Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 1
KOREUBILAR SÆKJAISIG VEÐRW - FJOLHÆFUR HUGMYNDABÍLL FRÁ OPEL - LENGRIRA V4 OG AL- DRIFS COROLLA - NÝR LANGBAKUR FRÁ BMW ftlWjpillWbtMfe SJOVAÖPALMENNAR Kringlunni 5 - sími 569-2500 SUNNUDAGUR19. MARZ 1995 BLAÐ c Toyota Corolla 1144.000 Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturðu eignastToyota Corolla áverðifrá 1.144.000 kr. @) TOYOTA Tákn um gceðl 323 F fimm hurða hlaðbakur fæst m.a. með tveggja lítra V6,24 ventla vélmeðtveimurofánliggjandi knastásum sem skilar 145 hestöflum. Mazda 323 til sölu hér í lok marsmánaöar ÞAÐ hillir undir að nýr Mazda 323 verði kynntur hér á landi en hann hefur verið á markaði í Evrópu í nokkra mánuði. Ræsir hf., umboðs- aðili Mazda, hefur átt I ströngum samningaviðræðum við framleið- anda og þessi gerbreytti bíll sem hefur fengið afar lofsamlega dóma í erlendum bflablöðum verður frum- kynntur hérlendis í lok marsmánað- ar. Bíllinn kemur í þremur útfærsl- um, þ.e.a.s. sem þrennra dyra hlað- bakur sem ber bókstafinn C, fernra dyra stallbakur sem ber bókstafinn S og fimm dyra F-hlaðbakur. Bíllinn verður boðinn á verði frá 1.380.000 kr. Guðmundur Baldursson sölumað- ur hjá Ræsi segir að hér sé alveg nýr bíll ferðinni, bæði hvað varðar ytra útlit og gangverk. Nýr 323 er með lengra hjólhafi en fyrirrennar- inn og aðrar vélar eru í boði. Þó er 1300 rúmsentimetra, 75 hestafla vélin sú sama og var í gamla bíln- um. Boðin er ný 1500 rúmsenti- metra, 88 hestafla vél með tveimur knastásum og 1800 rúmsentimetra, 115 hestafla vélin hefur reyndar áður verið í fjórhjóladrifnum bíl sem Ræsir hafði á boðstólum fyrir nokkrum árum. Stærsta vélin, tveggja lítra V6, 24 ventla með tveimur ofánliggj- andi knastásum, er ný en hún skil- ar 145 hestöflum við 6.000 snún- inga á mínútu. Allar útfærslurnar eru með rafeindastýrðri innspraut- un. Mazda hefur í raun sett á mark- að þrjár ólíkar gerðir bíla með nýju 323 línunni. Hjólhafið í C útfærslunni er til að mynda 100 mm styttra en í S- og F-útfærslunum. Fullvíst má telja að stallbakurinn fái einna bestar viðtökur hér á landi enda líklega hagkvæmasti kosturinn sem fjölskyldubíll. Margir eiga hugsan- lega einnig eftir að líta vel á hlað- bakinn sem er sportlegri en stall- bakurinn og ódýrari. F-bíllinn er síðan valkostur þeirra sem kjósa kraftmikinn og lipran sportbíl og eru tilbúnir að borga töluvert fyrir kostina. ¦ ÞRIGGJAhurðahlað- bakurinn verður fáan- legur ódýrastur á í kringum 1.380.000 kr. STALLBAKUR- INN er eins og aðrar útfærslur mikið breyttur frá fyrirrennar- amira. Hlutfallslegt vægi heimilisbílsins í grunni vísitölu vöru og þjónustu 50 % 40 Matur, drykkjarvörur, }• tófoak, föt o@ skór 1964-65 1978-79 1984-85 1989-90 MYNDIN að ofan er byggð á upplýsingum úr neyslukönnunum Hagstofunnar á tímabilinu 1964 til 1990. Þar sést að hlutfall út- gjalda heimila vegna eigin flutn- ingstækja hafa vaxið úr því að vera 13,34% af heildarútgjöldum meðalheimilis í neyslukönnuninni 1964 til 1965 íaðvera 19,5% í , neyslukönnuninni 1989-1990. Á sama tíma hafa útgjöld meðal- heimilis til kaupa á matvörum, drykkjarvðrum, tóbaki, fötum og skófatnaði farið úr því að vera 47,09% í neyslukönnuninni 1964 til 1965 í að vera 32,8% í neyslu- könnuninni 1989 til 1990. Á þessu tímabili hafa útgjöld til eigin flutningstækja í heildarutgjöld- um vaxið um 6,16% á meðan út- gjöld til kaupa á matvörum, drykkjarvörum, tóbaki, fötum og skófatnaði hafa lækkað um 14,29%. HONDA Shuttle er væntanlegur hingað til lands í maí. Honda Shuttle fjöl- notabíll til íslands HONDA á íslandi hyggst bjóða nýjan fjölnotabíl verksmiðjanna sem á Bandaríkjamarkaði heitir Accord Odyssey en Accord Shuttle á Evrópu- markaði. Fyrirtækið á von á sýning- arbíl í maímánuði. Evrópubfllinn var kynntur á bílasýningunni í Genf. Þetta er fyrsti fjölnotabíllinn frá Honda en áður var boðin fimm manna Shuttle útfærsla af Civic sem er öllu minni en hefðbundnir fjölnota- bílar. „Ég vona að við fáum hann með tveggja lítra vélinni, sjálfskiptan en bíllinn er líka boðinn með 2,2 lítra vél og V6 vél i Bandaríkjunum," sagði Geir Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Honda á íslandi. Bíllinn kostar 23 þúsund dollara í Bandaríkjunum en Geir sagði of snemmt að segja til um hvað hann kostaði hér. Bílnum hefur verið vel tekið í Japan og gerðu verksmiðjurn- ar ráð fyrir að selja þar 2-3 þúsund bíla á mánuði en salan er á bilinu 10-14 þúsund bílar á mánuði í Japan. Fjölnotabíllinn er svipaður að lengd og Accord langbakurinn en 20 sm hærri. Bíllinn er boðinn með al; drifí í Japan en ekki í Evrópu. I Honda Shuttle er hægt að leggja niður öftustu sætaröðina svo óþarfi er að fjarlægja hana ef til stendur að nota bílinn til annars en fólks- flutninga. 2,2 lítra vélin er 16 ventla og skil- ar 140 hestöflum. Hægt er að velja um fimm gíra beinskiptingu eða fjög- urra þrepa sjálfskiptingu. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.