Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1- FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn SIGHVATUR Björgvinsson kynnti í gær aðgerðir sem hann hefur ákveðið að grípa til vegna réttinda langsjúkra barna. Nefnd um réttarstöðu langsjúkra barna skilar áliti Réttindi lang- sjúkra og fatlaðra bama samræmd HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðherra, Sighvatur Björgvinsson, kynnti á fundi með fréttamönnum í gær til hvaða aðgerða hann hefur ákveðið að grípa í kjölfar tillagna nefndar sem falið var að kanna rétt- indi langsjúkra bama og hefur ný- lega skilað áliti. Nefndin var skipuð eftir að þings- ályktun um réttarstöðu bama með krabbamein og annarra sjúkra bama var samþykkt á Alþingi í maí 1993. Nefndin leitaði álits fulltrúa foreldra- hópa langsjúkra bama til að fá upp- lýsingar um þau mál sem helst brenna á þeim. Þá aflaði hún upplýs- inga um viðbrögð skólakerfisins við langsjúkum nemendum. Rætt var við fulltrúa foreldra barna með flogaveiki, stoma, sykur- sýki, nýmasýki, arfgenga efna- skiptagalla, ofvirkni, Tourette-sjúk- dóm, krabbamein, drengja með vöðv- arýmun, fyrirbura, psoriasis og exem og eitt foreldri fatlaðs bams. Skortur á fjárhagsaðstoð Helstu kvörtunarefni fulltrúa for- eldra voru þau að skortur væri á fjár- hagslegri aðstoð vegna tekjuskerð- ingar sem langvarandi sjúkdómur og meðferð hjá bami getur haft í för með sér; að ósamræmi væri í af- greiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á umönnunarbótum; að aðbúnaði for- eldra langsjúkra bama á sjúkrahús- um væri ábótavant; að skortur væri á andlegum og félagslegum stuðn- ingi meðan á meðferð stæði og þeg- ar árangur kæmi í ljós; að löng bið væri eftir dagvistarrýmum fyrir langsjúk böm; að skólakerfið væri vanmáttugt til að sinna þörfum sjúkra bama; að fræslu skorti á öllum sviðum um þá sjúkdóma sem lang- varandi sjúk börn em haldin. Athugasemdir við þjónustu TR I kjölfar tillagna nefndarinnar hefur ráðherra skrifað Trygginga- stofnun ríkisins og vakið athygli stofnunarinnar á þeim athugasemd- um sem gerðar vom á þjónustu stofn- unarinnar, framkvæmd greiðslu umönnunarbóta og margvíslega skriffinnsku sem foreldrar töldu að óþörfu vera í samskiptum við stofn- unina. Óskað hefur verið viðræðna við stofnunina um viðbrögð vegna þessara athugasemda. Menntamálaráðherra hefur verið skrifað og athygli hans vakin á kvört- unum foreldra langsjúkra barna yfir skólakerfínu. Ákveðið hefur verið að hefja undir- búning að því í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu’ að samræma réttindi langsjúkra bama annars vegar og fatlaðra bama hins vegar en sérstök lög em til um málefni fatlaðra. Ákveðið hefur verið að skipa nefnd, sem fær það verkefni að kanna hvort setja þurfí sérstök lög um réttindi sjúklinga. Verði það nið- urstaða nefndarinnar skal hún semja drög að slíku lagafmmvarpi. Nefnd- inni verður sérstaklega falið að ræða við fulltrúa sjúklingahópa til að kynnast viðhorfum þeirra til réttinda sjúklinga og hvemig þau verði best tryggð. Kennarar vilja ekki að kosið verði 1 skólum Kosið í öðru hús- næði borgarinnar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur ákveðið að hafínn verði undirbúningur að því að finna nýtt húsnæði undir kjörstaði fyrir alþing- iskosningamar sem fram fara 8. apríl. Verkfallsstjóm kennararfélag- anna leggst gegn því að kosið verði í skólum borgarinnar. Í bréfí verkfallsstjómar kennara segir að kennslustofur séu vinnu- svæði kennara og nemenda og þar inni séu persónuleg gögn og eigur á ábyrgð kennara, sem öðmm sé óheimilt að ganga um, hvorki i verk- falli kennara né endranær. í bréfínu segir jafnframt að venja sé að kennarar séu beðnir um að ganga frá kennslustofum fyrir kosn- ingar og í mörgum tilfellum hafi kennsla fallið niður til þess að kenn- arar geti unnið þá vinnu. „Ef aðrir gengju í þau störf væra þeir því að ganga í hefðbundin störf kennara á meðan þeir em í verkfalli." Átök mega ekki verða Ingibjörg Sólrún sagðist ekki vera sátt við þessa afstöðu verkfallsstjóm- ar kennara. Húsnæði skólanna væri í eigu borgarinnar og kosningarnar fæm fram um helgi þegar engin kennsla ætti sér stað. „Vegna þessara viðbragða munum við fara að huga að því hvemig við getum hagað kosningunum og skipu- lagt þær í öðm húsnæði. Mér fínnst það mjög ógeðfelld tilhugsun ef það verður einhver ágreiningur eða átök í kringum kjörstaði. Það á ekki að eiga sér stað í lýðræðisríki og ekki á það hættandi,“ sagði borgarstjóri. A ólympíu- leika í * Astralíu FIMM efstu í 12. landskeppni í eðlisfræði munu taka þátt í ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í Ástralíu í sumar. Þau eru talin frá vinstri í aftari röð, Guðmund- ur Hafsteinsson nemandi í Menntaskólanum i Reykjavík, sem var í 3. sæti, Jóhann T. Sigurðsson nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, sem var í 4.sæti og Magnús Þór Torfason nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, sem var í 2. sæti. í fremri röð er Hjördís Siguðardóttir nemandi í MR, sem var í 5. sæti og Gunnlaugur Þór Bri- em nemandi í MR, sem var í 1. sæti. Morgunblaðið/Sverrir Rætt um raforkunotkun á Islandi til ársins 2015 á ársfundi Orkustofnunar Raforkuþörf gæti sexfaldast SÉ GERT ráð fyrir því að raforkufrekur iðnaður vaxi ört í landinu á fyrstu 15 ámm næstu aldar, jafnframt því að útflutningur á raforku hefjist í stómm stíl á sama tímabili, er raforkuþörfín talin tæplega sexfaldast frá því sem nú er, eða úr 4,3 terrawattstundum á ári í 25,1 terrawattstund. Er þá reiknað með nýjum iðnaði sem að orkuþörf svari til þriggja álvera af þeirri stærð sem ráðgert er að reisa á Keilisnesi auk stækk- unar álversins í Straumsvík, nokkmm minni iðnaði og útflutningi á raforku um tvo sæ- strengi. 50% raforkunnar til stóriðju Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar sem haldinn var í gær, en á fundinum var fjallað um raforkunotkun á Islandi fram til ársins 2015; hvernig hagkvæmast sé að sjá fyrir henni og hvaða undirbúningsrannsóknir þurfi til. í máli Jakobs Björnssonar orkumálastjóra kom fram að stóriðja á nú þegar stærri hlut í raforkunotkuninni hérlendis í heild en í nokkru öðm iðnríki, eða í kringum 50%, og fer hlutur stóriðjunnar vaxandi. Hann sagði m.a. að þar sem ekki yrði með góðu móti spáð um það 1-2 áratugi fram í tímann hvað Alþingi kann að ákveða um meiriháttar raforkufrekan iðnað hefði Orku- spárnefnd takmarkað raforkuspár sínar við almenna rafmagnsnotkun og þá stóriðju sem fyrir var þegar spáin var gerð. Undir þessum kringumstæðum væri gjarnan gripið til svo- nefndra sviðsmyndakannana þar sem dregnar eru upp nokkrar mismunandi myndir af því hvernig framtíðarsviðið gæti litið út, en Jakob ítrekaði að þar væri ekki um raforkuspár að ræða. Á fundinum var gerð grein fyrir fímm slík- um sviðsmyndum sem gefa til kynna mögu- lega þróun raforkumarkaðarins á Íslandi næstu tvo áratugina. Fyrir hveija þeirra um sig er leitað að þeirri röð virkjana sem mætir raforkueftirspurninni með þeim hætti að nú- virðið í árslok 1994 af þeim kostnaði við virkj- anir í röðinni sem til fellur frá árslokum 1994 til og með árinu 2015 sé lægri en með nokk- urri annarri röð virkjana. Að þessu verkefni unnu fjórir starfsmenn Orkustofnunar, þeir Einar Tjörvi Elíasson, Halldór Pétursson, Hákon Aðalsteinsson og Valgarður Stefánsson. Fimm sviðsmyndir Sem fyrr segir er raforkuþörfin talin tæp- lega sexfaldast frá því sem nú er vaxi orku- frekur iðnaður ört í landinu á fyrstu 15 árum næstu aldar, jafnframt því að útflutningur á raforku hefjist í stórum stíl á sama tímabili. Ef miðað er við vöxt sem er ígildi fimm álvera að orkuþörf auk stækkunar álversins í Straumsvík, en ekki gert ráð fyrir útflutn- ingi á raforku, þá vex árleg raforkunotkun úr 4,3 terrawattstundum í 21,2. Þriðja sviðs- myndin gerir ráð fyrir hægri og sígandi þróun orkufreks iðnaðar í smáum stigum allt til ársins 2015, og þá með engum meiriháttar notendum á borð við álver, að frátalinni stækkun í Straumsvík, og án útflutnings á raforku. Samkvæmt þessu er orkuþörfin árið 2015 talin verða 9,3 terrawattstundir. Fjórða sviðsmyndin er áþekk þerri þriðju, en gert ráð fyrir ennþá hægari vexti raforkuf- reks iðnaðar, og er heildarþörfín þá talin verða 8,3 terrawattstundir árið 2015. Fimmta og síðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir stækkun í Straumsvík og tveimur stórum iðnaðaráföng- um um og upp úr aldamótunum, þar sem hvor um sig svarar til álvers eins og á Keilis- nesi, en minni iðnfyrirtækjum eftir það. Sam- (kvæmt þessu yrði heildarorkuþörfin árið 2015 13,9 terrawattstundir, eða ríflega þreföld orkuþörfin eins og hún er í dag. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.