Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ L i BJARGAÐ AF KILI Tveir menn björguðust af kili eftir að Reka RE 666 frá Patreksfirði hvolfdi vestur af Blakki Tíminn er einsog eilífð þeg- ar svona er TVEIR menn björguðust þegar Reka RE 666, 6 tonna báti frá Patreksfirði, hvolfdi um 20 sjómílur vestur af Blakki síðdegis á sunnudag. Mennirnir komust á kjöl og biðu þar eftir hjálp. Þeir reyndu að ná til björgunarbátsins, en tókst það ekki. Þeim var síðan bjargað um borð í Brimnes frá Patreksfirði. Hilmar Jónsson skipstjóri og Gunnar Kristjánsson voru að veiðum í þokkalegu veðri þegar bátinn tók að síga á stjómborðs- hlið, án þess að skip- veijum væri ljóst hvers vegna. Þeir skáru á línuna, hentu fyrir borð fiski úr stjórnborðshliðinni og hlóðu öllu lauslegu í bakborðshliðina til að reyna að rétta bátinn af en það dugði ekki til. Hallinn jókst sífellt og svo varð skipti- skrúfan óvirk. Engin skip voru í sjónmáli og fór Hilmar inn í stýris- hús til að gefa nærliggjandi bátum upp nákvæma staðsetningu og biðja þá um að fylgjast með okkur. Efaði ekki að ég kæmist út „Ég var rétt búinn að sleppa síðasta orðinu, þegar báturinn snaraðist yfir,“ sagði Hilmar í við- tali við blaðið. „Ég stökk á hurðina og ætlaði að komast út, en það var einhver fyrirstaða svo ég gat ekki opnað nema um 10 sentimetra rifu. Það var opnanlegúr gluggi framan á stýrishúsinu, en hann svo lítill að það var vonlaust að kom- ast út um hann.“ Hilmar reyndi að bijóta rúðu með krossviðar- hlera, sem var fyrir opinu í vélar- rúmið, en glerið var svo sterkt að það gaf sig ekki. Hilmar telur að ekki hafi liðið nema um mínúta frá því að báturinn lagðist á hliðina þar til hann var kominn á hvolf. „Þegar ég náði ekki að bijóta rúðuna með hleranum fór ég að hugsa málið upp á nýtt. Ég reyndi hurðina aftur, en það var sama sagan. Þá renndi ég huganum yfir allt sem var þarna í stýrishúsinum sem hugsanlega gæti unnið á rúð- unni,“ sagði Hilmar. Hann hélt alltaf ró sinni og efaðist aldrei um að hann kæmist út úr stýrishúsinu. „Sennilega væri ég þar ennþá, ef ég hefði efast um það að ég kæm- ist út. Það var bara spurning um að finna réttu leiðina.“ Stýrishúsið fylltist fljótt Hilmar mundi eftir verkfæra- kassa sem hann geymdi í stýris- húsinu og fór nú að spá í hvert hann hefði farið í veltunni. „Þá stóð ég í horninu á þakinu og í sjó upp á mið læri. Sjórinn náði upp á rúmlega miðja glugga bakborðs- megin,_ en stjórnborðsglugginn á kafi. Ég fann verkfærakassann, en það var allt farið úr honum. Svo fann ég skiptilykil, þá var ekki eftir nema um 10 sentimetra frírúm á glugganum. Ég reyndi að beija í miðja rúð- una, en náði engum slagkrafti ofan í sjón- um.“ Hilmar reyndi að bijóta kantinn á rúð- unni, en lykillinn vann ekki á glerinu. „Mér datt í hug að ná í haglabyssu frammi í lúkar en sneri við, því ef báturinn hefði sokkið þá hefði ég lokast þar inni. Ég reyndi að muna eftir einhveiju í vélarrúm- inu, eða stýrishúsinu, sem gæti ráðið við þetta og mundi þá eft- ir hamri sem hafði verið í verk- færakassanum. Hann hlaut að vera á svipuðum slóðum og skiptilykill- inn.“ Þegar þarna var komið voru gluggarnir komnir í kaf og orðið nær dimmt í stýrishúsinu. „Þegar ég stakk mér til að leita að hamrinum stóð ég í sjó upp undir hendur. Ég renndi í gegnum fullt af skiptilyklum, skrúfjárnum og alls konar drasli áður en ég festi loks hendur á hamrinum. Þá stóð ég ekki lengur upp úr sjónum og varð að spyrna mér upp af þakinu í átt að lúkarnum til að ná lofti. Þá náði sjórinn alveg upp í stýrishúsgólfið, en loft var enn í lúkarnum og vélarrúminu." Rak hausinn út um rúðuna Hilmar segir að smá skíma hafi verið inni í bátnum þótt allir gluggar væru á bólakafí. Ekki var sama hvaða glugga hann braut til útgöngu. Rétt fyrir utan hliðar- gluggana var grindverk svo ekki þýddi að fara um þá. Við stjórn- borðsgluggann að framan voru siglingartæki og vifta á glugga- num, svo bakborðsglugginn varð fyrir valinu. „Ég spyrnti mér að glugganum og þrusaði hamrinum í rúðuna. Hann fór í gegn og ég hrærði eitthvaði í glerinu. Þá missti ég hamarinn. Ég var með gúmí- vettling á vinstri hendinni og þreif- aði fyrir mér. Gatið var nógu stórt fyrir hausinn á mér sem var vel varinn af lambhúshettu og flotgal- lanum. Ég náði spyrnu í plotterinn og rak hausinn út. Það var feikna fyrirstaða fyrir axlirnar að rífa þær út. Gatið var svo þröngt að ég varð að bijóta rúðuna utan af mér. Fyrir utan lenti ég í rekkverk- inu en áttaði mig ekki strax á því hvað það var. Flotgallinn ýtti mér upp að þilfarinu og gerði mér erf- itt að komast undir rekkverkið. Ég þurfti að taka talsvert á til þess. Svo tókst mér að spyrna mér frá og skaust upp eins og tappi. Þá var ég gjörsamlega búinn með þrekið.“ Hilmar telur að þessi at- Hilmar Jónsson Morgunblaðið/Sverrir ÁHÖFNIN á Brimnesi: Guðmundur Aðalsteinsson, kokkur, Freyr Héðinsson, vélstjóri, Jóhannes Héðinsson, skipsljóri, og Sveinn Yilhjálmsson, stýrimaður. Myndin var tekin á sunnudagskvöld, þegar Brimnesið var komið að bryggju á Patreksfirði með skipbrotsmennina. Ljósm: Reynir Finnbogason Reki RE - 666 í höfn á lygnum degi. GUNNAR Kristjánsson með börnum sínum, Björgu Ósk og Kristjáni Þór. burðarás hafi tekið minna en hálfa mínútu. Bjargaði honum hvað hann var rólegur „Ég var hræddur um að sjá hann ekkert aftur,“ sagði Gunnar í viðtali við blaðið. „Tíminn er eins og eilífð þegar svona er en ég hugsa að það hafi bjargað honum hvað hann var rólegur. Svo náði hann að krafsa sig ugp og ég tók í hendina á honum. Á meðan við hengum á kilinum snerist skrúfan sem var ekkert voðalega gæfulegt ef maður hefði runnið til. Eg reyndi tvisvar að kafa niður eftir björgun- arbátnum, kom að honum en fann ekki klemmuna til að losa hann. Svo þegar ég fór í seinna skiptið þá hefur sennilega verið kominn meiri halli á bátinn því ég komst aldrei nógu langt,“ sagði Gunnar. Gunnar segir að ekki hafi verið mikill öldugangur meðan þeir hengu á bátnum en í eitt sinn hafi báturinn snúist aðeins og þá hafí gengið öldur yfír hann og í restina hafí verið mjög erfítt að halda sér í. Ekki eftirsóknarvert Gunnar segir að Hilmar hafí verið sæmilega gallaður en hann hafi sjálfur bara verið í venjulegum gúmmígalla. Aðspurður hvort þeir hafí verið orðnir kaldir og þrekaðir sagði Gunnar að það hafi verið mesta furða. „Maður var náttúru- lega hundblautur. Ég gerði kannski vitleysu með því að þegar þeir komu og hentu í okkur björg- unarhringjum og dóti þá skutlaði ég mér í sjóinn og synti að bátn- um. Ég var orðinn ansi þungur og kaldur þegar ég var dreginn upp því sjórinn er ekki nema svona gráðu heitur.“ Gunnar sagðist í gær vera lurk- um laminn en að öðru leyti liði sér ágætlega. Þetta væri hins vegar lífsreynsla sem væri ekki eftirsókn- arverð. Sambandið rofnaði Jóhannes Héðinsson, skipstjóri á Brimnesi, segist hafa heyrt í Reka um þrjúleytið þar sem hann var að tala við aðra báta í nágrenn- inu. Hann hafi verið að tala við Vestra þegar allt í einu hafi þagn- að. „Þá slepptum við línunni og Árni Jóns líka, bátur sem var við hliðina á okkur, og keyrðum eins og hægt var í áttina til hans. Við komum þarna eiginlega allir á sama tíma. Við renndum bara upp að bátnum þar sem hann var ein- hvem veginn á hliðinni og þeir hangandi þar á. Við hentum til þeirra bjarghring og Markúsar- neti. Þetta gekk mjög fljótt og vel og það hafa ekki liðið nema 15-20 mínútur frá því að við byijuðum að keyra og þangað til þeir voru komnir um borð,“ segir Jóhannes. Komnir á stjá eftir tvo tíma Hann segir að þeir hafi drifið þá félaga úr, þurrkað þá, klætt í þurr föt og komið þeim í koju. Hann segir að þeir hafi verið fljót- ir að ná sér og hafi verið komnir á stjá eftir svona tvo tíma. „Þeir voru orðnir svo sprækir að við kláruðum að draga línuna okkar. Síðan leystum við Jónínuna af við Reka sem maraði í kafi. Við ætluð- um að bíða eftir varðskipinu sem átti eftir svona einn og hálfan tíma á staðinn. Þeir ætluðu að gera eitthvað í því að ná honum upp. Við gátum ekki gert neitt, hann lá það leiðinlega. Svo var að bæta í vind og alltaf að þyngjast í sjó- inn og hann hvarf fljótlega. Þegar hann var farinn þá pilluðum við okkur heim og vorum komnir und- ir ellefu,“ sagði Jóhannes. 1 I í I i i i i I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.