Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aðstoðarbankaslj óri Englandsbanka Afsögn vegna framhjáhalds London. Reuter, The Daily Tclcgraph. RUPERT Pennant-Rea, aðstoðar- bankastjóri Englandsbanka, sagði á mánudag af sér embætti í kjölfar blaðaskrifa um að hann hefði átt í ástarsambandi við blaðakonu að nafni Mary Ellen Synon. Pennant-Rea, sem áður var rit- stjóri tímaritsins The Economist, var skipaður í embættið árið 1993 og kom sú ákvörðun mörgum á óvart. Þegar skipan Pennant-Rea var tilkynnt var honum lýst sem róttækum hugsuði. Þótti standa sig vel Helsta verkefni Pennant-Rea hefur verið að endurskipuleggja skipurit Englandsbanka og er hann talinn hafa staðið mjög vel að því erfiða verkefni. Þá hefur hann undanfarið unnið að þvi að reyna að fínna lausn á vanda Baringsbanka þannig að komast mætti hjá gjaldþroti. Hann þótti mikill markaðssinni og líkt og George setti hann barátt- una gegn verðbólgu ofar öllu. Pennant-Rea sagðist harma að „hreint einkamál" væri opinberað með þessum hætti. í afsagnarbréfi sagðist hann segja starfi sínu lausu til að komast hjá því að „kjánaleg mistök" sem honum hefðu orðið á fyrir ári yrðu til að skaða bankann. Hann sagði Eddie George hafa hvatt sig til að segja ekki af sér stöðunni. Friðhelgi rofin? „Ég hef vitað af þessu ástarsam- bandi í um það bil ár og það er lík- lega þess vegna sem mér er'ekki brugðið," sagði Helen Pennant-Rea, þriðja eiginkona Ruperts. Synon sagðist í blaðaviðtali hafa verið yfir sig ástfangin af aðstoðar- bankastjóranum en að henni hafi sámað mjög á hversu kvikindisleg- an og miskunnarlausan hátt hann hefði slitið sambandi þeirra. Fjölmiðlar í Bretlandi voru ekki einhuga í afstöðu sinni til málsins en blaðið Financial Times benti í forystugrein á að Pennant-Rea væri embættismaður en ekki kjör- inn fulltrúi og ætti því rétt á að friðhelgi einkalífs hans væri virt. Að auki væri það hlutverk seðla- bankans að standa vörð um gjald- miðilinn en ekki almennt siðgæði. Rússar semja í Georgíu RÚSSAR og Georgíumenn undirrituðu í gær samning sem gerir Rússum kleift að styrkja stöðu sína í Kákasus. Kveður samningur þjóðanna á um að rússneskt herlið verði áfram í Georgíu, sem er fyrrverandi sovétlýðveldi, í 25 ár. Óheimil hús- leit hjá Winnie WINNIE Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela, for- seta Suður- Afríku, sem ákærð hefur verið fyrir Winnie spillingu Og Mandela sviksamlegt athæfí, vann í gær mál er varðaði húsleitar- heimild lögreglu. Kvað dóm- stóll í Jóhannesarborg upp úr um það að húsleit á heimili hennar hefði verið ólögleg og að hlutum, sem teknir voru, bæri að skila. Steypt utan um kafbát RÚSSNESKIR sérfræðingar hafa samþykkt áætlun um að steypa utan um rússneskan kjarnorkukafbát, sem sökk skammt frá Bjarnarey í apríl 1989. Óttast er að geislavirk efni kunni að berast frá kaf- bátinum, Komsomolets, en til þess að koma í veg fyrir það verður efnum bætt í steypuna sem draga plútoníum í sig, að sögn Rússa. FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 21 60 klst tölvunám Almenn tölvufræði, Windows, stýrikerfi, Wörd 6.0 ritvinnsla, Exel 5.0 töflureiknir og tölvufjarskipti, m.a. kynning á „lnterneti“. Tölvuskóli Reykiavíkur E£££££££9 I Bor23PtÚnÍ 28. SÍtTIÍ 561 6699 AÐALFUIUDUR íslenskra sjávarafurða hf. verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl í Súlnasal, Hótel Sögu, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 9:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarastörf skv. 8. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum til samræmis við breytt ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, reikningar félagsins og aðgöngumiðar munu verða afhent á fundarstað. íslenskar sjávarafurðir hf. merki nýrra tíma! Yfir 5000 hluthafar af öllum sviöum þjóölífsins skapa þann styrk sem eini hlutafélagsbanki landsins byggir á. Sameiginlegt afl þessa fjölda og samkeppni viö ríkisrekstur leiöa til framfara í efnahagslífí þjóöarinnar. YDDA F26.232/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.