Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Bróðir okkar og frændi, EYJÓLFUR ÁGÚSTÍNUSSON, Steinskoti, Eyrarbakka, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands, miðvikudaginn 15. mars. Bjarndís K. Guðjónsdóttir, Daníel Ágústínusson, Erlendur Daníelsson. t Móðir okkar tengdamóðir og amma, KRISTÍN INGIMUNDARDÓTTIR, Vesturbergi 78, Reykjavík, andaðist þann 11. mars í Vífilsstaðaspítala. Útförin ferfram þann 21. mars kl. 13.30frá Fella- og Hólakirkju. Börn hinnar látnu. t Elsku litli drengurinn okkar og bróðir, AUÐUNN ÖRN AUÐUNSSON, Djúpavogi 12, Höfnum, lést 4. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum öllum fyrir auðsýnda samúð. Þórey Eyjólfsdóttir, Auðunn Almarsson, Kristinn Örn, Gunnar Örn, Ævar Örn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÖRU MAGNÚSDÓTTUR, fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13.30. Erla Elfasdóttir, Jón Ragnar Einarsson, Sigríður Guðrún Elíasdóttir, Magnús Elíasson, Erna Jóhannsdóttir, Elías Fells Elíasson, Anna M. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín og amma okkar, ÓLÖF GUÐFINNA JAKOBSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahlíð, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 20. mars kl. 13.30. Jakobina G. Finnbogadóttir, Nanna D. Björnsdóttir, Ólöf G. Björnsdóttir, Vigfús Árnason, Sveinbjörn E. Björnsson, Ase Gunn Björnsson, Helga Lilja Björnsdóttir, Tryggvi Agnarsson, Guðrún Þ. Björnsdóttir, Halldór R.Á. Reynisson. t Systir mín og mágkona, AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, áður Austurgötu 26, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. mars kl. 13.30. Guðmann Pálsson, Guðmunda Sigurðardóttir, Sigurborg Valdimarsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SVEINSSON frá Siglufirði, áðurtil heimilis i Norðurtúni, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Bessastaða- kirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13.30. Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Erlendur Pálsson, Ragnheiður Guðlaugsdóttir, Stine Helen Ottersen, Björgvin Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Pétur R. Jónsson, Elsa Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Karl H. Jónsson, Katrín N. Jónsdóttir, Sigrún Ó. Jónsdóttir, Jóna S. Jónsdóttir, OLOF GUÐFINNA JAKOBSDÓTTIR + Ólöf Guðfinna Jakobsdóttir fæddist á Felli í Mýrdal 28. júlí 1908. Hún lést á Borgarspítalanum 13. mars síðastlið- inn. Foreldrar Ólaf- ar voru Jakob Björnsson smiður og Guðríður Pét- ursdóttir og fluttist hún eins árs gömul með þeim til Víkur í Mýrdal. Hún missti föður sinn í sjóslysi tveggja ára gömul og móður sína um ferm- ingu. Systkinin voru tíu talsins, sjö drengir og þrjár stúlkur. Eftirlifandi er nú yngsta systir- ELSKU langamma er dáin. Hennar verður sárt saknað af stórri fjöl- skyldu. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast hennar Ólöfu ömmu eins og við kölluðum hana alltaf. Ólöf amma var fædd á bæn- um Felli árið 1908 en ólst upp með 6 systkinum í Vík í Mýrdal. Foreldr- ar hennar létust báðir ungir að árum og annaðist Ólöf amma þau eftir systur sína Bínu, sem er nú ein eftirlifandi af systkinunum. Amma Ólöf fluttist til Reykjavíkur og eignaðist sína einkadóttur Jak- obínu. Amma Bíbí eignaðist 5 böm og langömmuböm Ólafar nú orðin 17 talsins. Ólöf amma hafði mikið yndi af þessum hóp og var stolt af þessari stóm fjölskyldu. Alltaf tók hún öllum opnum örmum og fyllti maga af frægum pönnukökum, kandís eða rúsínum. Langömmu var margt til lista lagt. Hún var alveg frábær lista-- kona, allt sem hún tók sér fyrir hendur varð að ómetanlegum dýr- gripum. Hún starfaði lengst af sem saumakona í Bólstaðarhlíðinni. Bamaböm og langömmubörn nutu þess vel, amma saumaði upphluti, kjóla, úlpur og fallegustu brúðar- kjóla. Hún var rómuð fyrir vandaða vinnu og fallegan frágang. Amma sat aldrei auðum höndum og síð- in, Jakobína Guð- ríður. Ólöf var tvígift. Fyrri maður henn- ar var Ólafur Ingvason en þau slitu samvistum. Seinni maður henn- ar var Ólafur Lár- usson málarameist- ari. Ólöf eignaðist eina dóttur með Finnboga Eyjólfs- syni bílstjóra, Jak- obínu. Barnabörnin eru fimm og bama- barnabörnin sautj- án. Útför Ólafar fer fram frá Neskirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 13.30. ustu árin hefur hún unnið marga muni sem prýða heimili íjölskyld- unnar. Hekluð rúmteppi, útskornir lampar, útsaumaðar myndir, hekl- aðar peysur, leirtau, tekatlar, skart- gripir og ekki má gleyma öllum fíngravettlingunum og hosunum sem voru í stöðugri eftirspurn hjá langömmubömunum. Ölöf amma var mikil félagsvera og leið best í kringum fólk. Hún sótti í mörg ár starf aldraðra í Lönguhlíð og þar eignaðist hún marga dýrmæta vini. Seinna flutti hún vestur á Boðagranda en lét það ekki aftra sér frá félagslífinu og tók vagninn í Lönguhlíðina hvern dag. Amma spilaði oft félagsvist með Skaftfellingafélaginu og kom í ljós að hún hafði oftar en ekki vinnings- hönd. Það var alltaf nóg að gera í kringum ömmu og fór hún í ferðir, meðal annars með öldruðum, tií dæmis á Hjalteyri og í Fljótin. Hún dvaldi hjá okkur í Hrísey um sumar og naut sín vel í sveitaloftinu og vildi helst ekkert fara aftur í borg- arysinn. Minnisstætt er 85 ára af- mæli ömmu á fallegum sumardegi, þegar öll fjölskyldan hittist og átti saman góðan dag. Hún átti skilið að fá fína veislu því hún hafði allt- af á hreinu hvenær hver ætti af- mæli og gaf gjafír sem hún hafði t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞORGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Túngötu 16, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 22. mars kl. 14.00. Hildigunnur Halldórsdóttir, Páll Þórhallsson, Þórður Adamsson, Þuríður Hallgrímsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GEORGÁRNASON leigubílstjóri, Efstalandi 18, andaðist 13. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13.30. Margrét Kristjánsdóttir, Ólafur H. Georgsson, María Inga Hannesdóttir, Auðunn Georg Ólafsson, Selma Víðisdóttir, Kári Pétur Ólafsson. t Þökkum auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR EGGERTSDÓTTUR, Snorrabraut 73. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-6, Borgarspítala. Systkini hinnar látnu og Emilía Guðmundsdóttir. sjálf gert. Þessar gjafír eiga alltaf eftir að vera fyrir okkur sem dýr- gripir. Við biðjum Guð að blessa ömmu Bíbí sem hefur misst eiginmann og móður á tveimur vikum og biðjum hann um að styrkja hana. Við vitum að nú líður langömmu vel og að hún á eftir að fylgjast umhyggju- söm með öllum börnunum sínum um ókomna framtíð. Við kveðjum hana með ljóði sem bróðir hennar Magnús Þorberg Jakobsson samdi: Elsku besta amma mín ég uni vel hjá þér, þú ert svo góð og yndisfín og ætíð hjálpar mér. Ef eitthvað amar að allt þú skilur það, með blíðu þinni elsku amma allt þú bætir það. Þorbjörg Helga, Árni Björn og Heiðbjört. Með söknuði kveð ég elskulega langömmu mína, Ólöfu G. Jakobs- dóttur. Er pabbi minn hringdi á mánudagsmorgun, 13. mars, og bar mér fréttir um andlát ömmu fylltist hugur minn trega. Þó amma hafí verið mikið veik er ég kvaddi hana fyrir viku gerði ég mér ekki í hugar- lund að svo stutt væri í að hún færi. Amma var sterk kona og hafði áður náð sér vel eftir veikindi. Er ég hugsa til ömmu sé ég dug- mikla konu sem alltaf hafði eitthvað spennandi fyrir stafni. Amma var gædd mikilli lífsorku og athafna- semi og aldrei sá ég hana sitja með hendur í skauti. Hún var mikil fé- lagsvera og sótti alltaf þangað sem mikið var um að vera, það átti ekki við hana að stija heima við eirðar- laus. Af ömmu fór gott orð fyrir fal- legt og vandað handverk og dugn- að, en ófáir eru munirnir sem hún bjó til handa fjölskyldunni og eru hrein listaverk og verða vel geymd- ir. Hún pijónaði fjöldann allan af útpijónuðum hönskum, vettlingum og hosum á okkur bamabarnbömin, að ógleymdum ofurfallegum hekl- uðum rúmteppum sem hún gerði fyrir bamabörn sín og var það sein- asta klárað fyrir fáum mánuðum síðan. Ömmu þótti fjölskyldan oft og tíðum ansi slök við heimsóknir og kvartaði oft sáran yfír að enginn kæmi í heimsókn, en þó var það nú svo að heimili hennar var oftast fullt af gestum er ég kom í heim- sókn, ef hún var þá á annað borð heima. Amma elskaði að hafa allt fullt af fólki í kringum sig og ávallt átti hún deig í pönnukökur handa gestum og gangandi. Ef einhver kom óvænt í heimsókn og ekki var til deig í pönsur var sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að gera boð á undan sér næst, því ómögu- legt væri að fá gesti án þess að hafa eitthvað að bjóða þeim. Amma var mjög hjartahlý, yngstu langömmubörnunum þótti ætíð mjög spennandi að heimsækja ömmu. Auðséð var að það voru ekki bara bömin sem nutu samvist- anna heldur lifnaði yfír henni sjálfri að fá litlu englana sína í heimsókn og aldrei þreyttist hún á að tala um þau. Amma fylgdist líka vel með hvað var að gerast í lífi eldri langömmubarnanna, fjölskyldan átti hug hennar og hjarta og talaði hún stolt um sína nánustu. Elsku amma, ég þakka þér fyrir þá ást og visku sem þú hefur gefíð mér og bið góðan Guð að geyma þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Erla Björk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.