Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Betri afkoma í almennum slysatryggingum en lakari í ökutækjatryggingum VÍS með 154 míllj. hagnað HAGNAÐUR varð af rekstri Vá- tiyggingafélags íslands hf. (VÍS) í fyrra sem nam 154 milljónum króna eftir skatta, sem er nær 40 milljónum króna betri afkoma en árið 1993, þegar hagnaður nam tæpum 115 milljónum. Hagnaður af rekstri dótturfyrirtækis VÍS, Líftryggingafélags íslands, nam 18,8 milljónum króna borið saman við 15,3 milljóna hagnað 1993. í ársskýrslu VÍS segir að trygg- ingaleg afkoma félagsins hafi í heild verið betri en árið áður, en hafi þó verið mismunandi eftir greinum. Afkoman batnaði í al- mennum slysatryggingum eftir mikið tap undanfarin ár, en afkom- an í ökutælq'atryggingum var held- ur lakari í fyrra en 1993. Færri bflar urðu fyrir skemmdum, en fleiri slösuðust í hveiju tjóni og skemmdir urðu meiri. Tjónum fækkar um 2% Iðgjaldatekjur ársins í fyrra námu 4.628 milljónum króna, sem er 4% aukning frá 1993. Útgjöld vegna tjóna í fyrra námu 3.872 milljónum, sem er rúmlega 2% samdráttur. Iðgjöld VÍS til endur- tryggjenda námu 854 milljónum, en hluti endurtryggjenda af tjónum nam 409 milljónum. Alls námu iðgjöld að frádregnum tjónum tæp- um 311 milljónum, sem er meira en tvöfalt meira en 1993, þegar þessi liður nam 136 mifljónum. Hreinar fjármunatekjur VÍS námu 630 milljónum, sem er 13% sam- dráttur frá 1993. Fyrirhugað er að vinnu við nýja stefnumótun VÍS fyrir næstu ár verði lokið nú á fyrsta ársfjórðungi 1995, til að félagið geti verið vel samkeppnishæft í kjölfar þeirra breytinga sem eru að verða á tryggingamarkaði - ekki síst væntanlegri samkeppni við erlend tryggingafélög í kjölfar þess að Evrópska efnahagssvæðið er orðið einn markaður fyrir vátryggingar. 300 kindum bjargað undan fjárhúsþáki á bænum Svínhóli í Miðdölum í fyrrinótt Fimm kindur drápust „ VIÐ vorum dauðhræddir um að þakið félli alveg. Það brak- aði og brast og seig alltaf meira og meira meðan við vorum að þessu, “ segir Jóhannes Óskars- son bóndi á Svínhóli í Miðdölum af björgun rúmlega 300 kinda úr fjárhúsi þar sem þak hafði fallið undan snjóþunga á föstu- dagskvöld. Björgun kindanna lauk um sexleytið í gærmorgun og naut Jóhannes aðstoðar björgunarsveitarinnar Óskar og ábúenda í nágrenninu. „Okkur reiknast til að fimm kindur hafi drepist. Hinum var þjappað saman á tveimur bæj- um en verður komið betur fyr- ir þegar veðrið batnar," segir Jóhannes. Illa gekk að koma tækjum að bænum í veðrahamnum og þurfti að kalla til veghefil, snjó- blásara, gröfu og lyólaskóflu til að koma kindunum í öruggt skjól. Einnig var á annan tug nautgripa fluttur úr fjósi í hlöðu og síðan á nærliggjandi bæi. „Við vorum með vörubíl, dráttarvél og hestakerru. Ætli við höfum ekki farið fjórar ferðir, annars er erfitt að gera sér grein fyrir því.“ Verður skepnunum dreift betur milli bæja síðar en Jóhannes segir erfitt að gefa eins og málum er háttað nú vegna þrengsla. Ófært er að nærliggjandi bæj- um sem stendur. Að sögn Jóhannesar hafði fargið ekki legið lengi á þak- inu. „Það var búið að moka ofan af öllum þökum og í kring- um húsin. Þetta kom bara í þessum eina byl, meira en nokkru sinni fyrr,“ segir hann og vill skila þakklæti til allra sem aðstoðuðu við björgunina. „Hræcldir um að þakið félli alveg“ Athuga- semd frá Veðurstofu Útvegsmenn á Austurlandi óánægðir með innheimtugjald RÚV Afnotagjaldi mótmælt vegna lélegra skilyrða SJÓMENN í Útvegsmannafélagi Austfjarða hafa að sögn Eiríks Ólafssonar, formanns félagsins, töluvert kvartað yfir því að þurfa að greiða Ríkisútvarpinu fyrir út- sendingar sem ekki náist á skipum þeirra. LÍÚ hafí staðið í bréfaskriftum vegna málsins. Fá svör hafí hins vegar verið að fá hjá Ríkisútvarp- inu. Hann segir að félagið styðji heilshugar formleg mótmæli út- vegsmanns á Homafírði við inn- heimtustofnun á vegum Ríkisút- varpsins. Svo fremi sem Ríkisút- varpið sjái ekki að sér og komi til móts við sjómenn fari málið fyrir dóm. Theódór Georgsson, inn- heimtustjóri Sjónvarps, segist ekki sjá hvernig hægt sé að gera undan- þágu vegna skipanna því sending- arnar náist sums staðar og annars staðar ekki. Eiríkur sagðist leyfa sér að full- yrða að sjónvörp frá Langanesi, nánast til Vestmannaeyja, væru ekki notuð til annars en að horfa á myndbönd. Þau kæmu ekki að neinu gagni og væri eins hægt að nota „mónitor" (skjá). „Menn eru ósáttir við að borga af því sem þeir geta ekki notað. Eg held meira að segja að í útvarps- lögunum sé einhver grein um að menn eigi ekki að greiða fyrir send- ingarnar nema að geta notið þeirra," sagði Eiríkur. Þegar Theódór var spurður hvort honurn fyndist koma til greina að kanna hvort ástæða væri til að koma tíl móts við kröfu sjómann- anna sagðist hann ekki geta séð hvemig hægt væri að gera undan- þágu vegna skipanna því sendingar næðust sums staðar og annars stað- ar ekki. Hann tók fram að ef til þess kæmi þyrfti lagabreytingu frá ráðuneyti eða Alþingi. VEÐURSTOFAN hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla, sem birtust í Morgunblaðinu í gær í frá- sögn þriggja skíðagöngumanna, sem lentu í hrakningum á hálend- inu. „Á þriðjudagsmorgun var gefín út eftirfarandi langtímaspá frá Veð- urstofunni: Veðurhorfur á fimmtu- dag og föstudag: Mjög hvöss norð- an- og norðaustanátt með snjókomu um landið norðan- og austanvert. Úrkomulítið sunnanlands. Frost 1-5 stig. Þessi spá var lesin inn á símsvar- ann um kl. 8.30 og var auk þess Iesin bæði á Rás 1 og Rás 2 í Ríkis- útvarpinu, á Bylgjunni og Rúvak. Þessa veðurspá er einnig að finna f textavarpinu. Það var því búið að vara við óveðrinu sem geisaði á fimmtudag og föstudag með löngum fyrirvara. Auk þess eru nýjar sólarhringsspár gerðar á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn og lesnar í útvarpi og inn á símsvara." Veðurfræðingar á spádeild. Kaffí Reykjavíkur selt LUTAFÉLAGIÐ Ingólfskaffi hf. ifur keypt rekstur og húsnæði Kaffi eykjavíkur af Val Magnússyni veit- tgamanni. Eigendur Ingólfskaffis f. eru þeir Þórarinn Ragnarsson, gandi Staldursins, Gunnar Hjalta- >n endurskoðandi og Þórður Sig- •ðsson matreiðslumeistari. Þórarinn vildi í samtali við Morg- iblaðið ekki gefa upp hvert kaup- verðið væri, en samkvæmt heimild- um Morgunbiaðsins er það um 150 milljónir króna. Þórarinn sagði að Þórður Sigurðs- son myndi hafa yfírumsjón með rekstri Kaffí Reykjavíkur, en rekst- urinn yrði með öllu óbreyttur frá því sem verið hefur frá því staðurinn opnaði í fyrra. Þá mun allt starfsfólk staðarins halda störfum sinum. Þriðjungur atvinnu- iausra undir 25 ára aldri ► Útgjöld Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs voru rúmir 2,8 milljarðar á síðasta ári og hafa aldrei verið hærri./lO Morð framið I kjölfar kjaftaþáttar ►Bandarískir kjaftaþættir ein- kennast æ meir af því að knúið er fram uppgjör milli fólks og eru nú deilur uppi almennt siðferði í landinu./12 Feður skipta sköpum ►Má rekja afbrot unglinga til föð- urleysis þeirra? Leitað er svara hjá Sigrúnu Júlíusdóttur félagsráð- gjafa og Áskeli Emi Kárasyni sál- fræðingi um mikilvægi föður- ins./18 Heildarlausn við Héð- insgötu ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Helga K. Hjálmsson, forstjóra Tollvöru- geymslunnar./20 Gamla apótekið verð- urnýtt ►í 67 ár hefur Lyfjabúðin Iðunn verið fastur punktur í tilveru Reyk- víkinga./22 Laus úr hnappheld- unni ►Sólrún Bragadóttir óperusöng- kona hefur sungið erlendis í mörg ár, en hefur nú sagt upp góðri stöðu við Hannoveróperuna til að verða sjálfs sín herra./24 B ►1-36 Blessað barnalán ►Það er síður en svo hlaupið að því að ættleiða bam. Foreldrar þurfa að uppfyllaýmis skilyrði og biðin getur tekið dijúgan tíma./l Páll Óskar útskrifast ►Söngvarinn Páll Óskar Hjálm- týsson stendur átímamótum./6 Dansandi djassgleðí ►í 27 ár hefur Ole Fessor Lind- gren verið í hópi vinsælustu hljóm- sveitarstjóra Norðurálfu./9 Nepal ►Gönguferð um troðna stíga Hi- malajafjalla. /18 íslenska birkið - niður- læging þess og endur- reisn ►Ræktun á kynbættu birkifræi í gróðurhúsum fyrir vemdarskóga á láglendi og á hálendari svæðum er markmið rannsóknar- og þróun- arverkefnis sem unnið er að á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkis- ins, Mógilsá./20 BÍLAR ► 1-4 Mazda 323 til sölu hér ►Það hillir undir að nýr Mazda 323 verði kynntur héwr á landi en hann hefur verið á markaði í Evrópu í nokkra mánuði./l FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari Helgispjall Reykjavíkurbréf Minningar Myndasögur Bréftilblaðsins Brids Skák Stjömuspá 43 Fðlk i fréttum 44 Bíó/dans 46 Iþróttir 50 Útvarp/sjónvarp 52 Dagbók/veður 55 Mannlifsstr. Dægurtónlist Kvikmyndir 8b lOb 14b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4-6 >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.