Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraidur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Á RANGRILEIÐ BÚNAÐARÞING hefur lýst þungum áhyggjum vegna stöðu sauðfjárræktar. í samþykktum þingsins er bent á, að fram- leiðsla sauðfjárafurða hafi dregizt saman um 43% og samdráttur í tekjum bænda sé enn meiri. Búnaðarþing telur, að til þess að ráða bót á þessum vanda þurfi „pólitíska lausn“ og hefur falið stjórn hinna nýju Bændasamtaka Islands að leita eftir samkomu- lagi við ríkið um þetta efni. í því sambandi telur Búnaðarþing brýnast að fá „heimild“ til þess að flytja út á erlenda markaði kindakjöt, sem er innan greiðslumarks. Jafnframt þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til þess að allt sláturfé komi í sláturhús í haust með því að greiða tiltekna upphæð á allt innvigtað kinda- kjöt umfram efri mörk greiðslumarks og til þess að tryggja fram- gang þessara aðgerða þurfi til að koma fjármunir frá hinu opin- bera. Búnaðarþing vill líka stofna sérstakan þróunarsjóð til þess að stuðla að vöruþróun fyrir innlendan og erlendan markað o.fl. og eiga 100 milljónir króna að renna í þann sjóð á ári. Þessir peningar eiga að sjálfsögðu að koma með einum eða öðrum hætti úr opinberum sjóðum. Búnaðarþing ályktaði um marga fleiri þætti þess vanda, sem snýr að sauðfjárræktun. Því miður er Búnaðarþing hér á rangri leið. Hvað veldur því að hægt er að framleiða svínakjöt, kjúklinga og egg á íslandi án þess að hið opinbera komi þar nærri? Hvað veldur því að þessa búvöruframleiðslu er hægt að stunda án afskipta hins opinbera og að framleiðendur þessarar búvöru geta búið við það, að lögmál markaðarins gildi gagnvart þeirra framleiðslu? Af hverju er þetta ekki hægt í annarri búvöruframleiðslu? Hvers vegna er svona miklu flóknara að framleiða lambakjöt en svína- kjöt? Er skýringin t.d. sú, að framleiðsla svínakjöts fer fram á til- tolulega fáum svínabúum en stórum? Á það sama við um kjúkl- inga og egg? Er skýringin á því, að það er svona miklu flóknara að framleiða lambakjöt, kannski sú, að framleiðendur eru mörg þúsund talsins og sauðfjárbúin eru mörg og smá og hagkvæmni þess vegna margfalt minni en t.d. í svínabúunum? Það er liðin tíð, að Bændasamtökin geti komið enn einu sinni og sagt, að nú eigi að flytja lambakjöt út á kostnað skattgreið- enda eða að nú eigi að setja upp nýjan sjóð með framlögum úr vösum skattgreiðenda. Á nokkrum undanförnum árum hafa viðhorf í atvinnumálum okkar íslendinga gjörbreytzt. Nú eru gerðar allt aðrar kröfur til atvinnurekstrar heldur en gert var t.d. á síðasta áratug. Nú er gerð sú krafa, að atvinnufyrirtækin standi á eigin fótum, að þau séu vel rekin, að þau skili hagnaði, að þau búi við jöfn sam- keppnisskilyrði. Þau fyrirtæki, sem sjá fram á, að þau geti ekki uppfyllt þessar kröfur gera sérstakar ráðstafanir til þess að laga sig að breyttum tímum t.d. með sameiningu og samruna fyrir- tækja, eins og gerzt hefur í ríkum mæli í sjávarútveginum, sem hefur endurskipulagt sig að verulegu leyti á nokkrum árum. Hið sama er að gerast á öðrum sviðum atvinnulífsins. Bændur verða að taka þátt í þessari þróun. Þeir verða að gera sér grein fyrir því, að sá tími er liðinn að hægt sé að reka landbúnað á íslandi með hálfsevézkum aðferðum, þar sem opin- ber stýring ræður ríkjum. Þessi tími er liðinn og hann kemur ekki aftur. Því fyrr, sem bændur horfast í augu við þennan veru- leika, þeim mun betra. Það er áreiðanlega hægt að reka sauðíjárbúskap á íslandi með umtalsverðum hagnaði alveg eins og svínabú, kjúklingabú og hænsnabú eru rekin með verulegum hagnaði. Að sumu leyti á að vera hægt að reka sauðfjárbúskap á enn hagkvæmari hátt. En þetta verður ekki gert nema sauðfjárbúum fækki verulega en eftir standi stór sauðfjárbú og vel rekin. Þá næst hag- kvæmni stærðarinnar. Þá geta sauðfjárbændur rekið eigin slátur- hús fyrir eigin reikning og þurfa ekki að sæta afarkostum milli- liðanna í núverandi landbúnaðarkerfi. Það er að mörgu leyti sárt að horfa upp á þær breytingar, sem orðið hafa og eru að verða í sveitum landsins. En það hef- ur líka verið sárt að horfa upp á breytingar í öðrum atvinnugrein- um. Fyrr eða síðar verður meiriháttar sprenging á meðal skatt- greiðenda yfir þeim kröfum, sem landbúnaðurinn gerir á hendur þeim í stað þess, að bændur sjálfir horfist í augu við breyttar aðstæður og geri þær ráðstafanir, sem duga til þess að hægt sé að reka t.d. sauðfjárbúskap með eðlilegum hætti. Það er ömur- legt að fylgjast með því ár eftir ár að forystumenn bænda komi saman til fundar og ráði ráðum sínum með ofangreindum niður- stöðum. Bændur landsins eiga að hrista af sér hlekki núverandi land- búnaðarkerfis. Þeir eiga að hafna þeirri leið að vera ár eftir ár á framfæri skattgreiðenda. Þeir eiga að hafna „pólitískum lausn- um“. Engri atvinnugrein vegnar vel, sem þarf að leita til stjórn- málamanna um eitt eða annað. Þeir eiga að endurskipuleggja atvinnugrein sina frá grunni, leggja niður þau bú, sem ekki er lengur nokkur grundvöllur fyrir en stækka önnur. Þeir eiga að standa á eigin fótum og sýna, að þeir geti stundað þessa atvinnu- grein í samkeppni við aðra í búvöruframleiðslu og náð sambæri- legum árangri í rekstri. Samþykkt Búnaðarþings sýnir því mið- ur, að þeir eru á rangri leið. HEILBRIGÐISMÁL Læknar eru margir ósáttir við að blóðmeina- og meinefnarannsóknir á höfuðborgarsvæðinu verði boðnar út. Ljóst er að aðgreina þarf fjárhag rannsóknarstofa spítal- anna frá öðrum rekstri þeirra, eigi þær að keppa við einkareknar stofur í útboðinu. Ragnhildur Sverrisdóttir komst að því að enn er margt á huldu með framkvæmd útboðs. Margt er á huldu um útboð rannsókna INNLENDUM VETTVANGI Þeir benda á, að gjaldskrá stofanna hafi lækkað um meira en 30% að raungildi á undanförnum tíu árum og vandséð sé hvaða hagræðing fáist með því að ein eða tvær stofanna taki að sér öll verkefnin, en hinar sitji uppi með búnað fyrir milljónir og at- vinnulausa starfsmenn. Læknar séu tilbúnir til lækkunar á gjaldskrá, en heilbrigðisráðuneytið hafi ekki borið sig eftir að ganga frá nýjum samning- um. ARLEGUR kostnaður við blóðmeina- og meinefna- rannsóknir, þ.e. annarra en vegna inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsum, nemur um 500 milljónum króna. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu stefnir heilbrigðisráðuneytið að því að bjóða rannsóknirnar út, en enn er óljóst hvernig staðið verður að útboðinu, t.d. hvort það miðast við að fleiri en ein rannsóknarstofa taki þessar rann- sóknir að sér, eða hvort rannsóknirn- ar gætu allar færst á eina __________ hendi, sem þykir ólíklegt. Auk rannsóknarstofa Borgarspítala og Landspít- ala eru fjórar einkareknar rannsóknarstofur á höfuð- ....... borgarsvæðinu taldar í stakk búnar ti! að taka þátt í útboði blóðmeina- og meinefnarannsókna. Þessar stofur eru reknar í tengslum við stærstu miðstöðvar lækna, í Domus Medica, Glæsibæ, Síðumúla og Þöngiabakka. En þrátt fyrir að þar séu e.t.v. tæki og mannskapur til að taka við öllum þessum rannsóknum, þá eru rann- sóknarlæknar lítt hrifnir af hugmynd- inni um útboð, sem þeir kalla sumir „innboð“ því með því sé verið að færa rannsóknir, sem verið hafa í höndum einkaaðila, inn á opinberu rannsókn- arstofurnar. 20-30% lækk- un kæmi ekki á óvart Þá verði rannsóknir á sjúkrahús- unum mjög dýrar, ef stofurnar þar hætti blóðmeina- og meinefnarann- sóknum, en þurfi áfram að sinna sér- hæfðari rannsóknum, röntgenrann- sóknum og meinafræðirannsóknum, sem eru rannsóknir á alls kyns sýnum úr mannslíkamanum öðrum en blóð- sýnum. Nokkuð er síðan hugmyndir um útboð af þessu tagi komu fyrst fram. Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði þær eiga rætur sínar að rekja til ráðherr- atíðar Guðmundar Árna Stefánsson- -------- ar, en Sighvatur Björgvins- son ætli að fylgja þeim eft- ir. Guðjón sagði ólíklegt að rannsóknirnar færðust all- ar til sömu stofunnar, enda yrði verkið boðið út til ákveðins tíma og að honum liðnum mætti sú staða ekki vera uppi að aðrar stofur hefðu lagt upp laupana. Guðjón sagði rétt að raunlækkun hefði náðst fram á gjaldskrá ransókn- arstofa á undanfömum árum, en hvergi nærri nógu mikil. „Mér fínnst ekki óraunhæft að reikna með 20-30% lækkun gjaldskrárinnar í útboði, þar sem sérhæfðar rannsóknir eru undan- skildar. Mér Finnst að láta eigi á það reyna hvað er eðlilegt verð fyrir þjón- ustuna. Nú er greidd 131 króna fyrir hveija einingu, samkvæmt samningi lækna og Tryggingastofnunar, en rannsóknir eru metnar til misjafnlega margra eininga. Miðað við könnun, sem unnin var á Ríkisspítölunum um raunverulegan kostnað þar, virðist sú tala of há og 20-30% lækkun kæmi ekki á óvart.“ Matthías Kjeld, læknir á rannsókn- arstofu Domus Medica, sagði að lækn- ar hefðu litlar sem engar upplýsingar fengið um fyrirhugað útboð. „Mér þykir slæmt ef þetta bitnar á einka- stofunum, sem hafa létt mjög álagi af sjúkrahúsum. Áður en þær komu til sögunnar voru sjúklingar oft lagð- ir inn á sjúkrahús til rannsókna, enda ekki annarra kosta völ. Eg skil heldur ekki nauðsyn út- boðs, þar sem mikil raunlækkun hef- ur orðið á gjaldskrá rannsóknarstofa á undanförnum árum, með betri tækni. Mér sýnist, á því litla sem fram hefur komið, að ríkið ætli núna að gefa rannsóknarstofum sjúkra- húsanna kost á að vinna þau verk, sem einkastofurnar hafa nær ein- göngu sinnt. Sjúkrahússtofurnar geta þá sem fyrr einnig reitt sig á sérhæfðar rannsóknir og ____________ þar með er rekstrargrund- völlur þeirra allt annar en einkastofanna.“ Matthías taldi líklegt, ef af útboði yrði, að einkastof- —— urnar tækju sig saman um tilboð. Same einkas ar um 1 Ofurkapp á að lækka kostnað byði þó heim hættunni á minni áreiðanleika og gæðum, sem aldrei mætti verða. Guðjón Magnússon kvaðst vonast til að útboðslýsing lægi fyrir í apríl, en Júlíus S. Olafsson, forstjóri Ríkis- kaupa, sagði að hann væri ekki jafn bjartsýnn, enda settu kosningar, páskar ofl. strik í reikninginn í þeim mánuði. í þessu máli væru langtíma- spár óvissar, líkt og þegar spáð væri í veðrið. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins þann 16. mars um fyrirhugað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.