Morgunblaðið - 21.03.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.03.1995, Qupperneq 1
 __ > „Betra Island“ Sjálfstæðisflokkur- inn gengur nú til kosn- inga undir kjörorðinu „Betra ísland". í upp- hafi kosningayfirlýs- ingar hans er það ítrek- að að sjálfstæðisstefn- an hvíli á því að sér- hver einstaklingur hafi tækifæri til að ráða lífi sínu sjálfur. Þessi stefna á djúpar rætur í hugum Islendinga en sjálfstæðisstefnan hef- ur þróast í nærri 70 ár. Hún hefur reynst standast betur en kennisetningar félags- hyggju eða sósíalisma. Trúr stefnu sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir því að stemma stigu við ofsköttun í þjóðfélaginu og það er ímynd sem Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja áherslu á að varðveita. Auðvitað tengjast skattamál af- komu ríkissjóðs. Til þess að lækka skatta verður einfaldlega að koma böndum á opinber útgjöid. Ráðdeild er nauðsynleg og stjórnmálamenn mega ekki freistast tii að ákvarða meiri útgjöld en þjóðin hefur efni á. Þetta vita sjálfstæðismenn og ástunda því ekki gylliboð og vin- sældamál eins og fulltrúar hinna stjórnmálaflokkanna, á kostnað skattborgar- anna. Árangur sem ekki má glatast Sj álfstæðisflokkur- inn hefur sem forystuafl í þessari ríkisstjórn náð verulegum árangri í efnahagsmálum þjóðar- innar þrátt fyrir áföll og erfiðar aðstæður. Starfsskilyrði atvinnu- veganna hafa verið bætt, m.a. hafa verið gerðar þær breytingar í skattlagningu að álögur hafa verið minnkaðar á fyrirtæki til þess að þau njóti sambærilegrar stöðu og viðgengst í helstu samkeppnislönd- um íslendinga. Það hefur sýnt sig að þessar aðgerðir voru réttar, aug- ljós batamerki hafa orðið og dregið hefur talsvert úr atvinnuieysi. Verð- bólga hefur aldrei verið jafnlág og raunskuldir þjóðarinnar hafa lækkað verulega. Kaupmáttur hefur aukist, vaxtakostnaður heimilanna hefur lækkað verulega og mánaðarleg matarútgjöld hafa lækkað um 11% á kjörtímabilinu, fyrst og fremst vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvæli. Þannig mætti halda lengi áfram að gera grein fyrir þeim ár- angri sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur beitt sér fyrir sem forystuafl í þessari ríkisstjórn. Það er ljóst að halda þarf áfram á sömu braut, þessi árangur má ekki glatast. Hitt er jafnljóst að gæta þarf enn frekar að hagsmunum almennings, sem hefur þurft að taka á sig ýmsar álögur. Vinna þarf að því að breikka skattstofna og draga þarf úr tekju- tengingu. Þannig er það skoðun mín að aðgerðir ríkisvalds í velferðarmál- um eigi í grundvallaratriðum að vera almennar en ekki sértækar, ens og nú er orðið allt of mikið um. Enn- fremur þarf að halda áfram að bæta stöðu fólks í lífeyrissjóðsmálum og tfyggja fleiri atvinnutækifæri. Hvað hafa aðrir flokkar fram að færa? En hvað hafa stjórnmálaflokkarn- ir fram að færa? Jóhanna Sigurðar- dóttir er að vanda yfirlýsingaglöð en hefur ekkert nýtt fram að færa. Hún hefur verið ráðherra 7 ár og hafði þá aðstöðu til þess að hafa áhrif á gang mála sem hún talar nú hvað hæst um, en gerði það ekki. A forsíðu kosningabæklings Þjóð- vaka stendur „Orð og efndir fari saman". Nú hefur Jóhanna afmáð Sólveig Pétursdóttir gildi þessara orða með þeirri yfirlýs- ingu sinni að hún muni aldrei fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, án tillits til þess hvaða árangri hefur verið náð. Þar með hefur hún málað sig út í horn á sama hátt og Kvenna- listinn, sem hefur ekki nýtt sér umboð kjósenda á þremur kjörtíma- Sennilega eru yfirlýs- ingarJóhönnu nú og Kvennalista áður óþarf- ar, segir Sólveig Pét- ursdóttir, því telja verður ólíklegt að þessir aðilar hafí eða hefðu talist vænlegir valkostir til samvinnu. bilum. Á þessum 12 árum hefur Kvennalistinn verið í stjómarand- stöðu, kopiið 4 frumvörpum gegnum þingið, hliðrað sér hjá því að taka ákvarðanir í mikilvægum málum og hafnað samstarfi við þingmenn ann- arra flokka. Alþýðubandalagið býður fram óháð sjálfu sér en leitar fyrirmyndar í efnahagslífi Austurlanda. Tiílögur þeirra gætu kostað ríkissjóð 8-10 milljarða króna og myndu raska al- farið þeim stöðugleika sem hér hefur ríkt. Sama er að segja um Fram- sóknarflokkinn, tillögur þeirra munu auka halla ríkissjóðs vemlega. Hall- dór Ásgrímsson hefur lýst því yfir að það sé forgangsatriði að stofna nýja vinstri stjórn, þótt hann tali nú til beggja átta. Álþýðuflokkurinn vill fara strax inn í ESB og mun væntanlega með tilliti til setu með okkur í ríkisstjórn reyna að biðla til sjálfstæðismanna í von um atkvæði. Raunar eru þessi framboð öll meira og minna á vinstri vængnum eins og kom berlega í Ijós á fram- boðsfundi á Selfossi nú fyrir skömmu; þar voru fulltrúar 6 stjórn- málaflokka en af þeim voru 4 sem voru eða höfðu verið i Alþýðubanda- laginu. „Betra ísland“ Þannig er það ljóst að kostirnir eru skýrir í þessum kosningum, ann- ars vegar sterk ríkisstjórn undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins, sem tryggja mun áframhaldandi öryggi og stöðugleika, og hins vegar fjög- urra eða fimm flokka vinstri stjórn sem felur í sér kollsteypu og aftur- för. Því vil ég skora á allt sjálfstæð- isfólk um land allt að taka nú hönd- um saman og tryggja Sjálfstæðis- flokknum glæstan sigur í komandi alþingiskosningum og skapa þannig enn „Betra ísland" okkur öllum til handa. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn íReykjavík. UNDANFARIÐ hafa konur úr vinstri flokkum á borð við Alþýðu- bandalagið og Kvennalistann keppst við að skilgreina hugmyndir og áherslur Sjálfstæðra kvenna , sem kenna sig við „kvennapólitík til hægri“. Um leið og því ber að fagna hversu mikla athygli og umfjöllun þetta starf hefur fengið í herbúðum þessara flokka er nauðsynlegt að leiðrétta eitthvað af þeim misskiln- ingi og rangtúlkunum sem fram kemur í þeirra málflutningi. Hverjum ber að þakka? Megingagnrýni þeirra vinstri kvenna sem hafa tjáð sig um hug- myndafræði sjálfstæðra kvenna er að þar skorti þakklæti og virðingu fyrir því sem vel hefur verið gert í kvennabaráttu undanfarinna ára- tuga. Á enga þeirra er þó hallað þegar sagt er að steininn taki fyrst úr í grein Bryndísar Hlöðversdóttur frambjóðanda Alþýðubandalagsins sem bar heitið „Ó, vakna þú mín Þyrnirós" og birtist fyrir skemmstu á síðum Morgunblaðsins. í skrifum sínum beitir Bryndís lit- ríku líkingamáli, sem ekkert nema gott er um að segja - væri líkingin rétt, en svo er ekki í umræddu til- viki. í greininni segir Bryndís sögu af slökkviliðsmanni sem sofíð hefur á verðinum og ekki orðið var við útkall. Þegar hann loks kemur á stað- inn hefur eldurinn þegar verið slökkt- ur, en í stað þess að gleðjast yfir farsælli lausn eru viðbrögð hans þau acj hrópa „vitlaust slökkt!" í þeim tilgangi að undirstrika vanþakklæti okkar yfir „árangurs- ríkri“ kvennabaráttu vinstri aflanna, heldur Bryndís áfram og bregður Sjálfstæðum konum í hlutverk slökkviliðsmannsins. Rangfærslan í líkinga- máli Bryndísar er hins vegar augljós, því eld- urinn sem um ræðir hefur alls ekki verið slökktur. Þvert á móti logar hann glatt, þar sem enn er talsvert í land með að jafnri stöðu kynjanna verði náð. Sé Bryndís hins vegar svo sátt við ár- angurinn, sem náðst hefur á undanfömum árum og ára- tugum til að mynda í launamálum, að hún telji eldinn hafa verið slökkt- an þá get ég varla tekið ofan fyrir metnaði hennar eða Alþýðubanda- lagsins í þessum efnum. Sjálfstæðar konur eru vissulega þakklátar þeim sem tryggt hafa þann árangur sem náðst hefur í kvenna- baráttu á íslandi. Spurningin um það hvort öðru fremur beri að þakka umræddum vinstri flokkum er hins vegar áleitin. Staðreyndin er nefni- lega sú að allir flokkar hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar og bera því sameiginlega ábyrgð á því ástandi sem nú er - bæði kostum þess og göllum. Sjálfstæðisflokkurinn er hér ekki undanskilinn. Sem leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum hefur hann haft mikil áhrif á bætta stöðu kvenna og með störfum sínum fyrr og síðar tryggt ýmis mikilvæg framfar- arskref í jafnréttisbar- áttunni. Það vekur því furðu þegar fyrmefndar kvenréttindakonur á vinstri vængnum gera sérstaka kröfu um að þeim einum sé þakkað, en leiðir einnig hugann að því hvað séu orðin aðalatriði og hvað auka- atriði í þessari baráttu. Að vera til vinstri eða hægri í skrifum þessara kvenna kemur einnig fram sú afstaða að jafn- rétti kynjanna sé éitthvert einkamál vinstri flokkanna og það sé vart hlut- verk annarra að hafa áhuga eða taka afstöðu í þeim efnum. Spurningin um hvað konur innan Sjálfstæðis- flokksins séu eiginlega að vilja upp á dekk í þessum málaflokki virðist umræddum greinahöfundum ákaf- lega hugleikin. Eins og til að sanna að við höfum ekkert þar að gera, keppast Kvennalistakonur nú við að skilgreina sig hvorki til hægri né vinstri - og þar með bæði til hægri og vinstri. Nú síðast kom þetta fram hjá einni af forystukonum flokksins, Kristínu Ástgeirsdóttur, í útvarpsvið- tali um hugmyndafræði Kvennalist- ans. Og í nýlegri grein Guðnýjar Guðbjörnsdóttur í Morgunblaðinu segir orðrétt: Kvennalistinn vill vera málsvári allra kvenna og hefuí því Viðhorfsbreyting, sem hefur áherslu Sjálfstæð- isflokksins um frelsi og sjálfstæði allra ein- staklinga að leiðarljósi, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, er ár- angursrikasta leiðin að settu marki. ávallt hafnað því að vera flokkaður til hægri eða vinstri og kennt sig við „þriðju víddina". En eitt er að vilja og annað að vera og staðreynd málsins er sú að Kvennlistanum hefur ekki tekist að vera málsvari allra kvenna, hvar sem þær annars standa í pólitík. Þetta sést ekki einungis í áherslum Kvennalistans varðandi jafnréttis- mál, heldur einnig í almennri afstöðu þeirra til annarra pólitískra viðfangs- efna eins og utanríkismála og félags- mála. Þar eru áherslur forræðis- og félagshyggju ekki síður áberandi en hjá hinum vinstri flokkunum. Enda kemur í ljós þegar kjósendur Kvenna- listans eru beðnir um að skilgreina sig til hægri eða vinstri í nýlegri könnun DV, að þeir kenna sig ekki eins og Guðný vill að þeir géri við einhveija óþekkta „þriðju vídd“, heldur skilgreina 72,7% fylgjenda flokksins sig til vinstri og 27,3% fyr- ir miðju. Sérstaka athygli vekur að enginn þeirra sem spurðir voru og styðja Kvennalistann telur sig vera til tiægri í pólitík. I framhaldi er eðlilegt að spurt sé: Hvernig getur Kvennalistinn haldið því fram að hann sé ekki frekar til vinstri en hægri? Svarið er einfalt: Annað hvort eru Kvennalistakonur í nákvæmlega engu sambandi við sinn kjósendahóp, eða þær eru meðvitað að afneita kjarna eigin áherslna þar sem þær telja slíkt farsælla til árang- urs í komandi kosningum. Kvennapólitík til hægri Öll hugmyndabarátta verður að vera í stöðugri endurskoðun. Svo er einnig um baráttuna fyrir jafnri stöðu kynjanna. Aðferðir og áherslur þær sem í boði hafa verið á vinstri væng stjómmálanna voru börn síns tíma, en hafa því miður ekki skilað nægjanlegum árangri. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er ein- ungis til þess fallið að tefja fyrir þeirri sameiginlegu von okkar allra að framtíðin feli í sér raunverulegt jafnrétti kynjanna, þar sem bæði konur og karlar eru metinn út frá sömu forsendum - sínum eigin kost- um og göllum en ekki kynferði. Sjálf- stæðar konur eru þess fullvissar að viðhorfsbreyting, sem hefur áherslur Sjálfstæðisflokksins um frelsi og sjálfstæði allra einstaklinga að leið- arljósi, sé árangursríkasta leiðin að settu marki. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stnrfar með Sjdlfstæðum konum. „Og- bálið brennur .. Hanna Birna Kristíánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.