Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 1
o r v oo *JT rji'raw SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 BLAD m Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Guðbjartur Ásgeirsson á Guðbjörgu ÍS Markaðsmál Greinar 7 HaukurSvein- bjarnarson, framkvæmda- stjóri Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson Færeyingar stefna að 40.000 tonna veiði á Reykjaneshrygg LÍNUFISKINUM LANDAÐ Q Hugsanleg tæki- færi íslands og íslenskra fyrir- tækja í Kóreu Styrkir o g kvóti í Barentshafi til Sa^ítóí þeirra sem fara á úthafskarfann .floU x fiskiskipa á úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Telja þeir sig geta veitt um 40.000 tonn þar árlega. Ýmsir aðilar þar hafa leigt verksmiðjuskip í löndunum við Eystra- salt og hugmyndin mun einnig vera að koma með stórt móðurskip á miðin. Mikill viðbúnaður er í landi, því lögð er áherzla á að vinna mikið af karfanum heima fyrir, meðal annars til útfiutnings á ferskum flökum inn á Þýzkaland. Rætt hefur verið um verðuppbætur á karfa sem unninn verður í Færeyum og skip, sem stundi þessar veiðar sitji fyrir við kvótaúthlutun í Barentshafí. Jafn- framt eru uppi hugmyndir um viðræður við íslendinga og Grænlendinga um heimildir til karfaveiða innan Iöglögu landanna. Það er stjómskipuð nefnd um út- hafsveiði, einkum á Reykjaneshrygg og í Barentshafi, sem hefur lagt tillög- ur af þessu tagi fyrir færeysku land- stjórnina. í tillögunum er gert ráð fyr- ir, að stunda veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg á frystiskipum og ís- fisktogurum. Frystitogararnir frysti karfann ýmist hausaðan eða flaki hann, en ísfisktogararnir komi með aflann til vinnslu í landi. Bent er á að kaupa þurfi fleiri karfaflökunarvélar til að vinna aflann, en gert er ráð fyr- ir töluverðri atvinnuskppun við vinnsl- una í landi. Nefndin telur nauðsynlegt að hefja þegar viðræður við stjómvöld á Græn- landi og íslandi um veiðiheimildir innan lögsögu landanna til að tryggja stöð- ugt flæði fisks af svæðinu, því I.arfinn er ýmist innan lögsögu þessara landa eða á alþjóðJegu svæði. Þá er einnig bent á nauðsyn þess fyrir Færeyinga að afla sér veiðireynslu á úthafskarfan- um til að koma til greina við úthlutun á kvóta, þegar að því komi innan eins eða tveggja ára. Þar sem Grænland og Island muni, sem strandríki, fá stærstan kvóta, sé enn nauðsynlegra en ella að ná samningum við þær þjóð- ir um veiðiréttindi. Færeyingar reyndu fyrir sér á úthafskarfanum á síðasta ári, en með takmörkuðum árangri. Nefndin bendir á að einnig sé nauð- synlegt að kaupa kvóta í Barentshafi umfram það, sem fengist hafi með gagnkvæmum samningum við Norð- menn og Rússa. Þá sé rétt að nýta þær veiðiheimildir sem hvatningu til veiða á Reykjaneshrygg. Þannig fái skipin kvóta í Barentshafi í hlutfalli við sókn sína í úthafskarfann. Jafnframt sé nauðsynlegt að styrkja útgerðir sem fari með skip sín á Reykjaneshrygginn, meðal annars til kaupa á flokkurum og fiskvinnsluvélum til að hægt sé að auka verðmæti aflans og meðferð sem .mest. Fréttir Markaðir Mesta sekt í Bretlandi • ÚTGERÐ togbátsins Blenheim og skipstjóri hans hefur verið dæmd í 32,6 milljóna króna sekt vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni í Bretlandi. Blenheim er skráður í Bretlandi, en í eigu Spánveija og Englend- inga. Brot útgerðarinnar og skipstjórans eru alls 25 og voru framin á timabilinu marz til ágúst á síðasta ári. Þetta eru umsvifamestu brot af þessu tagi og hæsta sekt, sem um getur á hend- ur skipi skráðu í Bretlandi og líklegaa hæsta sekt sem um getur í Evrópu./2 Rányrkjan á háu stigi • RÁNYRKJAN í heimshöf- unum er komin á það stig, að margir fiskstofnar munu hrynja á næstunni verði ekki gripið í taumana og sóknin í þá minnkuð. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. I skýrslunni seg- ir, að til að halda núverandi framleiðslu, sem er 13 kg af fiski á ári á hvert manns- barn, þurfi heimsfram- leiðslan að aukast úr 72,3 milljónum tonna í 91 milljón tonna á næstu tíu árum./5 Ætla að gemýta selskrokkinn • VONIR standa til að sel- veiðar og vinnsla geti orðið arðbær atvinnuvegur á Ný- fundnalandi á komandi árum og að hægt verði að gernýta selskrokkinn til að framleiða verðmæt næring- arefni og matvæli. Um 6 milljónir sela eru á Labrad- or og NýfundnaIandi./7 Grásleppuveiði er að hefjast • GRÁSLEPPUVERTÍÐIN hófst síðastliðinn mánudag en Örn Pálsson fram- kvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda telur þó að veiðar muni sennilega ekki hefjast að ráði fyrr en um mánaðamót sakir veð- urs. Hann segir að útlitið sé engu að síður gott og markaður ætti að vera fyrir 12-13 þúsund tunnur en síð- asta vertíð skilaði 11.662 tunnum. /8 Bretar kaupa meira af ísfiski • BRETAR fluttu inn um 58.000 tonn af ísuðum og kældum fiski fyrstu 10 mán- uði síðasta árs. Það er um 8.000 tonna aukning frá ár- inu áður. Hlutur okkar ís- lendinga í þessum innflutn- ingi er nú um 19.000 tonn, sem er um 4.000 tonnum minna en árið áður. Árið 1993 vorum við með tæpan helming þessa innflutnings en aðeins tæpan þriðjung í fyrra. Þjóðir eins og Færey- ingar, Irar, Hollendingar, Danir, Frakkar og Portúgal- ir auka hlut sinn hins vegar mikið. Við erum engu að síður langstærstir í þessum viðskiptum Breta með ísfísk BRETLAND: Innflutningur á ferskum fiski jan.-okt. ’93 og ’94 49.935 57.786 tonn 13,4% 11,4% 20,9% 29,0% 15,1% 17,1% frá Öðrum löndum Noregi Færeyjum írlandi Freðfiskkaup einnig aukin • BRETAR juku einnig inn- flutning á frystum fiski á síðasta ári. Til loka október höfðu þeir flutt inn um 155.000 tonn á inóti 139.000 tonnum árið áður. 1993 keyptu þeir mest héðan 30.300 tonn. Nú er hlutur okkar 26.300 tonn, en Norð- menn hafa yfirhöndina með 33.200 tonn og Rússar eru komnir í 28.000 tonn, sem er 12.000 tonna aukning milli ára. Það er því ekki hægt að segja að verð hafi lækkað vegna aukins fram- boðs héðan./6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.