Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 39 AÐSENDAR GREIANR Afstæðið ALBERT Camus sagði einhverju sinni, að heiðni fyrir mann sjálfan og kristindómur fyrir aðra, væri eðlislæg þrá sérhverrar mann- eskju. Þegar þannig háttar til verður lífið einfalt og auðlifað í ver- öldinni enda er ábyrgð- in alltaf í höndum ann- arra, aldrei í höndum einstaklingsins sjálfs. Mörgum þykir sem þama hafi Albert Cam- us hitt naglann á höfuðið og það sem meira er, orð hans eiga jafnvel betur við í dag en á þeim tíma sem þau vom sögð. Hvað er auðveldara en að prédika siðferði yfir öðmm en lifa svo eins og hveij- um einum sýnist hentugast sjálfum? í veröld sem á sér varla lengur nokkur siðferðislögmál, heldur trúir á afstæði allra hluta, em skilin milli góðs og ills ekki skýr. Munurinn á réttu og röngu flækist líka fyrir fólki. Oft er eins og vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri hefur fyrir stafni, en trúin á afstæðið á sér þó ískyggilegri hliðar. Eitt einkenni hennar er að allt eigi rétt á sér, hversu skað- legt sem það annars kann að vera og ofur- trúin fóstrar meðal annars hugmyndina um skyndigróðann sem öllum langtímamarkm- iðum er fórnandi fyrir. Einna skýrast kemúr þetta fram í umgengn- inni við landið. Þar hef- ur krónunni alltof lengi verið kastað fyrir aur- inn. Nú er töfralausnin að virlq'a helst hveija lækjarsprænu á íslandi og selja afraksturinn til útlanda í formi rafmagns í gegnum sæstreng. Þó liggja engar fullnægj- andi rannsóknir fyrir um skaðsemi stórvirkjana á land og lífríki. Þegar slíkar hugmyndir em á kreiki er ástæðulaust annað en að fara sér hægt. Það er átakanleg reynsla að ferð- ast um hálendið og verða nauðugur viljugur að virða fyrir sér þær eyði- merkur sem þar era að myndast. Gróðureyðingin er ógnvænleg svo hröð sem hún er. Skjólsæll lautar- bali sem ósköp notalegt er að njóta Þorvarður Hjálmarsson Það er löngu tímabært, segir Þorvarður Hjálmarsson, að hætta að hugsa um náttúruna sem dauðan hlut. samvista í, hlýja júlínótt á fjöllum, er horfinn að sumri. Orðinn að sandbing eða uppblásnu flagi. Um árið, þegar múramir tóku að falla hver um annan þveran í hinum risavöxnu fangabúðum Austur-Evr- ópu, og fleira fólk en makráðir flokksgæðingar fóm í auknum mæli að ferðast þangað og beija dýrðina augum, vakti dæmalaus vanhirða og hirðuleysi athygli. Menn luku upp einum rómi og for- dæmdu þá algera sóun og rányrkju sem þar átti sér stað á náttúrulegum auðlindum. En maður líttu þér nær! Hvað kæmi í ljós ef þjóðin væri svo lánsöm að eiga stöðumyndir af fiskimiðunum, eða gróðurfarinu á landinu þó ekki nema frá því um miðja öldina sem nú er senn að renna skeið sitt á enda? Hræddur er ég um að mörgum brygði illilega í brún! Væri ekki ráð að -söðla um og sameinast um stefnu sem mætti verða landi og legi til bjargar. Hætta öllum stórveldisdraumum sem eng- inn veit hvar enda, og huga að því strax að bjarga því sem bjargað verður áður en allt er orðið um sein- an! Gott væri ef að fyrir árið 2000 lægi fyrir raunhæf heildaráætlun um uppgræðslu landsins og vemdun fiskimiðanna. Áætlun sem lands- menn allir gætu átt hlutdeild í að móta og tekið þátt í að framkvæma. Það er fyrir löngu orðið tímabært að segja afstæðishyggjunni stríð á hendur og hætta að hugsa um nátt- úmna einungis sem dauðan hlut sem beri að gjömýta og arðræna fyrir veraldlega skammtímahagsmuni. Miklu nær væri að reyna að finna samræmi og sátt við náttúmna sem við öll emm, ef grannt er skoðað, sprottin úr og höfum æmar skyldur við. Ef fram fer sem horfir, kemur fyrr en síðar að skuldadögum. Og þá verður ekki gæfulegt um að lit- ast. Fyrirheitin fögm í hátíðarræð- unum stjómmálamannanna gleym- ast furðu fljótt og við höldum áfram að haga okkur gagnvart umhverfi okkar eins og sálarlausir barbarar. Þó heyrast hljóð úr homi endmm og sinnum, og það skortir ekki á fagurgalann á kosingafundunum, en þar með er sagan líka öll. Höfundur er rithöfundur. Á ríkisstjórnarárum Alþýðuflokksins hefur verðbólgan nær horfið, innviðir atvinnulífsins styrkst og EES-samningurinn orðið að veruleika. Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir hagstæðu umhverfi atvinnulífsins sem er forsenda atvinnu og bættra lífskjara í framtíðinni. Útflutningur hefur stóraukist og iðnaður skilar nú hagnaði. Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær. Erlent fjármagn bíður ekki við land- steinana til að kaupa upp landið, eins og stundum er haldið fram. Að frumkvæði Sighvats Björgvinssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur því skipulegu markaðsátaki verið hleypt af stokkunum til að laða eríenda fjárfestingu til landsins. Alþýðuflokkurinn vill að minnst einum milljarði króna á ári verði varið í aðgerðir gegn atvinnuleysi. Markmiðið er að enginn verði iðjulaus og óvirkur í okkar' samfélagi. Alþýðuflokkurinn vill halda áfram á braut aukins frjálsræðis í atvinnumálum. Frjáls viðskipti og samkeppni leiða til aukinnar hagkvæmni og bættra lífskjara. Frjálst markaðskerfi og vestræn efnahagsstjómun eru markmið sem flokkurinn mun ekJki víkja frá. Atvinnugreinar næstu aldar byggja á þekkingu, hugmyndum og verkkunnáttu. Á tímum æ meiri alþjóðlegrar samkeppni og samvinnu þarf að opna íslenskt samfélag þannig að þekking og hæfileikar íslendinga fái notið sín. Til að bæta stefnumótun ríkisins og jafna starfsskilyrði atvinnuveganna ber að afnema úrelta skiptingu stjórnarráðsins eftir atvinnugreinum, og stofna eitt atvinnuráðuneyti. Stofnaður verði Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins til að styðja vöruþróun, tilraunaframleiðslu, markaðssetningu og stofnun nýrra fyrirtækja með sérstakri áherslu á útflutning. Lykilatriði í atvinnustefnu Alþýðuflokksins er að auka þátttöku íslendinga í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Hér má nefna útflutning á fullunnum sjávarafurðum, terðaþjónustu hérlendis, heilsuþjónustu, orkufrekan iðnað, tækniþróun, hugbúnaðargerð, þátttöku erlendra fyrirtækja hérlendis eða íslenskra fýrirtækja erlendis. Íuanþ í/\ Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Hægt er að nálgast eftirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöðvum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál, Sjávarútvegsstefna ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfnun kosningaréttar, Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótastefna jafriaðarmanna, Heilbrigðismál, Umhverfismál, Ungir jafnaðarmenn, Jafnaðarstefnan - mannúðarstefna okkar tíma. í Grillinu - margrétta ævintýri fyrir ungt fólk á öllum aldri föstudaginn 24. mars Nú er tældferið komið að bregða sér i Grillið á Sögu og upplifa spennandi saikerakvöld. Sigurður Hall verður á staðnum við eesti en hann ásamt Ragnari Wessman annast matseldina. í boði er fjögurra rétta máltíð ásamt fondrykkfyriraðeins2.900 ItT. Komið og upplifið ævintýralegt kvöld í Grillinu! Fordrykkur Ravioli fyllt gæsaparfoit, með madeirasósu og tómatkjöti eða Grænn spergill og humar í Sautemsósu Svepparagout í volgri sherryvinaigrette Léttsaltaður hunangs braseraður lambahryggur með rósmarínsoði og riffluðu rótargrænmeti eða Eranskurfiskipottur „Pot-au-feu de poisson" Sablé með perum ogSabayonsósu Pantanir í síma 552 5033 -þín sagai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.