Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR MAGNÚS R. Gíslason yfir- tannlæknir í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti skrifaði afar athyglisverða grein í Morg- unblaðið í gær. Þar fjallar hann um tannlækningaþjónustu hér á landi, bendir á, að tannskemmd- um hafi fækkað um nær 70% á undanförnum 13 árum, greiðslur hins opinbera hafi lækkað og offjölgun tannlækna eigi eftir að verða vandamál. Því sé tímabært að athuga, hvort hægt sé að bæta tannheilsu þjóðarinnar og þá sérstaklega 17 ára og eldri. Eins og allir vita er tann- læknaþjónusta dýr og í sumum tilvikum mjög dýr. Kostnaður við hana er svo mikill, að tæpast fer á milli mála, að fjöldi fólks sinnir tannheilsu sinni ekki sem skyldi vegna kostnaðar. Magnús R. Gíslason bendir í grein sinni á, að Bandaríkjamenn hafi farið aðrar leiðir en t.d. Norður- landabúar til þess að auðvelda fólki að nýta sér þjónustu tann- lækna. Tryggingafélög hafi tekið að sér að greiða útgjöld einstak- linga og hópa vegna tannlækn- inga gegn ákveðnu iðgjaldi. Þá hafi einstakir tannlæknar og hópur tannlækna veitt sams kon- Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ar þjónustu. Síðan segir í grein Magnúsar: „Hjá þessum aðilum er reglu- bundið eftirlit og einfaldar að- gerðir sjúklingum að kostnaðar- lausu en komi til umfangsmeiri aðgerða þarf sjúklingurinn stundum að greiða hluta af kostnaðinum, t.d. tannsmíða- kostnaðinn skv. fastri gjaldskrá, sem auðvelt er fyrir sjúklinga að átta sig á . .. Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru, að útgjöld fyr- ir tannlækningaþjónustu verða ekki sveiflukennd og óviðráðan- leg fyrir einstaka sjúklinga. Einnig verður eftirlit tannlækna reglubundið, sem er mjög mikil- vægt til að skemmdir verði aldrei miklar né stórar.“ Síðan segir Magnús R. Gísla- son: „Vitað er, að tryggingafélag með aðsetur í Bandaríkjunum hefur sýnt áhuga á að athuga grundvöllinn fyrir tannlækninga- tryggingum hérlendis. Nú hafa 26 erlend tryggingafélög fengið leyfi til að annast tryggingar hér á landi, svo að það hlýtur að vera tímabært fyrir íslenzk tryggingafélög að athuga málið.“ Hér er hreyft merkilegu máli. Kostnaður við heilbrigðisþjón- ustuna er að verða eitt aðal- vandamál bæði okkar og annarra þjóða á Vesturlöndum. Tilraunir til þess að halda þeim kostnaði í skefjum mæta harðri andstöðu heilbrigðisstétta, eins og fjöl- mörg dæmi eru um bæði hér og annars staðar. Hvernig verður þessi vandi leystur? Spurning er, hvort hægt er að byggja upp einkarekinn valkost í heilbrigðiskerfinu. Tannlæknar eru það að verulegu leyti. Hið opinbera greiðir hluta af tann- læknakostnaði 16 ára og yngri en að öðru leyti verður fólk að greiða sjálft kostnað við tann- læknaþjónustu. Sjálfsagt er að kanna, hvort hægt er að taka upp sams konar fyrirkomulag hér og í Bandaríkjunum, að fólk tryggi sig gegn tannskemmdum. En þá er líka hugsanlegt, að það vseri hægt á fleiri sviðum og að slíkar tryggingar gætu orðið grundvöll- ur fyrir einkareknum valkosti í heilbrigðiskerfinu. Fleiri vísbendingar eru um, að sjónarmið einkavæðingar séu að koma til sögunnar í heilbrigðis- kerfinu. Sl. fimmtudag var frá því sagt hér í blaðinu, að stefnt væri að því að bjóða út blóð- meina- og meinefnarannsóknir á höfuðborgarsvæðinu. Hér er um að ræða útboð á verkefnum, sem hafa kostað um 500 milljónir króna. Slík útboð gætu komið til greina á fleiri sviðum heilbrigðis- þjónustunnar, svo sem vegna röntgenrannsókna og meina- fræðirannsókna. Það er full ástæða til að hug- myndir af þessu tagi verði teknar til athugunar af mikilli alvöru. Kostnaður við tannlækningar er vandamál og þegar af þeirri ástæðu er full ástæða til að kanna möguleika á að dreifa þeim kostnaði með öðrum hætti en nú er gert. En þar að auki gæti aðild tryggingafélaga að tannlæknaþjónustu skapað grundvöll fyrir víðtækari þátt- töku þeirra í heilbrigðisþjón- ustunni. EINKAVÆÐINGI HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTU 1 QQ JOSEPH 3./ídXf • Campbell hefur í fyrirlestrum sínum um ferðalög Dantes eigin svör við táknfræði miðalda. En við hin getum lesið Hinn guðdómlega gleðileik án þess þekkja þessa fyrirlestra eða vita deili á merkingu allra tákna og skírskot- ana sem koma við sögu, og notið skáldskaparins til fullnustu; við get- um semsagt gert okkur í hugarlund þann tilbúna veruleika sem ferðaljóð- ið, ef svo mætti segja um jafnmikil- vægan skáldskap og Gleðileikinn, vekur með okkur. Fyrirlestrar Camp- bells eru þá einnig svo einstakt ferða- lag útaf fyrir sig að þeir verða ný og mikilvæg reynsla — það er annað mál. Þessa fyrirlestra er hægt að fá á segulbandi og hlusta á þá einsog maður væri staddur á staðnum, ein- sog ég hef áður nefnt, og upplifa þennan snjalla leiðsögumann í and- legu umhverfi mikils skáldskapar ein- sog maður sæti andspænis honum fyrir fjórðungi aldar, en ekki endiiega einsog niðursoðna endurtekningu. Hitt er svo annað mál að endurtekn- ingin getur verið ný og fersk reynsla einsog ég hef áður vikið að. Og það sannast hér. Dante þekkti ekki túlkanir eða útlistanir Campbells og samt gat hann ort hið guðdómlega kvæði og skilið það sínum skilningi, en hann þarf ekki endilega að vera skilningur Campbells eða túlkun hans og lýsing á því andlega landslagi sem fyrir augu ber í Ijóðinu mikla um heMti, hreinsunareldinn og himnaríki. Þrátt fyrir yfirburðalærdóm Campbells hvarflar ekki að mér að hann skilji kvæði Dantes nema sínum skilningi og mikið skorti á hann geti lifað sig inní allan hugmyndaheim Dantes ein- sog skáldinu hefði verið að skapi. En hanh býr til nýjan heim með skír- skotunum sem eru hans eigin upplif- un og merkingartengslum sem eru hans eigin reynsla. Þó efast ég ekki um að margt af því sem Campbell leiðir okkur fýrir sjónir á þessu mikla ferðalagi á rætur í hugmyndaheimi Dantes sjálfs. En hvað- sem þvi líður þá eru útskýringar Campbells minnisstæður skilningur og mikilvæg reynsla. Þegar Dante fer yfir fljót minnis- leysisins eða gleymskunnar og allar syndir hans þurrkast út í einu vet- fangi, blasir Beatrísa við á hinum bakka árinnar og það verður skáldinu slík reynsla að enginn skyldi ímynda sér hann geti uppiifað það andartak með sama hætti og skáldið í ljóði sínu. En það má reyna og nú þegar Dante er löngu dauðúr er skilningur hans og upplifun ekki lengur aðalat- riðið, heldur reynsla okkar sem lifum og upplifum á ný. Það er endurtekn- ing okkar, það er hin nýja ferska reynsla okkar sem máli skiptir. Allt annað heyrir sögunni til og getur í hæsta máta verið fræðimanni hvatn- ing til að finna kröftum sínum og andlegu hugarflugi viðnám. Hið sama gildir að sjálfsögðu um Sólarljóð, sem er eldra kvæði en Gleðileikurinn, lík- lega ort á sturlungaöld (Sólarljóð: kvæði um þekkinguna; vizkuna; sbr. kaflann um sólarsvæði Paradísar í Gleðileiknum). í Sólarljóðum, 6. erindi, kemur fram svipuð hugsun og í vítiskvölum Dantes þvíað þar er talað um veginn mann sem vaknar annars heims en sá sem vó hann saklausan verður að taka á sig syndir þess sem veginn var. Þetta minnir á lýsingu Dantes í Vítisljóðum þegar hann lýsir þeim sem hefur úthellt annars blóði og verður fyrir bragðið að kveljast í sjóð- andi blóðhafi helvítis. Þar eru syndar- ar án iðrunar en iðrandi syndarar eru miklu betur settir í hreinsunareldin- um; þ.e. nær himnaríki. Það kemur heim og saman við Sólarljóð. Síðar í Sólarljóðum er talað um það kvalræði sem orðið getur af kon- um einsog lýst er í 10.-14. erindi og sagt frá tveimur mönnum sem hvor- ugur mátti án annars vera þartil þeir urðu óðir vegna einnar konu: „Hún var þeim til lýta lagin.“ Hún gerði þá semsagt hamslausa svo að þeir gættu sín hvorki í leik né á ljósum dögum. Hún var þeim æ í huga svo- að þeir máttu vart sofa fýrir hugsun- inni um hana. Og að því kom að heiftin náði tökum á þeim og fengu báðir bana þegar þeir gengu á hólm. Þetta minnir talsvert á sögu Borg- es, Sú óboðna, þarsem bræðurnir verða ástfangnir af sömu konu en þeir kunnu tökin á vandamálinu og annar sagði við hinn í anda íslend- inga sagna, Göngum til verks, bróð- ir, - og þeir fórnuðu ástkonunni(l) Þá er í 15. erindi Sólarljóða lýst sömu afstöðu til ofmetnaðar og í kviðum Dantes og leiðir hann til þess að þeir sem honum eru haldnir hírast í eldum vítis. Guð hqfur aðra skoðun á oflæti en maðurinn sem lendir af þess sökum milli frosts og funa eins- og sagt er í 18. erindi en á miðöldum var sú skoðun algeng að meðal písla helvítis væri bæði hiti og kuldi og minnir á það merka og margræða kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Alsnjóa, frá 1844, en 3ja og síðasta erindi þess er svohljóðandi: Víst er þér, móðir, annt um oss; aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífíð og dauðann, kulda og hita. Það er svipuð afstaða í Grafskrift Jóns frá Bægisá einsog ég hef reynt að benda á í bók minn um Jónas Hallgrímsson. Þegar höfundur Sólarljóða lýsir eldinum í víti talar hann um „þær inar glæddu götur“, þ.e. hinar gló- andi götur: veg hinna fordæmdu. Þessi vegur er ekki endilega utanvið okkur, heldur býr hann með okkur. Hann er samvizka hvers og eins. Og þá væntanlega einnig leiðin til sálu- hjálpar; leið viljans; og skilningsins í skilningslausum heimi. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKU RBRÉF Laugardagur 18. marz UNDIR KIRKJUFELLIÁ SNÆFELLSNESI. Morgunblaðið/RAX OSNINGABARÁTTAN hefur farið hægt af stað enda hefur þróun- in verið sú í undan- ■ förnúm kosningum, að sjálf kosningabaráttan hefur stytzt verulega frá því sem áður var. Tíðarandinn er breyttur og fólk hefur ein- faldlega ekki áhuga á langri kosningabar- áttu en sú var tíðin, að síðustu tveir mánuð- ir fyrir kosningar einkenndust af átökum á milli flokka og frambjóðenda. Nú má segja, að þetta tímabil standi í 2-3 vikur. Samkvæmt því má búast við, að leikurinn harðni í næstu viku. Tæpast er hægt að segja, að í ljós sé komið um hvað kosningabaráttan muni snúast. Það sem af er hafa engin sérstök mál komist á dagskrá. Af þeim málum, sem til umræðu hafa verið í liðinni viku, eru einna forvitnilegust skoðanaskipti Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, og Þorsteins Pálssonar, sjávarút- vegsráðherra, um grálúðudeiluna svo- nefndu undan ströndum Kanada. Þau mis- munandi sjónarmið, sem þessirtveir stjóm- málamenn hafa sett fram um deilur Kanadamanna og ESB og þá sérstaklega tveggja aðildarþjóða ESB, Spánveija og Portúgala, snerta auðvitað beint umræður um íslenzka hagsmuni. Ekki. fer á milli mála, að í hjarta sínu styðja íslendingar almennt Kanadamenn í stríði þeirra við Evrópusambandið og ein- stök aðildarríki þess. Þetta stríð hefur stað- ið árum saman. Fiskiskip ESB hafa veitt utan 200 mílna lögsögu Kanada úr stofn- um, sem ganga út úr fiskveiðilögsögunni, og hafa tekið þátt í að eyða þessum stofn- um, þótt Kanadamenn séu fýrstir manna til að viðurkenna, að þar eigi þeir sjálfir mesta sök. Nú ganga tugir þúsunda manna atvinnulausir á Nýfundnalandi eins og komið hefur fram í fréttum blaðamanns Morgunblaðsins, sem undanfarna daga hefur fylgzt með þessari deilu í St. Johns. Deilan um grálúðuna endurspeglar á margan hátt það, sem gerðist í þorskastríð- unum hér við land. Spánveijar sendu her- skip áleiðis á miðin við Nýfundnaland eins og Bretar gerðu hér. Þá hafa augljósar vísbendingar um smáfiskadráp Spánveija vakið upp sterkar tilfínningar hér. Allt hefur þetta mál minnt á okkar eigin lífsbar- áttu. Þess vegna þarf engum að koma á óvart, þótt deilur hafi risið um svör Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, þegar lögð var fram beiðni af hálfu stjómvalda í Kanada um stuðning íslend- inga við málstað Kanada. Samkvæmt frá- sögn ráðherrans hér í blaðinu sl. fímmtu- dag gaf hann sendiherra íslands í Wash- ington, sem einnig er sendiherra í Kanada, fyrirmæli um að gefa svohljóðandi svar við beiðni Kanadamanna: „íslendingar geta ekki lagt blessun sína yfir rányrkju, smáfiskadráp eða falskar veiðitölur, ef slíkar sakargiftir eru á rökum reistar. Við getum heldur ekki lagt blessun okkar yfír einhliða aðgerðir Kanadamanna við töku skipa við veiðar á úthafinu. Það er alveg ótvírætt, að sú aðgerð er brot á alþjóðalög- um.“ Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, var ósammála þessari afstöðu utan- ríkisráðherra og taldi hana „einkaframtak“ hans en Ðavíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði síðar að líta bæri hana á sem af- stöðu íslands. Þegar Morgunblaðið spurði sjávarútvegsráðherra, hvort hann teldi að íslenzk stjórnvöld ættu að_ fordæma fram- komu ESB sagði hann: „Ég tel mjög eðli- legt að ísland taki þá afstöðu, enda er það í þágu íslenzkra hagsmuna.“ Síðan sagði ráðherrann: „Eins og þjóðréttarreglum er háttað í dag getur það verið umdeilt atriði [þ.e. taka spænska togarans]. Ég lít hins vegar svo á, að Kanadamenn séu að ryðja brautina fyrir nýja réttarþróun á þessu svæði, sem er strandríkjunum mjög mikil- væg. Aðalatriðið er þó, að fýrst um sinn að minnsta kosti á þetta að vera tvíhliða mál, sem Kanadastjóm og yfirstjórn Evr- ópusambandsins geri upp sín á milli. Ég sé ekki ástæðu til að við blöndum okkur í það á þessu stigi.“ I umfjöllun blaðamanns Morgunblaðsins um þjóðréttarlegar hliðar þessa máls, sem birtist hér í blaðinu sl. þriðjudag, sagði m.a.: „Síðan hefur þjóðarétturinn reyndar þróast, ekki sízt í kjölfar þorskastríða ís- lendinga og hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur gengið í gildi. Útfærsla lögsögu íslands er einmitt dæmi um að aðgerðir, sem í fyrstu eru í and- stöðu við þjóðarétt, reynast upphafið að þróun á því sviði ... Á heildina litið verð- ur þó að telja aðgerðir Kanadamanna óheimilar skv. gildandi þjóðarétti. Samt má ekki horfa framhjá því, að þróunin í þjóðaréttinum getur verið ör og það kann vel að vera, að þessi deila Kanadamanna og Evrópusambandsins eigi eftir að setja mark sitt á þjóðaréttinn." Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, sagði í svari sínu til Kanadamanna, að einhliða aðgerðir þeirra væru ótvírætt brot á alþjóðalögum og það er vafalaust rétt. En horfum um öxl. Á árinu.1970 og framan af ári 1971 stóðu deilur á milli þáverandi stjómarflokka, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, og þáverandi stjórnarandstöðuflokka, Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Samtaka fijálslyndra og vinstri manna, um stefnuna í landhelgismálum. Viðreisnarstjómin markaði stefnu í samráði við sérfræðinga sína og ráðgjafa, sem tók að einhveiju leyti mið af alþjóðalögum og vildi miða útfærsluna við 400 metra dýptarlínu. Stjómarandstöðuflokkarnir sögðu: við færum fiskveiðilögsöguna út í 50 sjómílur Ý. september 1972. Afstaða Viðreisnar- stjórnarinnar til þessa máls var ein meg- inástæðan fyrir falli viðreisnarmeirihlutans í þingkosningunum 1971. Fiskveiðilögsag- an var færð út í 50 sjómílur haustið 1972. Samkvæmt samningum, sem við höfð- um gert við Breta árið 1961, vomm við skyldir til að fallast á, að ágreiningur um þetta efni yrði lagður fyrir Alþjóðadómstól- irm í Haag. Sú ríkisstjórn, sem færði fisk- veiðilögsöguna út 1972, hafði þau samn- ingsákvæði að engu. Við höfðum sigur í þeirri landhelgisdeilu við Breta. Útfærslan var „ótvírætt brot á alþjóðalögum" og sú afstaða okkar að mæta ekki í Haag brot á samningum við Breta. Hvar stæðum við, ef þetta hefði ekki verið gert? Að sumu leyti má segja það sama um útfærsluna í 200 sjómílur 1975. Samkvæmt svari utan- ríkisráðherra til Kanadamanna emm við að gagnrýna þá í gmndvallaratriðum fyrir það sama og við vomm gagnrýndir fyrir SÍÐAN ERU HINS vegar liðnir tveir áratugir og rúm- lega það. Við höf- um náð fullum yfir- ráðum yfir eigin fiskimiðum og reynum nú að afla okkur fiskveiðiréttinda annars staðar. Hafa hags- munir okkar breytzt og þar með afstaða til þessara málefna? Þegar Morgunblaðið beindi þeirri spurningu til utanríkisráð- herra og sjávarútvegsráðherra hvernig þeir mundu bregðast við, ef Norðmenn tækju íslenzkan togara að veiðum í Smug- unni og vísuðu til fordæmis Kanada- manna, þegar þeir tóku spænska togar- ann, sem Jón Baldvin fordæmir, en Þor- steinn Pálsson lýsir stuðningi við, vom viðbrögð ráðherranna eftirfarandi. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgun- blaðið sl. föstudag: „Enginn maður rengir, að strandríki hefur ekki rétt til þess að taka skip á opnu úthafi utan lögsögu. Þar hefur fánaríkið lögsögu samkvæmt haf- réttarsamningum. Ef við hefðum lagt blessun okkar yfir gjörning Kanadamanna, hefðum við hins vegar ekki haft neina stöðu til að andmæla slíkum ólöglegum aðgerðum, hefði þeim verið beitt gegn okkur.“ Þorsteinn Pálsson svaraði því til, að þessi mál væru ekki sambærileg. ESB væri að bijóta niður lögmæta samþykkt þar til bærrar stofnunar en slíku væri ekki til að dreifa í Smugunni. Norðmenn geti því ekki vísað til grálúðudeilunnar. Bretar litu að vísu svo á 1972-1973 og 1975-1976, að við værum að amast við veiðum togara þeirra á „opnu úthafi utan lögsögu" en sá er auðvitað munur- inn, að þá höfðu íslenzk stjórnvöld lýst yfir útfærslu lögsögu. Kanadamenn hafa ekki lýst því yfir, að þeir hafi fært lögsögu sína út fyrir 200 sjómílur. Þeir byggja hins vegar á kanadískum lögum, sem heim- ila þeim að vemda fiskistofna, sem fyrir- finnast innan og utan lögsögu Kanada. Það er kannski ekki alveg að ástæðu- lausu, að Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær, föstudag, að hann væri sammála bæði utanríkisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra. En fyrst og fremst sýna þó skoð- anaskipti ráðherranna tveggja, að það er bæði tímabært og nauðsynlegt, að við ís- lendingar skilgreinum upp á nýtt afstöðu okkar til fiskveiðimála og gerum okkur 1972 og 1975. Hafa hags- munir okk- ar breytzt? grein fyrir því, hvort hagsmunir okkar hafí breytzt svo mjög frá því á tímum þorskastríðanna, að við hljótum að endur- skoða stefnu okkar í þessum efnum. Grundvallarafstaða okkar hlýtur að vera sú, að hvarvetna beri að vemda fískistofna og koma í veg fyrir, að gengið sé á þá um of. Ef við tækjum þá afstöðu að segja sem svo: við erum búnir að ná yfírráðum yfír eigin fiskimiðum og nú ætlum við að veiða eins og okkur sýnist annars staðar hvað sem líður stöðu fískistofna þar, væri allur siðferðilegur grundvöllur brostinn undan málflutningi okkar á alþjóðavett- vangi um fískveiðimál. En um leið og við hljótum að líta á þetta sem grundvallarat- riði ber okkur skylda til að haga okkur í samræmi við það, hvar sem við erum að veiðum. Og þá er komið að því, að við horfumst í augu við sjálfa okkur í Smug- unni. Sjómenn, útgerðarmenn og fiskverka- fólk í Norður-Noregi bjó við erfíðan hag árum saman vegna ördeyðu í Barentshafi. Þetta fólk lagði mikið á sig til þess að byggja fiskistofnana upp á nýjan leik og tókst það. Það kom vel í ljós, þegar Smugu- veiðar okkar hófust, að þetta fólk bar nákvæmiega sömu tilfinningar í brjósti til Smuguveiða okkar eins og íbúar Ný- fundnalands til veiða Spánveija og Portú- gala fyrir utan 200 mílna lögsögu þeirra. Þetta fólk sagði við okkur: hvernig getið þið gert okkur þetta? Við erum búin að leggja hart að okkur árum saman til þess að byggja upp þorskstofninn í Barentshafi og svo komið þið og gerið að engu físk- vemdaraðgerðir okkar. Hvemig getið þið gert okkur þetta? Svar okkar er: þorsk- stofninn í Barentshafi er ekki í neinni hættu, þess vegna megum við veiða eins og okkur sýnist. Úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg utan 200 mílna lögsögu okkar hafa verið góð búbót fyrir íslenzkan þjóðarbúskap ekkert síður en Smuguveið- arnar. Hver verður afstaða okkar, ef það gerist sem margir óttast, að ásóknin verð- ur svo mikil í úthafskarfann, að stofninn verður þurrkaður upp? Ef utanríkisráðherra hefði ekki mót- mælt töku spænska togarans utan 200 mílna lögsögu Kanada hefði hann augljós- lega staðið höllum fæti í samtölum við utanríkisráðherra Noregs í því tilviki, að Norðmenn tækju íslenzkan togara í Smug- unni...En tilfínningalega hefur meginþorri íslendinga áreiðanlega verið hlynntur töku togarans og fundið til samkenndar með því fólki, sem safnaðist saman á bryggj- unni í St. Johns og fagnaði þegar komið var með togarann að landinu. Tilfinninga- lega er meginþorri íslendinga áreiðanlega sammála forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradorfylkis, sem sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sl. miðviku- dag: „Ég held, að allur heimurinn muni snúast gegn Evrópusambandinu, þegar það kemur í ljós, hvað Evrópubúar hafa hagað sér fyrirlitlega með því að leyfa og raunar hvetja Spánveija og Portúgali til að þurrka upp fiskistofna við Nýfundna- land ... Ég veit að það er munur á fólki og físki en grundvallaratriðin eru þau sömu: Hegðun Evrópubúa gagnvart fískimiðunum við Nýfundnaland er fyrirlit- leg og þjóðir verða að taka af skarið gagn- vart henni.“ Við íslendingar getum ekki bæði haldið og sleppt. Afstaða okkar verður að vera sú sama, hvort sem um er að ræða veiðar á heimamiðum eða fjarlægum miðum. Það er tímabært að við horfumst í augu við þennan veruleika, líka í Smugunni. • Það er ekki óhugsandi að við getum náð samn- ingum um einhvem kvóta í Barentshafi. Við verðum að vera menn til að gera þá samninga, þótt þeir feli í sér umtalsverðan niðurskurð frá því aflamagni, sem við náðum á sl. ári í Smugunni. Við eigum orðið hagsmuna að gæta víða á úthöfum. Það mun engin þjóð virða okkur viðlits nema við verðum samkvæmir sjálfum okk- ur. Það er tímabært, að stjórnmálaflokk- arnir upplýsi þjóðina nú í kosningabarátt- unni um hver afstaða þeirra er til þessara mikilvægu mála. FÁTT HEFUR Kvntinn vakið meiri ath^H ' iVVOllllll umræðum um gengnr í kvótakerfið en sú prfríir staðreynd, að nú er litið svo á, að fisk- veiðikvóti myndi stofn til álagningar erfða- fjárskatts. Það er sem sagt að koma í ljós, sem Morgunblaðið hefur haldið fram árum saman, að smátt og smátt mundi útvalinn hópur íslendinga eiga kvótann og hann ganga í erfðir og aðrir landsmenn eins kon- ar leiguliðar hjá erfingjunum. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sem gerzt hefúr einn helzti talsmaður núver- andi kerfis ásamt Halldóri Ásgrímssyni, fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, og Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ, horfðist í augu við reiða menn úr eigin flokki á fundi Sjálf- stæðismanna í Garðinum sl. þriðjudags- kvöld. Ungur sjálfstæðismaður, Kjartan Ólafsson, stóð upp á fundinum og sagði: „Að mínu viti eru lögin um stjómun físk- veiða hin mestu ólög og samrýmast engan veginn lýðræði, þar sem allir þegnar samfé- lagsins eiga að hafa jafnan rétt til nýtingu auðlindanna. Sú staðreynd, að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli ekki vinna eftir þeirri megin- reglu, að fiskurinn í kringum landið sé sam- eign íslenzku þjóðarinnar, er hrein hneisa. Að afhenda fámennum hópi þjóðarauðlindir okkar til eignar og erfðar er hróplegt órétt- læti.“ Það fór ekkert á milli mála, að. sjávarút- vegsráðherra átti í vök að veijast á fundin- um, þar sem hann samkvæmt hádegisfrétt- um Ríkisútvarpsins daginn eftir var gagn- rýndur harðlega fyrir „handónýtt, ómann- eskjulegt og óréttlátt kerfi“. Það eiga fleiri frambjóðendur, ráðherrar og þingmenn eftir að verða fyrir sömu lífs- reynslu og Þorsteinn Pálsson næstu árin, ef ekki verður breyting á. Þjóðin er að byija að rísa upp gegn kerfí, sem leiðir til þess að kvótinn gengur í erfðir. „Við íslendingar getum ekki bæði haldið og sleppt. Afstaða okkar verður að vera sú sama, hvort sem um er að ræða veiðar á heima- miðum eða fjar- lægum miðum. Það er tímabært að við horfumst í augu við þennan veruleika, líka í Smugunni. Það er ekki óhugsandi að við getum náð samningum um einhvern kvóta í Barentshafi. Við verðum að vera menn til að gera þá samninga, þótt þeir feli í sér um- talsverðan niður- skurð frá því afla- magni, sem við náðum á sl. ári í Smugunni. Við eigum orðið hags- muna að gæta víða á úthöfum. Það mun engin þjóð virða okkur viðlits nema við verðum sam- kvæmir sjálfum okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.