Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF B69 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Frambjóð- endur í árekstri Tálknafirði. Morgunblaðið. FRAMBJÓÐENDUR Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum lentu í árekstri á Tálknafirði um hádegi á sunnu- dag. Verið var að aka frambjóð- endum frá flugvellinum á Bíldu- dal á framboðsfund á Tálknafirði. Anna Jensdóttir þriðji maður á B-Iista ók öðrum bílnum. Hún var á leið til Patreksfjarðar, þegar hún mætti bíl D-lista manna í blindbeygju og í þröngum snjó- göngum sem þar eru. I bíl D-Iista manna voru 4 efstu menn sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum ásamt ökumanni, Ólafi Stein- grímssyni á Patreksfirði. Engin alvarleg slys urðu á mönnum, en Anna var flutt til rannsóknar á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Hún var síðan mætt á framboðsfund á Patreksfirði um kvöldið. Bifreiðarnar voru báðar óöku- færar eftir óhappið, en kosninga- fundurinn var haldinn samkvæmt áætlun. Hús rýmd og áfram hættuástand vestra Milljónatuga tjón í heilsugæslu- stöðinni í Ólafsvík SNJÓFLÓÐ féll á heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík skömmu eftir mið- nætti í fyrrinótt og er tjón af völdum flóðsins metið á annan tug milljóna króna. Engan sakaði í flóðinu en heilsugæslustöðin var mannlaus þegar flóðið féll. Almannavarnanefnd Ólafsvíkur ákvað strax í fyrrinótt að rýma þrjú fjölbýlishús sem standa skammt fyr- ir neðan heilsugæslustöðina og ellefu einbýlishús sem standa við nærliggj- andi götur. Alls búa sextíu og þrír í þessum húsum og þurftu lögregla og björgunarsveitir að aðstoða fólk- ið. Það var flutt í félagsheimilið, en síðan fengu margir húsaskjól hjá vinum og ættingjum. Hættuástandi hafði ekki verið af- lýst á svæðinu við heilsugæslustöð- ina og íjölbýlishúsin í gærkvöldi en óttast var að nýtt flóð félli úr stórri snjóhengju efst í hlíðinni fyrir ofan stöðina. Almannavarnanefnd Patreks- fjarðar ákvað í gærkvöldi að lýsa yfir hættuástandi vegna snjóflóða- hættu í hluta bæjarins. íbúar urðu að yfirgefa 41 ibúðarhús, annars vegar á Urðum og Mýrum og hins vegar niður af Stekkjagili. Veðurspá gerði ráð fyrir asahláku síðastliðna nótt og í dag. Að sögn Þórólfs Hall- dórssonar, formanns Almanna- varnanefndar, eru menn á varðbergi fyrir því að svipuð skilyrði myndist og 1983 þegar tvö snjóflóð ollu mann- og eignatjóni. Að sögn Ólafs Helga Kjartansson- ar, formanns Almannavarnanefndar á ísafirði, voru síðdegis í gær rýmd hús við Ólafstún á Flateyri og á bæjunum Breiðadal og Kirkjubóli í Önundarfirði. Engin ástæða var talin til að rýma hús í Hnífsdal, á ísafirði né Súðavík. Snjóalög þar voru talin nógu traust. Ólafur Helgi sagði að náið samband væri haft við Veður- stofuna og fylgst með þróun mála. Það eina sem menn óttast varðandi veðurspá er að það frysti eftir rign- inguna. Þá er talið hætt við að sá snjór sem fellur þar á eftir tolli illa efst í hlíðum. ■ Eyðilegging/4 Morgunblaðið/Alfons Allt húsið sundurtætt „OLL efri álman í heilsugæslu- stöðinni er meira eða minna sund- urtætt. Það er allt á kafi, brotið og bramlað," segir Kristján Guð- mundsson, rekstrarstjóri stöðvar- innar, sem virðir hér fyrir sér eyðilegginguna eftir snjóflóðið á skrifstofu sinni á heilsugæslustöð- inni í Ólafsvík. Snjóflóðið lagði tvær tannlæknastofur og aðstöðu til endurhæfingar fyrir sjúkra- þjálfara í rúst. ------» ♦ ♦----- Tíu metrar ofaná veginn Miðhúsum. Morgunblaðið. MÁNUDAGINN 13. mars var síðast opnað fyrir Gilsfjörð og lokaðist strax aftur. Nú er verið að opna og byrjað var að moka um hádegi í gær héðan frá Reykhólum og tvö mokst- urstæki eru að störfum og á þeim vaktaskipti. Búið er að moka um 14 km. Mesta snjódýptin er um 10 metrar ofan á veginn. Erfitt er stundum að staðsetja veginn, en lítið hefur borið á því að mokað hafí verið utan vegar. Verið er að moka í smugunni svonefndu, en það er nýr vegarkafli við Geira- dalsá sem virðist hafa mislukkast. Smugan er alltaf full af snjó. Búið er að moka frá Króksfjarð- arnesi að Múla í Gilsfirði, en sú .vegalengd er um 7-9 km. Haldið var áfram í nótt að moka fyrir Gils- fjörð og í Saurbæ, en þar er mikill snjór. Snjórinn fastur og þungur og erfitt að moka hann. Vika er nú síðan að mjólkurbíllinn hefur komist hingað. íbúar hér virðast vera hraustir, því erfítt getur verið að ná til læknis bæði vegna fannalaga og svo hefur veðrið verið snælduvit- laust og ekki ferðaveður alla síðustu viku. Esso og Texaco gáfu milljarð fyrir OKs-bréfin OLÍUFÉLAGIÐ hf. (Esso) og Texaco greiddu ríf- lega þrefalt nafnverð fyrir 45% hlut Sunda hf. i Olíuverzlun Islands (Olís), samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Eignarhlutur Sunda, sem er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, var um 305 millj- ónir og kaupverðið var því rúmur milljarður króna. Hinn 16. þessa mánaðar var gengi hlutabréf- anna skráð 2,75 á Verðbréfaþingi. Vitneskja um áhuga kanadíska olíufélagsins Irving Oil á bréfun- um er talin hafa ráðið allmiklu um hið háa sölu- verð. Búizt er við talsverðum breytingum á stjórn Olís nú þegar kaupin eru frágengin. Gunnþórunn mun sennilega ganga úr stjóminni ásamt Stein- grími Eiríkssyni lögmanni sínum og Bimi Haldórs- syni í Neptúnus. Talið er ólíklegt að fulltrúar Olíu- félagsins taki sæti í stjóminni, þar sem þeir vilji standa vörð um sjálfstæði Olís og forðast að Olís og Esso verði spyrt saman í vitund almennings. Sterkari samningsstaða Talið er að Esso og Olíufélagið geti hagrætt talsvert í rekstri með samstarfi og stofnun sameig- inlegs innflutnings- og dreifingarfyrirtækis. Félög- in greiða ákveðið álag á heimsmarkaðsverð olíu, sem fer lækkandi eftir því sem keypt er meira magn í einu. Samningsstaða hins nýja dreifíngar- fyrirtækis verður því sterkari. Búast má við að félögin geti eitthvað fækkað samtals 73 birgðastöðvum sínum, sem víða eru reknar hlið við hlið, sameinað benzínstöðvar og fækkað í tankbílaflotanum, en í honum eru sam- tals 163 bílar. Arthur Irving jr., einn af framkvæmdastjórum Irving Oil, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði fylgzt með gangi mála á olíu- markaðnum á íslandi um helgina. Hann vildi þó ekki tjá sig sérstaklega um kaup Olíufélags- ins á 35% hlut í Olís. Irving fylgir eftir umsókn Irving sagði að fyrirtæki sitt hefði unnið að því að fylgja eftir umsókn sinni um að byggja birgðastöð í Reykjavík. I útboði á verkinu myndu erlend fyrirtæki sem réðu íslenzka undirverktaka til verksins njóta forgangs hjá Irving Oil. Hann segist þó ekki geta sagt til um hvenær fram- kvæmdir hefjist; fyrirtækið þurfi að fást við margvísleg opinber afskipti. ■ Kaupin á OIís/14-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.