Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL NÝ LÖG um málefni fatlaðra staðfesta réttindi fatlaðra á við aðra þjóðfélagsþegna. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessum lögum verður framfylgt í verki þegar á reynir. Með aukinni þátttöku fatlaðra á hinum ýmsum sviðum þjóðlífsins verða auknar kröfur gerðar til atvinnuveitenda uní að ráða fatlað fólk í vinnu. Síaukinn áhugi fatlaðra nemenda á framhaldsnámi krefst þess að fram- haldsskólar marki skýra stefnu varðandi inntöku þessara nemenda. Aðgengismál eru víða í miklum ólestri og hafa í nokkrum tilvikum orðið þess valdandi að hreyfihaml- aðir námsmenn hafa horfið úr skóla. Fatlað fólk án nokkurrar menntun- ar er illa í stakk búið til þess að keppa á hinum almenna vinnumark- aði. Því er góð menntun brýnt hags- munamál í lífsbaráttu þessa hóps auk þess sem slíkt skilar þjóðfélag- inu sjálfstæðari og hæfari þjóðfé- lagsþegnum. A Islandi sem í mörgum öðrum löndum fer hagsmunabarátta fatl- aðra fram á vegum sérhagsmuna- samtaka fatlaðra með mismiklum stuðningi stjórnvalda. Árið 1993 settu Sameinuðu þjóðirnar á fót sérstakan sjóð undir forsæti Javier Perez de Cuellar, fyrrum fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Hlutverk þessa sjóð á að vera að styrkja fijáls félaga- samtök um allan heim sem vinna að málefn- um fatlaðra. Forsvars- menn sjóðsins telja slík samtök best til þess fallin að bæta aðstæð- ur fatlaðra þar sem sérþekkingin er til staðar innan þeirra. Talið er að 1 á móti 10 í heiminum í dag búi við einhvers konar fötl- un. Reiknað er með því að ijöldi fatlaðra í heiminum muni aukast gífurlega á næstu árum og áratugum. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin, WHO, hefur hvatt þjóðir heims til þess að vinna eftir kjörorðinu „heilbrigði allra árið 2000“. Samkvæmt upplýsingum landlæknis eru á íslandi tvöfalt fleiri einstaklingar á örorkubótum á aldrinum 16-29 ára en á hinum Norðurlöndunum. Þetta eru athygl- isverðar upplýsingar. Samtök fatl- aðra þurfa að vera vakandi fyrir öllum þeim atriðum sem skipt geta máli fýrir þennan hóp sem og aðra fatlaða hér á landi. Samvinna við aðrar þjóðir er mjög brýn og ekk- ert tækifæri má láta ónotað til þess að gefa ungu fötluðu fólki trú á framtíð sína og þá möguleika sem í boði eru, ekki aðeins hér á íslandi heldur einnig í öðrum löndum. Fulltrúar Evrópu- sambandsins kynntu stefnu ESB í málefnum fatlaðra á fundi sem boðað var til í Sollefta í Svíþjóð 26. febrúar sl. Aðildarlöndum Evr- ópusambandsins bjóð- ast nú fjölmörg sam- starfsverkefni sem varða stóraukin tæki- færi fyrir fatlaða á ýmsum sviðum. Margt athyglisvert kom fram á þessum fundi sem sóttur var af fulltrúum allra Norðurlandanna. Fulltrúar ís- lartds og Noregs reyndu að fá skýr svör varðandi rétt þjóða sinna til þátttöku í þessum mikilvægu sam- starfsverkefnum. Svo virðist sem ákvæði í EES-samningnum muni gera íslandi kieift að taka þátt í nokkrum þessara samstarfsverk- efna en ljóst er að áhrif Islands og Noregs á stefnu og framgang þess- ara mála í Evrópu verða mjög tak- mörkuð. Þama er um að ræða fjöl- mörg ný tækifæri í samstarfi Evr- ópuþjóða sem varða sérstaklega fatlaða og framtíðarmöguleika þeirra. Þessi verkefni eru m.a. HELIOS; Fjölbreytt verkefni sem varðar ýmis brýn hagsmuna- og félagsmál fatlaðra. HANDYNET; Sérútfært tölvunet sem hefur að geyma ótæmandi upplýsingabanka sem sérhæfður er í að veita upplýs- ingar um og kynna vörur og þjón- ustu sem tengist fötlun. Slíkur upp- lýsingabanki gefur t.d. nákvæmar upplýsingar um hin ýmsu hjálpar- tæki fyrir fatlaða sem framleidd eru í Evrópu, samstarfsverkefni sem í boði eru í hverju landanna varðandi menntunar og atvinnumöguleika mismunandi fötlunarhópa o.s.frv. HORIZON; varðar menntun og atvinnumál fatlaðra. Það stríðir gegn réttlæt- iskennd minni, segir Anna Karólína Vil- hjálmsdóttir, að flokk- arnir neiti okkur að kynnast kostum og göll- um ESB-aðildar. TIDE; varðar þróun á útfærslu á aðgengi og tækni sem léttir dag- legt líf fatlaðra og aldraðra; ÍÞRÓTTANEFND ESB; varðar íþróttamálefni fatlaðra í Evrópu. EDUCATION TRAINING YO- UTH; varðar möguleika ungs fólks til náms og atvinnu í aðildarlöndum Evrópusambandsins. Það stríðir mjög gegn minni rétt- lætiskennd að stjómmálaflokkar á íslandi geti neitað mér og öðrum Islendingum um að kynna okkur kosti og galla aðildar að Evrópu: sambandinu. Ég trúi ekki að spá-' dómsgáfa stjórnmálaforingja hér á íslandi sé slík að þeir þurfi ekki að láta reyna á með viðræðum hvort samningur náist um fullan yfirráða- rétt yfir sjávarauðlindinni sem er forsenda aðildar að ESB. Aðeins einn stjómmálaforingi á íslandi hefur staðfastlega efast um spá- dómsgáfu sína í þessu máli og talið nauðsynlegt, að til þess að raunhæf niðurstaða um kosti og galla aðildar að ESB liggi fyrir, þurfi að kanna málið fyrst. Er það eðlilegt í stjórn- málum að kanna ekki málin áður en ákvarðanir eru teknar? Kannski! Með fullri virðingu fyrir hinum sjálfskipuðu spámönnum íslands. Hvernig geta stjórnmálamenn sem valdir em til forystu í þjóðmálum komið fram af slíku virðingarleysi við hinn almenna borgara. Það eru einfaldlega lágmarksmannréttindi að fá að vita um hvað þetta mikil- væga mál snýst. ESB er ekki fjar- læg skammstöfun sem kemur ís- lendingum ekki við. Það staðfesta hin fjölbreyttu samstarfsverkefni aðildarlanda ESB í mennta- og fé- lagsmálum. Framtíðin er of dýrmæt til þess að mál sem varða framtíðarhags- muni sjálfstæðrar eyþjóðar og íbúa hennar verði afgreitt með svo óábyrgum hætti. Því hljóta allir að vera sammála. Höfundur erfrkvslj. hjá íþróttasambandi fatlaðra og skipar 2. sæti á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Ný tækifæri fyrir fatlaða Islendinga Anna Karólína Vilhjálmsdóttir Efnahagslegur stöðugleiki - áfram! ÞEGAR ríkisstjóm Davíðs Oddssonar tók við völdum árið 1991 var mikið uppnám í íslenskum efnahags- málum. Óhætt er að segja að enginn hafí verið öfundsverður af því að taka við stjóm landsins við þær að- stæður sem ríktu fýrir fjórum ámm. Ekki var aðeins um að kenna neikvæðum ytri að- stæðum heldur einnig, og ekki síst, slæmri efnahagsstjóm ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Minna má á að hinn síðamefndi, sem var fjármáiaráð- herra síðustu vinstri stjómar, ber nú tmmbur og lyftir upp skiltum í sjón- varpsútsendingu frá eldhúsdagsum- ræðu Alþingis fýrir tveimur vikum eða svo. Ríkisstjómin, undir forystu sjálf- stæðismanna, tók þegar til við um- fangsmiklar aðgerðir til þess að draga úr vaxandi atvinnuleysi, sem hafði verið nánast óþekkt á undan- fömum áratugum, og til að stuðla að stöðugleika á vinnumarkaði og í verðlagsmálum. Ýmislegt var gert, m.a. vom atvinnuskapandi fram- kvæmdir og reynt var að vemda kaupmátt launa, t.d. með því að lækka virðisaukaskatt á matvælum. Verðlag á matvælum hefur reyndar verið það stöðugt að velta má því fyrir sér hvort dæmi séu um slíkt áður hér á landi. Lágt verðbólgustig hefur að sjálfsögðu sitt að segja í þessum efnum en hér hefur verð- bólga verið með því lægsta sem ger- ist í heiminum. I fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er verðbólga undir 5% fjögur ár í röð, þ.e.a.s. frá árinu 1992 þegar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar fóm að sýna þann árangur sem við sjáum nú í meiri efnahagslegum stöðugleika en kynslóð undirritaðrar þekkir. Minnkandi ríkisafskipti í við- skiptum hafa sannarlega sýnt það og sannað að fijáls sam- keppni leiðir til lægra verðlags. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur lagt ríka áherslu á að rétta þjóðarskútuna við eftir stormsveipi ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar og Ólafs Ragnars og frá upphafí kjörtíma- bilsins hefur stefíian ver- ið á þann efnahagslega bata sem við emm nú að byrja að sjá. Mikil- vægt er að þeim ávinn- ingi og stöðugleika verði ekki fómað því þótt já- kvæð merki séu á lofti á ýmsum sviðum þjóðfélagsins emm við enn að vinna okkur út úr þeim vanda, sem glímt hefur verið við, og forðast verður kollsteypur í efnahagsmálum Við megum ekki gera neitt núna sem stefnir árangri ríkisstjómar- innar í tvísýnu, segir Ellen Ingvadóttir - við höfum hreinlega ekki efni á því! þjóðarinnar. Ekki má stefna árangri ríkistjómarinnar í tvisýnu. En hver er árangurinn? 1. Eins og fyrr greinir er verð- bólga með því lægsta sem gerist í heiminum, þ.e. hún hefur verið lægri en 5% í tæp tjögur ár. 2. Afgangur er á viðskiptajöfnuði, þriðja árið í röð, en slíkt hefur ekki gerst áður í sögu lýðveldsins. 3. Erlend skuldasöfnun hefur ver- ið stöðvuð og nú greiðum við erlend- ar skuldir okkar niður í stað þess að auka við þær. , 4. Atvinnuleysi, sá ógæfudraugur, fer minnkandi á árinu 1995 enda verða um 1.300 ný störf sköpuð. Einnig er raunhæft að álykta að fyrirtæki, sem njóta betri rekstr- arskilyrða en áður, komist í þá að- stöðu að geta fjölgað starfsmönnum í takt við vaxandi umsvif. 5. Útflutningur eykst vegna betri rekstrarskilyrða og einnig vegna efnahagsbata í nágrannaríkjunum. 6. Hagvöxtur glæðist en hann er áætlaður um 2% á þessi ári. Ýmislegt fleira er unnt að telja til, svo sem verulegur árangur í lækkun vaxta, sem er auðvitað bein kjarabót fyrir ijölskyldurnar. Einn er sá þáttur sem ekki hefur verið undirstrikaður nægjanlega í þessari grein, en það er sú nauðsyn að við- halda efnahagslegum stöðugleika til þess að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækja. Baráttan við atvinnuleysi er harla ólíkleg til árangurs ef fyrir- tækjum er ekki gert kleift að stækka með bættum rekstrarskilyrðum. Ef fyrirtæki eiga erfítt uppdráttar, t.d. vegna þess að að þeim er sótt af ríkinu, em ekki miklar líkur á því að þau sjái sér hag í því að fjölga starfsfólki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið við stjómvölinn í fjögur ár og lagt hart að sér við að koma íslensk- um efnahag upp úr þeim öldudal sem hann var í. Sumum fínnst kannski batinn koma seint í ljós en þegar ofangreind atriði eru skoðuð þarf vart frekari vitna við. Tekist hefur að snúa varnarleik í sókn og atvinnu- lífið er farið að sýna vaxtarbrodda sem eiga eftir að blómgast, en að- eins ef rétt er haldið á spöðunum. Við megum ekki gera neitt núna sem stefnir árangri ríkisstjómarinnar í tvísýnu — við höfum hreinlega ekki efni á þvf. Árangur þessi gefur okk- ur íslendingum fyllstu ástæðu til bjartsýni um framtíðina, framtíð grósku í atvinnulífí og efnahagslegs stöðugleika sem vel hefur verið unn- ið að sl. fjögur ár. Höfundur er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi ogskipar 16. sæti & lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ellen Ingvadóttir Okkarframtíð AF HVERJU ætti ungt fólk að taka af- stöðu í stjórnmálum og taka þátt í stjómmála- starfi? Ástæðan er mjög einföld, stjórnmál snúast um okkar fram- tíð. Eðlilega hefur ungt fólk ekki sömu reynslu og þeir sem eldri em og oft og tíðum, þó að það sé ekki algilt, jafnmikla þekkingu. Á móti kemur að ungt fólk hugsar um fram- tíðina og nálgast stjórnmálin meira út frá hugmyndum og hugsjónum heldur en þeir sem eldri eru. Það er nauðsyn- legt að í stjórnmálum heyrist rödd þeirra sem hugsa til framtíðar. Því sterkari sem sú rödd er þeim mun meiri líkur eru á að vel fari fyrir okkar þjóð. Að hugsa til framtíðar er að hafa þor til að horfast í augu við raunveruleikann og gera áætl- anir út frá því. Það er hlutverk og hagur ungs fólks að sjá til þess að það verði gert. Ríkissjóðshallinn bitnar á ungu kynslóðinni, seg- ir Guðlaugnr Þór Þórðarson, sem borgar skuldir samfélagsins. Stutt er í kosningar og vafalaust kvíða því margir sem eru að kjósa í eitt af fyrstu skiptunum að gera upp hug sinn. Ungu fólki fínnst oft og tíðum það ekki hafa fylgst nægj- anlega vel með til að taka afstöðu. Afskaplega fáir ein- staklingar hafa tæki- færi til þess að fylgjast gaumgæfilega með stjórnmálum. Það eru' helst aðilar sem hafa slíkt að atvinnu eins og t.d blaðamenn, aðrir verða að móta sér: skoðun með minni fyr- irhöfn ef svo má að orði komast. Það er hins vegar mjög nauð- synlegt að það sé gert. Kosningarétturinn er tæki okkar til að hafa áhrif. Vegna hans , verða stjórnmálamenn að taka tillit til ungs , fólks. Ég vil hvetja þig til þess að kynna þér málin. Spurðu stjórnmálamann- inn, sem kemur hlaðinn loforðum á þinn fund, hvernig hann ætlar að! fjármagna þau, því að þú þarft að * 1 2 3 4 borga með einum eða öðrum hætti.11 Ríkissjóðshalli í dag kemur niður á ungu kynslóðinni, sem eftir nokkur ár mun verða að borga hærri skatta eða sætta sig við harkalegan niður- skurð á opinberri þjónustu, sem hefur verið byggð upp án þess að þjóðin hefði efni á henni. Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta skipti í tvo áratugi verið snú- ið af braut sívaxandi ríkisútgjalda og skuldasöfnunar þjóðarinnar. Það er hagur ungs fólks. Eina af ástæð- um þess tel ég vera málflutning ungs fólks innan Sjálfstæðisflokks-0 ins. Taktu þátt, þetta er okkar; framtíð. Höfundur er fornmður Snmbands ungra sjálfstæðismanna og skipar 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson xwrevf/iz/ 5 88 55 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.