Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hvert tðnverk á líf eins og manneskja Rússneski píanóleikarínn Grígoríj Sokolov leikur á einleikstónleikum í íslensku óper- * unni í dag verk eftir Bach og Schumann. A fímmtudag lék hann píanókonsert nr. 2 eft- ir Chopin með Sinfóníuhljómsveit íslands. Gréta Ingþórsdóttir ræddi við Sokolov um tónleikahald, tengsl við áheyrendur og skyldur við verkin sem hann leikur. GRÍGORÍJ Sokolov fæddist í Pétursborg árið 1950. Sjö ára gamall fékk hann kennslu við tón- listarháskólann í borginni sem ætluð var óvenju hæfileikaríkum börnum og fyrstu opinberu tónleikana hélt hann þegar hann var 12 ára. 16 ára gamall vann hann hina frægu keppni ungra tónlistarmanna sem kennd er við Tsjajkovskíj. Sokolov heldur yfir 90 tónleika á ári víða um lönd. Hingað kom hann frá Ítalíu, með örstuttri viðkomu heima í Pétursborg og heldur síðan til Finnlands, Tyrklands, Ítalíu og Austurríkis. Um miðjan apríl leggur hann upp að nýju og ætlar þá að taka eiginkonu sína með sér, sem hann sér annars lítið af vegna stöð- ugra tónleikaferða. - Hvernig verður maður góður einleikari? Er það spurning um hæfileika, æfingu eða persónuleika, eða kannski allt saman? „Allt þetta skiptir máli. En hins vegar skiptir ekki máli hvort um er að ræða einleikara eða píanóleikara eða yfir höfuð aðra listamenn. Það sem skiptir öllu er persónuleikinn. Til að list sé áhugaverð, þarf hún að vera persónuleg og þar að auki þarf persónuleikinn að vera áhuga- verður. Hæfíleikarnir eru undirstaðan og á þeim verður að byggja vinnuna. Sá sem hefur mikið fram að færa þarf líka að hafa mikinn tíma. En manni verður líka að skiljast að þetta er ekki starf, heldur lífið sjálft. Margir listamenn verða vinnandi fólk, hljóðfæraleikarar í hljómsveit- um falla t.d. stundum í þá gryfju. En raunveruleg listsköpun er ekki starf.“ — Er rétt að þér hafi hér áður fyrr verið illa við upptökur? „Nei, en ég vil helst ekki taka upp í hljóðveri. Það gerist eitthvað sérstakt á tónleikum sem á sér eig- inlega aldrei stað í hljóðveri. Þó er þetta mjög persónubundið því það eru til tónlistarmenn sem vilja bara taka upp í hljóðveri. Eitt besta dæmið um slíkt er Glen Gould, sem hætti alveg að halda tónleika." - Er ekki einleikarinn cinmana miðað við aðra tónlistarmenn, t.d. þá sem leika í hljómsveitum eða öðrum hópum? „Ég held að það sé alltaf betra að gera hlutina sjálfur, frekar held- ur en í félagsskap þar sem ábyrgð NORRÆNI MENNIN G ARSJ ÓÐURINN veitir fé til norrænna samstarfsverkefna á sviöi rannsókna, menntamála og menningar í brei&ri merkingu þess or&s. Styrkir eru einnig veittir til samstarfs á alþjóölegum vett- vangi sem á sér þaö takmark, a& kynna norræna menningu og menningarstefnu. Fé er fyrst og fremst veitt til tímabundinna verkefna meö breiöri norrænni þátttöku, þar sem aö minnsta kosti þrjú lönd eiga hlut aö máli. Meö styrkveitingum óskar stjórn sjóösins aö stuðla aö • aukinni þátttöku almennings í norrænu menningarsamstarfi, • þróun menningarlífs á Noröurlöndum, nýsköpun, tilraunastarfi og þverfaglegu samstarfi. Sjó&stjórnin leggur sérstaka áherslu á • samstarfsverkefni fyrir og meö börnum og unglingum, sérstaklega þar sem lögö er áhersla á beina þátttöku þessa hóps, • samstarf fjölmiöla og menningarmiölun Norðurland- anna á milli, • samstarfsverkefni sem stuöla aö auknum málskilningi á Noröurlöndum, • samnorrænt menningarstarf sem dregur úr tortryggni gagnvart útlendingum og kynþáttahatri. Umsóknareyöublöö meö leiöbeiningum og frekari upp- lýsingum um styrkveitingar sjóösins fást hjá Norræna menningarsjóönum: Nordisk Kulturfond, Menntamálaráöuneytiö, Store Strandstræde 18, eöa Sölvhólsgötu 4, DK-1265 Kboenhavn K. 150 Reykjavík. Sími 00 45 33 96 02 00 Sími 91-60 95 00. hvers og eins er óljós. Þegar maður spilar með hljómsveit þá er að sjálf- sögðu um samspil að ræða en ein- leikarinn hefur ákveðið leiðtogahlut- verk, ábyrgðin liggur hjá honum.“ - En hvað með sambandið við hljómsveitarstjórann ? „Sambandið á milli einleikara og hljómsveitarstjóra er erfitt vegna þess að einleikarinn verður einnig að hafa samband við hljómsveitina sem heild. Hún getur verið allt frá því að vera mjög góð yfir í að vera mjög slæm. Auk þess þurfa hljóm- sveitarstjórinn og hljómsveitarmeð- limir allir að vera tilbúnir að leggja vinnu í að reyna að skilja hvað ein- leikarinn hefur fram að færa. Svo er annað vandamál. Maður er búinn að æfa eitthvert verk lengi, lengi og í rauninni liggur ævin öll að baki. Svo kemur maður og æfir tvisvar, í mesta lagi þrisvar með hljómsveitinni. Það er aldrei nógur tími. Þegar á allt er litið er áhugaverð- ara að spila á einleikstónleikum. Áheyrendur fá líka meira út úr því. Þeir öðlast betri skilning á einleikar- anum því hann leikur fleiri verk og sýnir á sér fleiri hliðar en hann fær Morgunblaðið/Kristinn tækifæri til þegar hann spilar aðeins eitt verk með hljómsveit." - Hvað spilar þú í dag? „Á fyrri hluta tónleikanna spila ég 8 prelúdíur og fúgur úr öðrum hluta „Das wohltemperierte Klavi- er“ eftir J.S. Bach og eftir hlé Ieik ég Kreisleriana eftir Schumann. Það er verk í átta hlutum sem hafa mjög náin innbyrðis tengsl." - Ég man eftir einleikstónleikum þar sem frægur píanóleikari var nýbyrjaður að spila þegar hann stóð allt í einu upp og hætti. Ástæðan var Ijósmyndari sem stóð með myndavél út við vegg og vísaði píanóleikarinn honum út. Ert þú viðkvæmur fyrir því sem gerist í salnum þegar þú ert að spila? „Ég er vissulega viðkvæmur fyrir því en að hætta að spila er það versta sem hægt er að gera. Maður þarf þá að byija aftur og það er mjög slæmt. Maður tekur þann innri styrk sem þarf til að halda áfram, líka þótt eitthvað fari úrskeiðis með hljóðfærið. Verk Iifír frá upphafi til enda og að hætta í miðju kafi er eins og að binda endi á líf mann- eskju." -Hefur þú lent á hljóðfæri sem er svo slæmt að þú getir ekki spilað á það? „Að píanó sé svo slæmt að maður þurfi að fá nýtt eða jafnvel aflýsa tónleikum gerist afar sjaldan en hefur þó komið fyrir. En mjög gott hljóðfæri er líka mjög sjaldgæft. Ég spila á u.þ.b. 90 tónleikum á ári og ef ég lendi á fimm hljóðfærum sem mér líkar vel við þá er það til- tölulega hátt hlutfall. En þetta er ekki bara spuming um gott og slæmt. Hvert hljóðfæri hefur líka sinn persónuleika. Tvö píanó, framleidd á sama tíma í sömu verksmiðju, geta verið gjörólík. Það er því enn sjaldgæfara að hljóðfær- ið sé í fullkomnu lagi og að mér líki persónuleiki þess þar að auki. Píanó eru mjög viðkvæm fyrir veðri, raka, kulda o.s.frv. og ef að- stæður eru slæmar þá hrakar þeim fljótt. Maður getur spilað á sama hljóðfæri með nokkru millibili og fundið og heyrt mikinn mun. Þegar maður heyrir um að í einhverri borg sé sérstaklega gott hljóðfæri þá þýðir það í rauninni ekki neitt vegna þess að það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á gæði þess. Svo má ekki gleyma því að því er öfugt farið með píanó miðað við t.d. fíðlur sem verða betri með aldrinum. Ymsir fletir í píanóum eyðast og hljóðfærin verða lakari með aldrin- um.“ - Eru til góðir og slæmir áheyr- endur? „Áheyrendur eru mjög mismun- f andi. Ef maður heldur tvenna tón- jj leika með sömu efnisskrá í sömu borg eru áheyrendurnir aldrei hinir sömu og aldrei eins. Áheyrendahóp- ur er mjög flókin lífræn heild því hún samanstendur af svo mörgum, kannski eitt til tvö þúsund manns. Áheyrendur eiga fræðilega aldrei að vera óvinsamlegir. Þegar þeir eru einu sinni komnir á tónleika til að hlýða á tónlist hvers vegna í ósköp- unum ættu þeir þá að vera óvinsam- legir? En þeir eru misjafnir að gæð- um, ef svo má að orði komast, því þeir hafa mismunandi bakgrunn og forsendur. Það sem skiptir þó alltaf mestu máli er orka listamannsins. Hann fær áheyrendur með sér og leiðir þá. Það er hið segulmagnaða sam- band milli listamannsins og áheyr- enda í gegnum listaverkið sem skiptir mestu máli.“ 3.000 kórfélagar í Heimskórnum fluttu Sálumessu Verdis á útileik- vanginum í Verona á Ítalíu árið 1990. SungH fyrir fii Heimskórinn í Hiroshima SÖNGUR meira en 2.000 manna hljómar á tónleikum í Hiroshima 5. ágúst nk. í minningu þess að nú eru liðin 50 ár síðan kjarnorku- sprengja féll á borgina. Heimskór- inn var stofnaður árið 1984 í Nor- egi. Hugmyndin að stofnun kórsins kviknaði þegar 2.500 manns tóku þátt í flutningi á Messias eftir Handel á þrjú hundruð ára minning- arhátíð tónskáldsins sem haldin var í Gautaborg. „Þá var tóninn sleginn og kórinn hefur starfað sleitulaust síðan,“ segja Steinar Birgisson og Hafdís Magnúsdóttir, stofnendur íslandsdeildar kórsins. „Árið 1991 var deildin hér heima stofnuð. Við höfum farið til útlanda nokkrum sinnum með kórnum; á síðasta ári fórum við til Osló og sungum í tengslun við opnunhátíð Olymp- íuleikana í Lillehammer." Steinar og Hafdís segist gjarnan vilja fá fleiri íslendinga til liðs við kórinn. „Kórinn samanstendur af byrjendum og vönu söngfólki. Þarna gefst mönnum kostur á að kynnast mjög óvenjulegu kórstarfi; þetta er stærsti fjölþjóðlegi kór í heimi. Svo eru það ferðalögin og ánægjan að kynnast nýju fólki. Vinnan í kringum kórinn er gríðarlega mikil en hún er sannarlega þess virði. Eins er mjög sérstakt að taka þátt í verkefn- um af þessu tagi er 2-3.000 manns koma saman og syngja." Sálumessa Verdis í Hiroshima verður Sálumessa Verdis flutt og hljómsveitarstjóri er Zubin Mehta og meðal einsöngvara verður Luciano Pavarotti sem gefur vinnu sína í þágu friðar. „Áður en haldið verður til Japans höfum við átta heilsdagsæfingar hér heima undir leiðsögn Ferenc Utassy kórstjóra og Elíasar Davíðssonar undirleikara. Æfingar eru að bytja og fólk kemur hvaðanæva af landinu til að æfa.“ — Hvernig gengur að koma kórn- um saman fyrir tónleika? „Kórinn hittist allur þremur til fjórum dögum fyrir tónleikahald og þá eru samæfingar. Það er alveg ótrúlegt 'að upplifa hvað gerist á þessum æfingum og stemmningin sem myndast er mögnuð. Og að finna hvernig fólkið og verkið kemur saman." — En hvernig er þetta fjármagn- að? „Kórfélagar hér heima bera kostnað af ferðunum sjálfir þótt eitthvað sé reynt að næla í styrki. Heimskórinn er sjálfstæður kór og þannig stendur hann annaðhvort sjálfur fyrir tónleikum eða selur tónleikahaldið. Hluti af aðgangseyr- inum rennur svo til flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna eða annarra stofnana sem stuðla að mannúðarmálum. Þanniggetum við á margan hátt verið stolt af þátt- töku í kórnum." Á Listahátið í Reykjavík 1996 Til stendur að kórinn komi á Lista- hátíð að ári liðnu. Þar verða fluttir valdir kaflar úr ýmsum þekktum óperum. „En það verður auðvitað ekki nema hluti af kórnum sem kem- ur á þessa tónleika. Ekkert hús er svo stórt hér á landi að það mundi bera meira en nokkur hundruð flytj- endur í mesta lagi. Það yrði vísast ekkert pláss fyrir áheyrendur ef tvö þúsund manna kór ætlaði að halda tónleika hér á landi!“ Þ.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.