Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Halldór Blöndal mótmælir ummælum Jóns Baldvins VIKAN 12.3 -18.3. ►HIÐ tölvuvædda upp- boðskerfí islenskra fisk- markaða varð alþjóðlegt á fimmtudag þegar fyrirtæk- ið Northcoast Seafood í Boston i Bandaríkjunum var tengt inn á íslenska kerfið. ►HAGNAÐUR Búnaðar- banka íslands á síðastliðnu ári nam alls um 212 milljón- um króna samanborið við 49 milljónir árið 1993. Framlög á afskriftareikn- ing drógust verulega sam- an á árinu og námu 6.501 miHjón samanborið við 1.190 milijónir árið 1993. ►SJÓRINN fyrir norðan- og austanverðu landinu hefur ekki mælst kaldari í 30 ár og gæti sjávarkuldinn haft áhrif á uppvaxtarskil- yrði þorskstofnsins, að sögn Svend-Aage Malm- berg haffræðings. ►ARI Teitsson, ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga, var kos- inn formaður Bændasam- taka íslands, en það nafn hefur verið valið nýjum, sameinuðum samtökum bænda. ►STARFSHÓPURsem metið hefur árangur af út- boðsstefnu ríkisins telur að athuga þurfi hvort æski- legt sé að taka upp þá reglu að verktakar sem ekki standa skil á opinberum gjöldum verði útUokaðir frá því að gera tilboð í verkefni á vegum ríkisins. Gagntilboði hafnað RÍKIÐ hafnaði á miðvikudag gagntil- boði sem kennarasamtökin lögðu þá fram í kjaradeilu kennara og ríkisins sem staðið hefur í rúman mánuð. Að mati forystumanna samninganefndar ríkisins fól tilboð kennarafélaganna í sér litla eða enga tilslökun frá upphaf- legum kröfum kennara. Að mati beggja samningsaðila felur tilboðið í sér um 30% launahækkun ef hætt er við áformaðar skipulagsbreytingar á skólastarfi. Manna leitað austan Hofsjökuls ÞRIGGJA manna á gönguskíðum var saknað á fimmtudaginn austan Hof- sjökuls eftir vikuferð um hálendið, en þeir höfðu sent frá sér neyðarkall um gervihnött. Mennirnir fundust heilir á húfí á föstudag eftir víðtæka leit björgunarsveita. Þeir höfðu í rúman sólarhring barist við gegndarlausan veðurofsa og gefist upp á að grafa sig í fönn vegna kulda og mikillar ofankomu. Banaslys í umferðinni UNG kona, tveggja ára sonur hennar og ófætt barn létust í bílslysi á Suður- landsvegi fyrir ofan Skíðaskálann í Hveradölum síðastliðinn sunnudag. Eiginmaður konunnar slasaðist mikið og var hann fluttur á slysadeild Borg- arspítalans og síðan á gjörgæsludeild. Þá lést 73 ára gömul kona í árekstri tveggja bíla sem varð á Reykjanes- brautinni skammt frá vegamótunum að Vífílsstöðum á miðvikudaginn. Ökumenn beggja bílanna slösuðust miRið í árekstrinum. w&mr- ERLENT i Kanadamenn lýsa yfir sigri í grálúðustríði KANADAMENN lýstu á fimmtudag yfír sigri í deilunni við Evrópusam- bandið um grálúðuveiðar spænskra togara utan við kanadísku landhelg- ina. Héldu togararnir sig utan við grálúðumiðin seinni hluta vikunnar en á þriðjudag höfðu spænskir útgerð- armenn fyrirskipað togurunum að hefja tafarlaust grálúðuveiðar að nýju. Kanadísk yfírvöld slepptu á mið- vikudag spænska togaranum Estai, sem færður var tii hafnar í St. John’s í síðstu viku. Það var gert eftir að útgerð skipsins hafði greitt jafnvirði 23 milljóna í tryggingu. Kanadamenn saka spænsku togárana um að stunda smáfiskadráp. Þá fullyrða þeir að möskvar trolls Estai séu undir .lág- marksstærð, skipstjórinn hafí haldið tvenns konar dagbækur yfir veiðarnar til að fela rányrkjuna og að leynihólf hafí fundist í skipinu þar sem fundust tegundir sem veiðar eru ekki leyfðar á. Mannskæð átök múslima í Tyrklandi ÓKYRRÐ var víða í Tyrklandi í vik- unni en átök brutust út á milli minni- hlutahóps alavíta, hófsamra múslima, og bókstafstrúarmanna í Istanbúl sl. sunnudag. Óeirðirnar hófust er óþekktir menn skutu á fólk á kaffi- húsi í hverfi aiavíta. Var götum að hverfinu lokað og útgöngubann sett. Að minnsta kosti 15 manns hafa látið lífið : átökunum og tugir slasast. Fjöldi fólks hefur mótmælt aðferðum lögreglunnar í Istanbúl við að bæla niður átökin og greip hún þá til þess ráðs að skjóta á mótmælendurna. ► L AMBERTO Dini, for- sætisráðherra Italíu, hélt velli á fimmtudag þegar tillaga um traustsyfirlýs- ingu á stjórn hans var tek- in til atkvæða í neðri deild þingsins og aukafjárlögin samþykkt. Tókst Dini að knýja fjárlögin í gegn þrátt fyrir andstöðu Silvios Ber- lusconis, forvera hans. ►YASHUSHI Akashi, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, tókst ekki í vikunni að koma á fundi stríðandi fylkinga í landinu. Sagði hann hætt við að stríðið brytist út að nýju. ►SAMSKIPTI bandarískra og breskra stjórnvalda eru óvenju stirð vegna óánægju Breta með þá ákvörðun Bills Clintons Bandaríkja- forseta að leyfa Sinn Fein, sljórnmálaarmi IRA, að opna skrifstofu í Washing- ton. Vakti það athygli að John Major, forsætisráð- herra Bretlands, svaraði ekki ítrekuðum símtölum Clintons í tæpa viku. ►SKOÐANAKANNANIR benda til þess að Jacques Chirac, fyrrum forsætis- ráðherra, muni vinna auð- veldan sigur á Lionel Josp- in, frambjóðanda sósíalista og Edouard Balladur for- sætisráðherra í frönsku forsetakosningunum sem fram fara eftir 6 vikur. Hef enga tillögxi flutt um að þrefalda matarverð HALLDÓR Blöndal landbúnaðar- ráðherra vísar á bug orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins og utanríkisráð- herra, sem hann viðhafði á blaða- mannafundi í fyrradag, að matar- karfa sem nú kostar 4.000 kr. myndi kosta 11.840 ef tillögur land- búnaðarráðherra um tolla á matvör- ur næði fram að ganga. „Ég átta mig ekki á því hvað vakir fyrir Jóni Baldvin með þess- ari uppsetningu. Hann veit jafn vel og ég að ég hef enga tillögu flutt um að þrefalda matarverð. Hitt er rétt að tilboð okkar hjá GATT var samþykkt í ríkisstjóminni og borið fram af starfsmönnum utanríkis- ráðherra," segir Halldór. Skýrslu skilað á bakvið landbúnaðarráðuneytið „í janúarmánuði skilaði Hag- fræðistofnun Háskóla íslands skýrslu til ráðuneyta utanríkis, iðn- aðar og viðskipta, á bakvið landbún- aðarráðuneytið um svokallaðar „sex matarkörfur," þar sem heimsmark- aðsverð er borið saman við íslenskt verð og GATT-tilboð okkar en eng- in greinargerð fylgir um það hvem- ig heimsmarkaðsverðið er fundið. Þær tölur sem utanríkisráðherra var með á blaðamannafundinum em ekki nákvæmlega samhljóða tölum Hagfræðistofnunar en bera það með sér að þær era eigi að síður lagðar til grandvallar og rétt til þess að sýna vinnubrögðin þá er gert ráð fyrir því að heildsölu- og smásöluá- lagning á innfluttu lambalæri sé 80 krónur en 657 krónur í þeirri körfu sem hann kallar mitt verð og mínar tillögur," sagði landbúnaðarráðherra. Halldór benti á að í Þýskalandi væri landbúnaðarverð lægra en al- mennt gerðist í nálægari Evrópu- sambandsríkjum. „Ég hef nýlegar tölur þaðan. Nýsjálenskt lambakjöt kostar 647 krónur, ferskt lambakjöt 999 krónur en 796 krónur í Hag- kaup. Það er því ekki allt sem sýn- ist í þeim efnum. Það er nauðsyn- legt að fram komi að sú lækkun á matvörum sem menn bjuggust við að yrði í Svíþjóð við inngöngu lands- ins í Evrópusambandið hefur ekki komist til skila,“ sagði hann. Vildi lækka verðið hraðar en Alþýðuflokkurinn „GATT-tilboð okkar er lagt fram með sama hætti og hjá öllum öðrum ríkjum. Við íslendingar áskiljum okkur rétt til þeirra tollígilda sem heimilaðar era af því að við teljum það öraggara upp á seinni tíma. Við höfum það hins vegar í okkar valdi hvort við viljum nýta það til- boð til fullnustu og mér finnst það ekki trúverðugt hjá utanríkisráð- herra að gefa í skyn að einhvern tíma hafí staðið til að nýta heimild- irnar til fulls. Maður fer auðvitað að rifja það upp fyrir sér eftir þenn- an blaðamannafund hvernig sam- starfið hefur verið við Alþýðuflokk- inn þessi síðustu fjögur ár um land- búnaðarmálin og þá kemur undir eins upp í hugann að ég vildi fara hraðar með tollalækkanir á rekstr- arvöram til landbúnaðarins en Al- þýðuflokkurinn. Ég vildi með öðram orðum lækka verðið hraðar og meira en Alþýðuflokkurinn, enda hefur það skilað sér í vöraverðinu," sagði Halldór Blöndal. Morgunblaðið/Sverrir ÞÓTT óþægindi Reykvíkinga af veðrahamnum undanfarna daga séu ekki mikil á mælikvarða landsbyggðarinnar hefur fín- gerður sjávarúðinn í andrúms- loftinu gert mörgum skráveifu. Bíleigendur við sjávarsíðuna fara ekki varhluta af seltunni og Saltrok stöðugur straumur af fólki á þvottastöðvum. Verst úti verða þó verslunar- eigendur sem eiga lifibrauð sitt undir því að fólk geti skoðað varninginn í búðagluggunum. „Veðráttan hefur verið þannig að ég hef þurft að þvo gluggana daglega um langt skeið,“ segir Helga Ragnarsdóttir sem rekur verslun að Laugavegi 41 ásamt manni sínum Gunnari Malmberg gullsmiði. Einleikarapróf íListasafni STEFÁN Ragnar Höskuldsson lýk- ur síðari hluta einleikaraprófs frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með tónleikum sem haldnir verða 21. mars í Listasafni íslands kl. 20.30. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó en á efnis- skrá tónleikanna era Svíta í c- moll fyrir flautu og píanó eftir Jóhann Sebast- ian Bach, Joue- urs de Flute eftir Stefán Ragnar Albert Roussel, Höskuidsson Sónata eftir Hindemith, Grande Fantaisie um stef úr „Mignon“ Ambrose Thomas eftir Paul Taffan- el, Romance eftir Saint Saéns og Chant de Linos eftir André Jolivet. Aðgangur er ókeypis. Forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur Ummælin um bæjarstjórn byggjast á misskilningi AGUST Oddsson, forseti bæjar- stjórnar Bolungarvíkur, segir að þau ummæli Matthíasar Bjarna- sonar, stjórnarformanns Bygg:ða- stofnunar, að framkoma bæjar- stjórnar Bolungarvíkur varðandi sölu á hlutabréfum bæjarins í Os- vör hf. sé stórvítaverð,_ hljóti að byggjast á misskilningi. Ágúst seg- ir að engin sölusamningur hafi verið gerður vegna hlutabréfa bæjarins í Ósvör hf., heldur hafi verið skrifað undir kauptilboð frá Bakka hf. Tilboðið sé háð sé ákveðnum skilmálum, og það sé ekki í verkahring bæjarstjórnar að uppfylla þau heldur Bakka hf. „Lán Byggðastofnunar er með bæjarábyrgð og það hefur ekki borist neitt formlegt erindi til stofnunarinnar fyrst og fremst vegna þess að kauptilboð þarf að liggja fyrir og síðan þarf að vinna að því að uppfylla forsendur þess. Það er hins vegar ekki rétt að Byggðastofnun sé ekki kunnugt um þetta mál, einfaldlega vegna þess að við höfum rætt við emb- ættismenn Byggðastofnunar vegna tæknilegra atriða um hvort vissir hlutir séu gerlegir eða ekki. Það er ein af forsendum kaupand- ans að annaðhvort verði láninu breytt í víkjandi lán eða að skilmál- um þess verði breytt, og það er hans hlutverk að ganga frá bví máli við Byggðastofnun," sagði Ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.