Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- 'i AÐSENDAR GREINAR Staðreyndin er sú að fólki hefur fjölgað í lánshæfu námi FJÁRMÖGNUN NÁMLSÁNA MEÐ LÁNTÖKUM LÍN Verðlag ársins 1994 1989 825 1990 1710 1991 1659 1992 365 1993 189 1994 342 Millj. króna SVAVAR Gests- son, alþingsmaður og fyrrum menntamála- ráðherra, hefur farið hamförum í ræðu og riti að undanförnu í ósanninda- og óhróð- ursvaðli um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Þetta er þeim mun merkilegra fyrir þá sök að Svavar vann það afrek á síðasta kjörtímabili ásamt fé- laga sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni, að koma LÍN á barm greiðsluþrots, eins og ég rakti nýlega í grein í Morgun- blaðinu. Síðasta afrek þeirra við þá iðju var að skera framlag ríkis- ins niður um 200 milljónir króna við fjárlagaafgreiðslu fyrir árið 1991 án minnsta rökstuðnings. Núverandi ríkisstjórn þurfti á hinn bóginn að hækka framlagið um 700 milljónir á árinu 1991 og heimila 670 milljóna meiri lántök- ur til sjóðsins en árið áður til þess að forða LÍN frá greiðsluþroti á því ári sem hún tók við búi Sva- vars. Tekin höfðu verið skamm- tímalán með rúmlega 9% raun- vöxtum og notuð til að lána náms- mönnum til allt að 40 ára vaxta- laust! (Sjá meðf. súlurit.) Þetta ráðslag var að sliga greiðslugetu sjóðsins, þótt reiknuð eiginijár- staða hans hafi ekki verið slæm. Á árinu 1992 voru sett ný lög um LÍN og reglum hans breytt. Hvort tveggja hefur treyst fjárhag hans verulega og stuðlað að hundruð milljóna króna sparnaði. Fleiri íslenskir námsmenn sækja nú framhalds- nám en áður en lögin voru sett þannig að það er óyggjandi að sjóðurinn nær tilgangi sínum, sem er að stuðia að jafnrétti til náms án tillits til efna- hags. Þetta kýs Sva- var Gestsson að kalla „hrikalegar afleiðing- ar“ laganna um LÍN. Lærimeistaramir í Austur-Berlín sálugu geta bara verið stoltir af þessum nemanda sínum! „Að einblína“ á fjölgun námsmanna Svavar sakar mig um að „ein- blína“ á þá staðreynd að íslensk- um námsmönnum í framhalds- námi hefur fjölgað í heild á gildis- tíma laganna bæði á íslandi og erlendis. Það er von að Svavar hneykslist á þessu. Þetta er nefni- lega kjarni málsins og sýnir best að lygi hans um að þúsundir manna hafi hrakist frá námi vegna nýju laganna eru algjörlega staðlausir stafir. Við þessa stað- reynd um fjölgun námsmanna í framhaldsnámi má svo bæta að ekki hefur fjölgað í árgöngum þjóðarinnar milli tvítugs og tutt- ugu og fimm ára á sama tíma- bili. Þá hneykslast Svavar alveg sérstaklega á því að lánþegum LÍN hafi fækkað. Það ætti þó að vera þeim sem halda því mest á lofti hvað skuldir heimilanna vaxa hratt sérstakt gleðiefni að fleiri stunda nú framhaldsnám en áður en færri taka til þess lán! Hvers vegna fækkar lánþegum? Svavar veit/jafnvel og ég að lánþegum LÍN hefur m.a. fækkað vegna þess að eftir lagabreytingu teljast ekki með sem lánþegar þeir menn sem hætta námi af ein- hveijum ástæðum og skila ekki inn upplýsingum um námsframvindu síná. Skólaárið 1990-91 skiluðu rúmlega 1.000 lánþegar sjóðsins engum upplýsingum um náms- framvindu sína og enn fleiri skóla- árið 1991-92. Þetta fólk er allt talið sem lánþegar LÍN á þessum Gunnar Birgisson árum. Engar upplýsingar eru til um hvort þessir menn voru í skóla eða ekki. Nú þurfa menn að skila árangri áður en þeir fá afgreidd lán. M.ö.o. fólk sem ekki stundar alvöru nám fær ekki lán og telst ekki lengur lánþegar LÍN. Þetta er veigamikil ástæða fyrir „fækk- un“ lánþega. Tölur um lánþega fyrir og eftir gildistöku nýrra laga eru því ósambærilegar nema með ákveðnum fyrirvörum, en Svavar er víst ekki mjög laginn við slíkt. Mikilvæg ástæða fyrir fækkun lánþega er einnig sú að menn leggja aukna áherslu á að kljúfa Ef fjárhagur LÍN hefði ekki verið reistur við, segir Gunnar I. Birgis- son, hefðu þúsundir námsmanna hrakist frá námi. fjárhagslega sitt nám án þess að taka til þess lán. Ætli megi ekki þakka stjórnarandstöðunni fyrir þetta að einhveiju leyti? Hún hefur a.m.k. ekki gyllt það fyrir náms- mönnum hvað lánin frá LÍN séu hagkvæm! Kjör námsmanna með börn á framfæri Svavar fjargviðrast yfir því að lánþegum með böm á framfæri hafí fækkað hjá LÍN. Þeim hefur fækkað álíka mikið og lánþegum í heild. Sjálfsagt koma þar til ásamt öðru framangreindar ástæður. Breyttri fyrirgreiðslu til þessa fólks er ekki um að kenna, því sannleikurinn er sá að kjör þeirra eru mjög svipuð eftir núgild- andi reglum og þau vora fyrir breytingar á lögum og reglum. Því f i ! I l í i I [ I V eðurþj ónusta á tímamótum í DAG, 23. mars, era 45 ár síð- an Alþjóða veðurfræðistofnunin WMO var formlega stofnuð sem ein af stofnunum Sameinuðu þjóð- anna. Dagurinn er í ár tileinkaður almennri veðurþjónustu þar sem áhersla er lögð á þátt veðurþjón- ustunnar í að auka öryggi allra íbúa aðildarríkja stofnunarinnar. Á þessu ári era liðin 75 ár frá stofnun Veðurstofu íslands en 1. ágúst 1920 var fyrsta veðurspáin gerð á vegum hennar. í fyrstu átti sér stað hægfara þróun Veður- stofunnar þótt tilkoma Ríkisút- varpsins 1930 markaði þáttaskil í starfseminni. Á fimmta áratug aldarinnar varð gríðarleg aukning í starfsemi Veðurstofunnar sem að stærstum hluta má rekja til flugveðurþjónustunnar. Fram undir þetta má segja að starfsemi Veðurstofu íslands hafí að vera- legu leyti grundvallast á uppbygg- ingunni á þessum tíma. Sú tækni- og tölvubylting sem orðið hefur síðasta áratuginn hef- ur sett svip á þróun veðurþjón- ustunnar um allan heim. Hraðari fjarskipti, §'arkönnun, tölvureikn- aðar veðurspár til margra daga, markaðshyggja og nú síðast gríð- arleg þróun í miðlunartækni, hefur breytt möguleikum veðurþjón- ustunnar og kröfum almennings til hennar. Bæði hér og annars staðar hefur veðurþjónustan batn- að enda mikill alþjóðlegur árangur náðst í að fækka slysum og dauðs- föllum af völdum veð- urs og veðurtengdra náttúrahamfara. Breytt þjóðfélag - breyttar þarfír Við upphaf Veður- stofu Islands lifði þjóðin að langmestu leyti af landbúnaði og sjávarútvegi. Það var því eðlilegt að veður- þjónustan miðaðist við þarfír þessara hópa. Flugveðurþjón- usta sem kom-til 1946 varð hins vegar sér- þjónusta sem aðeins var ætluð flugmönnum og koma þessar upplýsingar almennt ekki fyrir augu eða eyra almennings. Þjóðfélag okkar í dag er hins vegar gjörólíkt því sem var á upp- hafsárum Veðurstofunnar. Við sjávarútveg og landbúnað starfa innan við 10% þjóðarinnar, en langstærsti hluti hennar hefur að mörgu leyti aðrar þarfír fyrir veð- urapplýsingar en sjómenn og bændur, svo ólíkar sem þarfir þeirra hópa era. Þá hefur sú al- menna þekking sem byggðist upp frá reynslu af staðbundnu veðri mjög minnkað og í könnun sem gerð var á notkun almennings á veðurþjónustunni kom í ljós að um 60% þeirra sem eru undir þijátíu ára aldri hlusta aldrei á veður- fregnir á Rás 1. Það er því nauð- synlegt að taka innihald, form og framsetningu veðurþjónustunnar til gagngerrar endur- skoðunar. Vöktun - rauntíma- upplýsingar Síðastliðin ár hefur sjálfvirkum veðurat- hugunarstöðvum fjölgað ört, bæði í eigu Veðurstofunnar og annarra stofnana svo sem Vegagerðarinnar og Vita- og hafna- málaskrifstofu. Era þessar stöðvar orðnar 30-40 og mun fjölga mikið á þessu ári. Þessar stöðvar mæla veðurþætti í sífellu og með síma- sambandi er hægt að fá upplýs- ingar eins oft og þurfa þykir. Þannig fást svokallaðar rauntíma- upplýsingar, þ.e. upplýsingar á þeirri stundu sem maður þarf á upplýsingum að halda. Framtíðin verður því sú að sjómaður fær nýjar veðurapplýsingar frá t.d. Fonti, Gufuskálum eða Grímsey þegar honum hentar, flutningabíl- stjóri getur kannað veðrið á Holta- vörðuheiði meðan hann ekur um Norðurárdal, ferðamaður sem er að leita að sumarblíðu getur gegn- um síma eða tölvu fengið veðrið á Þingvölum, Skaftafelli, eða í Landmannalaugum þegar hann þarf á slíkum upplýsingum að halda og þannig má áfram telja. Augljóst er að upplýsingum af þessu tagi verður ekki nema að litlu leyti miðlað gegnum útvarp og þarfír og óskir um „gamlar" veðurlýsingar í útvarpi hljóta að minnka mikið þegar skilvirkt raun- tímaupplýsingakerfi er orðið að veruleika. Þrátt fyrir mjög tak- markað fjárhagslegt bolmagn stefnir Veðurstofa íslands að því að koma upp svona kerfí á þessu ári. Stöðugar veðurathuganir bjóða líka upp á allt aðra spá- og viðvör- unarþjónustu Veðurstofunnar. Með símælingum veðurs, góðu sambandi við sjómenn á hafi úti, sívakaúdi útvarpi og strandstöðv- um Pósts og síma verður vöktun á veðri og veðurbreytingum mun öflugri en verið hefur. Mun Veð- urstofan kappkosta að koma upp- lýsingum á framfæri sem að gagni geta komið strax og frávik frá gildandi veðurspá eru orðin augljós. Þótt viðvaranir vegna öryggis fólks hafi forgang verður líka lögð áhersla á almenna, tíð- ari upplýsingamiðlun, enda er reynsla fyrir því að slíkt nær bet- í dag eru 45 ár frá því Alþjóða veðurfræði- stofnunin varð formlega til. Magnús Jónsson segir að almenn veður- þjónusta standi nú á tímamótum. ur til fólks en langir, hefðbundnir veðurfregnatímar, sem sífellt færri hlusta á. Sérspár Síðar í vor er stefnt að því að breyta veðurfregnum í útvarpi allra landsmanna. Breytingin verður aðallega þríþætt. í fyrsta lagi verður veðurspáin klofín í land-, veðurspá og sjóveðurspá. Þannig verður hægt að koma við ítarlegri upplýsingum til svo ólíkra hópa sem sjómenn era annars veg- | ar og fólk í landi hins vegar. í öðra lagi verður lögð áhersla á að tengja veðurfregnatíma fréttatímum RÚV-hljóðvarps og nota samtengdar rásir mun meira en nú er gert, enda hafa verið uppi ríkar óskir um slíkt. I þriðja lagi verður meira gert af því að miðla fréttum af veðri, bæði góðu veðri og vondu veðri, þegar ástæða er til, þótt ekki sé á föstum tímum í hefðbundnu formi veðurfregna. Miðað er við að þessar breytingar geti átt sér stað í byijun maí. Með stóreflingu VEÐURSÍMANS ásamt fyrr- nefndum breytingum er gert ráð fyrir að þjónusta veðurstofunnar við almenning í landinu batni vera- lega, verði skilvirkari og taki mið af mismunandi þörfum fólks, hvort sem það stundar sjó, landbúnað eða ferðalög svo að dæmi séu nefnd. Lokaorð Almenn veðurþjónusta stendur nú á tímamótum í ýmsu tilliti. Auk þess sem áður hefur verið vikið að hefur markaðshyggja verið að koma æ meira inn í veðurþjón- ustuna um allan heim. Fjárhags- legur ávinningur af nákvæmum og skilvirkum veðurupplýsingum er mjög mikill og arðsemi af hverri fjárfestri krónu.í þessari starfsemi óvíða meiri. Það er því ekki óeðli- legt að þessi þjónusta sé markaðs- sett, enda vilja ýmsir sækja inn á þennan markað. Hins vegar verður öryggisþátturinn í veðurþjón- ustunni vonandi aldrei markaðs- settur, en örðugt er að greina á milli öryggisþjónustunnar og ann- arrar þjónustu. Á þessu er verið að reyna að fínna lausnir sem all- ir geta sætt sig við. Að fara lengra út í þá sálma er hins vegar efni í aðra grein. Höfundur er veðurstofustjóri. Alþjóðlegi veður- dagnrinn 1995 Magnús Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.