Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 9 FRETTIR Bud Hulan sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands og Labrador Mikli banki og Smugan ósambærileg Sjávarútvegsráðheira Nýfundnalands segir grundvallarmun á ástandinu á Mikla banka við Kanada og í Smugunni norðan Noregs og hann segir í samtali við Guðmund Sv. Hermannsson að Norðmenn og Rússar — geti ekki útilokað Islendinga frá veiðum í Smugunni ef þar sé nægur fiskur. HLUTVERK Buds Hulans sjávarútvegsráðherra Ný- fundnalands og Labrador er varla öfundsvert því sjávarútveg- ur á Nýfundnalandi hefur nánast Hrunið til grunna á síðustu árum. Og hann segir að einhliða aðgerð- ir Kanadastjórnar, til að reyna að tryggja friðun fiskistofnanna á Mikla banka séu nauðsynlegar og réttlætanlegar. „Alþjóðalög um hafið eru ekki mjög nákvæm. Og ég sætti mig ekki við að við Kanadamenn getum ekki verndað fiskistofna í þágu alls mannkynsins, vegna þess að al- þjóðalögin séu ekki nægilega skýr. Við erum ákveðnir í að vemda þessa fískistofna; við höfum sýnt að okkur er alvara með því að loka fiskvinnsluhúsum okkar og það er engin von um að þau verði opnuð aftur næsta áratuginn. Ef aðrar þjóðir koma síðan og rupla og ræna er engin von til þess að fólkið hér fái vinnu aftur við sjávarútveg,“ segir Hulan. Hann segir að aðstæður við aust- urströnd Kanada og til dæmis í Smugunni séu alls ekki sambærileg- ar. „Við erum ekki að grípa til þess- ara einhliða aðgerða vegna þess að við ætlum okkur allan fiskinn á svæðinu, enda veiðum við ekkert þar. En á sama tíma fara Spánvetja og Portúgalir ránshendi um miðin. Ef nægur fiskur er í Smugunni geta Norðmenn og Rússar ekki lok- að henni fyrir öðrum þjóðum. Þeir hefðu því ekki rétt til að útiloka Islendinga frá veiðum þar ef fiski- stofnarnir eru ekki í hættu,“ segir Hulan. Kolsvört mynd Kanadastjórn bannaði þorskveið- ar innan fiskveiðilögsögu sinnar árið 1992 og ákvað jafnframt að greiða sjómönnum og fiskvinnslu- fólki, sem höfðu byggt afkomu sína á þorskveiðum, bætur í tvö ár. Að sögn Johns Collins starfsmanns kanadíska sjávarútvegsáðuneytisins námu bætumar að lágmarki 227 Kanadadollurum eða um 10 þúsund krónum á viku. Þegar bótatiminn rann út vorið 1994 var annarri áætlun hrint af stokkunum. Þá hafði einnig verið sett veiðibann á flestar botnfiskteg- undir innan kanadísku lögsögunnar, svo sem karfa í St. Lawrenceflóa auk þess sem Norðurvestur-Atlants- hafsfiskveiðinefndin, NAFO, hafði samþykkt að setja samskonar veiði- bann á þá hluta Mikla banka sem ná út fyrir lögsöguna. Nú fá um 50 þúsund sjómenn og fiskvinnslu- fólk við austurströnd Kanada greiddar bætur úr opinberum sjóð- um. Og Bud Hulan dregur upp kol- svarta mynd af ástandinu á Ný- fundnalandi og Labrador. „Öll botnfiskvinnsla hér á svæð- inu stöðvaðist árið 1992 og afleið- ingin var sú að í þessu fylki eru um 55 þúsund manns atvinnulaus. í mörgum sveitarfélögum er enga atvinnu að hafa þegar fískveiðum sleppir. Landbúnaður er ekki mikið stundaður, við getum ekki byggt á skógarhöggi því skógarnir hér hafa verið höggnir af fyrirhyggjuleysi; við bytjuðum ekki að planta tijám í stað þeirra sem voru felld fyrr en á síðustu 5-6 árum. Því blasir víða ekkert við nema fólksflótti og auðn. Á Nýfundna- landi skutu sum samfélögin rótum fyrir meira en 500 árum, sem er langur tími á norður-amerískan mælikvarða, og þar hefur byggst upp einstök menning sem nú er í yfirvofandi hættu," segir Hulan. Útdauður þorskstofn? Þegar þorskveiðibannið var sett áætluðu fiskifræðingar að stofninn væri um 120 þúsund tonn. En síðan hefur stofninn haldið áfram að minnka og í október síðastliðnum var hann aðeins talinn vera þijú þúsund tonn. „Það er enginn vafi að stofninn er ekki nýtanlegur og sumir vísinda- menn telja að hann sé í raun útdauð- ur, því hann geti ekki náð sér aft- ur,“ segir Hulan. „Þetta gerðist þrátt fyrir að sjávarútvegur í þessu fylki væri aflagður. Því hljóta menn að leita að ástæðunni annars staðar og hún er sú að fiskistofnarnir á Mikla banka hafa verið ofveiddir af skipum Evrópusambandsins, eink- um frá Spáni og Portúgal.“ Mikli banki, eða The Grand Banks of Newfoundland, nær yfir land- grunnið austur frá Nýfundnalandi og var öldum saman talin til gjöfu- lustu þorskmiða í heimi. Mikli banki er að mestu innan 200 mílna fisk- veiðilögsögu Kanada en nær þó út fyrir hana á tveimur stöðum, Nefinu og Halanum. Fiskitegundir leita út fyrir landhelgina á ákveðnum tímum ársins að mörkum landgrunnsins og þar hafa togarar frá Evrópu stundað veiðar. Glæpsamleg ofveiði NAFO hefur ákveðið veiðikvóta á þessu svæði en Bud Hulan segir að Evrópusambandið hafi lítið skeytt um kvótana. Þannig hafi sambandið fengið 164 þúsund tonna kvóta af þorski, grálúðu og karfa á tímabilinu 1986-1994. Skipin hafi sjálf tilkynnt um samtals 735 þús- und tonna afla en Kanadastjórn áætiar að veiðin hafi numið einni milljón og fjórtán þúsund tonnum. „Þeir hafa því ítrekað stundað ofveiði á sama tíma og við vöruðum ítrekað við fiskistofnarnir væru að eyðast upp. Og í okkar augum er þetta glæpsamlegt athæfi, ekki að- eins gagnvart Nýfundnalandi heldur öllum heiminum sem mun gjalda fyrir þetta á endanum ef stofnarnir ná sér ekki,“ sagði Hulan. Skip Evrópusambandsins hafa undanfarið veitt grálúðu undan landhelgi Kanada, eins og frægt er orðið og segjast hlíta þorskveiði- banninu. En Hulan segir að menn skilji fyrr en skelli í tönnum. „Við vitum að þótt skipin séu á grálúðuveiðum er stór hluti aflans smáþorskur. Á síðasta ári tókum við spænskt skip og í geymslu neð- an þilja voru 180 tonn af þorskseið- um á stærð við sígarettur!“ Aukin selveiði Hulan segir að einnig verði að taka með í reikninginn gífurlega fjölgun sels á austurströnd Kanada en selastofninn væri áætlaður um sex milljónir dýra. Og enginn vafí leiki á að selir éti þorsk. Hulan hef- ur nú ákveðið að leggja aukna áherslu á selveiðar á Nýfundnalandi og Labrador en þar hafa nánast engar selveiðar verið undanfarin tíu ár og ekki hefur verið veitt upp í leyfilega kvóta. Kanadastjórn hefur úthlutað fylkinu 186 þúsund dýra kvóta árlega en en Hulan segir að veiða þurfi a.m.k. 350 þúsund dýr árlega til að halda selastofninum í skefjum. Selveiðarnar geta veitt at- vinnu og Hulan segir að vinnsla afurðanna geti orðið mjög ábata- söm. „Við veiðum ekki lengur sel aðal- lega vegna skinnsins heldur teljum við hann vera mikilvæga fæðuupp- sprettu fyrir hungraðan heim. Og hollusta selaafurða er mjög mikil,“ segir Hulan. Hann segir grænfriðunga styðja selveiðarnar en önnur náttúruvernd- arsamtök séu ekki á sama máli. Þannig lenti Paul Watson leiðtogi Sea Shepherdsamtakanna í vikunni í útistöðum við selveiðimenn þegar hann ætlaði að mótmæla veiðum á Magdaleneyjum. Watson var ábyrgur fyrir því þeg- ar hvalveiðibátum var sökkt í Reykjavíkurhöfn fyrir átta árum og hefur einnig lent í útistöðum við Færeyinga þegar hann vildi hindra grindardráp. Áfram fiskvinnsla Þrátt fyrir að bannað sé að veiða arðbærustu fisktegundirnar er enn talsverð fiskvinnsla á Nýfundalandi. Ýmsar fiskitegundir eru ekki háðar veiðibanni og áður vannýttar teg- undir eru nú nýttar, svo sem grá- sleppa, skötuselur og skata. Einnig hefur fiskeldi farið vaxandi á síð- ustu árum. Þá hefur fullvinnsla af- urða aukist. Þegar best lét voru tekjur fylkisins af fiskvinnslu um 700 milljónir Kanadadollara en eru nú um 400 milljónir dollara. Við fiskveiðamar kemur stundum meðafli af friðuðum tegundum. Að sögn Morley Knight, starfsmanns sjávarútvegsráðuneytis Kanada, er strangt eftirlit með veiðunum í sam- vinnu við fiskvinnslustöðvar til að minnka meðafla. Sett er 5-10% þak á meðafla ákveðinna tegunda, mis- munandi eftir tegundum, veiðisvæð- um og veiðarfærategundum, og ef farið er upp fyrir það er veiði- svæðunum lokað í 10-30 daga. Á meðan fara fram veiðar í tilrauna- skyni og svæðin eru ýmist opnuð aftur eða lokað lengur, eftir niður- stöðunum. Knight sagði að sjómennirnir sjálfir væru ekki sektaðir þótt með- aflinn 'færi upp fyrir ákveðin mörk. „Það næði ekki nokkurri átt, því ef svo væri myndi það hvetja sjómenn til að henda meðaflanum í sjóinn og við fengjum ekki rétta mynd af þvi sem fram fer.“ Og Bud Hulan segir að þótt illa ári nú hafí íbúar Nýfundnalands alls ekki lagt árar í bát. „Sjávarútvegur er þrátt fyrir allt mikilvægasta atvinnugreinin í fylk- inu því fiskveiðar hafa alltaf verið undirstaða lífsins hér. Við erum að reyna að byggja sjávarútveginn upp aftur og hann verður vonandi enn mikilvægasta atvinnugreinin þegar við getum farið að veiða aftur.“ FERMIMGARTILBOÐ 40% AFSLATTUR afgolfsettum ■Sto Heilt sett frá kr. 17.500.- og hálft sett frá kr. 8.750.- S: 91-651402 Póstverslunin Nesberg - Strandgötu 28 - Hafnarfirði (hs: 98-33575) PASKATILBOÐ Við bjóðum 20% staðgreiðsluafslátt af allri okkar vinnu og vörum til páska og 10% af greiðslukorti. Hársnyrtistofa Irisar, _ r •« ■■ m ■ Hafnarstræti 16, Verio velkominS sími 16565. M Utankjörstaðaskrifstofa M Sj álfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3- hæð Símar: 588-3322, 588-3323, 588-3327 Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur aö kosningunum 8. apríl. Utankjörfundaratkvæöagreiösla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Engjateigi 5, alla daga kl. 10.00-12.00,14.00-18.00 og 20.00-22.00. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband ef þið verðið ekki heima á kjördag. Vefnaðarvörur og saumur • Sumarefnin eru komin • Mikið úrval í fermingarfatnað. • Saumum eftir máli, breytum og gerum við. • Hnappagöt og yfirdekkjum tölur. • Gott verð. textiIUne Faxafeni 12, sími 588 1160. — EIMSKIP — HLUTHAFAFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu mánudaginn 3. apríl 1995 og hefst kl. 14.00. -------- DAGSKRÁ ------- Breytingatillögur á samþykktum félagsins, sem afgreiddar voru á aðalfundi félagsins 9. mars 1995, lagðar fram til endanlegrar afgreiðslu, samkvæmt ákvæðum 20. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 27. mars til hádegis 3. apríl. Reykjavík, 10. mars 1995. STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.