Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 13 Flóknar varnarmálaumræður hafnar í Finnlandi Fjallað um samstarf við Vestur-Evrópu Fram til þessa hafa takmarkaðar umræður farið fram í Finnlandi um hugsanlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATQ, o g Vestur-Evrópusambandinu, VES. Lars Lundsten, fréttaritari Morgunblaðsins í Finnlandi, gerir grein fyrir afstöðu Rússa o g telur ekki útilokað að viðhorfsbreytingar sé að vænta í Finnlandi MARGSLUNGNAR umræður um hugsanlega þátttöku Finna í varn- arsamstarfi Vesturveldanna hafa átt sér stað víðs vegar um Evrópu að undanförnu. Þessi umræða hefur að vissu leyti sýnt fram á að’örygg- ismál Finna eru ennþá aðallega háð afstöðu tveggja ríkja: Rússlands og Þýskalands. Fyrstur fram á sviðið var Júríj Dérjabín, sendiherra Rússa í Finn- landi. í blaðaviðtali í Finnlandi var- aði hann við þátttöku Finna í Atl- antshafsbandalaginu, NATO. Wolf- gang Scháuble, náinn samstarfs- maður Helmuts Kohls Þýskaland- skanslara, hleypti svo enn lífi í umræðuna með því að krefjast lof- orða Finna, Svía og Austurríkis- manna um að þeir myndu taka þátt í varnarsamstarfi innan Evrópu- sambandsins, ESB. Finnsk yfírvöld hafa aðeins end- urtekið formlegar yfirlýsingar sínar um að Finnar muni halda sinni stöðu utan hernaðarbandalaga að sinni en að þeir vilji ekki útiloka neina valkosti. Martti Ahtisaari Finnlandsforseti hefur dvalið er- lendis á meðan þessar umræður hafa staðið. Hefur hann m.a. orðið að útskýra málavexti á frétta- mannafundum sínum í Vínarborg og Búdapest. En æðstu stjórnendur Austurríkismanna og Ungveija munu einnig hafa forvitnast um hvort samskipti Finna og Rússa hafi farið versnandi. Ákvæði Maastricht Maastricht-samningurinn, sem nýju aðildarríkin Finnland, Svíþjóð og Austurríki samþykktu um leið og þau gerðust aðilar að Evrópu- sambandinu, kveður á um samstarf ESB-ríkja á sviði öryggis- og vam- armála síðar. Hafa Finnar, Svíar og Austurríkismenn hingað til látið þá stefnu duga að vísa til áheymar- aðildar sinnar í Vestur-Evrópusam- bandinu, VES. Að öðru leyti hafa þessi þrjú ríki ætlað sér að halda áfram á fýrri braut, þ.e. að halda uppi sjálfstæðu varnarkerfi. Bein NATO-aðild Finna hefur ekki fengið neinar vemlegar undir-' tektir meðal finnskra stjórnmála- manna hingað til. Sumir telja það ekki tímabært að ræða málið, aðrir segjst beinlínis andvígir. Rökfærsla NATO-andstæðinga er sú að ekki væri ráðlegt að breyta öryggis- stefnunni þannig að það ögri Rúss- um. Hinir telja að NATO vilji varla sjá Finna í sínum herbúðum á með- an Rússar séu á móti því. Þegar Déijabín sendiherra sagð- ist líta svo á að NATO-aðild Finna gæti valdið erfiðleikum í alþjóða- samskiptum urðu viðbrögðin undr- un. Hvers vegna kaus sendiherra Rússa að ræða málefni sem ætti að vera geymt niðri í skúffu og þar með gleymt? Finnska utanríkis- ráðuneytið kallaði sendiherrann á fund ráðuneytisstjóra en að þeim fundi loknum var aðeins tilkynnt að enginn misskilningur hefði verið á ferðinni um stefnu Finna í þessum málum. Rússar reyndust sammála Finnum um að NATO-aðild hefði ekki verið á dagskrá. Formlega var málið þannig afgreitt án erfiðleika. Hins vegar hafa vangaveltur Déijabíns um neikvæðar afleiðingar „hugsanlegrar" aðildar Finna valdið Time og var um og ó. Áður en þátturinn hófst var sérfræðingur- inn í biðsal með nokkrum gest- anna, táningum í eijum vegna vina: „Útsendingarstjóri einn kom inn til að undirbúa þá og hleypti þeim öllum upp og sagði: „Þetta er ykkar tækifæri til að leyfa heiminum að heyra ykkar hlið málsins. Ekkert ofbeldi, en öskrið eins og ykkur sýnist. Þið fáið eng- in stig fyrir að sýna jafnaðargeð." Það var greinilegt að þetta var liðið, sem hafði verið ákveðið að hefði á röngu að standa og það átti að kasta því fyrir ljónin.“ Þegar krakkarnir höfðu þur- rausið tilfinningar sínar í klukku- stund, var ónefndi sérfræðingur- inn leiddur inn á sviðið. Honum var boðið að hafa með sér þykka leðurmöppu til að virðast ábúðar- meiri, en hafnaði því. Fimm mínút- um síðar var þátturinn búinn og verðir drifu krakkana burt: „Þetta var eins og á færibandi," sagði sérfræðingurinn. „Miskunnarleys- ið var algert.“ Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna fólk kýs að gera sig að fífli fyrir framan milljónir sjón- varpsáhorfenda. Þættirnir auglýsa eftir gestum í tímaritum og með því að birta símanúmer á skjánum. Einnig hefur verið stofnaður tölvu- banki með nöfnum 2.400 manna, sem þykja luma á ákjósanlegri lífs- reynslu í kjaftaþátt. Oft kemur sama fólkið fram í mörgum þátt- um rétt eins og rokkstjörnur á tónleikaferðalagi. Ýmsir spá því að þættir af þessu tagi verði ekki langlífir og morðið í síðustu viku hafi verið upphafið að endi hömluleysisins. Jack My- ers, sem ráðleggur fyrirtækjum hvar þau skuli auglýsa, sagði í viðtali við dagblaðið The Boston Globe að auglýsendur væni þegar farnir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir létu bendla sig við þætti, sem dafna á því að kynda undir mannlegum harmleikjum, og morðið myndi sennilega gera þá enn tregari til. Líkast til er spáin um fall kjaftaþáttanna þó fremur reist á óskhyggju, en sennileika. Fyrsti kjaftaþátturinn, sem segja má að hafi leitt til morðs, verður þó aldrei sýndur í sjón- varpi. Framleiðendurnir tóku þá ákvörðun vegna hins „sorglega" atburðar, en hún gæti hafa verið erfið: Jenny Jones hefði farið létt með að sigra í áhorfendaslagnum við Ricki Lake og Oprah Winfrey daginn sem þátturinn sá hefði verið sýndur. miklum hræringum meðal stjóm- málaskýrenda í Finnlandi. „Komíssarov" birtist á ný Sumir vilja túlka framkomu sendiherra Rússa sem endurnýjun á ihlutunarstefnu Sovétmanna í Finnlandi. Ummæli Déijabíns birt- ust aðeins þrem vikum fyrir þing- kosningar. Það er einnig vitað mál að Déijabín þessi birti bækur um finnsk stjómmál undir dulnefninu Júríj Komíssarov á Sovéttímanum. Var „Komíssarov" einn af helstu stefnumarkandi sérfræðingum Sov- étstjómarinnar varðandi fmnsk mál á þeim tíma. Aðrir telja það dæmigerða fram- komu Rússa í utanríkismálum að valda íjaðrafoki í viðkvæmu máli en láta svo eins og ekkert hafi í skorist. Einnig hafa verið uppi get- gátur varðandi það að Rússar hafi nú breytt stefnu sinni á þann hátt að þeir vilji ekki láta nágrannaríki sín leika allt of lausum hala. En svo era þeir sem telja aðgerðir Déijab- íns aðeins leik hans í því skyni að halda sinni stöðu gagnvart vaxandi þjóðernishyggju í rússneska stjóm- kerfinu. Þrátt fýrir það að NATO- og jafn- vel VES-umræða hafi því ekki farið af stað í Finnlandi má ef til vill búast við breytingum í þeim efnum. FINNSKUR skiðahermaður á norðurvígstöðvunum í Vetrarstríði Finna og Sovétmanna 1939-1940. Síðar tóku Finnar þátt í innrás Þjóðverja í Sovétríkin 1941 en sömdu frið við Moskvustjórnina 1944 og urðu að láta Kyrjálahérað af hendi. Hafa Finnar siðan reynt að styggja rússneska björninn sem minnst. Þegar Mauno Koivisto, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í áramótaá- varpi sínu 1992 að Finnar gætu vel íhugað aðild að ESB (þá EB) urðu allir furðu lostnir. Þangað til hafði enginn stjórnmálamaður í ábyrgð- arstöðu þorað að vílcja að þessu máli. En þrem mánuðum síðar vora Finnar búnir að leggja inn aðilda- rumsókn í Brassel. Þegar áhrifamikill, þýskur stjómmálamaður á borð við Schá- uble tekur til máls og hvetur Finna til nánara samstarfs við vestræn ríki á sviði vamarmála getur það verið tímanna tákn. Að vísu sagðist Scháuble ekki krefjast þess að nýju ESB-ríkin segðu skilið við hlutleys- isstefnu sína en markmiðið með henni þyrfti að vera ljóst. IFOLK! Spá fiskifrœðinga fyrir laxagengd á suður- og vesturlandi sumarið 1995 er mjöggóð!! þarf alls ekki að vera Laxvei Vegna hagstæðra samninga er verð veiðileifa í mörgum ám lægra en í fyrra Norðurá I - fengsælasta á landsins 1993 og 1994 - verðlækkun ✓ Eitt glæsilegasta veiðihús íslands í umhverfi sem á sér ekki hliðstæðu. ✓ Gisting og úrvals fæði á aðeins kr. 3.300 ✓ Verð frá kr. 9.800. Sogið - fjögurfrábær veiðisvæði - mikil verðlækkun. ✓ Þessi vatnsmesta bergvatnsá landsins er aðeins steinsnar frá Reykjavík. ✓ Sogið er mikið uppáhald laxveiðimanna, enda er þar meðal annars stórlaxavon. ✓ Ný stórglæsileg veiðihús í Ásgarðslandi - Alviðru og við Bíldfell. Stórbætt aðstaða við Syðri-Brú. ✓ Verð frá kr. 3.900. JD w >o £ cn >o ocs LU I 03 co Aðrar ár rboði: Norðurá II - Flóðatangi Hítará II - Miðá í Dölum - Tungufljót - Stóra Laxá - Snæfoksstaðir - Laugabakkar - Hítarvatn - Langavatn - Sog, Ásgarður - Silungasvæði. Hítará - „draumaá Jóhannesar á Borg“ - óbreytt verð. ✓ Veiðihús Jóhannesar á Borg í ævintýralegu umhverfi kletta og veiðihylja. ✓ Lax og sjóbleikja. ✓ Ekkert skyldufæði. ✓ Verð frá kr. 7.800. Gljúfurá - mikil lækkun ✓ Laxveiði í einu fegursta héraði landsins. ✓ Stór veiðihús, tilvalið fyrir fjölskylduferðina. ✓ Ein stöng í Langavatni fylgir hverju veiðileyfi ✓ Verð frá kr. 6.900. Ostaðfest veiðileyfi verða boðin á almennum markaði eftir 22. mars. Félagsskírteinl í SVFR veita þér eftirfarandi: ✓ Forgang við úthlutun veiðileyfa ✓ Frí veiðileyfi í Elliðavatni ✓ Veiðimanninn fritt þrisvar á ári ✓ Veiðifréttir frítt allt að níu sinnum á ári ✓ Afslátt hjá bestu veiðiverslunum landsins. ✓ Afsláttur á bílaleigu. ✓ Afslátt hjá skósmið og dekkjaverkstæði ✓ Afslátt hjá veitlngastöðum ✓ Aðgang að opnu húsi o.m.fl. ✓ Það borgar sig að vera félagi í SVFR. Fullorðnir inntökugjald kr. 8.500 Börn/unglingar yngri en 16 ára inntökugjald kr.5000 SVFR Allar upplýsingar eru gefnar á afgreiðslu Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Háaleitisbraut 68 eða í síma 91 -686050, fax 91 -32060. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18 e.h.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.