Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 51 BRÉF TIL BLAÐSINS F réttaflutningnr fjölmiðla af slysum Hugleiðingar um fagmennsku fréttamanna Frá Margréti Sigurjónsdóttur: ASTÆÐAN fyrir skrifum mínum um fagmennsku fréttamanna, er vax- andi æsifréttastíil fjölmiðla á frétta- flutningi af slysum hér á landi. Líkt og öðrum hefur mér fundist frétta- flutningur verða æ nærgöngulli og miskunnarlausari upp á síðkastið. Það virðist sem svo að fátt sé frétta- mönnum orðið heilagt og lítið finnst mér þeir virða réttindi aðstandenda þeirra sem fyrir slysum verða. Skemmst er að minnast atburðanna í Súðavík, þar sem foreldrar fréttu fyrst um l_át þriðja barns síns í sjón- varpinu. Óvarkárni í fréttaflutningi sem þessi verður því miður æ algeng- ari. Fyrsta frétt Stöðvar 2 sunnudags- kvöldið 12. mars sl. fjallaði um hræðilegt umferðarslys sem varð ofan við Hveradalabrekku nokkrum tímum fyrr, þar sem mæðgin létust og ökumaður slasaðist illa. Fréttin sem slík var í raun réttmæt, en það að birt var samdægurs upptaka af slysstaðnum, þar sem sýndar voru Frá Sóley Jónsdóttur: VIÐ lesum í Guðs orði, Biblíunni: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.“ 1. Mós. 1:27. Því miður eru það margir, sem ekki trúa því, sem stendur í orði Guðs, Biblíunni, Jesús Kristur segir, að það sé óviturlegt að trúa ekki orði Gjuðs. Sjá Lúkasarguðspjall 24:25. í Jóhannesarguðspjalli 17:17 segir Jesús: „Þitt orð er sannleikur." Um Jesúm er sagt í 1. Pétursbréfi 2:22: „Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í hans munni.“ Þegar Páll postuli predikaði á Ar- esarhæð forðum, sagði hann meðal annars: „Guð, sem skóp heiminn og allt, sem í honum er, hann, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum, sem með höndum eru gjörð. Ekki verður honum heldur myndir af báðum bifreiðunum, var fyrir neðan allar hellur. Bifreiðarnar voru þekkjanlegar þrátt fyrir að önnur þeirra hafi verið mikið skemmd. Við slíkan fréttaflutning fyllist maður reiði gagnvart slíkum vinnu- brögðum og þeim fjölmiðli sem þar að baki stendur. Þetta er í raun sam- bærilegt við það að birta nöfn hinna látnu samdægurs, því það er útilokað að ná í alla ættingja og vini viðkom- andi á þeim stutta tíma sem þarna leið. Það er siðferðileg skylda fjöl- miðla að ganga í skugga um að al- menningur frétti ekki um lát ætt- ingja sinna í gegnum fjölmiðlana. Kornið sem fyllti mælinn var stór forsíðumynd DV morguninn eftir af umræddum bifreiðum sem lent höfðu saman deginum fyrr. Nú spyr ég: Hver er tilgangurinn með þessu? Hver er ástæðan sem þarna liggur að baki? Finnst fréttafólki nauðsyn- legt að birta stórar forsíðumyndir af illa förnum bílum, sérstaklega þegar um dauðsföll er að ræða? þjónað með höndum manna, eins og hann þyrfti nokkurs við, þar sem hann sjálfur gefur öllum líf og anda og alla hluti. Hann skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar, er hann hafði ákveðið setta tíma og mörk bólstaða þeirra. Hann vildi, að þær leituðu Guðs, ef verða mætti þær þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af oss. í honum lifum, hrærumst og erum vér. Svo hafa og sum skáld yðar sagt: „Því að vér erum líka hans ættar." Fyrst vér erum nú Guðs ættar, megum vér eigi ætla, að guð- dómurinn sé líkur smíði af gulli, silfri eða steini, gjörðri með hagleik og hugviti manna.“ Postulasagan 17:24-29. Lesa má í Sálmi 139:13- 14: „Því að þú [Drottinn] hefur myndað nýru mín, ofið mig í móður- lífi. Ég lofa þig fyrir það, að ég er Því hljóta að vakna upp spuming- ar um fagmennsku fréttamanna. Eru þeir fræddir um áfallamál sérstak- lega? Hafa þeir öðlast einhveija fræðslu í því hvemig fjalla megi um atburði sem þessa? Hvað má birta og vita þeir í raun hvaða áhrif frétt- ir eða myndir sem birtast allt of snemma geta haft á aðstandendur þeirra sem látast í slysum? Hafa þeir velt því fyrir sér að spyrja ást- vini látinna leyfis um myndbirtingar af illa förnum farartækjum og hvort þeir kæra sig um að sjá þessar mynd- ir? Er réttur þeirra enginn? Hver eru rökin fyrir því að birta slíkar myndir og halda fréttamenn að almenningur kæri sig um að sjá þær? Það er ekk- ert spennandi við þetta myndefni og ef reynt er að vekja óhug meðal fólks, þá beinist sá óhugur ekki beint gegn slysum almennt, heldur gagnvart slíkum vinnubrögðum. Þessi mál ber að taka alvarlega því hér er hugsunin ekki lengur sú að vekja samkennd eða forvitni hjá fólki, heldur er reynt að vera með samkeppni um fréttir, að verða fyrst- ir með „bestu“ fréttimar. Þessi æsi- fréttastíll ber engan vott um mikil- væga fagmennsku og fer illa í litlu samfélagi sem okkar. Ég skora á fréttafólk að hafa það fast í huga að slysafréttir snúast um fólk en ekki tilfinningalausa hluti. MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR, nemi í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla íslands. undursamlega skapaður." (Allar bibl- íutilvitnanir eru úr þýðingunni 1981.) Það er vissulega athyglisvert, að þama skuli vera notað orðið „ofíð“, en það er einmitt það, sem vísindin hafa leitt í ljós, að manneskjan verð- ur til eftir sérstöku ákveðnu „munstri". Það er ekki rétt, sem þróunarsinn- ar kenna, að mannsfóstrið taki margs konar myndbreytingum á þroskaferli sínum í móðurlífi. I bókinni Vöxtur og þroski, sem Almenna bókafélagið gaf út 1967, segir á bls. 34, að hol- lenzki læknirinn Theodore Kerckring hafi ritað bók, er nefnist: „Fullsköpuð fóstur". í þeirri bók eru teikningar af beinagrindum tveggja og sex vikna fóstra og einnig af opnuðu tveggja vikna eggi. í textanum með fósturmyndunum í bókinni Vöxtur og þroski er gefið í skyn, að hol- lenzki læknirinn hafi sýnt „fullsköp- uð“ fóstur vegna þess að hann hafi trúað sköpunarkenningunni. Sann- leikurinn er sá, að hann hefir teiknað beinagrindurnar af tveggja og sex vikna fóstrunum og tveggja vikna opnuðu egginu nákvæmlega réttar og raunsannar. Vekja vil ég athygli á því, sem bandarískur yfirlæknir, dr. C.J. Barone, hefir sagt um þetta sama efni: „Rannsóknir á fyrstu frumunni og síðan fóstrinu sýna, að í henni leynist vísirinn að líffærum barnsins ófædda. Þar er að finna upphafið að augum, hjarta, fótum, nefi og vörum. Ef það er ekki hand- verk Guðs, þá veit ég ekki hvað það er.“ Bandaríski yfirlæknirinn stað- festir með þessum orðum sköpunar- kenninguna svokölluðu. Eftir að kenningin um þróun kom til sögunn- ar, var farið að falsa fósturmyndir kenningunni til framdráttar, og er víst ekki séð fyrir endann á því. Sönn vísindi staðfesta, að menn- irnir eru Guðs ættar. SÓLEY JÓNSDÓTTIR, Hafnarstræti 63, Akureyri. „FULLSKÖPUÐ fóstur“ var heiti á bók eftir hollenzka lækninn Theodore Kerckring. Myndin sýnir frá vinstri til hægri tveggja vikna egg opnað og beinagrindur tveggja og sex vikna fóstra. Kerckring trúði sköpunarkenningunni, sem var í hávegum höfð á 17. og 18. öld, og átti fóstrið að fullskapast eða mótast við getnaðinn. Mennirnir eru sannar- lega Guðs ættar Bókhaldsnám, 72 klst. Markmiðið er að verða fær um að starfa sjálfstætt og annast bókhaldið allt árið. Byrjendum og óvönum bókhaldi gefst kostur á grunnnámskeiði. Námið felur m.a. í sér: • Dagbókarfærslur og uppgjör í mánaðarlok. • Launabókhald, gerð launaseðla og þeir bæði hand- og tölvuunnir. Gengið er frá skilagreinum m.a. um staðgeiðslu og tryggingargjald. • Útreikning skuldabréfa og tilheyrandi færslur. • Lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna. • Afstemmingar. • Merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna. • Fjárhagsbókhald í tölvu. Innifalið er m.a. skólaútgáfa fjárhags- og viðskiptamanna- bókhalds og 30% afsláttur frá verðskrá Kerfisþróunar að 45.000 kr. Innritun er hafin. wmam ■ Borfiartúni 28, sími 561 6699 SAGA Ein vinsælasta jasshljómsveit Danmerkur, Fessors Big City Band, spilar í Súlnasal 24. mars, frá kl. 22:00 til 2:00. Hljómsveitin spilar jass þar sem heyra má áhrif frá New Orleans-, dixíland-, gospel-, blús-, soul- og svíngtónlist svo eitthvað sé nefnt. Sleppið ekki einstæðu tækifæri, upplifið magnaða sveiflu með Fessors Big City Band á Hótel Sögu! Miðaverð 1.000 kr. -þín saga! Alveg Emstök ÆDl ELDJU/EL l\lú á tilboðsverði! Umboðsmenn um land allt. AEG Eldavél Competence 200 F-w Haeð: 85-92 cm. (hæð stillanleg) Breidd: 60 cm. Dýpt: 60 cm Hellur. lxl 4,5 cm lOOOw • 1x14,5 cm 1500w 1 xl 8,0 cm 2000w • 1 x22,0 cm 2000w. Ofn:undir og yfirhiti, grill, barnalæsing. Verb ábur kr. 61.365,- Stabgr. kr. 58.257,- Verb nú 52.421,- Stabgr. kr. 49.800,- BRÆÐURNIR OKMSSON HF Lágmúla 8, Sími 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.