Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. MARZ1995 B 25
_____ N N uua fjGL YSINGAR
Framleiðslufyrirtæki
í Reykjavík óskar eftir starfskrafti hálfan dag-
inn eftir hádegi. Viðkomandi þarf að hafa
reynslu af almennum skrifstofustörfum, svo
sem vélritun, tölvunotkun, skjalavörslu og inn-
og útflutningspappírum. Viðkomandi þarf að
hafa góða ensku- og þýskukunnáttu.
Ef þú getur unnið sjálfstætt og hefur áhuga
á að vinna hjá vaxandi fyrirtæki, þá sendu
inn umsókn til afgreiðslu Mbl., merkta:
„H - 2424“, fyrir 27. mars nk.
Lyfjafræðingur
Lyfjanefnd ríkisins óskar eftir lyfjafræðingi
til starfa. Um fullt starf er að ræða. Mikil-
vægt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku
og Norðurlandamáli.
Umsóknir, ásamt afriti af starfsréttindaskír-
teini, prófskírteini og upplýsingum um fyrri
störf, sendist til Lyfjanefndar ríkisins, Eiðis-
torgi 15, pósthólf 180, 172 Seltjarnarnesi,
fyrir 19. apríl nk.
Farið verður með umsóknir sem
trúnaðarmál.
Upplýsingar gefur Guðbjörg Kristinsdóttir,
skrifstofustjóri nefndarinnar, í síma 612111.
Viltu spila eftir eigin nótum ?
FASTEIGNASALA.
VIÐSKIPTA- & LÖGFRÆÐINGAR.
Fvrirtœkið er nýstofnuð fasteignasala í
Reykjavík. Um er að rœða aðila, sem
byggir á 25 ára reynslu með traust og
áreiðanleika að baki.
Leitað er að tveimur til þremur
rekstraraðilum að nýrri fasteignasölu.
Viðkomandi munu taka virkan þátt í
uppbyggingu á mjög svo
áhugaverðu fyrirtœki, sem mun
leggja áherslu á nýjar leiðir við
markaðssókn til aukinna gœða og
öryggis á sviði fasteignaþjónustu,
ráðgjafar og sölu. Um eignaraðild
verður að rœða.
Hœfniskröfur eru að umsœkjendur
séu viðskiptafrœðingar, lögfrœð
ingar eða rekstrarfrœðingar að
mennt. Aðilar með löggildingu á
sviði fasteignasölu eða með reynslu
áhugaverðir.
Áhersla er löað á heiðarleika,
frumkvœði, sjálfstœði og ábyrgð. Um
er að rœða áhugavert tœkifœri fyrir
dugandi einstaklinga konur eöa karla
Vegna fyrirhugaörar ímyndar starf-
seminnar er sérstaklega leitað eftir
konum.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi
skrifstofunni, sem opin er frá kl. 10-16, en
viðtalstímar eru frá kl. 10-14.
V
ST
Starfsrádningar hf
Sudurlandsbraut 30 • 5. hceð ■ 108 Reykjavik
, Simi: 588 3031 ■ Fax: 588 3010
Cutný HarÓardóttir
Framreiðslumaður
Metnaðarfullur framreiðslumaður með góða
reynslu óskast til starfa á nýju veitingahúsi.
Umsóknareyðublöð fást á staðnum.
HUMARHÚSIÐ
Amtmannstíg 1, (áður Búmannsklukkan).
Hönnun/innsláttur
Rótgróið fyrirtæki óskar eftir starfsmanni í
hálft starf, hugsanlega fullt. Viðkomandi þarf
að hafa reynslu af eftirfarandi:
Paradox gagnagrunni, PhotoShop, teiknifor-
ritinu FreeHand eða CoralDraw. Æskilegt
er að viðkomandi hafi reynslu af umbroti.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Umsóknir óskast sendar til afgreiðslu Mbl.
fyrir 24. mars nk., merktar: „L - 18062.“
Ný barnafataverslun
Vanur starfskraftur óskast í nýja barnafata-
verslun, sem verður opnuð í kringum mán-
aðamót mars-aríl í miðbænum í Reykjavík.
Æskilegur aldur 30-50 ára. Reyklaus vinnu-
staður. Góð framkoma og snyrtimennska.
Svör ásamt upplýsingum sendist afgreiðslu
Mbl. fyrir 24. mars, merkt:
„Barnafataverslun - 18064“.
Skattstjórinn
í Reykjavík
Laus er til umsóknar staða hjá embætti
skattstjórans í Reykjavík við atvinnurekstrar-
skrifstofu.
Um er að ræða starf er varðar skattskil
rekstraraðila.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi
í viðskiptafræði af reikningshalds-
og endurskoðunarsviði.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun,
fyrri störf, meðmælendur og annað, sem
umsækjandi vill taka fram, þurfa að berast
embættinu fyrir 3. apríl 1995. Sveinbjörn
Strandberg, starfsmannastjóri, veitir nánari
upplýsingar og tekur við umsóknum.
Skattstjórinn íReykjavík,
Tryggvagötu 19,
150 Reykjavík,
sími 603600.
Laus staða
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík auglýsir
til umsóknar stöðu forstöðumanns
tölvudeildar.
Umsækjandi skal hafa háskólapróf í tölvu-
fræðum eða hliðstæðum greinum. Mikil
áhersla er lögð á reynslu og þekkingu í tölvu-
málum, þ.m.t. af nær- og víðnetum. Auk
þess er reynsla í stjórnunarstörfum æskileg.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síð-
ar en 1. maí nk.
Nánari upplýsingar um stöðuna gefa for-
stöðumaður tölvudeildar og/eða starfs-
mannastjóri borgarverkfræðings.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og
starfsferil, skal skila eigi síðar en 31. mars
nk. til starfsmannastjóra borgarverkfræð-
ings, Skúlatúni 2, sími 563-2300.
Heilsustofnun NLFÍ
Heilsustofnun NLFÍ auglýsir eftir
lækni til starfa
Viðkomandi þarf að hafa orku- og endurhæf-
ingarlækningar sem sérgrein. Æskilegt er
að viðkomandi hafi reynslu í greiningu og
meðferð verkjavandamála frá stoðkerfi.
Um er að fæða fullt starf. Staðan veitist frá
1. september nk.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.
Upplýsingar veitir Guðmundur Björnsson,
yfirlæknir, í síma 98-30300.
S k i n öf H a i r C a r e Preparations
Verslunarstörf
Óskum eftir að ráða förðunar- eða snyrti-
fræðing í verslun okkar. Einnig kemur til
greina einstaklingur með reynslu og þekk-
ingu á förðun og förðunarvörum. Að auki
leitum við eftir starfsmanni í hálfsdagsstarf.
Umsækjendur þurfa að hafa:
- Reynslu af þjónustu- og sölustörfum.
- Frumkvæði og þjónustulund.
- Áhuga á náttúrulegum snyrtivörum.
- Áhuga á umhverfis- og velferðarmálum.
Æskilegur aldur er 25 ára eða eldri.
Vinsamlegast sendið ítarlegar, skriflegar um-
sóknir ásamt Ijósmynd fyrir 26. marz nk. til:
The Body Shop,
pósthólf 1742,
121 Reykjavík.
Leikskóla- og
dagvistarfulltrúi
Félagsmálaráð Vestmannaeyja auglýsir eftir
leikskólakennara til starfa í 50% tímabundna
stöðu leikskóla- og dagvistarfulltrúa hjá Vest-
mannaeyjabæ.
Staðan er laus nú þegar eða samkvæmt
samkomulagi. Þetta er tímabundið starf til
eins árs vegna afleysinga í ársleyfi félags-
málastjóra.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Áhugasámir leikskólakennarar vinsamlegast
hafið samband við Guðrúnu Jónsdóttur,
félagsmálastjóra, í síma 98-11088.
Fjármálastjóri
Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða
fjármálastjóra til starfa frá og með 1. júní nk.
Helstu verksvið eru almenn fjármálastjórn,
framkvæmdaeftirlit og umsjón og eftirlit með
bókhaldi skólans. Um er að ræða framtíðar-
starf.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar af
skólastjóra Bændaskólans.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist: Bændaskólanum á Hvanneyri,
311 Borgarnes.
Skólastjóri.