Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Öflugur og vel búinn Lnnd Cruiser með nndlitslyftingu TOYOTA Land Cruiser, stóri jepp- inn frá Toyota, er nú orðið fáanleg- ur með nýrri 24 ventla 170 hest- afla dísilvél og hafa einnig verið gerðar á honum lítils háttar útlits- breytingar. Land Cruiser hefur verið á markaði í þessari mynd í rúm ijögur ár og hafa selst hér- lendis nokkuð á þriðja hundrað bíla. Fyrstu árin var eingöngu um dísilbíla að ræða en 1993 var einn- ig tekið að bjóða Land Cruiser með bensínvél. Þetta er sem kunnugt er með stærri og betur búnu jepp- um, með háu og lágu aldrifi, læs- ingum, sjálfskiptur eða handskipt- ur (dísilbíll reyndar aðeins hand- skiptur hér eftir), með hvers kyns rafstillanlegum búnaði og yfírleitt vel búinn. Land Cruiser er kjörinn ferðabíll enda er það fyrst og fremst tilgangur hans og það kom ágætlega í ljós í reynsluakstri í Sviss fyrir nokkru. Þar var reyndar ekið um á bíl með 4,5 lítra og 215 hestafla bensínvél en hann kostar í dag kr. 5.224.000. Land Cruiser er stór og mikill bíll með hefðbundnu jeppalagi en þegar hann kom nýr og breyttur á markað með 1990 árgerðinni var búið að slípa til alla kanta og hom og gera bflinn allan dálítið búldu- leitan. Virðist hann því enn stærri fyrir vikið. En hann er traustlegur að sjá og nú er hann með nýjum framenda, stærri stuðara og breyttu grilli en að öðru leyti eru útlitsbreytingar í lágmarki. Nýtt mælaborð Þegar inn er komið verður fyrir mönnum nýtt mælaborð og ný sætaáklæði er þar einnig að finna. Þá má nefna nýtt atriði eins og ljós í hurðum þegar þær eru opn- aðar. Sætin eru voldug sem fyrr og þar er rými nóg til allra átta fýrir fætur og höfuð og útsýni gott og ekki síður úr aftursætum. Búnaður í LandCruiser hefur nokkuð verið aukinn og er t.d. líkn- arbelgur í stýri orðinn staðalbún- aður og sömuleiðis hemlalæsivöm og hraðastillir í VX gerðinni. Vélin í bílnum sem reyndur var í Sviss er 24 ventla og 6 strokka bensínvél, 4,5 lítrar og 215 hest- öfl. Þetta er feikilega öflug vél og hljóðlát og hefur hún að því er virðist lítið fyrir því að knýja áfram þetta tveggja tonna stykki með fímm sæti skipuð og talsverðan farangur afturí. Nákvæmar tölur um eyðslu eru ekki fyrir hendi en á bílasýningunni í Genf var í spjalli á Toyota básnum fleygt fram tölum eins og 15 lítmm á hundrað- ið og 17 er tala sem þeir kannast við fulltrúar umboðsins hérlendis. En jafnvel þótt þær séu teknar með fyrirvara má gera ráð fýrir að í eðlilegum akstri geti eyðslan vel haldist innan við 20 lítrana. Llpur Þótt Land Cmiser sé bæði nokk- uð þungur og stór er hann furðu lipur í allri meðhöndlun. Þeir sem em óvanir jeppum eða stórum bíl- um verða að taka dálítinn tíma til að venjast stærð en það gerist þó í raun mjög fljótt og þeir munu furða sig á hversu auðvelt er að athafna sig með þennan mikla vagn í hvers kyns þrengslum, á mjóum vegum, bflastæðum og ann- ars staðar þar sem menn kunna að rata í raunir. Skýringin er sú að menn sitja hátt og em því fljót- ir að ná öllum áttum og læra strax á stærð bflsins og góður búnaður hans, létt og lipur skipting, góðir speglar, þægilegt stýrið - allt gerir þetta mönnum leikinn auðveldan. Sjálfskiptingin er eitt skemmti- legasta atriðið í Land Cruiser. Fyrir utan hin venjulegu þrep má velja um spymustillingu og síðan Morgunblaðið/jt TOYOTA Land Cruiser tekur sig vel út með tignarleg Alpafjöll í baksýn. Yfir 200 Land Cruiser jeppar hafa selst á íslandi á síðustu fimm árum. Kraftur og vinnsla Staðalbún- aður Rými ÞÆGILEGT er að meðhöndla Land Cruiser á hálum vegum. FRAMENDINN er breyttur og VX gerðin er nú MIKILL farangur verður seint vandamál í Land búin líknarbelg, hemlalæsivörn og skriðstilli. Cruiser. Toyota Land Cruiser I hnotskurn Vél: 4,5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar, 215 hestöfl. Sjálfskipting með stilli- möguleikum. Sítengt aldrif með rafstýrðri driflæsingu í millikassa og báðum hásingum. Vökvastýri - veltistýri. Fimm manna + tvö auka- sæti aftast. Rafdrifnar rúður og úti- speglar. Samlæsing. Hituð afturrúða. Hiti íframsætum. Skriðstillir. Lengd: 4,78 m. Hæð: 1,91 m. Breidd: 1,83 m. Hjólhaf: 2,85 m. Þyngd: 2.080 kg. Rúmmál bensíntanks: 95 lítrar. Þvermál beygjuhrings: 12 m. Álfelgur. Hemlalæsivörn. Líknarbelgur í stýri. Staðgreiðsluverð kr.: 5.224.000. Umboð: P. Samúelsson hf., Kópavogi. yfirgír og eru það mjög nauðsyn- legir kostir þegar ekið er um íjall- vegi eins og gert var í Sviss. Á hálum vegum í brekkum er auð- velt að skipta niður og láta vélina aðeins halda í og á sama hátt er gott að grípa til spymunnar þegar t.d. skjótast þarf framúr á þessum mjóu og krókóttu fjallvegum. Ekki virðist bfllinn þurfa að hafa mikið fyrir þessu öllu með sinn fímm manna farm og tilheyrandi ferða- töskur. Farangurinn rúmaðist auð- veldlega aftur í og hefði verið hægt að bæta nokkrum töskum við þær sjö eða átta sem voru með í för. Stöðugur á alla kanta Eitt af því sem einkennir Land Cruiser eftir slíka blandaða notk- un, er að það breytir nánast engu í meðhöndlun bílsins hvort honum er ekið með einn eða tvo innan- borðs eða fulllestaðan fólki og far- angri. Krafturinn er nægur og ekki að finna lát á vinnslunni, fjöðrunin er áfram ágætlega stíf en samt er bíllinn mjúkur og fjaðr- ar við allar aðstæður vel. Bíllinn er því stöðugur á alla kanta og lítt breytilegur í eiginleikum þrátt fyrir mismunandi hleðslu. Verðið á Land Cruiser er kannski helsti og eini gallinn því þetta er fjárfesting uppá 5,2 millj- ónir króna. Vitanlega er margt og mikið innifalið í þessu verði og voldugur og stór bíll með öllum þessum búnaði, öflugri vél og ýmsum þægindum hlýtur vitanlega að kosta sitt. En þrátt fyrir að það sé ekki á færi nema lítils hluta bíleigenda að velja Land Cruiser seljast nokkrir tugir bíla á ári hér- lendis og bíllinn er með áhugaverð- ari bílum. Sem alhliða ferðabíll fyrir alla fjölskylduna, rásfastur og lipur í meðförum, vel búinn þægindum og öryggistækjum er Land Cruiser góður kostur og þótt fjárfestingin sé mikil er eina leiðin að hefjast bara handa við að safna og gera langtímaáætlun um fjár- mögnun - rétt eins og Land Cruis- er hefur alla burði til að vera lang- tímaeign. Hægt er þó að komast neðar með verðið eða í kr. 3.994.000. Það er STD gerðin með nýrri 4,2 lítra, 24 ventla og 170 hestafla dísilvél. Sá bíll er með hurðum að aftan sem opnast til hliðar, með ódýrara sætaáklæði og minni raf- búnaði og þægindum. Þá eru einn- ig fáanlegar GX gerðir með bens- ín- og dísilvélum sem kosta 4,4 og 4,3 milljónir króna. ■ Jðhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.