Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Svona fór um sióferð þá ÞAÐ hafa sennilega ekki aðrir en unga fólkið ánægju af þeim gríð- arlegu pollum sem myndast hafa á götum bæjarins eftir að fór að hlána. Þessir piltar voru að leik í Hlíðarlundi í gærdag, útbjuggu dálítinn fleka sem þeir hugðust sigla á um stöðuvötnin sem þar höfðu myndast. Sjóferðin varð hins vegar endaslepp, burðargeta flekans gerði ekki ráð fyrir sigl- ingu með þijá innanborðs - og flekinn sökk. Allt að 30% skattpenínga hafa farið í snjómokstur SVEITARSTJÓRNARMENN hafa áhyggjur af miklum kostnaði við snjómokstur í vetur og komu þær fram í umræðum á fundi bæjarstjórn- ar á þriðjudag. Þórarinn E. Sveinsson bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks sagði ijárveitingu Akureyrarbæjar til snjómoksturs löngu búna og hefði starfs- manni Héraðsráðs Eyjafjarðar verið falið að kanna hvort til væru sjóðir sem hægt væri að leita til með fjárveitingar. Sagðist hann vita dæmi þess að lítil sveitarfélög í nágrenni Akur- eyrar væru búin að eyða allt að 30% af skattpen- ingum sínum í snjómokstur. Þá gat hann þess að mjóikurbíll sem var á ferðinni í Eyjafirði á þriðjudag hefði ekið um djúp snjógöng og hefði snjórinn náð um 2 metra yfir bílinn. Getur skert framkvæmdagetu í sumar „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir og mörg sveitarfélög eiga í erfiðleikum með að kosta allan þennan mokstur. Því höfum ákveðið að athuga hvort til séu sjóðir sem hægt er að leita til,“ sagði Þórarinn og bætti við að nú væri að hlána, vorið væri vonandi á næsta leiti þó svo ekki væri hægt að lofa neinu slíku í bæjarstjórn. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, sagði geypilegt fjármagn hafa farið í snjóhreins- un í vetur. Þó væri farið að draga úr mokstri í íbúðargötum, en ástæða væri til að hafa áhyggj- ur af hamförum þegar færi að hlána að ráði, þíðan vekti ekki gleði allra. „Það er ljóst að ein- hvers staðar verður að taka þetta fjármagn og þetta getur vissulega haft áhrif á framkvæmda- getu okkur í surnar," sagði Sigurður, en snjóm- okstri væri hvergi nærri lokið, mikið verk væri eftir við að gera götur ökufærar og að bregðast við hlákunni. „íslenskur sjávarútvegur á alþjóðavettvangi" Ráðstefna um sjávarútveg í Háskólabíói (sal 3) laugardaginn 25. mars. Ráðsteínustjóri: Gestur Geirsson. DAGSKRÁ: 09.30 Innritun. 10.00 Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvdeildar. HA, setur ráðstefnuna. 10.10 Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. 10.35 Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar. 10.55 Gunnlaugur Ingvarsson, framkvæmdarstjóri lcemac. 11.15 Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands. 11.35 Fyrirspurnir og almennar umræður. 12.00 Matarhlé. Hádegisverður á Hótel Sögu. 13.00 Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. 13.25 Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. 13.50 Grímur Valdimarsson, forstöðumaður RF. 14.15 Páll Gíslason tæknilegur framkvæmdarstjóri Goodman Shipping 14.35 Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalagi. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokki. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Kvennalista. Ágúst Einarsson Þjóðvaka. 16.05 Fyrirspurnir og almennar umræður. 17.00 Steindór Sigurgeirsson formaður Stafnbúa slítur ráðstefnunni. Þátttökutilkynningar eða fyrirspurnir berist fyrir föstudag Ráðstefnugjald er 3.500 kr., innifalin eru um simbref 96-30998 eða símsvara 96-26138. ráðstefnugögn og veglegur hádegisverður Vinsamlegast tilgreinið miðafjölda, nafn og heimilisfang á Hótel Sögu. ásamt vinnu- og heimasíma. Félag sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri ISLANDSBANKI sjóváqIIalmennar L Landsbanki íslands Skeljungurhf. (Sjá einnig auglýsingu á bls. 617 í Textavarpinu). Störf við Giljaskóla auglýst BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi á þriðjudag að nýr skóli sem byggður verð- ur í Giljahverfi skuli heita Giljaskóli. Þá var samþykkt á fundi bæjarstjórnar að óska eftir við Fræðsluskrifstofu Norður- lands eystra að auglýst verði eftir umsóknum skólastjóra og kennara við skólann. Nokkrar umræður urðu um málið á fundi bæjarstjórnar og þannig velti Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, því upp hvort skynsamlegt væri í fyrstu að skólastjóri Síðuskóla sæi einnig um skóla- stjórn í hinum nýja skóla, eink- um í ljósi þess hversu Gilja- skóli yrði fámennur til að byija með. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, sagði aftur á móti mikilvægt við uppbygg- ingu nýrra skóla að ráðinn yrði skólastjóri til að stjórna skólanum frá upphafi. Baráttufund- ur foreldra BARÁTTUFUNDUR foreldra verður haldinn í Dynheimum kl. 20.30 í kvöld, fimmtudags- kvöldið 23. mars. Börnin hafa ekki komist í skólann í tæpar fimm vikur vegna kennaraverkfalls og vilja foreldrar á Akureyri ræða það ástand sem upp er komið vegna þess. Fundur G-listans ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags- ins, verður meðal þeirra sem fram koma á almennum stjórnmálafundi G-listans sem haldinn verður í Alþýðuhúsinu á Akureyri í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 23. mars kl. 20.30. Einnig verða þar Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur ASÍ, en hún skipar 2. sætið á G-listanum í Reykjavík, og efstu menn G-listans á Norð- urlandi eystra, þau Steingrím- ur J. Sigfússon, Árni Steinar Jóhannsson og Sigríður Stef- ánsdóttir. Þrír einleikir ÞRÍR einleikir verða sýndir á „heitum fimmtudegi" í Deigl- unni í kvöld, fimmtudags- kvöldið 23. mars kl. 20.30 og einnig verða þeir sýndir n.k. laugardag 25. mars kl. 16.00. Einleikirnir eru eftir Ingi- björgu Hjartardóttur og heita Dóttirin, Bóndinn og Slag- hörpuleikarinn. Þættirnir segja sögu þriggja kvenna sem eiga að baki mismunandi feril. Laufás- prestakall KIRKJUSKÓLI á laugardag, 25. mars í Svalbarðskirkju kl.’ 11.00 og í Grenivíkurkirkju kl. 13.30. Guðsþjónusta í Grenivíkur- kirkju sunnudagskvöldið 26. mars kl. 20.30. Sóknarprest- urinn kemur og messar sjálfur og fermingarbörn aðstoða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.