Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Tollfijáls síldarkvóti í Litháen FRÍVERZLUNARSAMNINGUR hefur verið gerður við Eista og Letta. Hafa samningaviðræður staðið yfír síðan vorið 1994. Fríverslunarsamn- ingamir við þessi lönd gera ráð fyrir fríverslun með iðnaðarvömr og fisk- afurðir. Fríverslunarsamningurinn við Eistland kveður á um fulla fríverslun strax við gildistöku samningsins. En fríverslunarsamningurinn við Lithá- en gerir ráð fyrir aðlögunartíma fyr- ir nokkrar tegundir fískafurða. Samkvæmt samningnum við Lit- háen falla tollar niður strax við gildi- stöku samningsins á iðnaðarvörum og öllum fiskafurðum öðmm en sölt- uðum og niðurlögðum físki en á þeim verður níu ára aðlögunartími. Strax á þessu ári tekur þó gildi í Litháen 300 tonna tollfrjáls kvóti fyrir salt- síld. Stækkar sá kvóti um 40 tonn árlega þar til hann hefur náð 500 tonnum. En að loknum aðlögunar- tímanum verður innflutningur á salt- síld frá íslandi fijáls eins og á öllum öðram fískafurðum. Tangi kaupir Drangey SK TANGI hf. á Vopnafírði hefur keypt skuttogarann Drangey SK 1 af Skagfíðingi hf. á Sauðárkróki. Með þessum kaupum er Tangi að auka stöðugleika í fískvinnslu sinni, en Skagfirðingur að minnka við sig eft- ir kaup á frystitogaranum Sjóla fyrir nokkm. Kaupverð hefur ekki verið gefíð upp. Tangi hf. gerir nú út togarana Eyvind Vopna og Bretting. Bretting- ur frystir aflann um borð, en Eyvind- ur Vopni er aðeins 180 tonn að stærð. Friðrik Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Tanga segir að minna skipið verði selt kvótalaust. „Drangey fylgja 300 tonna karfakvóti og 60 tonna grálúðukvóti og með kaupun- um erum við að styrkja vinnsluna hjá okkur vemlega. Við þurftum öflugara skip en Eyvind Vopna og meiri aflaheimildir og hvort tveggja fæst með þessum skipakaupum," segir Friðrik. Drangey er 450 tonna skuttogari með saltfísklínu um borð og getur því stundað þorskveiðar á fjarlægum miðum, komi til þess. Togarinn var smíðaður á Spáni 1974. Karl Blöndal/Morgunblaðið GEIR Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels, við skurðarvélina, sem sló í gegn á sjávarafurða- sýningunni í Boston. Skurðarvélin frá Marel vekur athygli í Boston Boston - DYRNAR að sýningar- sölum Hynes-ráðstefnuhallarinn- ar höfðu vart verið opnaðar á þriðjudag þegar fyrsti viðskipta- vinurinn, útgerðarmaður frá Vancouver í Kanada, nam staðar við bás fyrirtækisins Marels á leið sinni til Design Systems, Inc. (DSI), helsta keppinautarins í framleiðslu fiskskurðartækja. Sólarhring síðar var salan í höfn og Marel átti eftir að bæta um betur á sjávarafurðasýningunni, sem hér er haldin árlega. Ein vél seld strax í upphafi sýningar Fiskskurðarvélin var tromp Mar- els á sýningunni. Fyrirtækið var með eina vél í bás sínum og þegar hún var sett í gang safnaðist jafnan að margmenni til að sjá fiskflök mæld með sérstökum þrívíddarbúnaði og síðan skorin þannig að bitarnir yrðu jafnþungir burtséð frá lögun. Sparaði 300.000 dollara á kaupunum Kanadamaðurinn, sem féll fyrir vél Marels og var reyndar einn fyrsti viðskiptavinur fyrirtækisins þegar það hóf viðskipti í Norður-Ameríku fyrir tíu ámm, kvaðst hafa sparað 300 þúsund doilara á kaupunum. Hann fómaði hins vegar ákveðnum sveigjanleika í skurði. Michelle Kastner, sölumaður DSI, sagði í samtali við Morgunblaðið, að vatnskurðarvélarnar kostuðu milli 400 og 750 þúsund dollara. Vél Marels kostar hins vegar 200 þúsund dollara með flokkara. „En vélar DSI og Marels em ekki sambærilegar vegna þess að við notum aðra skurðaðferð," sagði Kastner. DSI framleiðir svokallaðar vatns- skurðarvélar. Þar er vatni dælt út um hárfínt sprautuop og er hægt að fjarlægja fituræmur af steikum og skera fískflök langsum og þvers- um. í vélum Marels er á hinn bóginn notað hnífsblað. Þá nota fyrirtækin hvort sinn búnaðinn til að mæla bit- ana. Flokkari og flæðilína einnig seld Geir Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, dró ekkert af því í samtali við Morgunblaðið að vatnsskurðarvélin gæti framkvæmt flóknari skurði, en hún kostaði bæði meira og væri dýrari í rekstri en vél Marels. „Skurðarvélin hefur vakið mikla athygli og áhuga hér á sýningunni,“ sagði Geir. „Okkar vél er einföld og verðlögð þannig að menn hafa efni á að kaupa hana. Þetta var ekki eini sölusamningur Marels á sjávarafurðasýningunni. Auk skurðarvélarinnar seldi Marel flokkara og flæðilínu að andvirði um 35 milljónir króna. Mikill uppgangur hefur verið hjá Marel á undanförnum ámm. Árið 1993 jókst velta fyrirtækisins um 40 af hundraði. í fyrra var aukning- in milli 37 og 38 af hundraði og kvaðst Geir búast við svipuðum vexti á þessu ári. Spænsk-brezk útgerð dæmd tfl greiðslu 32,6 mflljóna króna UTGERÐ togbáts- ins Blenheim og skipstjóri hans hefur verið dæmd í 32,6 milljóna króna sekt vegna brota á fisk- veiðilöggjöfinni í Bretlandi. Blenheim er skráður í Bretlandi, en í eigu Spánveija og Eng- lendinga. Brot útgerðarinnar og skipstjórans em alls 25 og vom framin á tímabilinu marz til ágúst á síðasta ári. Þetta eru umsvifamestu brot af þessu tagi og hæsta sekt, sem um getur á hendur skipi skráðu í Bret- landi og líklegaa hæsta sekt sem um getur í Evrópu. Skipið Blenheim uppvíst að 25 brotum á brezku iiskveiðiloggjofinm Hafa áhyggjur af verkfalli ■ Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskól- ans, lýsir í samtali við verið áhyggjum af langvarandi verkfalli kennara og óánægju með að Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og aðrir skólar sem mennta fólk fyrir nndir- stððuatvinnuvegi þjóðarin- anr, skuii ekki sitja við s&ma- borð og Tækniskólinn, Kenn- araháskólinn og Háskólinn, svo dæmi séu tekin. „Leysist verkfaliið í þessari viku mun- um við með samþykki allra kenna alia laugardaga og f páskafrii og (júka náminu með lögbundnum hætti um mánaðamótin maí júni. Ann- ars dragst námsiok fram eftir júnf mánuði eftir lengd verk- fallsins," segir Guðjón Ár- mann. Frá þessu er greint í brezka sjáv- arútvegsblaðiðinu Fishing News nú upp úr miðjum marz. Þar kemur fram að skipstjórinn, sem er spánskur hafí stungið af frá réttar- höldunum, en hafi verið fundinn sekur þó fjarverandi væri og hand- tökuskipun var gefín út á hendur honum. Utgerðin var kærð fyrir að bijóta reglugerðir um aflakvóta 15 sinnum, fyrir að hafa 6 sinnum fært dagbók skipsins rangt og brot- ið reglur um löndun fiskafla og fyrir að hafa fjórum sinnum Iandað undirmálsfíski með ólöglegum hætti. Fiskurinn 14 millimetrar að lengd Útgerðin hafði áður lýst yfir sak- leysi sínum, en í réttinum komu fram upplýsingar úr einkadagbók skipstjórans og játaði útgerðin þá sekt sína. í dagbókinni komu fram nákvæmar upplýsingar um afla, sem vora allfrábmgðnar því, sem skráð var í þá dagbók, sem frammi lá. Uppvíst varð um ólöglegt athæfi í lok ágúst í fyrra, er brezka strandgæzlan fór um borð í Blen- heim er skipið var á leið til Spánar. í ljós kom að enginn um borð var enskumælandi og enginn með brezk réttindi, eins og skylda er í skipum skráðum í Bretlandi. Við nánari könnum um borð kom í ljós fískur langt undir stærðarmöskum, allt niður í 14 millimetra, sem flokkaður hafði verið í kassa til sölu á fiskmörkuðum á Spáni. Ólöglegur fiskur fyrir 8,2 millj. Við rannsókn málsins kom enn- fremur í ljós, að í tilteknum túr hefði Blenheim aldrei farið að lög- um um jfiskveiðar og farið með ólöglegan físk til Spánar að verð- mæti 8,2 milljónir króna miðað við verð á breskum mörkuðum, líklega tvöfalt hærra á mörkuðum á Spáni. Þá var áætlað að skipið hefði veitt fisk að verðmæti 65 milljónir króna á því fimm mánaða tímabili, sem rannsóknin náði til. fflé orðið á grálúðustríði ■ GRÁLÚÐUSTRÍÐ Kanada og Evrópusambandsins ligg- ur niðri eins og er. Spænska togaranum Estai, sem Kanadamenn tóku við fyrir meintar ólöglegar veiðar, hefur verið sleppt eftir að lögð var fram trygging fyrir greiðslu áætlaðra sekta. Komið hefur I ljós ða mikið af smáfiski var um borð og möskvi í trolUnu aðeins 110 miliimetrar. Lyktir málsins eru enn ó(jósar, en nokkur skip hafa farið af miðunum við Mikla banka við Ný- fundnaland og stefna á Reykjaneshrygg eða í Smug- una. Kanadamenn hafa því iýst yfir sigri £ þessu stríði. Lítill þorskafli í febrúar ■ ÞORSKAFLINN af ísland- smiðum í febrúar varð aðeins tæp 16.500 tonn, sem er rúm- lega 10.000 tonnum minna en í samam mánuði í fyrra. Þorskafii togara þennan mánuð var 3.200 tonnum minni en í fyrra, bátar öfluðu 5.000 tonnum minna og triH- urnar fengu nú 2.000 tonnum minna en í fyrra. Skýringin er slæmar gæftir og lítiil kvóti. Uppboðskerfið alþjóðlegt ■ HIÐ tölvuvædda uppboð- skerfi Reiknistofu fiskmark- aða varð alþjóðlegt á sjávar- útvegssýningunní Boston Se- afood í síðustu viku. Ingvar Guðjónsson, fulltrúi fyr- irtækisins, tengdi þá banda- ríska fyrirtækið Northcoast Seafood, fyrst erlendra fyr- irtæhja við uppboðskerfið. Jafnframtgerði Reiknistofa fiskmarkaða tiiboð í uppsetn- ingu uppboðskerfís í borg- inni Portland í Maine á norð- austurströnd Bandarikjanna. íspólar kaupa rækjuvinnslu ■ INGIMUNDUR hf. hefur selt rækjuverksmiðju sína í Siglufirði fyrirtækúiu íspól- um hf. íspólar stunda út- flutning sjávarafurð af ýmsu tagi. Eigandi íspóla er Einar Guðbjörnsson og segir hann að rekstrinum verði haidið áfram í svipaðri mynd og áður, en reynt verði að auka vinnsiuna. AHt starfsfólk, sem nú er við rækjuvinnsl- una heidur störfum sínum áfram, en verksmiðjan hefur verið að vinna úr um 3.000 tonnum af rækju á ári. Mega nota smáan möskva ■ SAMKVÆMT nýjum regl- um sjávarútvegsráðuneytis- ins um veiðar á úthafskarfa, er heimilt að nota hveija þá möskvastærð sem menn kjósa i öftustu 35 metra trollsins og klæða þann hluta belgsins og pokann með hvaða hæti sem er. Almennar reglur um möskvastærð og klæðningu poka gilda ekki utan 200 míinanna. Smár möskvi er taiinn hcnta betur veið þessar veiðar. Trollín verða þá endingarbetri, ánetjun verður minni og ekki er talin hætta á smáf iska- drápi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.