Morgunblaðið - 19.03.1995, Side 30

Morgunblaðið - 19.03.1995, Side 30
30 B SUNNUDAGUR 19. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ RAÐ UGL YSINGAR Framboð til Alþingis Norðurlandskjördæmi vestra Framboðum vegna kosninga til Alþingis 8. apríl 1995 í Norðurlandskjördæmi vestra ber að skila til yfirkjörstjórnar í skrifstofu sýslu- manns, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars 1995. Gæta skai þess að tilgreina skýrlega nöfn allra frambjóðenda ásamt kennitölu, stöðu og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra, sem á listanum eru, um að þeir hafi samþykkt að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skai og fylgja skrifleg yfirlýs- ing um stuðning við listann frá kjósendum í kjördæminu og skal fjöldi meðmælenda vera að lágmarki 100 og að hámarki 150. Framboðslista skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra Halldór Þ. Jónsson, formaður, Ásgerður Pálsdóttir, Bogi Sigurbjörnsson, Egill Gunnlaugsson, Gunnar Þ. Sveinsson. Fatasaumskeppni Burda og Heimsmyndar Aenne Burda verðlaunin verða veitt í Trieste á Ítalíu 23. september nk. og nú munu ís- lenskir fulltrúar taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Keppt verður um best hönnuðu og saumuðu sumarfötin sem saumuð eru af áhugafólki. Fagfólk hefur ekki rétt til þátt- töku. Keppt verður í tveimur flokkum: a) Þeir sem hafa saumað í 2 ár eða skemur b) Þeir sem hafa saumað lengur en í 2 ár Fulltrúar íslands verða valdir í Reykjavík í júní. Þeir sem vilja taka þátt í undankeppn- inni sendi inn tvær myndir af sér í fötum sem þeir sjálfir hafa saumað, ásamt upplýsingum um viðkomandi, fullt nafn, heimilisfang, síma- númer og hversu mörg ár hann hefur saumað. Utanáskriftin er: Fatasaumskeppni Burda og Heimsmyndar, Hafnarstræti 11, 101 Reykjavfk. Frekari upplýsingar gefur Sigríð- ur Pétursdóttir f síma 55-17356. Auglýsing frá yfirkjör- stjórn Reykjavíkurkjör- dæmis um framboðslista Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Reykjavíkurkjördæmi, sem fram eiga að fara þann 8. apríl 1995, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars 1995. Framboð skal tilkynna skriflega til yfirkjör- stjórnar, sem veitir þeim viðtöku í Ráðhúsi Reykjavíkur, fimmtudaginn 23. mars kl. 17.00-18.00 og föstudaginn 24. mars kl. 11.00-12.00. Á framboðslista skulu vera að lágmarki 19 nöfn frambjóðenda og eigi fleiri en 38. Fram- boðslistum fylgir yfirlýsing þeirra, sem á list- unum eru, að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listana. Hverjum lista skal fylgja skrifleg yfirlýsing 380 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 570. Þá skal fylgja tilkynning um hverjir séu umboðsmenn lista. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönn- um framboðslista verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 25. mars kl. 11.00. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis Jón G. Tómasson, Borghildur Maack, Hermann Guðmundsson, Hjörleifur B. Kvaran, Skúli J. Pálmason. Styrkur frá „ambassadör Per-Olof Forshells Minnesfond. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst 2að efla sænskukennslu á íslandi og auka menningarsamskipti íslands og Sví- þjóðar. Styrkurinn er 3000 sænskar krónur og skulu umsóknir berast fyrir 21. apríl 1995 til „Per Olof Forshells minnesfond", c/o Sigrún H. Hallbeck, Skipasundi 74, 104 Reykjavík, s. 812636. Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 20. mars kl. 20.30 á Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Aðalfundur Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankinn hf. verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn 23. mars 1995 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði greinar 4.06 í samþykktum félags- ins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ákvæði nýrra hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 30, 5. hæð, Reykjavík, dagana 20.-23. mars nk. milli kl. 10-15 og á fundarstað. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1994, ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 16. mars. Reykjavík, 22. febrúar 1995. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. Mígrensamtökin Aðalfundur verður haldinn í Stjörnugróf 9, Reykjavík fimmtudaginn 23. mars nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Brynjólfur Snorrason sjúkranuddari frá Akureyri fjallar um áhrif rafsegulsviðs. Námskeið í ungbarnanuddi fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mánaða byrjar föstudaginn 24. mars. Upplýsingar og innritun á Nudd- og heilsu- setri Þórgunnu í símum 624745 og 21850. Innra eftirlit með matvælaframleiðslu Samtök iðnaðarins halda námskeið um innra eftirlit með matvælaframleiðslu í samvinnu við Hollustuvernd ríkisins. • Innra eftirlit - HACCP-kerfið. • Vinnsluferlar. • Áhættuþættir. • Eftirlitsstaðir og vöktun þeirra. • Viðmiðunarmörk. • Skráning og skjalfesting. Tími: 28. og 29. mars, kl. 13-18 báða dagana. Staður: Hallveigarstígur 1, 3. hæð. Verð: Félagsmenn Sl: kr. 8.500,-. Aðrir: kr. 12.000,-. SAMTÖK IÐNAÐARINS Sumarbúðir í Reykjadal Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra mun að venju reka sumarbúðir fyrir fötluð börn í Reykjadal í Mosfellsbæ frá 16. júní-31. ágúst. Umsóknir um dvalartíma þurfa að berast félaginu fyrir 1. maí nk. á eyðublöðum, sem fást í afgreiðslu félagsins á Háaleitis- braut 11, Reykjavík. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Sumardvöl í Svíþjóð eða Noregi íslenskum ungmennafélögum stendur til boða að dvelja í Svíþjóð eða Noregi í þrjá mánuði í sumar, einum í hvoru landi. Þátttak- endur þurfa sjálfir að greiða farið milli landa, en séð er um allan kostnað og skipulag inn- anlands. Dvalið er á nokkrum heimilum yfir sumarið. Áhugasamir ungmennafélagar hafi samband við Ungmennafélag íslands, s. 568-2929. Umsóknarfrestur rennur út 20. apríl. Aðalfundur Félags matreiðslumanna Aðalfundur FM verður haldinn í sal I.O.G.T í Þarabakka 3 þriðjudaginn 21. mars kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 19. grein laga FM. Önnur mál. Stjórnin. Innflutningsráðgjöf Ef þú hefur áhuga á að fara út í innflutning á vörum til landsins, þá getum við gefið þér allar upplýsingar, allt frá hvernig á að nálg- ast erlenda framleiðendur og til þess hvað vantar eða hefur möguleika hér inn á markað- inn. Hef 25 ára reynslu á innflutningi og góða yfirsýn yfir íslenskan markað, ekki bara nýja hluti, heldur líka frá nýjum mörkuðum og hef oft komið með hluti á undan öðrum sem hafa slegið í gegn. Er ekki betra að stofna heilbrigt og gott fyrirtæki og vinna það síðan upp með góðum ráðum, heldur en að kaupa eitthvað sem hefur e.t.v. runnið sitt skeið? Tilboð sendist til afgr. Morgunblaðsins merkt: „1-4000“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.