Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D/E Sókn Tyrkja sætir aukinni gagnrýni Zakho I frak. Brussel. Reuter. TYRKNESKAR sveitir gerðu hús- leit í fjölmörgum húsum í bænum Derkar, skammt frá landamæra- bænum Zakho í írak í gær. Herma fregnir að fjöldi bæjarbúa hafi ver- ið handtekinn vegna gruns um að þeir væru félagar í kúrdískum skæruliðasamtökum. Ekki er ljóst hversu margir voru handteknir en íraskur stjórnarandstöðuhópur hélt því fram að þeir skiptu hundruðum. Allt að 35 þúsund tyrkneskir hermenn taka þátt í aðgerðunum gegn Kúrdum í norðurhluta írak. Dogu Silahcioglu ofursti, talsmaður yfirstjórnar tyrkneska hersins, vís- aði því á bug í gær að aðgerðirnar beindust að óbreyttum borgurum og sagði fregnir um annað vera „áróður hryðjuverkamanna". Tyrkir vísa á bug að aðgerðirnar beinist að óbreytt- um borgurum Sveitir Tyrkja hafa haldið 40 kílómetra inn í írak og er mark- mið þeirra að eyðileggja bæki- stöðvar Kúrdíska verkamanna- flokksins (PKK). Hermenn í Zakho sýndu blaðamönnum vopn, þar á meðal flugskeyti, jarðsprengjur og sprengjuvörpur, sem þeir sögðu hafa tekið frá PKK. Heimamenn sögðu vopnin hins vegar tilheyra samtökum er berjast gegn stjórn Saddams Husseins íraksforseta. Hernaðaraðgerðir Tyrkja sæta vaxandi gagnrýni á alþjóðavett- vangi. William Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti Tyrki í gær til að láta óbreytta borgara í friði og ljúka aðgerðum sínum í norðurhluta íraks sem fyrst. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði ástæðu til að hafa „alvarlegar áhyggjur“ af mál- inu og Alain Juppé, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði aðgerðirn- ar bijóta í bága við grundvallarregl- ur alþjóðalaga. Þá herrndu heimildarmenn innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) að þar á bæ hefðu menn vaxandi áhyggjur af herför Tyrkja. BRESKIR hermenn kveðja Norður-írland og halda til bækistöðva í Englandi. Þáttaskil á Norður- Irlandi London. Reuter. ÞÁTTASKIL urðu í tilraunum til að koma á friði á Norður-írlandi í gær er Michael Ancram aðstoðar- ráðherra ræddi við stjórnmálaleið- toga sem tengjast hryðjuverkasveit- um sambandssinna. Þykir þetta auka líkur á að breska stjórnin efni til samskonar viðræðna við Sinn Fein, stjórnmála- deild írsku hryðjuverkasamtakanna IRA, jafnvel á morgun, föstudag. En með viðræðum Áncrams við leiðtoga Sambandsflokksins (PUP) og Lýðræðisflokks Ulster (UDP) hefur stjórnin í London horfið frá þeirri stefnu að háttsettir emb- ættismenn ræði ekki við samtök sem tengjast n-írskum öfgasam- tökum. Breskum hermönnum tók að fækka á Norður-írlandi í gær. Harkaleg átök við Glasgow SKOSKIR lögreglumenn tóku andstæðinga hraðbrautar- framkvæmda skammt fyrir utan Glasgow engum vettl- ingatökum í gær er tilraun var gerð til að raska framkvæmd- um við nýjahraðbraut, M-77, við Pollok. Atökin, sem til kom, urðu bæði illskeytt og blóðug. Eru þau hin mestu í seinni tíð í Skotlandi og voru níu menn settir á bak við Iás o g slá. Hér bera fjórir lög- reglumenn ólman brautaróvin af vettvangi. Reuter Ráðherra segir af sér Brussel. Daily Tclcgraph. FRANK Vandenbroucke, utanríkis- ráðherra Belgíu og aðstoðarforsæt- isráðherra, sagði af sér í gærkvöldi vegna aðildar að spillingarmáli. Vandenbroucke játaði að hafa haft vitneskju um leyni- legan bankareikn- ing sem notaður var til að vista mútufé sem greitt var flokki hans, Flæmska jafnaðarmannaflokknum. V andenbroucke var formaður flokksins árið 1991 er ítölsku flug- vélaverksmiðjurnar Agusta greiddu í sjóði flokksins jafnvirði rúmlega 100 milljóna króna. Uppbygging Irana ógnun á Persaflóa Abu Dhabi. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, vakti í gær athygli á því að íranir hefðu flutt 6.000 manna herafla, efnavopn og eldflaugar til eyja í mynni Persa- flóa. Sagði hann þessa liðsflutninga kunna að skapa ógnun við olíuflutn- inga. Perry er í vikulangri heimsókn til nokkurra ríkja við Persaflóann. Perry hefur vakið athygli á því að íranir kunni einn daginn að ráða yfir um helmingi af olíuflæði heims. Hernaðaruppbygging þeirra á ■H Grunað um gastilræði JAPANSKA lögreglan fann 34 stórar flöskur af samskonar leysiefni og notað var i gastilræð- inu í Japan á mánudag, í leit í húsum sértrúarsafnaðar i gær. Fimm forystumanna safnaðarins voru handteknir og sex menn, sem talið er að söfnuðurinn hafi haldið nauðugum, var bjargað. Myndin er af ungu safnaðarfólki sem mótmælti húsleitinni. ■ Lögreglan finnur efni/ 19 eyjunum í Hormuz-sundi bendi til þessa. „Hún getur aðeins þýtt ógn- un við skipaflutninga á svæðinu,“ sagði varnarmálaráðherrann. Deilt er um yfirráð eyjanna og hafa Sam- einuðu arabísku furstadæmin gert tilkall til hluta þeirra. Perry nefndi ekki hvaða eyjur um ræðir en bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur gefið upp að ein þeirra sé Abu Musa. Perry segir Persaflóa vera „líf- línu“ olíuríkjanna á svæðinu og lyk- il að orkulindum. Hefur hann hvatt leiðtoga Saudí-Arabíu, Kúveit og Bahrain til að styrkja varnir sínar gegn nágrannaríkjunum írak og Iran. Embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins hafa lýst því yfir að enn sem komið er ráði þeir yfir nægum liðsafla á og við Persaflóa til að bera sigurorð af Irönum, komi til átaka. Dúman mótmælir valdbeitingn á Krím Moskvu. Rculcr. NEÐRI deild rússneska þingsins, dúman, lýsti í gær þungum áhyggjum vegna þeirrar ákvörð- unar yfirvalda í Úkraínu að nema stjórnlög úr gildi á Krím og leggja niður starf forseta. í samþykkt dúmunnar var sagt að úkraínska þingið hefði niður- lægt 2,7 milljónir Rússa á Krím. Var látinn í ljósi ótti um að ákvörðunin ógnaði stöðugleika á svæðinu. I yfirlýsingunni var stjórn Borís Jeltsíns forseta beinlínis gagnrýnd fyrir linkind í garð yfirvalda í Kænugarði. Jeltsín á þó erfitt um vik með að taka undir kröfur Krímverja um aðskilnað frá Úkra- ínu. Hendur hans eru að nokkru bundnar vegna herfarar rússneska hersins gegn sjálfstæðishreyfingu i Kákasushéraðinu Tsjetsjníju. Tveir þriðju íbúa Krímskaga eru af rússnesku bergi. Leiðtogar Krímveija vilja tengjast Rússlandi nánum böndum og jafnvel lúta rússneskum yfirráðum. Þingið í Krím storkaði stjórninni í Kænugarði í gær með því að setja forsætisráðherrann Anatolíj Frantsjúk af en hann var sakaður um að vera alltof vilhallur Úkra- ínustjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.