Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FRÉTTIR Lögfræðiálit embættis ríkislögmanns Óbein erlend fjár- festing leyfir ekki sviptingu veiðiréttar í UMBEÐNU lögfræðiáliti, sem þrír lögmenn við embætti ríkislög- manns undirrituðu og sendu sjávarútvegsráðherra í júlí 1992, kemur fram að sinni stjórn félags, sem erlendur aðili fjárfestir í og öðlast þannig óbeina eignaraðild að íslensku sjávarútvegsfyrirtæki, ekki skyldu til að stöðva slíka fjár- festingu skuli viðskiptaráðherra hlutast til um málið og séu ýmis úrræði tiltæk. Þar á meðal geti ráðherra vísað máli til opinberrar rannsóknar, sinni stjórn félagsins ekki ábendingum um að stöðva annaðhvort erlendu fjárfestinguna eða losa sig við eignarhlut í sjáv- arútvegsfyrirtækinu. Svipting veiðiréttar stenst ekki Hins vegar telja lögmennirnir að sú túlkun á lögunum standist ekki að óbein eignaraðild sé heim- il en leiði til þess að fyrirtæki í útgerð eða fiskvinnslu missi heim- ild sína til að stunda viðkomandi atvinnurekstur. Slík túlkun á banni við óbeinni fjárfestingu út- lendinga leiddi til þeirrar óeðlilegu niðurstöðu að í reynd væri unnt að ryðja fyrirtæki út úr atvinnu- rekstri sínum með smávægilegri erlendri fjárfestingu. „Við teljum það vera langsótta túlkun á lögunum, að lögbrot ann- ars aðila leiði til þess að útgerðar- eða fiskvinnslufyrirtæki, sem ekki verður kennt um þá aðstöðu sem upp er komin, verði svipt heimild sinni til starfsemi á umræddum sviðum, en hin ólögmætu viðskipti eigi að standa óröskuð. Viðkomandi útgerðar- eða fisk- vinnslufyrirtæki hefur ekki úrræði að lögum til að koma í veg fyrir að slíkt ólögmætt ástand skapist. Lagaleg úrræði og viðbrögð í því efni liggja hjá öðrum,“ segir í álit- inu sem undirritað er af Gunn- laugi Claessen, þáverandi ríkislög- manni og hæstaréttarlöjgmönnun- um Guðrúnu Margréti Arnadóttur og Sigrúnu Guðmundsdóttur. Stjórnir eiga tveggja kosta völ Lögmenn ríkisins telja að verði stjórn íslensks fyrirtækis sem aft- ur á hlut í útgerðar- eða fisk- vinnslufyrirtæki, áskynja um er- lenda fjárfetsingu í fyrirtækinu eigi hún tveggja kosta völ: Annað- hvort að leita leiða til að-stöðva fjárfestinguna sjálf eða með at- beina stjórnvalda eða að sætta sig við hina erlendu ijarfestingu og losa sig þá við eignarhald í útgerð- ar- eða fiskvinnslufyrirtækis. Aðhafist fyrirtækið ekkert feli áframhaldandi eignarhald í út- gerðar og fiskvinnslufyrirtæki í sér brot á 4. grein laga um fjár- festingu útlendinga og eftir atvik- um öðrum lögum og kunni það að varða viðurlögum. í álitinu kemur fram að við- skiptaráðherra sé í 10. grein lag- anna heimilað að stöðva erlenda fjárfestingu telji hann hana ógna öryggi landsins, skerða verulega samkeppni fyrirtækja í viðkom- andi atvinnugrein eða vera á ann- an hátt til þess fallin að hafa óæskileg áhrif á atvinnulíf í land- inu. „[Viðskiptaráðherra getur] stöðvað fjárfestingu aðila í fyrir- tækjum hér á landi, sem leiðir til stofnunar óbeinnar, erlendrar eignaraðildar í útgerðar- eða fisk- vinnslufyrirtæki. Hér að framan höfum við komist að þeirri niður- stöðu, að fjárfesting íslenskra fyrirtækja í öðrum fyrirtækjum, sem leiðir til' stofnunar óbeinnar erlendrar eignaraðildar sé einnig brot á 4. gr. laganna. Samkvæmt því teljum við, að slík viðskipti falli undir eftirlit og viðurlög skv. lögunum. Viðskiptaráðherra hafi því vald skv. lögunum til að stöðva slíka fjárfesitingu. Hlíti viðkomandi aðilar ekki fyrirmælum hans um að grípa til aðgerða, sem aflétti því ólögmæta ástandi, getur viðskiptaráðherra knúið á um slíkt með því að beina málinu í rannsókn að hætti opin- berra mála og eftir atvikum með beiðni til ríkissaksóknara um að mál til brottnáms ólögmæts ástands verði höfðað," segir í lok lögfræðiálitsins. Morgunblaðið/Sigríður Ingvársdóttir INGI Hauksson, íbúi að Hólavegi 83, hefur búið þar í 18 ár, en aldrei hafa snjóþyngsli verið jafn mikil og í vetur. Ingi er undir þakskeggi hússins, fyrir ofan göng sem liggja niður að útidyrum. Hús á Siglufirði grafið upp í þriðja sinn í vetur Þrír metrar niður á þakið Siglufirði. Morgunblaðið. ÞRISVAR í vetur hefur þurft að moka upp húsið að Hólavegi 69 á Siglufirði, nú síðast sl. sunnudag, en þá unnu 30 manns við mokst- ur. Ekki veitti af mannskapnum, því moka þurfti u.þ.b. 3 metra niður á þak hússins. Húsið er í eigu hjónanna Mar- grétar Óskar Harðardóttur og Guðna Sigtryggssonar, en þar sem Guðni er á sjó hefur Margrét Ósk verið ein heima ásamt börnum þeirra. Hún segir það frekar óhugnanlegt að heyra brakið og brestina sí og æ í þakinu, en vegna snjóþungans hafi þakið töluvert sigið, loftplötur sprungið og ekki sé lengur hægt að opna og loka dyrum. Margrét Ósk fór út um hádegis- bil sl. föstudag, en er hún kom heim um kvöldmatarleytið komst hún ekki inn, því ekki sá þá leng- ur í útihurð hússins. Hún dvaldi því ásamt börnunum hjá ættingj- um fram á sunnudagsmorgun. Þá hafði veðrinu slotað og var farið að huga að húsinu. Það hafði fennt svo rækilega í kaf að moka þurfti um 3 metra niður á þak þess. Moksturinn annaðist um 30 manna lið vaskra manna, sem naut að- stoðar snjótroðara. Að sögn Margrétar Óskar er ekki enn hægt að fullyrða hvort um varanlegar skemmdir er að ræða, því þar sem húsið er timb- urhús getur það átt eftir að rétta sig eitthvað við. Þó er ljóst að styrkja þarf það verulega. Ekkí ákvörðun meirihlutans í YFIRFYRIRSÖGN á frétt á blað- síðu 6 í Morgunblaðinu í gær er sagt að það sé ákvörðun meirihluta bæjar- stjórnar í Hafnarfirði að senda Hag- virkismálið til ríkissaksóknara. Eins og fram kemur í fréttinni er þetta ekki rétt því það er ekki meirihlutinn heldur Magnús Gunnarsson, formað- ur bæjarráðs, og Magnús Jón Árna- son, bæjarstjóri, sem senda málið til ríkissaksóknara. Ellert Borgar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, sagði í samtali við blaðið í gær, að engin meirihlutasamþykkt væri fyrir því að senda málið þessa ieið, enda hefði það ekki verið rætt. Rétturinn til þess væri hins vegar ótvíræður hvaða bæjarfulltrúi sem í hlut ætti. Aðspurður sagðist Ellert ekki viljá tjá sig um málið efnislega. Tryggingayfirlæknir svarar ráðherra með lögfræðiáliti og telur sig ekki þurfa að víkja úr embætti Byggt á að ííkissak- sóknari hafi ekki kraf- ist embættissviptingar JÚLÍUS Valsson trygg- ingayfirlæknir hefur afbent Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra grein- argerð sína vegna bréfs ráðherra þar sem honum var gefinn kostur á að koma á framfæri athuga- semdum áður en ákvörðun yrði tekin um hvort honum yrði vikið úr stöðu sinni. Ráðherra ritaði bréfið í kjölfar álits ríkislögmanns á starfshæfi Júlíusar sem beðið hafði verið um vegna skattalaga- brota Júlíusar. Greinargerð Júlíus- ar samdi Andri Amason hæsta- réttarlögmaður. Glögg vitneskja ósönnuð í greinargerðinni segir að Júlíus hafi ekki haldið bókhald tekjuárin 1990 og 1991 og það sé því ósann- að að hann hafi haft glögga vitn- eskju um umfang tekna sinna eins og fullyrt sé i minnisblaði ríkislög- manns frá 15. mars 1995. Verði að telja það óviðeigandi af emb- ætti ríkislögmanns að fullyrða slíkt. Eldra álit ríkis- Iögmanns gallað Vakin er athygli á því að ráð- herra óskaði ekki eftir sjálfstæðu mati á starfshæfi Júlíusar heldur fól ríkislögmanni að bera það sam- an við fyrirliggjandi álit á starfs- hæfi annarra tryggingalækna frá því í nóvember 1993. Er bent á þann annmarka á því áliti að ekki hafí verið tekið tillit til þess að heilbrigðisyfirvöldum hafi verið kunnugt um meint skattalagabrot þáverandi tryggingayfirlæknis (og tryggingalækna) um fast að þriggja ára skeið án þess að beita brottrekstri. Þess vegna hefði fyr- irvaralaus brottrekstur trygginga- yfirlæknis í nóvember 1993 að öllum líkindum talist ólögmætur. Slíkir meinbugir hafi því verið á hinu eldra áliti ríkislögmanns að það verði ekki lagt einhliða til grundvallar. Engin heimild til endanlegrar lausnar frá störfum í greinargerðinni er vikið að skilyrðum þeim sem séu fyrir því að leysa megi ríkisstarfsmann frá störfum. Engar heimildir séu í lög- um nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að ráðherra geti leyst Júlíus end- anlega frá störfum. Hvað varðar lausn um stundarsakir komi helst til álita 3. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1954, en þar segir að veita megi starfsmanni Iausn um stund- arsakir án áminningar ef hann er grunaður um eða sannur orðinn að háttsemi, er varða kynni svipt- ingu réttinda samkvæmt 68. gr. almennra hegningarlaga. í 68. gr. alm. hgl. segir: „Nú fremur opinber starfsmaður refsi- verðan verknað og má þá í opin- beru máli á hendur honum svipta hann heimild til að rækja starf- ann, ef hann telst ekki lengur verð- ur eða hæfur til þess.“ Bent er á að þegar hafí verið höfðað opin- bert mál vegna brots Júlíusar, sem lauk með sektarákvörðun fyrir nokkru, án þess að ákært hafi verið fyrir brot á 68. gr. alm. hgl. „Af framangreindum ástæð- um er því eðlilegt að líta svo á, að ef ekki kemur fram af hálfu ákæruvalds í opinberu máli krafa um sviptingu heimildar til að gegna tilteknu starfí, að þá séu ekki að lögum skilyrði til að beita slíkum viðurlögum. Gildir það að sjálfsögðu um refsiþátt málsins, en einnig um þann þátt sem snýr að Iausn viðkomandi úr starfi, þar sem lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna vísa með beinum hætti til 68. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í greinar- gerðinni. Mat ríkissaksóknara Einnig segir þar að líta verði svo á að það hafi verið mat ríkis- saksóknara að brot Júlíusar varð- aði ekki réttindasviptingu skv. 68. gr. alm. hgl. Ráðherra geti ekki haft annað mat eða skilning á 68. gr. alm. hgl. en ríkissaksóknari, nema alveg sérstaklega standi á. Slíku sé ekki til að dreifa og því megi draga þá ályktun að Júlíus sé bæði verður og hæfur til að gegna starfanum. Brottvikning nú teldist því ólögmæt og gæti varðað ríkissjóð bótaábyrgð. Slík brott- vikning væri auk þess gróft brot á stjórnsýslureglum íslensks rétt- ar. Ráðherra á kost á því að áminna En jafnvel þótt til álita þætti koma að víkja Júlíusi frá störfum um stundarsakir þá geri lög ráð fyrir að þá komi til rannsóknar af hálfu „kunnáttumanna eða fyr- ir dómi að hætti opinberra mála“. Mál Júlíusar hafi þegar hlotið rannsókn, þ.m.t. hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins, sem ekki hafi gefið ríkissaksóknara tilefni til að krefjast sviptingar heimildar til að gegna stöðu tryggingayfirlæknis. Lausn um stundarsakir eigi því heldur ekki við af þessari ástæðu. Minnt er á að ráðherra eigi þess kost samkvæmt lögum að áminna Júlíus. í greinargerðinni kemur fram að Júlíus hafi þegar hann sótti um stöðu tryggingayfirlæknis ekki mátt búast við að málinu yrði vís- að til opinberrar meðferðar og ákæru. Eins og fram komi í áliti ríkislögmanns frá því í nóvember 1993 hafi svona málum árum sam- an verið vísað til sektaákvörðunar hjá skattyfirvöldum. Skýringin á því að skattrannsóknarstjóri hafi vísað málum tveggja annarra tryggingalækna til opinberrar rannsóknar hafi verið sú. að þeir svöruðu ekki bréfum rannsóknar- deildar ríkisskattstjóra. Loks er bent á að Júlíus hafi ekki leynt skattamálum sínum er hann sótti um og að margir af þeim aðilum sem að málinu komu, og voru umsagnaraðilar til ráð- herra þess er stöðuna veitti, vissu eða máttu vita um meintar ávirð- ingar hans. Hafi þeir talið þau leiða til þess að hann væri ekki verður til að gegna stöðunni, hafí þeim borið að vekja athygli Júlíus- ar og ráðherra á því þegar í stað. Ekki sé við Júlíus að sakast í þeim efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.