Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frambjóðendur á fundi með námsmönnum Frambjóðendur Alþýðubandalags á vinnustaðafundi hjá ORA Endur- greiðslur endur- skoðaðar SEX fulltrúar stjórnmálaflokka voru sáríimála titti áð ástæða væri til áð öndurskoða reglur urn endúrgreiðsl- ur lárlþéga til Lánasjóðs íslenskra námsthahna á fjöihiéhhúm báráttú- árndi námsmannahreyfínganna í Háskólabíói í gær. Þegar talið barst að því fyrir- komulagi sjóðsins að gréiða ekki út lán fyrr en eftir að sýnt hefur verið fram á námsárangur á hverri önn, klofnaði hópurinn. Aðrir en Gunnar Birgisson, stjórnarformaður LÍN og frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, töldu ástæðu til að koma á samtíma- greiðslum eða skoða möguleika á að koma þeim á eftir að sýnt hefði verið fram á árangur á fyrsta ári. Dagur Eggertsson, af hálfu stúd- enta, sagði að eftirágreiðslur, þung- ar endurgreiðslur og óraunhæfar kröfur um námsárangur hefðu haft þær afleiðingar í för með sér að samsetning lántakendahóps LÍN Morguriblaðið/Julíus STJÓRNMÁLAMENN sitja fyrir svörum Hefbl breýst á kostnáð þeirra sem síst skyldi. Náhishiöhhúrh útáh áf láhdi Kéfði ftékknð, éihhig: barnafúlkl og einstæðum foreldrum. Mörður Árnason, fulltrúi lö'óð- vaka, Kristín Ástgeirsdóttir, fulltrúi Kvennalista, Finnur Ingólfsson, full- trúi Framsóknarflokks, og Svavar Gestsson, fulltrúi Alþýðubandalags, tóku undir orð Dags um að nauðsyn- legt væri að endurskoða reglur um eftirágreiðslur og endurgreiðsluhlut- fall, t.d. til að gera fyrrverandi námsmönnum kleift að koma yfir sig þaki að námi loknu. Aðstoð á traustum grunni Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og fulltrúi Álþýðu- flokks, sagði að náðst hefði að treysta fjárhag LÍN með núgildandi lögum um sjóðinn árið 1992. Engu að síðúr kvað hann ástæðu ti! að skipa hiutlausari hóþ til að eridúr- sköða reglur úm endurgreiðsiúr og skoða bæri að taka upp samtíma- greiðslur eftir að nemendur hefðu sannað sig á fyrsta ári. Gunnar Birgisson sagði að áhersla væri lögð á að sjóðurinn veitti áfram- haldandi aðstoð á traustum grunni og sinnti jöfnunarhlutverki sínu. Hann sagði að endurskoða þyrfti reglur um endurgreiðslur og kanna, við endurskoðun á reglum sjóðsins, hvort ástæða væri til að taka upp styrkjakerfi að hluta. Gunnar sagði að talið væri að skattpeningar væru betur nýttir með eftirágreiðslum en fyrirframgreiðsl- um. Hann sagði að 1.000 til 1.200 milljónir þyrfti til að breyta kerfinu og spurði hvar ætti að taka þá fjár- muni. „HVAÐA töfralausn- ir hafið þið í þessum málum? - Ertu að segja að Davíð Odds- son semji um laun verkalýðsins? - Ef Ólafur Ragnar verð- ur forsætisráðherra lyftist þá kaupið hjá Kóka kóla? - Þú seg- ir ekkert um það hvar þið ætlið að afla peninga til að borga þetta?“ Starfsmenn hjá niðursuðuverksmiðj- unni ORA hf. í Kópa- vogi voru ósparir á spurningar til fram- bjóðenda Alþýðu- bandalagsins og óháðra, Kristlnar Á. Guðmunds- dóttur, formanns Sjúkraliðafé- lagsins, sem skipar þriðja sæti á framboðslista flokksins á Reykjanesi og Vilbórgar Gúðna- dóttur, sem skipar sjötta sætið, á vinnustáðafúndi sem fram fór í matarhléi starfsmanna ORA í hádeginu í gær. Lífleg skoðanaskipti urðu á fundinum. Kristín kynnti starfs- fóikinu megináherslúr Alþýðú- báúdaiágsihs fyrir alþingiskösn- ingarnar og varð tíðrætt um Iaunamuninn í landinu. Gera þá ríku ríkari og þá fátækari fátækari Hún sagði að Alþýðubanda- lagið væri ekki að boða skatta- lækkanir en vildi hagræða í skattakerfinu og leggja á fjár- magnstekjuskatt. Tók hún dæmi af sölu hlutabréfanna i OIís um seinustu helgi og sagði að þar færi milljarður í vasa einnar konu, sem ætti möguleika á að kaupa sér ríkisskuldabréf án þess að greiða krónu í skatt af vaxtatekjunum, sem næmi millj- ónum á hverju ári. „Við verðum að ná í þessar Morgunblaðið/RAX tekjur. Þessi hægri sljórn hefur efnt öll sín loforð. Loforð hægri stjórnarinnar voru þau að gera þá ríkari ríkari og þá fátækari fátækári. Þáð héfúr hún staðið Viðj“ sagði Kristín. Kristíh sagði að tími væri kominn til að stórfyrirtækin sem skiíúðú miklum hagnaði færu að borga fólki mahnsæniándi laun Ög tók seni dæmi að ungir starfsmerin hjá Kóka kóla héfðíi 48 þúsund kr. í riiáriáðarlaun. Það væri í anda þeirrar hægri stefnu sem fylgt hefði verið í tíð ríkisstjórnarinnar, enda væri Kóka kóla aðili að Vinnuveit- endasambandinu og hluti af hægri öflunum í landinu. Hvaða töfra- lausnir hafið þið? Margrét Frímannsdóttir þingmaður Alþýðubandalags og fulltrúi í stjórnarnefnd Ríkisspítala Niðurskurður í von um að þrýstihópar rísi upp ARGRÉT Frímanns- dóttir, alþingismaður Alþýðubandalagsins, sem sæti á í stjórnar- nefnd Ríkisspítala, sagði í um- ræðuþætti í sjónvarpi á mánudag að við umræður í stjórnarnefnd Ríkisspítala hafi stundum verið tekin upp viðkvæm mál sem við- kvæmt sé að skera niður í von um að upp rísi þrýstihópar sem skili árangri inn í ráðuneytið. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart og menn hlytu að spyija sig hvort ekki væri full ástæða til að breyta lögum um hvernig fólk væri valið í stjórn þessara ríkis- stofnana. í þættinum lýsti Margrét því að hún teldi rétt að leggja til hliðar þær aðferðir sem reyndar hafa verið undanfarin 4 ár við að ná fram niðurskurði innan Ríkisspítal- anna og vísaði af reynslu úr starfi í stjómamefndinni þar sem sífellt bærust fyrirskipanir að ofan um niðurskurð. „Jafnvel þó það sé Ijótt að segja það, þá tökum við stundum upp viðkvæm mál, eins og t.d. áfengis- meðferðardeildir og fíkniefnameð- ferðardeildir sem við vitum að er afar viðkvæmt að skera niður, í þeirri von að það rísi upp þrýstihóp- ar og skili árangri inn í ráðu- neyti,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir í þættinum. í samtali við Morgunblaðið, nán- ar aðspurð um þessi ummæli, áréttaði Margrét að hún hefði ekki verið að lýsa viðhorfum annarra stjómarnefndarmanna, aðeins eig- in reynslu, og hefði hún fyrst og freinst verið með málefni Gunnars- holts í huga og ítrekaðar hugmynd- ir um niðurskurð þar. „Ég sit í þessari stjórnarnefnd og það liggur fyrir að það verði vonlaust að fara í flatan niður- skurð á allar deildir sjúkrahússins og því er kastað fram einu sinni enn að skera niður í Gunnarsholti, þá hugsar maður sem svo að það muni þá koma upp þrýstingur ■ þannig að hugmyndin muni ekki ná fram að ganga eða a.m.k. leiði hún til þess að leitað verði annarra lausna.“ Hún sagði rangt að leggja í þessi orð þann skilning að niður- skurður á Gunnarsholti væri ákveðinn í trausti þess að upp kæmi andstaða sem dygði til að kæfa þær hugmyndir. „Þetta er ekki þannig. En þegar maður situr og á að skera niður á þriðja hundr- að milljónir á sjúkrahúsi þar sem búið er að skera niður og þrengja að aftur og aftur, þá hugsar mað- ur með sér: Þarna em þrýstihópar og kannski kemur stuðningur við það að þessu verði haldið áfram þó að þessi tillaga sé sett fram. Það er það sem ég hugsa.“ Margrét sagði það ranga álykt- un að þetta þýddi að hún væri ekki í einlægni að reyna að ná fram spamaði innan Ríkisspítalanna. „Við vildum gera þetta í einlægni og láta gera heíldarúttekt og vinna hana vel. Það gæti tekið 1-2 ár. Síðan yrðu tillögur um sparnað og hagræðingu unnar í samræmi við þá úttekt en ekki þannig að það komi fyrirskipanir ár eftir ár þrátt fyrir að búið sé að segja starfs- fólki að ekki verði gengið lengra í sparnaðartillögum. Á það hefur ekki verið fallist og meðan þessi vinnubrögð eru viðhöfð er ekki unnið að hagræðingu af neinu viti.“ Um það hvort þetta lýsti ekki trúnaðarbresti milli stjórnarnefnd- armanns Ríkisspítala og heil- brigðisráðherra og hvort til greina kæmi að Margrét segði sig úr stjómarnefndinni til að mótmæla stefnumörkun ráðherrans fremur en að grípa til aðgerða af þessu tagi, sagði Margrét Frímannsdótt- ir: „Það getur vel verið að það hefði verið heiðarlegra af minni hálfu en ég held að það sé best að von- ast til þess að það verði tekin upp önnur vinnubrögð. Við gerðum grein fyrir því í bréfi með tillögun- um að við teldum heppilegra að gera úttekt og fara í hagræðingu að henni lokinni. Það er ekki um neinn trúnaðarbrest að ræða því að stjórnarnefnd getur og hefur rætt þessa niðurstöðu við heilbrigð- isráðherra." Kemur ráðherra ekki á óvart „Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra þegar ummæli Margrétar í sjónvarpinu voru borin undir hann. Hann sagð- ist áður hafa vitnað til greiningar heilsuhagfræðinga á viðbrögðum við tillögum til niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu og orð Margrétar féllu vel að þeirri greiningu á varn- arviðbrögðum kerfisins. „Þegar menn sjá þetta og heyra geta þeir velt fyrir sér stöðu heil- brigðisráðherra. Þetta eru stjórn- endur stofnunarinnar, kjörnir af Alþingi til þess að stjórna stofnun- inni sem næsta yfirvald undir heil- brigðisráðherra og ef þeim sem falinn er sá trúnaður að stýra dag- legum störfum stofnunarinnar beita sér með þessum hætti gegn stefnumótun ráðherra og ríkis- stjórnar þá hljóta menn að spyija sig hvort ekki sé full ástæða til að breyta lögum um hvemig fólk er valið í stjórn þessara stofnana. Mundi nokkur stjórnandi í einkarekstri þola að það að stjórn- endur sem undir hann heyrðu við- urkenndu að vinna svona skipulega gegn stjórnunarmarkmiðum hans,“ sagði Sighvatur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.