Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 29 AÐSEIMDAR GREIIMAR Varnarbar- átta kennara VERKFALL kenn- ara hefur nú staðið frá 17. febrúar síðastliðn- um og enn virðist eng- in lausn vera í sjón- máli. Skólar eru lok- aðir, börn eru ýmist ein heima eða á þvæl- ingi milli vina og kunningja. Ungling- arnir hafa sumir hvetjir hætt í skóla og fengið sér vinnu. Flestir, svo sem börn- in, foreldrar og kenn- arar, hafa vaxandi áhyggjur af deilu kennara og ríkisvalds- ins og vilja að hún verði leyst sem fyrst og helst strax. Enginn, sem þekkir til skólastarfs, virðist þó vilja sjá lausn sem felist í því að kennarar taki aftur til starfa án þess að hafa fengið löngu tíma- bæra leiðréttingu kjara sinna. Skólarnir þurfa á stöðugleika að halda og sá stöðugleiki fæst ekki ef starfsfólkið á í sífelldu stríði við vinnuveitenda sinn. Þetta skilja þeir sem þekkja til reksturs fyrir- tækja. í kröfugerð kennara, sem lögð var fram þann 25. nóvember á síð- asta ári, kemur fram mikill metnaður kennara til þess að bæta skólastarf í landinu. Þessi metnað- ur birtist meðal annars í því að bjóða mun fleiri stundir til vinnu í skólanum heldur én nú, í viðbót við beina kennslu, til samvinnu og þjónustustarfa við nemendur, for: eldra og annað samstarfsfólk. í kröfugerð kennara kemur einnig fram skýr vilji þeirra til þess að færa kjarasamninga kennarafélag- anna nær þeim raunveruleika sem blasir við þeim sem skólastarf í landinu snertir beint. KröfUgerð kennarafélaganna endurspeglar einnig vilja kennara til þess að framfylgja opinberri menntastefnu þjóðarinnar eins og hún birtist í lögum og reglugerðum. Vinnuaðstæður og kjör kennara og nemenda þeirra á grunnskóla- framhaldsskóla- sem og háskóla- stigi eru ekki boðlegar í þjóðfélagi þar sem þjóðartekjur á mann eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Fjárframlög til mennta- og menningamála eru til skamm- ar. Þau lýsa skammsýni og ráða- leysi stjórnmálamanna. Fjárfram- lögin lýsa einnig hversu lítils ráða- menn meta komandi kynslóðir. Skólarnir hafa breyst ört á und- anförnum árum, kröfur til kenn- arastarfsins hafa aukist, náms- framboð og kennslu- aðferðir hafa tekið stakkaskiptum á til- tölulega skömmum tíma. Þessar breyting- ar, ásamt svo mörgum öðrum sem orðið hafa á skólastarfi, hafa ekki skilað sér í bætt- um kjörum til kenn- ara. Nei, kjör þeirra hafa versnað og vinnuálag hefur verið aukið án þess að sér- staklega hafi verið greitt fyrir það. Breytinga er þörf og þær breytingar sem fyrst þarf að framkvæma eiga að miða að því að bæta það starf sem nú þegar fer fram innan veggja skólanna. Þegar það hefur verið gert er tímabært að ræða lengingu Ríkisvaldið á að taka eitt skref í einu, segir Már Vilh.iálmsson, með því að tengja saman fjölffun skóla- daga og minnkun á kennsluskyldu. á skólaárinu. I dag er það þannig að vikuleg kennsluskylda er meiri hér á landi en í nokkru nágranna- landa okkar. Hvað með það gætu sumir spurt. Er það bara ekki allt í lagi? Svarið við þessu er: NEI! Það er ekki allt í lagi vegna þess að þessi mikla kennsluskylda þrengir að öðrum þáttum skóla- starfsins, þáttum sem snúa fyrst og fremst að þjónustu við nemend- ur og eru taldir geta gefið skóla- starfi þann sveigjahleika sem því er nauðsynlegur til þess að geta brugðist skjótt við breyttum að- stæðum og misjöfnum þörfum nemenda. Veiðieðlið er ríkt í okkur íslend- ingum og oft gleðjumst við þegar sjómenn afla vel. Þá er slegið upp stórum fyrirsögnum og meðallaun sjómanna eru reiknuð út frá einum mettúr! Minningin um mettúrinn lifir þar til einhver annar afíar betur. Okkur hættir hins vegar til að gleyma því að heildaraflinn hefur dregist saman á undanförn- um árum því fiskistofnarnir standa ekki undir ásókninni. Heildarafla- magnið skiptir heldur ekki öllu máli, rekstrarkostnaður, nýting og Már Vilhjálmsson samsetning afla og það verð sem síðan fæst fyrir skiptir ekki síður máli. Samninganefnd ríkisins virðist hafa fengið þau fyrirmæli í samn- ingaviðræðunum við kennara að afla sem mest með sem minnstum tilkostnaði, gæði aflans skipta ekki máli. Það á að slá upp fyrirsögn! Þessum hugsunarhætti mótmæla kennarar. Þeir mótmæla honum og hafa ítrekað bent samninga- nefnd ríkisins og ráðamönnum í þjóðfélaginu á skynsama leið til þess að bæta og breyta skólastarfi í landinu. Sú leið kostar peninga en hún skilar þjóðfélaginu arði þegar fram í sækir auk þess að vera atvinnuskapandi. Það þarf hins vegar kjark til þess að fara þá leið og því hafa kennarar í til- boði sínu ráðlagt ríkisvaldinu að taka eitt skref í einu með því að tengja saman fjölgun skóladaga og minnkun á kennsluskyldu. Gangi samninganefnd ríkisins að tilboði kennara hefur verið stig- ið stærra skref í átt að bættu skóla- starfi hér á landi heldur en áður hefur verið stigið í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það væri minnisvarði sem núverandi stjórnarflokkar gætu með sanni horft á með stolti og glaðst yfir að hafa reist. Höfundur er formaður hagsmunanefndar Hins íslenska kennarafélags. Dagslcrá ferðamálaráðstefnu Ferðamálasamtalta Suðurlands og Atvinnu- og ferðamálanefndar Skaftárhrepps sem haldin verður á ICirltjubæjar- klaustrí dagana 31. mars til 2. apríl 1995. Föstudagur 31. mars 1995: Kl. 13.30 Tónlistaratriði: Velkomin á Klaustur - í umsjá Tónlistarskólans. Kl. 13 40 Setning ráðstefnunnar. Kl. 13.50 íslensk menning og ferðaþjónusta: Björn Björnsson, leikmyndahönnuður. Kl. 14.40 Umhverfismál hótel og veitingahúsa: Erna Hauksdóttir, framkvstj. Samband veitinga- og gistihúsa. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Staða og uppbygginga ferðaþjónustu á landinu: Gunnar Karlsson, hótelstjóri Hótel KEA og lektor við Háskólann á Akureyri. Kl. 17.00 Nauðsyn endurskoðunar laga og reglugerða sem snerta starfssvið ferðaþjónustunnar: Paul Richardsson, Ferðaþjónustu bænda. Kl. 18.00 Gönguferð með leiðsögn: Fararstjóri Hanna Hjartardóttir, skólastjóri. Kl. 19.30 Kvöldverður — Ráðstefnugestir skiptast á skoðunum fram eftir kvöldi. Laugardagur 1. apríl 1995: Kl. 09.30 Landsbyggðin séð með augum ferðaskipuleggjenda: Halldór Bjarnason, framkvstj. Safaríferða. Kl. 10.20 Umgengnin við landið okkar: Guðjón Ó. Magnússon, landfræðingur. Kl. 11.10 Afþreying skiptir máli: Karl Rafnsson, hótelstjóri, Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Hvað vil ég að sé iboði — Hvernig vil ég að sé tekið á móti mér? ■ Ómar Ragnarsson, fréttamaður, rithöfundur o.fl. Kl. 14.00 Ferðaþjónustan og framtíðin séð með augum alþingismannsins: 'Árni Johnsen, alþingismaður Sunnlendinga, Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Sunnlendinga. Kl. 14.45 Uppbygging afþreyingar á landsbyggðinni: María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála, Jón Gauti Jónsson, hótelstjóri Hótel Flúðum hf., Rögvaldur Guðmundsson, ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar fylgja málinu úr hlaði hvert með 10-15 mín. innlegg. Kl. 15.30 Pallborðsumræður. Kl. 17.00 Uppákoma að hætti heimamanna. Kl. 19.30 Hátíðarkvöldverður í boði heimamanna. Sunnudagur 2. apríl 1995: KL 10.00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Suðurlands — Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Brottförfrá Kirkjubæjarklaustri. Þátttöku á ráðstefnuna ber að tilkynna til Hótels Eddu á Kirkjubæjarklaustri isíma 98-74799, fax 98-74614 eða til Ferðamálafulltrúa Suðurlands í síma 98-21088, fax 98-22921 í síðasta lagi 26. mars. Ráðstefnugjald er kr. 2.000. Boðið er upp á gistingu og fæði fyrir kr. 8.000 pr. mann miðað við tvo í herbergi. Ókeypis sætaferðir fyrir ráðstefnugesti frá Reykjavík og Höfn í Hornafirði. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. aðeins 54 þ. km., krómfelgur, 33“ dekk, brettakantar. Gott útlit. V. 1.620 þús. Suzuki Swift Geo Metro ’92, 5 dyra, hvít- ur, 5 g., ek. 51 þ. km V. 620 þús. Tilboðs- verð 550 þús. Nissan Sunny SLX 4x4 ’90, 5 g., ek. 54 þ. km, rafm. í rúðum, centralæsing o.fl. V. 850 þús. Tilboðsv. 780 þús. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback ’93, hvítur, sjálfsk., ek. 35 þ.km., spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.290 þús. Toyota Double Cap diesil ’91, blár, 5 g., ek. 83 þ. km., 38" dekk, 5:71 -hlutföll o.fl. V. 1.750 þús. Nissan Sunny 1600i ÓR ’94, steingrár, sjálfsk., ek. 15 þ.km. Rafm. í rúðum, álfelg- ur, spoiler (2). Einn með öllu. V. 1.260 þús. MMC Galant GLSi hlaðbakur 4x4 '90, 5 g., ek. 70 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.150 þús. Nissan Sunny 1.3 sendibfll ’90, stein- grár, 5 g., ek. aðeins 41 þ. km. V. 680 þús. Toyota Corolla XLi Special Series 5 dyra '94, 5 g., ek. aðeins 12 þ. km., rafm. i rúðum, spoiler, centralæsing o.fl. V. 1.130 þús. Daihatsu Charade CS '88, 5 dyra, 4 g., ek. 57 þ. km. V. 380 þús. Citroen BX 16 4x4 '91, 5 dyra, 5 g., ek. aðeins 39 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. Toyota Corolla GLi 1600 Sedan ’93, rauð- ur, 5 g., ek. 20 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.150 þús. Suzuki Swift GL '88, 3ja dyra, 5 g., ek. 105 þ. km., skoðaður ’96. V. 290 þús. Mazda 626 GTi ’89, 2ja dyra, einn m/öllu, 5 g., ek. 84 þ. km. V. 890 þús. Fiat Uno 45S '91, 3ja dyra, 5 g., ek. 63 þ. km. V. 550 þús. Tilboðsv. 410 þús. Daihatsu Charade TX ’91, 5 g., ek. 40 þ. km., tveir dekkjag. V. 620 þús. Subaru Justy J-.12 '91, grænn, 5 g., ek. 47 þ. km. V^730 þús. Tilboðsv. 630 þús. Subaru Legacy 2,0 Artic ED. '92, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 1.770 þús. V.W. Vento 2,0 GL ’94, 5 g., ek. aðeins 5 þ. km., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1.650 þús. Renault 19 TXE '91, 5 g., ek. 75 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 810 þús. Ford Bronco 2,9 XLT '88, 5 g., ek. 112 þ. km. Gott eintak. V. 1.190 þús. MMC Colt '90, sjálfsk., ek. 45 þ.km. rafm. í rúðum o.fl. V. 730 þús. Honda Civic Special GLi 16v ’91, rauður, 5 g., ek. 58 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. Framsókn '95 Halldór Ásgrímsson verSur á vinnustaðafundum í Reykjaneskjördæmi í dag og á fundi um sjávarútvegsmál í Ólafsvík kl. 20.30. Miðvikudaginn 22. mars verður hann á ferð í Norðurlandskjördæmi - vestra og á ferð um Vestfiröi fimmtudaginn 23. mars. B Framsóknarflokkurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.