sýningunni. Nemendur Framhaldsskól- ans kunnu vel að meta flutn- ing leikritsins á árshátíðinni. Skemmtu sér konunglega og gátu hlegið mikið að mörgum atriðum leikritsins enda voru leikendur vel hylltir í leikslok. Gunnar R. í SPRON SÝNING á verkum Gunnars R. Bjamasonar verður opnuð í útibúi Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis við Álfa- bakka 14 í Mjódd á morgun, sunnudag, kl. 14. Gunnar nam leikmynda- teiknun hjá Þjóðleikhúsinu árið 1953 og stundaði jafn- framt nám í Myndlista- og handíðaskólanum. Hann nam við Konstfackskolan í Stokk- hólmi og hefur auk þess farið í námsferðir erlendis. Hann hefur starfað sem leiktjaldamálari og sem leik- mynda- og búningahönnuður. Sýningin stendur til 9. júní og verður opin frá kl. 9.15-16 alla virka daga. Sýningu Þórdísar að ljúka í GALLERÍ Greip, Hverfis- götu/Vitastígsmegin, stendur nú yfir fimmta einkasýning Þórdísar Rögnvaldsdóttur, þar sem hún sýnir vatnslita- myndir. Þórdís hefur einig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis og í kynn- ingu segir að myndirnar á sýningunni séu ólíkar olíu- verkum hennar hvað vinnslu og tækni varði, en sem fyrr nálgist hún myndefnið á per- sónulegan og nærgöngulan hátt. Sýningunni lýkur á sunnu- dag. Glæsilegur Chopin TÓNLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt verk eftir Magnús Bl. Jó- hannsson, Chopin og Lutoslawsky Einleikur: Grigory Sokolov. Stjórn- andi: Osmo Vanska. Háskólabíó. Fimmtudagurinn 16. mars, 1995 TÓNLEIKARNIR hófust á Adagio, stuttum en hljómfögrum hljómsveitarþætti eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Þetta fallega verk var frábærlega vel mótað af stjómandanum, Osmo Vánská. Annað viðfangsefnið var píanókon- sertinn í f-moll, eftir Chopin og er óþarft að fjalla sérstaklega um þetta meistaraverk. Fyrsti kaflinn hefur yfirskriftina Maestoso og merkir að hann skuli vera mótaður af tiginleik og það einkenndi leik Sokolvs en auk tignarlegs flutnings ríkti rósemi, sem á köflum var við hægari mörkin. Annar þátturinn er eins konar flúr-aría, form sem Chopin lék sér t.d. með í „Nocturn- um“ sínum og var leikur Soklovs ef til vill einum of haminn og jafn- vel á köflum litlaus. Síðasti kaflinn er Allegro vivace og þar sýndi Sok- olov yfírburðatækni sína. Það fer ekki á milli mála að Sokolov er frábær píanóleikari og í heild var flutningurinn glæsilegur en hann snerti þó ekki við þeim undar- legu leyndardómum og ástríðum, sem rómantísk tónlist er þrungin af og þá sérstaklega verk Chop- ins. Lokaverk tónleikanna var fjórða sinfónían eftir Lutoslavsky, en hann gaf öllum kenningum og tón- smíðaaðferðum langt nef og í raun hafnaði þeim „conceptisma", sem tröll- reið allri listsköpun og lýsti sér í því, að alls konar bygg- ingarfræðilegar útskýringar voru forsenda og markmið listsköp- unarinnar en tónlistinni var svo troðið inn í þessi hönnunarkerfí. Lutoslawsky ásamt Ligety náðu að frelsa tónlistina undan því til- fínningaleysi, sem einkenndi hönnunartónverkin og, eins einn tónlistarsagfræðingur sagði, „á síðustu stundu“. Þrátt fyrir að Lutoslavsky hafí hafnað „miðstýr- andi“ kenningum notaði hann það sem honum fannst nýtilegt í nýjum vinnuaðferðum en þá á þann hátt er gaf honum frelsi til að túlka tilfínn- ingar og leika með tónmálið á músi- kantískan máta. Fjórða sinfónían, eftir Lutoslawsky, er glæsilegt verk og var sérlega vel flutt undir stjórn Osmo Vánská. Jón Ásgeirsson Grigory Sokolv „Land míns föður“ MYNPLIST Listhúsið Borg MÁLVERK VIGNIR JÓHANNSSON Opið frá 12-18 rúmhelga daga. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Til 26. mars. Aðgangur ókeypis. MYNDLISTARMAÐURINN Vignir Jóhannsson er vanur að koma á óvart með hverri einustu sýningu sem hann opnar í iisthúsum borgarinnar og ekki telst hann bregða af venjunni að þessu sinni. Væri frekar að sýningin í listhúsinu Borg hafi komið mönnum í opnari slqöldu en allar aðrar sýningar hans samanlagt. Vignir hefur sem kunnugt er verið búsettur í í New York og Santa Fe í Nýju Mexíkó til margra ára, eða allt frá 1971, og einungis brugðið sér heim til sýningahalds og í stuttar heimsóknir af og til. Nú virðist hann alkominn og er meira að segja er vinnustofa í sjón- máli með aðstoð góðra manna, eins og það heitir. Kannski er það í og með þess vegna sem minni úr ís- lenzkri myndlist eru honum skyndi- lega svo hugstæð, að hann ræðst í að að stækka nokkur landskunn málverk. Bæta svo við atriðum sem hann kýs að nefna „meiningar“, sem telst þó dálítið óljós og snubb- ótt skilgreining. Vignir hefur gengið í gegnum flest stig myndlistarinnar, en hann útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ seint á áttunda áratugnum og hafði þá borið mikið á þessum athafna- sama og frísklega manni innan veggja skólans. Málverkið fór þó fljótlega að sækja á er til Vestur- heims kom og síðan höggmyndalist- in og við sáum dæmi um athafna- semi hans á því sviði í þeim miklu hring- og sporöskjulaga skálum sem til sýnis voru í listhúsinu Borg í desember sl. Listamaðurinn er líka mikill í fyrirferðinni um þessar mundir og sennilega vekur stærsta myndin sem nefnist „Við Jón á bökkum Þjórsár" (3) mestu athyglina. Ekki þó einungis fyrir stærðina heldur áhrifamátt og skýrleika í útfærslu og er auðséðað hann hefur lagt einna mesta vinnu í þá mynd. Sennilega hefur hugsunin að baki framkvæmdanna farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum sem eru stórhneykslaðir á meðferðinni á landsþekktum lykilverkum í list genginna málara. Við því hefur listamaðurinn vísast fullnægjandi svör og gæti einfaldlega gagnspurt; hvað hafa verið málaðar margar myndir af Monu Lisu eftir Leon- ardó? Mönnum hefur einfaldlega ekki hugkvæmst fyrr að fara þannig að innlendum listaverkum og má færa nokkur rök fyrir því, að það telst fremur ávinningur okkar en hitt miðað við meðferðina á Monu Lisu á stundum. Hins vegar er mönnum fijálst að vera með meiningar og það sem mun liggja að að baki þessum vinnubrögðum er, að þegar Vignir kom heim í desember sl. virkuðu þessi íslenzku málverk gömlu meist- aranna svo undarlega á listamann- inn í honum eftir hina langa úti- veru. Þessum sérstöku áhrifum vildi hann koma frá sér og er í fullum rétti, enda trúlega engin óvirðing að baki, öllu frekar lokið upp nýju sjónarhorni og önnur viðhorf viðruð. Eðlilegt er að þessi viðhorf komi ýmsum spánskt fyrir sjónir og sjálf- ur er ég naumast búinn að melta þau til fulls, þrátt fyrir margar heimsóknir á staðinn. Allar eru myndirnar málaðar síðan Vignir kom heim í desember og teljast það mikil átök og bráðl- át, því að áberandi er hve mjög þær myndir bera af sem hann hef- ur unnið af mestri yfirvegun og alúð. Bragi Ásgeirsson VIÐ Jón á bökkum Þjórsár. 200X490.1995. Lína Rut Karls- dóttir sýnir á Kaffi Mílanó LÍNA Rut Karlsdóttir Wilberg opnar sína fyrstu einkasýningu á Kaffi Mílanó, Faxafeni 11, í dag, laugardag. Lína Rut útskrifaðist sl. vor frá Mynd- lista- og handíðaskóla Islands, málara- deild. A sýningunni eru um tólf olíumál- verk sem voru unnin á sl. ári. Lína Rut rekur förðunarskóla í Reykjavík og hefur starfað við förðun hér heima og erlendis síðastliðin tíu ár. Sýningin stendur yfir um óákveðinn tíma og er opin á afgreiðslutíma kaffi- hússins. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Myndir Kjarvals. Kristín Jónsdóttir sýnir veftiað. Teikningar Johns . Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar og Kjarval. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitam. Ásgríms til marsloka. Gerðuberg Jessie Kleemann sýnir til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Norræn höggmyndasýn. Listhúsið Laugardal Guðmunda Hjálmarsd. og Guðrún I. Haraldsd. sýna. Norræna húsið Verk Antti Nurmesniemi. Nanna Bisp Biichert. Galleri Sævars Karls Ljósm.sýn. Báru Kristinsd. til 5. aprfl. Gallerí Fold Ingibjörg Vigdís Friðbjörhsd. Gallerí Borg Vignir Jóhannsson. Gallerí Úmbra Margrét Birgisdóttir. Hafnarborg Norræn höggmyndasýn. Listhús 39 Sveinn Björnsson sýnir til 20. mars. Gallerí Glúmur Jennifer Forsberg og Hlín Gunnarsdd. H hæð, Laugavegi 37 Verk Josefs Albers. Nýlistasafnið Helgi Þorgils Friðjónsson. Mokka Bjarni Sigurbjömss. sýnir til 19. mars. Gerðarsafn Sýn. „Wollemi furan“ til 19. mars. Gallerí Birgis Andréssonar Fél. úr Myndlista- og handíðask. ásamt Birgi Andréssyni. Gallerí Stöðlakot Heiðrún Þorgeirsdóttir. Gallerí Greip Þórdís Rögnvaldsdóttir. Listasafn íslands Verk Olle Bærtlings til 2. apríl. Kirkjuhvoll, Akranesi Auður Vésteinsdóttir. TONLIST Laugardagur 18. mars. Barokktónl. í Borgameskirkju kl. 15.30. Píanótónl; Grigory Sukolov í ísl. óperunni kl. 14.30. Finnskur karlakór í Fjölbrautask. Suðurlands, Selfossi. Selló og píanó í Kirkjuhvoli kl. 17. Sunnudagur 19. mars Tónl. i Deiglunni, Akureyri kl. 17.Vor- tónl. Karlak. Stefnis í Langholtskirkju kl. 17. Skagfírska söngsveitin í Fé- lagsh. Drangey kl. 14. Kór Tónlist- arsk. á Kjarvalsstöðum kl. 16. Tón- smiðurinn Hermes í Gerðubergi kl. 15. Miðvikudagur 22. mars Verk eftir Britten og Mozart á Há- skólatónl. kl. 12.30. Laugardagur 25. mars Tónl. í Tjarnarleikhúsinu kl. 16. Söngsv. Fflharmónía ásamt kam- mersv. í Langhóltskirkju kl. 16.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið West Side Story lau. 18., sun., fim., fös. Taktu lagið, Lóa! lau. 18. mars., sun., fim, fös., lau. Fávitinn lau. 25. mars. Snædrottningin sun. 19. mars kl. 14. Lofthræddi öminn hann Örvar lau. 18. mars kl. 15., lau. Borgarleikhúsið Söngleikurinn Kabarett lau. 18. mars., fim., lau. Leynimelur 13 fös. 24. mars. Ófælna stúlkan þri. 21. mars. Framtíðardraugar lau. 18. mars, sun., mið, fim., lau. Dökku fiðrildin sun. 19. mars. Norræna menningarhátíðin; Ballett frá Finnlandi, Noregi þri. 21. mars, mið. íslenska óperan La Traviata lau. 18. mars, fös. Sólstafir, Kroumata og Manuela Wiesler sun. 19. mars kl. 14., Ljóðatónleikar sun. 19. mars kl. 20. Kaffileikhúsið Leggur og skel sun. 19. mars. Alheimsferðir Ema, lau. 18. mars., fim. Sápa tvö sun. 19. mars, lau. Leikfélag Kópavogs Á gægjum sun. 19. mars, fös. Leikfélag Mosfellssveitar Mjallhvít og dvergamir sjö Iau. 18. mars. kl. 15, sun. kl. 15. Snúður og Snælda Reimleikar í Risinu sýn. alla þrid., fim. og lau. kl. 16., sun. kl. 18. Sögusvuntan í húfu Guðs sun. kl. 15. Sýnt að Frí- kirkjuv. 11. Leikhúskjallarinn Dóttirin, bóndinn og slaghörpuleika- inn sun. 19. mars kl. 16.30. Norræna húsið Dönsk fjölskyldum. sun. 19. mars kl. 14. Umsjónarmenn listastofnana! Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16. á miðvikudögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.