Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Rúnar Þór Lesið yfir frambjóðendum FRAMBJÓÐENDUR eru á far- aldsfæti eins og veður og færð leyfa þessa dagana, en fresta hef- ur þurft fundum vegna hinna niiklu snjóalaga. Efstu menn á framboðslistum stjórnmálaflokkanna ræddu við Viðar Eggertsson leikhússtjóra og hans menn i Samkomuhúsinu í vikunni. Menningarmái voru leik- hússtjóranum hugleikin en hann las m.a. fyrir frambjóðendur upp úr Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins þar sem ritað var um menninguna og giidi hennar í kjöl- far heitra umræðna sem upp komu síðasta haust vegna fyrirhugaðra kaupa á konsertflygli til Akur- eyrarbæjar. Heilsugæslustöðin á Akureyri Brautry ðj enda- starf í nútíma Aldaraf- mæli á Nes- kaupstað Neskaupstað - Aldarafmæli átti 7. mars sl. Einar Jónsson fyrrver- andi skipstjóri og útgerðarmað- ur í Neskaupstað. Einar fæddist á Nesi í Norð- firði og hefur búið á Norðfirði alla sína ævi. Eiginkona hans var Margrét Heinriksdóttir en hún lést árið 1986. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en ólu upp einn fósturson, Guðmund Sigmarsson, vélstjóra. Einar dvelur nú á öldr- unardeiid Fjórðungssjúkrahúss- ins á Neskaupstað. Myndin er tekin þar og er Einar vel ern. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Morgunblaðið/Sig. Jóns. BÓKAVERÐIR Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. heilsueflingu Veruleg aukning útlána hjá Bæjar og héraðsbókasafninu á Selfossi BRAUTRYÐJENDASTARF í nú- tíma heilsueflingu og forvörnum er nú unnið á Heilsugæslustöðinni á Akureyri með uppbyggingu fjöl- skylduráðgjafar og fjölskylduvernd- ar sem hluta af heilsuvernd og fyrir- byggjandi heilsugæslu. Nýlega kom út áfangaskýrsla um þróunarverkefnið „Nýja barnið, - aukin íjölskylduvernd og bætt sam- skipti", sem er liður í þessu uppbygg-. ingarstarfi. Þetta verkefni felur i sér áherslubreytingu í heilsugæslunni með þróun nýrra starfsaðferða þar sem lögð er áhersla á að mæta til- finningalegum og félagslegum þörf- um neytendanna ekki síður en líkam- legum. Meginniðurstöður áfanga- skýrslunnar að loknu tveggja ára þróunarstarfi er að ný og breytt þjónusta hafi fallið t góðan jarðveg hjá neytendum og að aukinnar þjón- ustu sé þörf. Faglegar rannsóknir sýna að áföll og óuppgerð tilfinningakreppa hinn- ar verðandi móður eða erfið uppeld- isleg kjör eru allt miklir áhættuþætt- ir sem geta hindrað eðlileg tengsl Krás á köldu svelli HRAFNAGER vakti nýiega at- hygli starfsmanna Hita- og vatns- veitu Akureyrar sem voru á viku- legu eftiriiti við dælustöð veitunn- ar á Laugalandi. Þegar betur var að gáð sáu þeir hvar hópurinn var að rífa í sig álft af áfergju mikilli. Ósjálfbjarga af hungri Sennilegast þótti þeim að hún hefði orðið eftir í haust, líkt og oft gerist, en þá halda álftirnar sig í vökum frá volgrum sem víða streyma fram á svæðinu. Nú eru jarðbönn og allar vakir lokaðar. Svanurinn hefur því líklegast far- ið á flakk, hvergi komist að vatni, og soltið heilu liungri. Hann hefur verið aðframkominn og ósjálf- bjarga er hrafnahópurinn réðst að honum, að áliti starfsmanna veitunnar. móður og barns og vaidið varanlegu tilfinningalegu og líkamlegu heilsu- tjóni fyrir barnið sé ekkert að gert. Rannsóknir sýna jafnframt að eðli- leg meðganga er þroskaferli sem er í senn viðkvæmt og mikilvægt skeið sem ber að hlúa að. Efla þarf mæðra-, ungbarna- og fjölskylduráðgjöf Til að skapa aukin úrræði og nýta betur þá möguleika til forvarnar sem þróunarverkefnið þegar hefur opnað þarf að efla mæðra-, ungbarna- og fjölskylduráðgjöf til að koma betur til móts við þarfir verðandi mæðra/foreldra fyrir stuðning og úrvinnslu og til að efla\stuðning við nýorðna foreldra. Þróunarverkefnið „Nýja barnið“ er unnið í samráði og með stuðningi landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og AJþingis og er sú þróun sem verið er að vinna að á Heilsugæslustöð- inni á Akureyri í samræmi við alþjóð- leg heilbrigðismarkmið WHO sem ísland er aðili að. Óánægja hjá ÚA með lok- un leikskóla STARFSMANNAFÉLAG Útgerðar- félags Akureyringa hefur sent leik- skólanefnd bréf þar sem frain kem- ur óánægja með sumarlokanir á leikskólum bæjarins. Valgerður Jónsdóttir formaður leikskólanefndar sagði á fundi bæj- arstjórnar að vilji væri fyrir því inn- an nefndarinnar að koma meira til móts við foreldra hvað varðar sum- arlokanir leikskólanna, en erindið hefði komið of seint til að unnt væri að gera breytingar fyrir næsta sumar þar sem þegar hafi verið búið að ganga frá sumarlokunum. Valgerður sagði að þessi mál yrðu rækilega endurskoðuð. Almennt væru menn þó sammála um að börn- in þyrftu einnig að fá sumarleyfi frá teikskólunum þannig að væntanlega yrði sumarlokun ekki felld úr gildi. Seifossi - Útlán hafa aukist verulega í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi frá árinu 1991 er safnið flutti í nýtt húsnæði í miðbæ Selfoss. Notkun safnsins hefur aukist mik- ið, fólk kemur í safnið til að lesa blöð og fletta upp ýmsu sem það er að fást við, svo sem í kringum ætt- fræði og fleira. Tilkoma þess hefur sett miðbænum menningarlega um- gjörð í verulegum mæli. „Aðalbreytingin við flutning safns- ins var að komast í snertingu við miðbæinn. Fólkið leggur leið sína í safnið um leið og það sinnir öðrum erindum í miðbænum. Þannig má segja að safnið hafi komið til fólks- ins,“ sagði Rósa Traustadóttir, yfír- bókavörður safnsins. Heildarútlán safnsins á síðasta ári námu 70 þúsund eintökum en voru um 48 þúsund árið 1991. Þessi aukn- ing nemur 43%. Bókaeign safnsins var 66.584 bindi í lok ársins 1994. Við safnið vinna 9 bókaverðir í 5 stöðugildum. Á síðasta ári bárust safninu 446 bókagjafir. Reglubundnar sýningar frá lánþegum Safnið var flutt 1991 í gamla kaupfélagshúsið sem stendur við Austurveginn í miðbæ Selfoss, gegnt Vöruhúsi KÁ. Starfsfólk safnsins leggur sig fram um að auka áhuga fólks á safninu. Getraun fyrir börn er fastur liður þar sem þau svara spurningum og bókaverðlaun í boði. Sýningar frá lánþegum eru settar upp reglulega í sýningarkössum í safninu. Sýningar þessareru af ýmsu tagi svo sem teskeiðasafn, víkinga- þorp, bjórglös, bjöllusafn, bangsa- safn, jólakortasafn og margt fleira. Sýningar þessar vekja jafnan at- hygli gesta.og draga að fólk. Bækur og myndbönd fara vel saman Þá eru einnig reglulegar sýningar á bókum úr Eiríkssafninu, gömul leikrit, lestrarkver og fleira. Eiríks- safnið er heilmikið notað og leitað til safnsins um bækur úr því. Þá er lesstofa safnsins mikið notuð af stór- um hópi fólks frá grunnskóta og uppúr. Útieiga á myndbondum og geisla- diskum hefur gefist vel og að sögn Rósu yfírbókavarðar er ekki annað sýnt en myndböndin eigi samleið með bókunum. „Fólk kemur mikið hér á föstudögum og tekur myndbönd til að hafa yfir helgina og fær sér þá líka bækur um leið Þannig fer þetta vel saman,“ sagði Rósa og einnig að unglingarnir notuðu sér það tals- vert að fá leigða geisladiska. Héðan fari enginn ósáttur Hún sagði safnið ekki vera með hasarmyndir heldur góðar bíómyndir, fræðslumyndir og barnaefni. Reynslan sýndi að fólk kynni vel að meta það sem í boði væri. „Fólki sem kemur hér í safnið í fyrsta sinn fínnst safnlð fallegt og lætur hrifningu sína í ljós. Við höfum þá reglu hérna að enginn fari ósáttur frá okkur. Við erum með gott starfs- fólk sem veitir góða þjónustu og leggjum áherslu á að fólk fái það sem það getur notað þar til það fæst sem viðkomandi bað um. Markmiðið fyrir þetta ár og næstu er að fjölga skráðum notendum úr 1.000 í 1.400 sem er fjöldi heimila á Selfossi,“ sagði Rósa Traustadótt- ir, yfirbókavörður Bæjar- og héraðs- bókasafnsins á Selfossi. 1 Þvotíaíölva - sbr. skrifstofutölva fyrir heimili og íjölbýlishús <Z> Orugg, auðveld í notkun og endist lengur 1 '■ |,Ar/,! 1] - SuðttKlawlsA*tn*t,2&2íOHtfto'kk, heimilistæki hf stmimmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.