Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 41 Útivist SUNNUDAGINN 6. apríl 1975, fyrir réttum 20 árum, stóð nokkur hópur karla og kvenna við Umferð- armiðstöðina, aústan megin, og beið. Tilfinningar hópsins voru eflaust nokkuð blendnar, en það lá mikil eftirvænting í loftinu. Skyldi nú ein- hver koma? í hópnum var Einar Guðjohnsen, aðalhvatamaður og stofnandi Ferða- félagsins Útivistar, og við hin vorum nokkur þeirra sem höfðu staðið með honum að stofnun félagsins hinn 23. mars, hálfum mánuði áður. Við vor- um komin þarna með nýtt félag, sem segja má að hafi verið stofnað á bjartsýninni einni saman, því engir voru íjármunirnir. Nú lá því á að koma tilgangi félagsins í fram- kvæmd, sem var og er, ferðalög um landið, fyrst og fremst gönguferðir, fólki til andlegrar og líkamlegrar hressingar. Því var drifið í því að koma fyrstu ferðinni af stað, m.a. til þess að freista þess að fá inn ein- hveija peninga ti! nýbyrjaðs reksturs félagsins. Afmælisganga Útivist- ar er á morgun, föstu- dag. Nanna Kaaber hvetur alla aldursflokka til þátttöku í göngunni. Við gátum ekki vitað hvemig stofnun félagsins yrði tekið af al- menningi og biðum því í mikilli eft- irvæntingu. Fyrsta ferðin hafði verði ákveðin; ganga á Keili. Gleði okkar og undr- un var því sannarlega í hámarki þegar í ljós kom að upp undir hund- rað manns mættu í gönguna. Ferðin tókst vel í alla staði og létt var yfir þátttakendum. Einar var sjálfur far- arstjóri ásamt Gísla Sigurðssyni frá Hafnarfirði. Veðrið var gott, snjóföl á jörðu, skýjað loft og sæmilega hlýtt, en mjög hvasst uppi á íjallinu. En aílir voru glaðir og ánægðir í lok ferðar. Síðan hefur Keilir verið afmælis- fjall Útivistar og árlega verið farnar göngur á íjallið sem næst afmælis- degi félagsins. Hafi komið fyrir að veðurfar eða snjóalög hafí hamlað ferð hefur hún ævinlega verið tekið á dagskrá síðar. Nú er komið að tuttugustu göngu félagsins á Keili. Keilir er hið feg- ursta íjall þar sem það rís, frá Reykjavík séð, eins og rétthyrndur pýramídi upp af hraunbreiðum Þrá- insskjaldarhrauns, 379 m. yfir sjáv- armál. Keilir er móbergsíjall, orðið til við eldgos undir jökli, en svæðið allt í kring hefur verið ein mikilvirk- asta eldstöð Reykjanesskagans í ald- anna rás. Þegar ganga skal á Ijallið er ekið frá Kúagerði í átt að Höskuldarvöll- um, að norðurenda Oddafells. Eftir Oddafelli er genginn smá spölur, á vegi sem þar er nú kominn og sæmi- lega bílfær, þar til komið er að göngustíg eða slóða, sem liggur um hraunið milli Oddafells og Keilis. Hraunið er nokkuð úfið og því best að halda sig á slóðinni, en þar er styst að fara yfir hraunið að fjall- inu. Uppgangan sjálf er öllum sæmi- lega göngufærum mönnum fær, allt frá bömum til þeirra sem eldri eru. Það er slóð upp á fjallið sem best er að fara eftir og þá er uppgangan létt. Ofan af fjallinu er hin besta útsýn yfir Reykjanesskagann, upp til fjalla og út á haf. Þótt okkur sýnist * - A* r \WRE VFÍtZ/ 5 88 5 >5 22 AÐSENDAR GREINAR 20ára flallið enda í mjóum toppi er nóg pláss þar uppi til að ganga um og líta yfir landið. Það ætti því að vera fyrir alla ald- ursflokka að taka þátt í þessari af- mælisgöngu Útivistar, sem fram fer að þessu sinni 26. mars kl. 13.00 frá Umferðarmiðstöðinni - austan megin. í tilefni þessarar tutttugustu af- mælisgöngu Útivistar á Keili mega þátttakendur búast við smá uppá- komu í lok ferðar. SJÁUMST! Höfundur er einn af stofnfélögvm Útivistar. KEILIR PHILCOi sem nær til 100 Philco kæliskápa PHILCO AR 25 Alls 250 ltr. Sjálfvirk afþýðing á kæli -24° frysting 141,5 x 54 x 57,5 sm. 39.900 42.900 afb.verð PHILCO AR 28 Alls 280 ltr. Sjálfvirk afþýðing á kæli -24° frysting 154 x 54 x 57,5 sm. 44.555smr. 46.900 alb.verð Heill gámur af sparnaði! Nú gefst viðskiptavinum okkar kostur á að gera reyfarakaup í PHILCO kæliskápum á frábæru verði! Athugið: TAKMARKAÐ MAGN Nú er að hrökkva eða stökkva, því fyrstur kemur, fyrstur fær. ! I PHILCOM PHILCO CBR 20 Alls 320 Itr. Sjálfvirk afþýðing á kæli -24° frysting 175,6 x 54 x 57,5 srn. 54.910
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.