Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 1
fNbttymtMábib AÐSENDAR GREINAR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 BLAÐ Umhverfisvæn framtíðarsýn UMHVERFISVÆN sjónarmið eru nú ofar- lega á baugi víða um heim. Við mengum og göngum óhóflega í náttúruauðlindir, eins og um ótæmandi brunn sé að ræða. Skynsam- leg nýting auðlinda í anda sjálfbærra þróun- ar er á dagskrá, ekki bara Kvennalistans heldur okkar allra. Um all langt skeið hefur þróun í matvæla- iðnaði fremur stjórnast af hagrænum forsend- um en umhverfislegum. Leitast er við að framleiða afurðir fyrir neytendur á sem ódýrastan hátt, oftar en ekki með aðstoð efna og lyfja. Þessi þáttur iðnvæðingar og markaðshyggju hefur nú þegar höggvið stór skörð í náttúruauðlindir og haft varanleg áhrif á vistkerfi jarðar. Stækkandi hópur neytenda, bæði hér og erlendis, hafna þessari þróun og láta sig varða hvernig afurðir eru samsettar og framleiddar bæði út frá umhverfissjónarmiðum og siðfræði- legum grunni. Þessir neytendur beina neyslunni í auknu mæli að umhverfis- vænni neyslu sem aftur skiptir miklu máli þegar um velferð og heilsufar er að ræða. Ein tegund umhverfís- vænna afurða eru lífrænt ræktaðar landbúnaðarafurðir. Þetta eru afurðir sem skipta ekki einungis neytendur Ragnhildur Helgadóttir máli heldur líka fram- leiðendur og er því spáð að mesti vöxturinn í matvælaiðnaðinum muni vera í ræktun á lífrænum landbúnað- arafurðum. íslendingar hafa fulla ástæðu til að gefa þessum vexti gaum. ísland býr yfir tiltölu- lega ómenguðu lofti, óspilltum jarðveg og er vel fallið til ræktunar á iífrænum afurðum. Mik- ilvægt er að íslenskur landbúnaður taki mið af óskum neytenda og að- lagist að nýjum þörfum markaðarins. Hérlendis hefur fremur verið talað um verð búvara en gæði þeirra. Lækkun á verði matvæla stuðlar að óvistvænni framleiðslu á gæðalitlum og menguðum afurðum. Það er því mótsagnakennt . að reikna stöðugt með því að bændur lækki framleiðslu- kostnað samhliða kröfum samfélags- ins um stóraukna umhverfisvernd. Ekki verður hjá því komist að taka umhverfiskostnaðinn með í dæmið. Lífrænn landbúnaður er ákjósan- leg leið til að auka tengsl milli bænda og neytenda. Má þar nefna nokkrar ástæður: Lífrænn landbúnaður fer best með umhverfið og kemst næst sjálfbærri þróun. Hann skilar há- gæða afurðum, styrkir búsetu og byggð og er búskaparháttur sem skapar meiri atvinnu en aðrir. Líf- rænn iandbúnaður er því leið til að afla lífvænlegra tekna með fram- leiðslu hollra og eftirsóttra matvæla. Kvennalistinn vill því hvetja til og styðja við vistvæna ræktun landbún- aðarafurða og leita frekari markaða erlendis á þessari hágæða landbún- aðarvöru (bls. 40, stefnuskrá Kvenna- listans 1995). Þetta fellur vel inn í þá uppbyggilegu framtíðarsýn í um- hverfismálum sem Kvennalistinn á sér, það er „skynsamleg nýting auð- linda í anda sjálfbærrar þróunar, end- urheimt landgæða, flokkun og endur- vinnsla sorps, hreinsun frárennslis og gætileg umgengni um viðkvæma náttúru landsins". Kvennalistinn hef- ur alltaf verið fulltrúi fyrir því að við Lífrænn landbúnaður, segir Ragnhildur Helgadóttir, er leið til að afla lífvænlegra tekna með framleiðslu hollra og eftirsóttra matvæla. tökum ábyrgð á því hvernig við viljum skila landinu okkar til barna okkar og hvergi hvikað frá þeim markmið- um sínum. Kjósendur geta að feng- inni reynslu, vart átt sér sannari málsvara á Alþingi íslendinga en Kvennalistann sem áfram mun hafa frumkvæði að framsæknum málum eins og lífrænum landbúnaði. Höfundur er háskólanemi og skipar 12. sæti Kvennalistans í Reykjavik. Menntamálin í öndvegi! Menntástefna Fram- sóknarflokksins stuðlar, að mati Magnúsar Stefánssonar, að þroska og sjálfstæði uppvaxandi kynslóðar. ÞVÍ ER gjarnan haldið fram að menntun sé ein helsta forsenda framfara og lykillinn að velferð einstaklinga og þjóða. Slíkar yfirlýsing- ar koma oft fram á há- tíðlegum stundum og á slíkum stundum höfum við Islendingar einnig gjarna haldið því fram að okkar þjóð sé vel menntuð og búi að mikl- um menningararfi for- feðra okkar. Það er ekki nóg að tala svo á hátíð- legum stundum og hafa uppi fögur fyrirheit um að efla skuli mennta- stigið í landinu og svo framvegis. Það eru verkin sem skipta máli í þessu svo sem mörgu öðru. Það má segja að um þessar mund- ir stöndum við á ákveðnum tímamót- um hvað varðar framtíð menntamála í landinu. Framundan eru mjög mik- ilvægar alþingiskosningar þar sem þjóðin mun ákveða hvaða stjórnmála- öfl skulu fara með stjórn landsmál- anna næstu árin. Stjórnmálamenn heyja kosningabaráttu við þær ein- stóku aðstæður að langt og erfitt verkfall kennara hefur staðið yfir og skólahald í landinu hefur verið lamað þess vegna. Þessar aðstæður móta eðlilega þær umræður sem fram fara og hætt er við því að stjórnmálamenn reki eins konar uppboðsmarkað þar Magnús Stefánsson sem þeir keppast um að bjóða hver öðrum betur þegar málefni kennara og skólastarfs er til umræðu. Við þess- ar aðstæður er hætt við því að einstaka stjórn- málaöfl lofi stórt upp í ermar sér, án þess að færa rök fyrir því hvernig skuli standa við fögru fyrirheitin. Á flokksþingi Fram- sóknarflokksins sem haldið var sl. haust und- ir yfirskritinni „Fólk í fyrirrúmi" mótuðu framsóknarmenn stefnu sína í hinum ýmsu málaflokkum fyrir komandi kosningar. Þar á meðal var sett fram skýr stefna í menntamálum. Stefna Framsóknarflokksíns var ekki mótuð í skjóli verkfalls kennara né undir áhrifum framangreinds uppboðs- markaðar. Þess vegna geta kjósend- ur treyst því að Framsóknarflokkur- inn muni vinna að heilindum að sinni menntastefnu að loknum kosningum, ef kjósendur tryggja Framsóknar- flokknum styrk til þess. Framsóknar- flokkurinn hefur þá skýru stefnu að menntun skuli höfð í fyrirrúmi. Menntastefna Framsóknarflokks- ins hefur það meginmarkmið að stuðlað skuli. að þroska og sjálf stæði uppvaxandi kynslóðar og hæfileikar fólks nýtist þjóðfélaginu til fulls í nýsköpun fyrir framtíðina. Hafa skal það í huga að það er beint samhengi milli menntastigs og verð- mætasköpunar í þjóðfélaginu. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á jafnrétti til náms, þar sem aðgangur að menntun verði ekki bundinn fjárreiðum eða félagslegum aðstæðum hvers og eins. Menntamál hafa of lengi verið allt að því horn- reka í samfélaginu, en því mun Framsóknarflokkurinn breyta með því að setja menntamál í öndvegi í forgangsröðun ríkisútgjalda, ef kjósendur tryggja Framsóknar- flokknum styrk til þess í komandi kosningum. Með þessu leggja fram- sóknarmenn áherslu á það að góð menntun er forsenda bættra lífs- kjara, velferðar og framfara. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Ólafur Ragnar áekkitrún- að kennara ÆTLA má að hugur og vilji stjórnmála- flokkanna hér á landi sé að byggja upp skóla- kerfi sem stenst sam- anburð við það -sem best gerist í öðrum löndum. Til þess þurf- um við hæfustu kenn- ara. Foreldrar vita að góður kennari er gullsí- gildi. í nýjum grunnskóla- lögum segir að hlutverk kennarans hafi breyst mjög á síðustu árum. Skólinn sinni líka orðið uppeldishlutverki í víð- ari skilningi en áður var. Hvergi hef ég hins vegar séð það skjalfest að grunnskólakennur- um beri að skipa í lægstu launa- flokka meðal háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna. En ég hef séð tvær greinargóðar skýrslur sem báðar voru gerðar fyrir menntamálaráðu- neytið. Önnur er skýrsla um endur- mat á störfum kennara frá febrúar 1985 og hin er skýrsla um mótun menntastefnu frá júní 1993. í báðum skýrslum kemur fram að endurskoða verði frá grunni kjarasamninga kennara miðað viðbreytta og aukn- ar starfskröfur. í skýrslunni um mótun menntastefnu segir að gera verði þá kröfu að kennarar sinni kennslu sinni sem aðalstarfi og fái greitt miðað við það. Á þessum nót- um reyna nú samninganefndir ríkis- ins og kennarasamtakanna að ná saman. Þegar ég heyri frammámenn Al- þýðubandalagsins slá sig til riddara fyrir að vera sérstaka talsmenn kennara í erfiðu verkfalli þeirra kemur mér í hug „tímamótasamn- ingurinn" sem Ólafur Ragnar Grímsson, þá fjármálaráðherra, gerði við BHMR árið 1989. Samn- ingurinn gaf kennurum vonir því hann átti að hækka laun þeirra meira en annarra hópa háskóla- menntaðra starfsmanna. í sex vikur höfðu kennarar þá þraukað í verk- falli, ráðherranum til mestu ar- mæðu. Og nú höfðu þeir Svavar. Gestsson og Ólafur Ragnar Gríms- son, ráðherrar mennta- og fjármála, gullið tækifæri til að sýna vilja sinn í verki. En ekki löngu síðar skrifaði Ólafur Ragnar undir „þjóðarsáttar- samninga". Honum var þá ljóst að innan þjóðarsáttar rúmuðust ekki kennarasamningar. Var þá brugðið til sjónhverfinga og „tímamóta- samningur" kennara ógiltur með hókus, pókus bráðabirgðalögum. „Okkur urðu á mistök," sagði Svav- ar í sjónvarpinu 13. mars sl. um þann gjörning. Mistökin sitja nú þungt í kennurum sem héldu trú- verðuga menn halda á málum. Þjóð- arsáttasamningar hafa að sjálfsögðu ekki leiðrétt launakjör kennara. Það þýðir því lítið fyrir þá Ólaf Helgi Árnason Ragnar, Svavar og Ögmund að reyna að slá ryki í augu kennara nú. Það hljóta þeir að skilja eftir að hafa stormað hver í sínu lagi á umræðufundi í verk- fallsmiðstöð kennara. Þung orðaskeyti fljúga að þeim sem sýna að kennarar hafa ekki gleymt bráðabirgðalög- unum grimmu. Samn- inganefnd kennara- félaganna hefur greint frá því í félagsblaði að launakröfur kennara núna séu lægri en sam- ið var um við þá árið 1989. Hefðu því Ólafur Ragnar og Svavar verið menn til að standa við samningana frá 1989 og ekki látið Ögmund Jónasson knýja sig til Ef Ólafur Ragnar og Svavar hefðu ekki beitt bráðabirgðalögum á kennara á sinni tíð, seg- ir Helgi Árnason, stæðu þeir ekki í verk- f alli í dag! vondra verka þá væru kennarar ekki í verkfalli í dag. Nú er svo komið að verkfallið hefur staðið í rúmlega fjórar vikur. Almenningur undrar sig á því hve hægt miðar í deilunni. Reynslan sýnir að verkföllum lýkur nær und- antekningarlaust með samningum beggja aðila. Því lengur sem verk- föll standa þeim mun meiri von- brigða gætir í lokin og sárin fyrnast síðar. Mestu skiptir því að kennarar nái sem fyrst samningum sem hægt er að standa við og leiði til varan- legra kjarabóta. Þeir samningar verða að falla að nýsamþykktum grunnskólalögum. Þar er markið sett hátt. Miklum fjármunum þarf að verja til að ná þeim markmiðum. En því fé væri betur varið en að sóa fé í sjóðasukk líkt og margar ríkis- stjórnir hafa af ábyrgðarleysi gert sig sekar um. Þar er um að ræða fjármuni sem munu leiða til hag- sældar fyrir börnin okkar og fram- tíðina og á því munu allir hagnast þegar upp er staðið. Ég skora á okkar ágætu ríkisstjórn að taka strax til hendinni og leysa kjara- deilu kennara og ekki gera ráð fyrir að lág laun kennara séu eitthvert lögmál. Höfundur er skólastfóri og skipar 15. sætiálista Sjálfstæðisflokksins íReykjavík viðkonmndi alþingiskosningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.