Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR imdicío. Daeskra: idu Fræðslufi þriðjudag 21. mars kl. 20-22. Umpottun pottablómanna - Lára Jónsdóttir. Moldt, pottar, áburður og önnurgögn. Hvernig nýtist gróðurskálinn best? - Hafsteinn Hafliðason. ' Val á plöntum: Ávaxtatré, pottaplöntur, blómstrandijurtir. ^ Klipping á trjám og runnum í garðinum - Steinunn I. Stefánsdóttir. Hvenær, hvemig og hvaðþarftil. |j| Fræ og laukar - Hafsteinn Hafliðason. A) Sáning ogjorrœktun sumarblómanna. B) Sáning ogjorræktun vorlaukanna. fl Ræktun mat- og kryddjurta - Lára Jónsdóttir. Helstu atriði um sáningu, Jorrœktun og útplöntun. ^ Að raða saman blómalitum - Hafsteinn Hafliðason. Reglur, sem ojtast er farið eftir um litaval og samsetningu blómalita í beð, ker og skrerytingar. Leiðbeinendur á fræðslufundinum verða garðyrkjufræðingarnir Lára Jónsdóttir, Hafsteinn Hafliðason og Steinunn I. Stefánsdóttir. Stjórnandi: Bjarni Finnsson. blómoual Allir velkomnir Ókeypis aðgangur Þátttaka tilkvnnist í sima 568 9070 Könnun á afleiðingum tannskekkju Leitað til á annað þúsund manns Þórður Eydal Magnússon Heimtur rannsókn- ar Þórðar fyrir tveimur áratug- um voru einstaklega góð- ar, þar sem af 1.648 börn- um sem valin voru úr bekkjaskrám skólanna tók 1.641 þátt í rannsókninni. Þórður hefur nú hafið á ný umfangsmikla rann- sókn á hópnum ásamt samkennurum sínum við Háskóla íslands, Dr. Ei- ríki Emi Arnarsyni, dós- ent, og lektorunum Bimi R. Ragnarssyni, Karli Erni Karlssyni og Sigur- jóni Amlaugssyni, sem hann segir vera „sérstak- lega góðan hóp sérfræð- inga“. Tilgangur rannsóknar- innar nú er einkum að afla með hjálp spuminga- lista ýmissa upplýsinga um hvemig þátttakendum hefur famast með tilliti til hveijar af- leiðingar tannskekkja hafa verið á sl. 22 árum. Spurt er um óþæg- indi frá tönnum og kjálkum, um ýmsa þætti er snerta tennur við- komandi meðan á skólagöngu stóð, um ýmsa þætti varðandi útlit tannanna nú og ýmsa þætti varðandi tennur og útlit almennt. Ennfremur er spurt hvort fólk sé haldið ótta eða fælni við að fara til tannlæknis. Þeim sem svara verður síðan boðið til ókeypis skoðunar og ráðlegginga á tann- læknadeild HÍ eftir þijú ár. - Er ekki erfitt að hafa upp á svo stórum hópi fólks? „Það hefur tekið dijúgan tíma, en með hjálp þjóðskrár og ann- arra upplýsinga höfum við náð góðum árangri. Rúm 10% af hópn- um em búsett erlendis og það hefur reynst sérstaklega erfitt að hafa upp á þeim. Af 1.641 vantar okkur ennþá aðeins 122 og þar af em 23 látnir. Við höfum ekki gefist upp enda er úrtakshópurinn sérstakur að því leyti að honum stóð ekki til boða tannréttingar í sama mæli og- síðari kynslóðum, vegna þess að á þeim tíma vom einungis tveir tannlæknar sér- menntaðir í tannréttingum hér- lendis. Fjöldi sérfræðinga hefur aukist ört síðan, sem þýðir að ekki verður hægt að gera sam- bærilega rannsókn á öðmm ein- staklingum í framtíðinni." - Ertu bjartsýnn á jafn góðar heimtur og fyrir 22 árum? „Ég er mjög bjartsýnn, ekki síst þar sem við sendum út spurn- ingalista þriðjudaginn 7. mars sl. og tíu dögum síðar síðar höfðu tæp 40% skilað inn svömm, sem er stórkostleg byijun. Ég er sann- færður um að fá sama fágæta samstarfsvilja nú og á sínum tíma og hver einstaklingur skiptir miklu máli.“ - Eru erfiðleikar af völdum tannskekkju a/- gengir? „Mjög svo. Niður- stöðumar á sínum tíma vom þær að 50% drengja og 40% stúlkna þyrftu á tannréttingum að halda, sem eru svipaðar niður- stöður og fengist hafa á hinum Norðurlöndunum, en þar hafa sem hér 25-30% barna notið tannrétt- ingameðferðar. Þegar einstakl- ingur kemur til skoðunar hjá sér- fræðingi í tannréttingum, má segja að tannlæknirinn byggi meðferðina á eigin fagurfræðilega sjónarmiði, en þó fyrst og fremst á vitneskju sinni um illar afleið- ingar bitskekkju, þar á meðal huglæga vanlíðun vegna skekkju. Ýmsar bitskekkjur hafa t.d. til- hneigingu til að valda þegar til lengdar lætur andlits- og kjálka- verkjum út frá kjálkalið, og sam- hengi er á milli þrengsla og tann- ►DR. ÞÓRÐUR Eydal Magn- ússon prófessor í tannrétting- um við tannlæknadeild HÍ stóð fyrir umfangsmikilli rannsókn á bitskekkjum, tann- og bein- þroska barna og á fyrstu blæð- ingum telpna í barna- og gagn- fræðaskólum Reykjavíkur, veturinn 1972-73. holdsbólgu, sem er ein helsta or- sök tanntaps. Sömuleiðis er vitað að mikil þrengsli leiða til aukinna tannskemmda. Þessar rannsóknir okkar eru sérstæðar að því leyti að eftir því sem best verður séð, hafa einung- is Danir auk okkar aflað sambæri- legra gagna í langtímarannsókn. Okkar rannsókn er þó víðtækari sem nemur tannlæknaóttanum. Nokkrum árum áður en ég gerði mína rannsókn, var gerð þar könnun og einnig eftirkönnun eins og sú sem við stöndum að nú. Þar fór seinni könnunin fram 15 árum síðar og helsta ádeilan sem forvíg- ismaður rannsóknarinnar, Dr. Svend Helm prófessor, fékk var sú að hópurinn væri ekki orðinn nægilega gamall til að illar afleið- ingar tannskekkju væru komnar fram. Eldri hluti íslenska hópsins er orðinn fimm árum eldri, þannig að mjög fróðlegt verður að bera saman niðurstöðumar, því að tannskekkja í Danmörku er nán- ast sú sama og hérlendis. Ef fimm ára mismunur hefur einhveija þýðingu, ætti það að koma fram hjá okkur og verður fróðlegt að fá niðurstöður hér til samanburð- ar við niðurstöður Svend Helm og einnig frekari upplýsingar um þýðingu tímaþáttarsins í þróun kjálkaliðs- og tannholdssjúkdóma og tannskemmdavanda, auk fé- lagslegra afleiðinga." - Er þetta dýr könn- un? „Rannsóknin er kostnaðarsöm eins og umfang hennar bendir til, og talið að hún muni kosta liðlega 1,5 milljónir króna. Við hefðum eflaust ekki komist af stað fyrr en á næsta ári, hefði ég ekki verið svo hepp- inn sl. haust að fá upphringingu frá Dr. John Dunbar sem bað mig um að benda sér á leið til að styðja rannsóknir við tannlæknadeild HÍ, í heiðursskyni við Jón K. Hafstein tannlækni. Árið 1962 var Dunbar fyrstur manna til að stunda rann- sóknir á sviði tannlækninga hér- lendis, sem orð er á gerandi, og lagði grunn að doktorsriti hana. Jón greiddi götu Dunbars eftir megni. Fyrir þær sakir minnist John Dunbar hans með miklu þakklæti og vill ásamt konu sinni Ruby leggja til 4.000 dollara til rannsóknanna." Talin kosta um 1,5 millj- ónlr króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.