Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ iL. ■H- nninaarverði! Vib bjóbum nú þessar glæsilegu og vöndubu ryk- sugur frá einum stærsta og virtasta framleibanda Þýskalands á sérstöku kynningarverbi. EIO ryksugurnar eru tseknilega fullkomnar, lágværar, með stillan- legum sogkrafti og míkrófilterkerfi, sem hreinsar burt smæstu rykagnir. Soghausinn er á hjólum, svo þab er leikandi létt ab ryksugal* EXCLUSIVE 1400W meb 6 földu míkrófilterkerfí. Kynningarverb kr. 15.700 eðo kr. 14.915 stgr. FUTURA 1300W með 6 földu míkrófilterkerfí. Kynningarverb kr. 13.600 eba kr. 12.920 stgr. PREMIER 1300W meb 5 földu míkrófilterkerfi. Kynningarverb kr. 9.400 eba kr. 8.930 stgr. • EXCLUSIVE og FUTURA EXCLUSIVE PREMIER Einar Farestveit & Co hff. Borgartúni 28 562 2901 og 562 2900 Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 1995 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Breytingar á samþykktum til samræmis við breytt ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent § á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, § 3. hæð, frá og með 27. mars, | fram að hádegi fundardags. | Stjóm Olíufélagsins hf. Hylling ferningsins Morgunblaðið/Þorkell JOSEF Albers: Úr myndröðinni „Hylling fernings: Gleði.“ 1962. MYNPLIST Önnur hæð MÁLVERK OG GRAFÍKMYNDIR JJ3SEF ALBERS Opið miðvikudaga kl. 14-18 út apríl. Aðgangur ókeypis. ÞESSI litli sýningarstaður á Laugavegi 27 heldur áfram að gefa gestum sínum innsýn í verk ýmissa fremstu listamanna aldar- innar með hógværum en athyglis- verðum sýningum; nú um stundir er þar að finna verk hins þýsk- bandaríska Josefs Albers. Auk þess að vera einn af merkari lista- mönnum sinnar kynslóðar er Al- bers einkum minnst fyrir störf sín við myndlistarkennslu og kenning- ar sínar á því sviði, sem hafa átt sinn þátt í að umbylta listnámi í hinum vestræna heimi, allt frá því að markvissar og árangursríkar kennsluaðferðir Bauhaus-skólans í Þýskalandi tóku að mótast á þriðja áratugnum. Josef Albers var fæddur í smá- þorpi í Vestfalíu í Þýskalandi 1888, og hafði m.a. stundað list- nám í Berlín og Essen áður en hann kom til Akademíunnar í Múnchen, þar sem hann fylgdi í fótspor Vassily Kandinski og Paul Klee. Hann kom sem nemandi til Bauhaus 1920, stuttu eftir að arki- tektinn Walter Grophius tók þar við stjórn og tók að umbylta kennsluforminu og skapa einn þekktasta listaskóla sögunnar. Albers átti dijúgan þátt í því starfi, því þegar hann hafði lokið námi 1923 var honum boðin kenn- arastaða við skólann. Hann vann mikið mótunarstarf í Bauhaus allt til þess að skólanum var lokað við valdatöku nasista 1933, en þá flutti Albers til Bandaríkjanna. Þar átti hann mikinn þátt í að kennsluaðferðirnar frá Bauhaus í listnámi og hönnun breiddust út og nutu mikilla vinsælda, en Al- bers starfaði lengi við Black Mo- untain háskólann í Norður-Karol- ínu, og síðar við Yale-háskólann, þar sem hann var deildarforseti arkitektúr- og hönnunardeilda skólans. Sem kennari kom hann víða við, og má nefna mikilvæg verk hans á sviði steindra glugga, lita- fræði, hönnunar húsgagna (Albers var m.a. einn hinna fyrstu til að láta nota sveigt límtré við fjölda- framleiðslu stóla), textíls og fagur- fræði, en á Iangri starfsævi lagði hann grunninn að mikilvægum til- raunum á ýmsum sviðum Höfuðeinkenni Albers sem Iista- manns og kennara var nákvæmni og vandvirkni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Viðhorf hans til viðfangsefnisins endurspeglast best í þeim orðum hans að „með því að skapa listaverk fullnægi ég eigin listþörf og kenni öðrum að sjá um leið“. Eftir að hann kom til Yale 1950 hóf Albers að vinna hinar þekktu myndraðir sínar af málverkum og litógrafíum, sem hafa hlotið hið almenna heiti „Hylling femings- ins“. Með þessum verkum var listamaðurinn að sumu leyti fyrir- boði þeirrar strangflatarlistar, sem mest kvað að á sjöunda áratugn- um, og um leið var vinna hans með litina á ýmsan hátt fyrirboði op-listarinnar, þar sem andstæður og samstæður breytast á víxl eftir samhengi litanna. Um hlutverk lit- anna sagði Albers m.a.; „Litum tefli ég saman til að fá fram margskonar og breytileg sjónræn áhrif. Þeim er ætlað að bjóða hver öðrum byrginn eða enduróma hver annan, að styðja hver við annan eða vera í and- stöðu. Tengsl litanna, það er snertifletir þeirra, geta verið ýmist mjúklátir eða skarpdregnir; sem hefur í för með sér gagnkvæman þrýsting þeirra, alveg burtséð frá andstæðunum sem búa í litunum, en þeir standast einnig á, skerast og samsamast.“ (Úr sýningarskrá Nútímalistasafnsins í New York í tilefni sýningar Josef Albers 1964.) Þetta geta sýningargestir kynnt sér af eigin raun í þeim verkum, sem hér getur að líta. Á sýning- unni er eitt málverk í dökkum jarð- litum, og níu af tíu myndum úr röð grafíkverka frá 1962, þar sem samspil lita og andstæður fylgja vel eftir þeirri myndhugsun sem listamaðurinn hafði sett svo skil- merkilega fram. í þessum mynd- um má finna gleði og duld, fín- leika og þíðu, allt eftir því á hvern hátt augun nema tengsl litanna í fletinum. Josef Albers lést árið 1976 og var óumdeilanlega eitt af stóru nöfnunumJ myndlist þessarar ald- ar, þó sjaldnast berist það hátt. Hann var heiðraður með margvís- legum hætti fyrir listrænt framlag sitt bæði í Þýskalandi og Banda- ríkjunum; í fæðingarbæ hans var 1983 opnað safn helgað honum, og verk hans er að finna á söfnum „í öllum heimsálfum. Því er vissu- lega mikill fengur að því að fá verk hans hingað til lands, og er vonandi að sem flestir noti sér tækifærið til að skoða þau með eigin augum, um leið og þessa mikla listamanns og kennara nútí- malistarinnar er minnst. Eiríkur Þorláksson Kisi getur allt LEIKLIST Lcikfclag Kcflavíkur STÍGVÉLAÐl KÖTTURINN Leikstjóm og leikgerð: Hulda Ólafsdóttir. Aðalleikendur: Jón Lyjólfsson, Davíð Guðbrandsson, Hafsteinn Gíslason, Bjöm Björnsson, Aron Magnússon, Kamilla Ingibergs- dóttir, Linda Guðmundsdóttir, Marta Hermannsdóttir, Oddur Þórsson, Ema Hallgrímsdóttir. Tónlist: Nemar í Tónlistarskóla Keflavíkur. Félagsbíói, Keflavik, 19. mars. HULDA Ólafsdóttir hefur starf- að mikið með Leikfélagi Keflavíkur og nú hefur hún skrifað ævintýrið um stígvélaða köttinn fyrir svið og blandað því saman við hvunndag yngri kynslóðarinnar. Húrra fyrir henni! Þetta er ágæt- asta blanda fyrir smábörn á öllum aldri. Ég skemmti mér ágætlega, táningsstúlkurnar sem fylgdu mér sem línudómarar ekki síður, og börnin létu ekki augnablik fram hjá sér fara ef marka má hressileg viðbrögðin í salnum meðan á sýn- ingu stóð. Þetta er ekki síst að þakka Jóni Páli Eyjólfssyni sem er aldeilis prýðilegur köttur. Hreyfingar hans eru sparar, snöggar, agaðar og viðmótið allt kankvíslegt og mátu- lega ögrandi. Jón Páll er að vonum ekki lengi að vinna salinn á sitt band og heldur hylli hans út í gegn. Þá er Hafsteinn Gíslason alveg skelfilegur galdrakall, þróttmikill, kjaftfor, hávær, illmenni hið mesta. Það var eins gott að kisi skyldi koma honum fyrir kattamef. Börn og unglingar fara með fjöl- mörg önnur hlutverk í þessari sýn- ingu og standa sig með ágætum. Ánægjan yfir að taka þátt í svo skemmtilegu verki geislar af þeim. Ungu tónlistarmennirnir spiluðu veL Þarna eru framtíðar blásarar. Ég hvet fólk úr öllum syðri vík- um, gerðum og vogum, já alla Keilara til að vera góða við ung- viði sitt og leiða á þessa sýningu því samfara góðri skemmtun sýnir hún yngstu borgurunum þá virð- ingu að tala ekki niður til þeirra og opnar þeim þann yndislega möguleika að mitt í hversdagsleik- anum leynist töfrar. Olíufélagiðhf Guðbrandur Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.