Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HLUTHAFA- FUIMDUR Tollvörugeymslunnar hf. Boðað er til hluthafafundar, skv. 3.8.5 gr. samþykkta félagsins 30. mars 1995 kl. 16:00 á skrifstofu félagsins, Héðinsgötu 1-3, Reykjavík, : þar sem tilskilinn meirihluti mætti ; ekki á aðalfund félagsins • sem haldinn var 9. mars 1995. : DAGSKRÁ Q Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis viö ný hlutafélagalög nr. 2/1995. e Önnur mál. ■^TVG Stjörra Tollvörugeymslunnar hf. Fitubrennslunámskeiðin hefjast 3. apríl. Innritun hafin — takmarkað pláss. Hringið strax í síma 659030. Fitubrennsla aðeins fyrir konur sem eru að slást við 10-20 kg eða meira , . HLUTABREFASIOÐSINS HF. Aðalfundur Hlutabféfasjóðsins hf. verður haldinn á Hótel Sögu, ráðstefnuálmu, 2. hæð, Ársal. fimnitudaginn 23. mars 1995 og hefst hann kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt i 4. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, til samræmis við ákvæði hlutafélagafaga nr. 2/1995 Dagskrá fundarins, ársreikningur félagsins, skýrsla stjómar, skýrsla endurskoðenda og tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 12, 2. hæð, Reykjavík. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. i AÐALFUNDUR IDAG Farsi 2-2 Compusorve073662.731 01995 Farcus Cortoona/Dist. by Unlversal F*rass Syndcala MAIí6(-AS£ fcöOC-TUfirfí-T .Hannþarfba/a a& duga mer) veiun" BRIPS Umsjón Guðm. I* á 11 Arnarson ILLA hefur gengið hjá Brasilíumanninum Gabriel Chagas undanfarið á ai- þjóðamótum. Á Macali- an/Sunday Times mótinu spilaði hann við Pablo Lambardi frá Argentínu og urðu þeir langneðstir. Óheppnin elti þá á röndum og tóninn var strax gefinn í fyrsta spili fyrstu umferð- ar. Vestur gefur; enginn á hættu (áttum snúið). Norður ♦ KG53 f D10653 ♦ K4 ♦ D8 Vestur Austur * Á1097 ♦ - f Á97 II III f KG842 ♦ 1065 111111 ♦ Á973 * K97 ♦ 6543 Suður ♦ D8642 ▼ _ ♦ DG82 ♦ ÁG102 Chagas og Lambardi voru í AV gegn Frökkum Chemla og Mari: Vestur Norður Austur Suður Chags Chcmla Lmbarii Mari Pass Pass 1 hjarta 1 spaði 2 spaðar*4 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass * góð hækkun í 3 hjörtu. Útspil: hjartaás. Mari trompaði hjartaásinn og spilaði tígli á kóng og ás. Lambardi spilaði tígli til baka, sem Mari tók á drottn- ingu og spilaði trompi á kóng blinds. Þegar austur henti hjarta, var ljóst að vömin átti tvo slagi á spaða og Mari mátti því ekki gefa slag á laufkóng. Hann lét út lauf- drottningu, en þegar hún- kallaði ekki fram nein við- brögð hjá Lambardi, stakk Mari upp ásnum og henti laufi niður í tígulgosa. Síðan trompsvínaði hann fyrir lauf- kóng og víxltrompaði upp í tíu slagi. Mari var hér að fylgja vel þekktu BOLS-heilræði Zia Mahmood: „Sá sem ekki leggur háspil á háspil gerir það ekki af einfaldri ástæðu: Hann á ekki háspilið." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Aðstæður aldraðra á Islandi REBEKKA Bjarnadótt- ir hringdi og sagði að henni fyndist ekki alveg rétt farið með í fjölmiðl- um þegar lýst er bág- bomu heilsufari eldra fólks hér á landi, sam- anborið við aldraða í öðmm löndum. Sagt hefur verið að slæmt heilsufar eldra fólks hér á landi stafi m.a. af lé- legu viðurværi fyrr á öldinni svo og slæmum húsakosti. Hún benti á að í samanburðar- löndunum hefðu að- stæður fólks verið lítið skárri en hér heima, t.d. af völdum styrjalda og annarra hörmunga. Hún sagði að þeir sem fjalla um þessi mál „ættu að taka sjónauk- ann frá blinda auganu" og leita ástæðanna ann- ars staðar en gert hefur verið. HOGNIIIREKKVISI HONUM ER BORG/Þ'" Víkveiji skrifar... SJÚKRAHÚSTENGD heima- hlynning aldraðra hefur tíðk- ast hjá grönnum okkar á Norður- löndum sl. 30 ár. Þessi þjónusta, læknishjálp + hjúkrun, er veitt frá öldrunarsjúkrahúsum og tekur við þegar hefðbundin heimahjúkrun ræður ekki við verkefnið. Hún er veitt öldruðum sem kjósa að dvelja í heimahúsum, jafnvel þar til yfir lýkur. Víkveiji hefur það fyrir satt að starfsemi af þessu tagi sé mjög sparandi í öldrunarþjónustu, enda kemur hún í staðinn fyrir hjúkrun- arheimili, sem er dýrasti kosturinn. Samkvæmt upplýsingum sem Vík- vetji hefur frá öldrunarlæknum er heimahlynningu krabbameins- sjúkra víða_ slegið saman við þessa starfsemi. f borg í Svíþjóð af svip- aðri stærð og Reykjavík er um 100 sjúklingum haldið heima á þennan hátt, sem ella þyrftu að vera á hjúkrunarheimilum. xxx ** LÐRUNARLÆKNINGA- DEILD Landspítala hefur starfað í 20 ár. Hún er í óhentugu leiguhúsnæði í Hátúni, sem leigu- sali getur sagt upp með stuttum fyrirvara. Að auki liggur fyrir að í Reykjavík einni skortir ekki færri en 200 sjúkrarými fyrir öldrunar- sjúklinga. Löngu er tímabært að leysa úr húsnæðisvanda Öldrunar- lækningadeildar. Víkveiji er þeirrar skoðunar að flest mæli með því að flytja Öldrun- arlækningadeild Landspítala í hús- næði Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur. Það hentar vel fyrir þessa starfsemi. Er að auki í næsta nágrenni við aðrar deildir Landsp- ítala. Synd væri að taka þetta húsnæði undir skrifstofuhald. Nema ef heilbrigðisyfirvöld eru allt í einu orðin svo stórhuga að hrinda í framkvæmd framtíðar- hugmyndum um byggingu Öldrun- arlækningamiðstöðvar í landi Víf- ilsstaða. xxx SÚ var tíð að íslendingar voru í hópi mestu verðbólguþjóða heims. A öndverðum áttunda ára- tugnum var verðbólgan við 100%- markið og skekkti bæði samkeppn- isstöðu íslenzkra atvinnuvega og kjara- og skuldastöðu heimila. Nú er öldin önnur, að mati Vík- veija. Verðbólga er með því lægsta sem gerizt í heiminum. í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er verð- bólga undir 5% fjögur ár í röð, 1992-95. Þetta er umtalsverður árangur. Og sem betur fer ekki sá eini sem náðst hefur síðustu árin, þrátt fyr- ir umtalsverðan aflasamdrátt og efnahagskreppu. íslendingar hafa einnig náð tökum á þeim alvarlega efnahagsvanda, sem fólst í hrika- legum viðskiptahalla við umheim- inn. Arið 1995 er þriðja árið í röð sem afgangur verður á viðskipta- jöfnuði við umheiminn. Það hefur heldur ekki gerzt fyrr í lýðveldis- sögunni. Þrátt fyrir aflasamdrátt hefur útflutningur aukizt, sem skýrist aðallega af betri rekstrar- skilyrðum útflutnings- og sam- keppnisgreina, meiri fullvinnslu afla og efnahagsbata í helztu við- skiptaríkjum okkar. xxx EFNAHAGSBATINN hefur sagt til sín í atvinnulífinu en í minna mæli í almennum kjörum, ’ segja margir. Víkveiji er þessu sammála. Ekki má þó gleyma þvi j að kaupmáttur, sem kreppan hafði rýrt mörg liðin ár, jókst um 0,5% j í fyrra. Kaupmáttur rýrnaði raunar ; um heil 12,7% í tíð fyrri ríkisstjórn- ar, 1988-1991. Þjóðhagsspá gerir ■ ráð fyrir að kaupmáttur aukizt um ; 1% á þessu ári. Og síðan vonandi sígandi lukka, ef við kunnum fót- um okkar forráð. Víkverji getur þó ekki stillt sig um í þessu sambandi að nefna umtalsverða lækkun matarskatts, sem skilaði sér svo sannarlega í lægra vöruverði til neytenda. Mat- arverð hefur lækkað um a.m.k. 4% frá því þessi breyting var gerð. Einhvers staðar sá Víkverji að matarútgjöld 4ra manna fjölskyldu hefðu lækkað um 40 þúsund krón- ar á ári frá 1991. Þakkir þeim sem þakkir ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.