Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 45 MINNINGAR i ) i i l i i i i i HJALTIJÓNSSON 4-Hjalti Jónsson, ■ fyrrum bóndi í Refsmýri, fæddist á Meðalnesi í Fell- um 1. júlí 1923. Hann lést á heimili sínu í Fellabæ á Héraði 7. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Katr- ín Jónsdóttir og Jón Friðrik Guð- mundsson. Hjalti var yngstur af 13 börnum þeirra hjóna. Af systkin- um Hjalta eru látin Björn, Guðmundur, Oli, Þórar- inn, Bergrún, Anna, Lauga og Þóra, en á lífi eru Sigríður, Gunnar og Einar. Hjalti var ógiftur og barnlaus. Útför Hjalta fór fram í kyrr- þey frá Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 15. mars. HJALTI fluttist með móður sinni í Hallfreðarstaði í Tungu og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann kaupir Refsmýri í Fellum í félagi við Guðmund bróður sinn 1947. Bjuggu þeir þar til ársins 1970 er Guðmundur flutti til Akureyrar með fjölskyldu sína. Býr Hjalti einn í Refamýri eftir það til ársins 1984. Hann stundaði alla tíð ýmsa vinnu utanhúss. Á vertíðum vann hann marga vetur, var sláturhússtjóri hjá Verslunarfélagi Austurlands um árabil og ófáar eru þær bygg- ingar á Fljótsdalshéraði og víðar sem hann vann við að byggja. Maðurinn var smiður af guðs náð og fljótur að því sem hann var að gera. Eg kynntist Hjalta fyrst þegar ég var krakki eða unglingur. Faðir minn var á þessum árum að byggja upp á Setbergi í Fellum og alltaf þegar eitthvað átti að byggja var Hjalti kallaður til. Var hann ráða- góður og útsjónarsam- ur við þessi verk enda maður með mikla reynslu að baki. Þó að annríkið væri mikið var alltaf tími til að gera orlítið að gamni sínu við okkur krakk- ana. Síðar giftist ég Frið- jóni Þórarinssyni, bróðursyni Hjalta. Varð það til þess að ég kynntist Hjalta enn- betur, sérstaklega eft- ir að hann hætti bú- skap og flutti í Fellabæ. Kom hann þá oft á góðum degi til _að líta á búskapinn hjá okkur. Á eftir var sest niður og spjallað yfir kaffibolla. Þetta voru ánægjulegar stundir með góðum ráðleggingum sem vert er að minn- ast en þær hefðu mátt vera fleiri. Hjalti fylgdist vel með hvað var að gerast meðal bænda en búskap- ur og þá einkum sauðfjárbúskapur var honum alltaf hugleikinn. Við þökkum honum samfylgd- ina. Anna Bragadóttir og fjölskylda, Flúðum. Ég vil kveðja minn kæra móður- bróður með nokkrum orðum. Bjartar minningar koma upp í hugann samfara miklum söknuði við alltof óvænta brottför hans. Minningar frá bernskunni þegar ég og bróðir minn vorum á sumrin með móður okkar Þóru í sveitinni hjá þeim bræðrum Hjalta, Guð- mundi og Ólafi ásamt ömmu minni Katrínu fyrstu árin, en hún lést 1955. Móðir mín fór á hverju sumri með okkur systkinin austur í Refs- mýri í Fellum. Var hún þeim bræðrum innan handar jafnt innan húss sem utan. Verkgóð var hún og dugnaðarforkur, og trúlega ver- ið erfitt að fá kaupakonu á háanna- tímanum. Því hefur þetta komið báðum vel, móður minni og bræðr- um hennar, því hún elskaði sveitina og náttúruna og vildi að við börnin fengjum að njóta sveitalífsins. í minningunni eru þetta ein bestu ár ævi minnar, og það var ekki síst vegna nálægðar við Hjalta, sem alltaf hafði lag á að gleðja barnshjartað með kátínu sinni og glettni, enda sótti ég í að vera sem mest með honum. Ef hann fór í kaupstaðarferð mundi hann ætíð eftir að færa okkur eitthvað sem gladdi og oft fór hann með okkur systkinin í útreiðartúr á sunnudög- um ef tími gafst. Þétta er lítið brot úr minning- unni frá öllum þeim góðu stundum sem hvarfla um hugann og aldrei heyrði ég hann segja styggðaryrði við nokkurn mann. Hjalti var prúður maður og vörpulegur, greindur og ljúfur í viðmóti, en hafði sínar ákveðnu skoðanir. Þetta ásamt orðheppni og hlýju hjartalagi gerði það að verkum að manni leið ávallt vel í návist hans. Æðrulaus og óvílinn gekk hann ævibrautina á enda. Harm eða vanlíðan bar hann ekki á torg, en ánægju og gleði var hann ávallt tilbúinn að deila með öðrum. Ég lýk þessum orðum og kveð minn ástkæra frænda með orðum skáldsins: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kristbjörg S. Þorsteinsdóttir. GEORG ARNASON + Georg Árnason var fæddur á Þingeyri við Dýra- fjörð hinn 30. ágúst 1915. Hann lést í Landspítalanum hinn 13. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Árni Magnússon, f. 2. júlí 1886, d. 15. mars 1946, og Anna Jakobsdóttir, f. 4 janúar 1893, d. 10. janúar 1965. Systur Georgs eru: Auður, f. 9. maí 1920, d. 20. júní 1940, og Sigur- laug, f. 19. febrúar 1922, bú- sett í Bandaríkjun- um. Eftirlifandi eiginkona Georgs er Margrét Krist- jánsdóttir, f. 15. desember 1920. Sonur þeirra er Ólafur Halldór, f. 10. desember 1949, kvæntur Maríu Ingu Hannesdótt- ur. Þau eiga tvo syni, Auðun Georg, f. 29. apríl 1970, og Kára Pétur, f. 10. febrúar 1974. Út- för Georgs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Veistu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál) Tengdafaðir minn, Georg Árna- son, var á móti löngum minningar- greinum. Bara sú staðreynd lýsir honum vel. Mig langar til þess að tjá einlægt þakklæti mitt fyrir þau 26 ár sem við fylgdumst að í lífinu. Georg gaf öðrum mikið með nærveru sinni einni saman. Hann var maður með ákveðnar skoðanir og lét þær óspart í Ijós. Georg fylgdist alla tíð vel með þjóð- og heimsmálunum og var opinn og vakandi í þeim efnum. Hann studdi sannleika, jöfnuð og réttlæti. Oft áttum við skemmtilegar og gefandi samræður yfir kaffibolla, heimabakaðri jóiaköku og fleira góðgæti sem Margrét tengdamóðir mín bar fram af myndarbrag. Skoðanaskipti voru ávallt virk og höfðu allir fjölskyldumeðlimir mik- ið til málanna að leggja. Áberandi var hversu víðlesinn og fróður Georg var um land og þjóð. Georg hafði léttan og skemmti- legan húmor og var oft unun að fylgjast með honum gantast við syni okkar Ólafs, þá Auðun Georg og Kára Pétur. Tilsvörin gengu þá á víxl og gaf sá eldri þeim yngri ekkert eftir hnyttninni. Það var oft glatt á hjalla enda Georg ætíð ungur í anda og sá ég hvað hann naut samvista sonasona sinna. Fjölskyldan öll skipti hann miklu máli. Hann vildi fylgjast með hög- um okkar allra, þó án afskipta- semi. Georg var ávallt reiðubúinn að styðja það sem við tókum okkur fyrir hendur hveiju sinni. Hann þurfti aldrei að segja okkur að við skiptum hann miklu máli, hann sýndi það einfaldlega í samskiptun- um og í verki. Georg var sjálfur fyrir látleysi í sínu eigin lífi og allt umstang okkar fyrir hans hönd var honum oftast ekki að skapi. Hann var samkvæmur sér um þá lífsstefnu sem hann kaus að lifa. Nægjusemi fyrir sjálfan sig var einkennandi fyrir hans vestfirsku lund. Tengdaforeldrar mínir voru inni- legir samheijar. Sammála um það hvað skipti mestu máli í lífinu. Missir Margrétar er nú mikill en minningin um góðan mann mun ávallt búa hið innra. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Nú kveð ég tengdaföður minn og vin með þakklæti í hjarta. Hann hefur með fordæmi sínu gefið okk- ur öllum af sjálfum sér. Það er mín tilfinning að hann hafi yfirgefið þennan heim í sátt við sjálfan sig og aðra. Blessuð sé minning tengdaföður míns og vinar. María I. Hannesdóttir. t Elskuleg dóttir okkar og systir, GUÐMUNDA VALBORG VALGEIRSDÓTTIR, sem lést af slysförum þann 10. mars, verður jarðsungin frá Stora- Lundykirkju í Grabo í Svíþjóð þann 23. mars kl. 14.00. Valgeir Ólafsson, Jarþrúður Bjarnadóttir, Kristján Tafjord, Vigfús Birgir Valgeirsson, Ásgeir Örn Valgeirsson, Guðbjörn Már Valgeirsson, Salomon ÞórTafjord. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA ELÍNBORG BERGÞÓRSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, Hjallaseli 55, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum 19. mars. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar, t AÐALHEIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR TROLLEBÖ frá Víkurgerði, Fáskrúðsfirði, lést 17. mars sl. Jarðarförin fer fram Kalvág í Noregi fimmtudaginn 23. mars. Jósefína Þórðardóttir, Björgvin Þórðarson. t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ÓFEIGSSON, Hæðargarði 33, Reykjavik, lést á Kanaríeyjum 19. mars. Jarðarförin augíýst síðar. Judith Júlíusdóttir, Jón Björnsson, Jóhanna Björnsdóttir, Sigurjón Jónasson, Ófeigur Björnsson, Hildur Bolladóttir, Anna Lísa Björnsdóttir, Haukur Alfreðsson. t Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, BERGRÚN ANTONSDÓTTIR, Nónhæð 2, Garðabæ, lést aðfaranótt sunnudagsins 19. mars síðastliðinn. Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir, Sváfnir Már Steinsson, Jarþrúður Pétursdóttir, Anton Lfndal Friðriksson, Guðrún Antonsdóttir, Gunnar Steinþórsson, Eyrún Antonsdóttir, Halldór Kristinsson, Arnrún Antonsdóttir, Ingvi Þór Sigfússon, Dóra Hartford, Brian A. Hartford. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN ÞÓRÐARSON, dvalarheimilinu Hlfð, Akureyri, sem andaðist 16. mars, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudag- inn 23. mars kl. 13.30. Þórður Jónsson, Guðríður Bergsdóttir, Árnína Jónsdóttir, Valdimar Jónsson og fjölskyldur. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu, hlýhug og marg- háttaðan stuðning við andlát eigin- manns míns, föðurokkar, sonar, bróður og tengdasonar, GUNNARS INGA EINARSSONAR, Búhamri 58, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Birna Hilmisdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir, Iðunn Gunnarsdóttir og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.