Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ F BLESSAÐ BARNALÁN HJÓNIN Hanna Regína Guttormsdóttir og Sigurður Ólafs- son með börnin sín þrjú, Sigríði Elku 17 ára, Regínu 6 ára og Sigurð Benóný tíu mánaða. Hafa ættleitt tvð börn frá Indlandi FJÖLDI fólks hefur tekið þá ákvörðun að ættleiða barn þó ástæðumar kunni að vera misjafnar í hveiju tilviki fyrir sig. En þegar ákvörðun liggur fyrir er ekki þar með sagt að málið sé í höfn og barnið sömuleiðis því ýmis skilyrði þarf að uppfylla áður en af því getur orðið og í mörgum tilvikum getur biðtíminn eftir bami verið margfaldur á við meðgöngutím- ann. Morgunblaðið kannaði máls- meðferð og möguleika á ættleið- ingu barna, jafnt íslenskra sem erlendra. Þeim hjónum, sem hug hafa á því að ættleiða barn, ber að sækja um leyfi til ættleiðingar til dóms- málaráðuneytisins og er það fyrst og síðast í verkahring ráðuneytis- ins að veita slíkt leyfi að uppfyllt- um vissum skilyrðum. Aftur á móti er það ekki í verkahring ráðu- neytisins að koma á sambandi milli barna og væntanlegra kjör- foreldra. Skliyrðln Skilyrði til ættleiðingar bams koma fram í lögum um ættleiðing- ar og í verklagsreglum, sem dóms- málaráðuneytið hefur sett sér. Sá, sem óskar ættleiðingar, verður að hafa náð 25 ára aldri, en þegar sérstaklega stendur á má veita þeim, sem náð hafa 20 ára aldri, leyft til ættleiðingar. Rökin fyrir 25 ára lágmarksaldri em þau að umsækjandi verði að hafa náð fullum þroska, öðlast iífsreynslu og hafi verið í hjónbandi í ákveð- inn tíma svo tryggt sé að hann muni axla þá miklu ábyrgð, sem fólgin er í að ganga barni í for- eldrastað. Einnig er nauðsynlegt að væntanlegir kjörforeldrar séu á þeim aldri að þau geti vanda- laust séð um framfærslu og uppeldi barns- ins og séu í stakk búin til að takast á við þau vandamál, sem upp geta komið á upp- vaxtarárum bamsins. Jafnframt þurfa hjón, það er karl og kona sem verið hafa gift í a.m.k. eitt ár og sam- anlagður tími hjónabands og sambúðar sé a.m.k. þrjú ár, alltaf að standa saman að ættleiðingu o g er ekki lagaheimild til að veita sam- býlingum leyfí til ættleiðingar og einhleypingum aðeins í undantekningartilvikum, t.d. ef kynforeldri er látið og barn- ið hefur dvalið á heimili stjúpfor- eldris um langa hríð. Gjarnan er þá um nokkuð fullorðna einstakl- inga að ræða. Þá má ekki veita leyfi til ættleið- ingar nema sýnt þyki eftir könnun á högum og aðstæðum væntanlegs kjörbarns og umsækjenda að ætt- leiðing sé barni til góðs. Dóms- málaráðuneytið óskar eftir um- sögn barnaverndarnefndar við- komandi sveitarfélags um hagi og aðstæður ættleiðenda áður en ætt- leiðing er heimiluð. Á þeim grunni tekur dómsmálaráðuneytið af- stöðu sína til málsins þó dæmi séu um að ráðuneytið hafí synjað beiðni um ættleiðingu þrátt fyrir jákvæða umsögn barnaverndar- nefnda. Endurskoðun Sifjalaganefnd, sem heyrir und- ir dómsmálaráðuneytið, vinnur nú að endurskoðun núgildandi ætt- leiðingarlaga frá 1978. Stefnt er að því að leggja fram nýtt frum- varp til laga um ættleiðingar á næsta þingi, en vegna þess hversu vinnan við hið nýja frumvarp er skammt á veg komin er ekki hægt að greina frá helstu áherslubreyt- ingum að svo stöddu þó sýnt þyki að yið endurskoðun laganna verði höfð hliðsjón af ættleiðingarlög- gjöf Norðurlandanna. Núgildandi lög um ættleiðingar eru t.d. ekki samin með tilliti til ættleiðinga erlendra bama þannig að brýnt þykir að koma málsmeðferðarregl- um varðandi ættleiðingar þeirra inn í lögin. Ættleiðingum má annars skipta í tvo flokka, annars vegar frum- ættleiðingar á íslenskum eða er- lendum börnum og hinsvegar stjúpættleiðingar. Frumættleiðingar Svokallaðar frumættleiðingar geta annars vegar verið á íslensk- um bömum og hinsvegar á erlend- um börnum, það er þegar hjónum er veitt sameiginlega leyfi til að ættleiða barn. Möguleikar á því að ættleiða bam fætt á íslandi eru hinsvegar harla litlir nú orðið og má m.a. rekja það til þess að ein- stæðar mæður sjá frekar fram á það nú en áður að sjá börnum sín- um farboða vegna aukinnar fé- lagslegrar aðstoðar sveitarfélaga og eins hefur framboð á íslenskum nýfæddum börnum til ættleiðingar minnkað eftir að fóstureyðingar voru lögleiddar hér á landi árið 1975. Vaxandi íjöldi fólks hefur því brugðið á það ráð að leita til útlanda eftir bömum til ættleið- ingar þó eitthvað hafí dregið úr þeirri eftirspurn á sl. árum með tilkomu tæknifrjóvgana hérlendis. Margrét Hauksdóttir, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, seg- ir að ættleiðingar á íslenskum börnum snúist nú að mestu leyti HJÓNIN Hanna Regína Guttormsdóttir og Sigurð- ur Ólafsson hafa ættleitt tvö börn, stúlku og strák, frá Kal- kútta á Indlandi, en eiga auk þess fyrir 17 ára dóttur. Þau era tiltölulega nýkomin heim með soninn, sem þau fengu í hendurnar tæplega níu mánaða gamlan í byijun janúar síðastlið- inn og er þetta því í annað sinn sem þau fara langar leiðir til þess að sækja sér barn. Dóttur- ina sóttu þau til Kalkútta árið 1989 og fengu hana þá árs- gamla í hendur. Hanna og Sigurður segja að nokkrir samverkandi þættir hafi leitt til þess að þau ákváðu að ættleiða barn í fyrstu. „Þannig var að við áttum ellefu ára gamla dóttur fýrir þegar hugmyndinni skaut upp fyrir alvöru, en hún hafði átt við mikil veikindi að stríða svo að hún þurfti að vera meira og minna inni á sjúkrahúsum fýrstu æviárin. Hún var í fyrsta lagi með hjarta- galla og hefur sömuleiðis þurft að glíma við asma eins og ég,“ segir Hanna. „Við hugleidd- um málið og kom- umst að þeirri nið- urstöðu að við vildum eignast fleiri börn, en það væri ekkert atriði í sjálfu sér að leggja ofurkapp á að eignast annað bam saman, ekki síst í ljósi veik- indasögu dóttur ''okkar og asmans, sem gengur gjarnan í erfðir.“ Þau tóku því ákvörðun um að ættleiða barn og leituðu fyrst fyrir sér eftir möguleikum inn- anlands, en var tjáð af Félags- málastofnun að biðin gæti verið allt að sex til sjö ár. „Við gáfum íslenskt barn upp á bátinn og leituðum út fyrir landsteinana. Það var þó ekki nema tveggja ára bið.“ Sigurður er leigubílstjóri að atvinnu og Hanna er hús- stjórnarkennari og matarfræð- ingur og hefur unnið sem slíkur á sjúkrahúsum og nú síðast á leikskólanum Jöklaborg. En nú er hún í fimm mánaða fæðingar- orlofi, en þeir sem ættleiða bam fá fæðingarorlof, sem er einum mánuði skemur, en hinir sem eignast böm með hefðbundnum hætti. „Við vildum ekki síst eignast fleiri börn vegna þess að við komum bæði úr stóram fjölskyldum og það var oft fjör á bæjunum,“ segja þau Hanna og Sigurður sem verða bæði 44 ára gömul á árinu. Síðast héldu þau til Indlands þann 4. janúar sl. tjl að sækja soninn, sem þau höfðu fengið myndir af og skýrslu um frá barnaheimilinu í Kalkútta. „Þegar það berst okkur eigum við að svara því hvort við viljum þetta barn eða ekki og ef svo er geta liðið allt að sex mánuðir þangað til hægt er að sækja bamið. Allt er frágengið áður og í raun þurfum við ekki að stoppa í landinu nema í einn dag. Okkur var frjálst að fara með barnið úr landi strax, en ákváðum að dvelja þar í þijá daga, en í viku áður höfðum við verið í Thailandi í fríi. Hanna segir að forstöðukona barnaheimilisins sem jafnframt sé lögfræðingur að mennt út- hluti í raun börnunum og sendi tilvonandi foreldram skýrslu um það. Fyrst sækir maður um barn hjá íslenskri ættleiðingu. Síðan hefst mikil gagnasöfnun og pappírsvinna hér heima ásamt miklu flóði af vottorðum áður en kemur að úthlutun bams. „Forstöðukonan passar mjög vel upp á að bömin séu frambærileg og heilbrigð og er hún með - læknaskýrslur um þau. Við vit- um hinsvegar ekkert um kynfor- eldra enda eru þessi börn bæði móður- og föðurlaus. Þau berast bamaheimilinu eftir ýmsum leiðum og í raun er það aldrei vitað.“ Þau segja uppeldið ganga vel og þau lítið verða vör við for- dóma vegna litarháttar barn- anna. Einu sinni minnist Hanna þess þó að drukkin kona hafi kallað á eftir þeim mæðgum af hveiju í ósköpunum hún hafí ekki leyft blessuðu barninu að vera heima hjá sér. „Dóttirin Regína hefur verið í sama umhverfinu frá upphafí og átt sömu félagana, sem eru hættir að taka eftir því að hún er öðravísi. Hún byijaði á leik- skóla þriggja ára gömul og svo er þetta hennar fyrsti vetur í Ölduselsskóla. Svo skemmtilega vill til að þijú börn eru í hennar árgangi sem öll hafa komið frá sama barnaheimilinu á Ind- landi,“ segir Hanna að lokum. Ættleiðingar á íslandi 1981-1994 Fjöldi útgefinna leyfisbréfa í ráðuneyti 100 75 Æltl. samtals Frumættleiðingar á erl. börnum Stjúpættleidingar Frumættleiðingar á ísl. börnum 1981 ‘82 '83 ‘84 1985 ‘86 ‘87 ‘88 '89 1990 '91 ‘92 '93 1994 um ættleiðingar barna, sem ráð- stafað hefur verið í fóstur þó enn fínnist dæmi þess að einstæðar mæður ákveði að gefa börn sín strax við fæðingu. I slíkum tilvik- um er ávallt leitað eftir umsögn föður, sé faðernið á annað borð vitað. Þegar svo háttar til er börn- um komið í fóstur í byijun með ættleiðingu í huga og þarf a.m.k. þriggja mánaða aðlögunar- og reynslutímabil að líða áður en leyfi til ættleiðingar er endanlega veitt. Vllyrðl Hafi hjón hug á ættleiðingu er- lends barns koma ýmsir möguleik- ar til greina. Til dæmis er hægt er að leita til félagsins íslenskrar ættleiðingar, sem aðstoðar fólk við að komast í samband við ættleið- ingarbarnaheimili erlendis sem fengið hafa opinbera viðurkenn- ingu í heimalandi barnanna og eru því talin „áreiðanleg". Einnig getur fólk ákveðið að vinna málið á eigin vegum og haft samband við barna- heimili erlendis, líkt og íslensk ráð- herrahjón gerðu á dögunum. „Það er ekkert óalgengt að fólk kjósi þá Ieið, sér í lagi ef það er með óskir um að fá barn frá ákveðnu landi,“ segir Margrét. Svo þegar það snýr sér til ráðuneytisins með umsókn um vilyrði fyrir ættleið- ingu á erlendu barni, er m.a. spurt um eftir hvaða leiðum fólkið komst í samband við barnið og nafn og heimilisfang tengiliðs í heimalandi þess óskast tilgreint. Ráðuneytið staðreynir síðan að um áreiðanlega aðila sé að ræða. Að því loknu óskar ráðuneytið umsagnar við- komandi barnavemdarnefndar á högum og aðstæðum umsækjenda og fær til baka greinargerð um það hvort væntanlegir foreldrar teljist „hæfir“ sem fósturforeldrar með ættleiðingu í huga. Sé umsögn bamavemdarnefndar jákvæð gef- ur ráðuneytið út vilyrði til stjórn- valda í heimalandi barnsins um að umsækjendum muni verða veitt ættleiðingarleyfi að liðnum þriggja mánaða reynslutíma og gegn framvísun samþykkis forsjáraðila og opinberra gagna um barnið. Þar með taka íslensk stjórnvöld ábyrgð á barninu við komu þess til lands- ins, eins og um íslenskan ríkisborg- ara væri að ræða. AAIögunartími Með vilyrði dómsmálaráðu- neytisins í höndum fara umsækj- endur út og fá afhent það barn, sem í boði er, en nokkuð mismun- andi er eftir löndum hvernig hlut- imir ganga fyrir sig eftir það. Sums staðar er gengið frá ættleið- ingu í heimalandi bamsins, annars staðar er fólkinu falin forsjá þess og stundum er gerð krafa um að bamið fái að aðlagast nýjum for- eldram í heimalandi þess í tiltekinn tíma. í Kólumbíu þurfa verðandi foreldrar t.d. að dvelja með barninu í heimalandi þess í þijár til fjórar vikur áður en þeir fá leyfí til að fara með bamið úr landi. Að þriggja mánaða fósturtíma- bili liðnu er sótt formlega um leyfi til ættleiðingar og um íslenskan ríkisborgararétt fyrir barnið. Þá óskar ráðuneytið enn á ný eftir könnun barnavemdarnefndar á aðstæðum og högum foreldra og er þá m.a. gengið úr skugga um það hvernig fjölskyldan hefur að- lagast breyttum aðstæðum og hvernig barnið dafnar og þroskast. Ef umsögn er jákvæð, er ættleið- ingarleyfi gefið út. „Yfirleitt hefur þetta gengið mjög vel, en sum börn eru veik- byggð og þurfa mikla umönnun fyrstu mánuðina hér,“ segir Mar- grét.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.