Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞORKATLA BJARIMADÓTTIR frá Grundarfirði, lést í Sjúkrahúsi Stykkishólms 20. mars. Jarðsett verður frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 25. mars kl. 14.00. Ferð frá BSI kl. 9.00 sama dag. Petrea Páisdóttir, Elías Finnbogason, Sigríður Jónasdóttir, Árni Markússon, Ragnheiður Jónasdóttir, Þorleifur Þorsteinsson, Þorbjörg Jónasdóttir, Jens Hansen, Bjarni Jónasson, Erla Jónasdóttir, Helga Jónasdóttir, Ragnar Jónasson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þórarinn Guðjónsson, Emil Wilhelmsson, Sigríður Sigurgeirsdóttir, t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG HANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Öldugötu 3a, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 24. mars kl 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Helgi E. Eysteinsson, Guðjón Helgason, Guðrún Karlsdóttir, Jenný Mari'n Helgadóttir og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SNÆBJÖRN SNÆBJÖRNSSON, pípulagningameistari, Heiðarbæ 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 24. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en bent er á stuðning við Krabba- meinsfélagið. Guðrún Björgvinsdóttir, Valgerður Jónasdóttir, Þóroddur Guðmundsson, Hafþór Snæbjörnsson, Unnur Sveinsdóttir, Anna Birna Snæbjörnsdóttir, Haukur Birgisson, Dagbjört Sigrún Snæbjörnsdóttir, barnabörn og systkini. t Otför bróður okkar og frænda, EYJÓLFS ÁGÚSTÍNUSSONAR, Steinskoti, Eyrarbakka, ferfram frá Eyrarbakkakirkju laugardag- inn 25. mars kl. 13.30. Bjarndís K. Guðjónsdóttir, Daníel Ágústfnusson, Erlendur Daníelsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Vallholtsvegi 7, Húsavík. Þorsteinn Jónasson, Karl Bragi Jóhannesson, Idda Jóhannesson, Arndis J. Þorsteinsdóttir, Ólafur V. Sigurpálsson, Kristján G. Þorsteinsson, Dagbjört Eysteinsdóttir, Danfrfður E. Þorsteinsdóttir, Kristbjörn Svansson, Hafdfs B. Þorsteinsdóttir, Róbert Júlíusson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ARNFRfÐAR GUÐNÝJAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hörðalandl 4, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Jón Guðnason. + Jón Þórðarson fæddist á Stein- dyrum í Svarfað- ardal í Eyjafirði 1. desember 1896. Hann lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 16. mars sl. Foreldar hans voru Þórður Jóns- son, bóndi, og kona hans Guðrún Björnsdóttir frá Syðra-Garðshorni. Jón kvæntist árið 1919 Margréti Kristinsdóttur. Hún lést 21. janúar 1970. For- eldrar Margrétar voru Kristinn Gunnarsson, sjómaður, og Mar- grét Jónsdóttir frá Dalvík. Börn JÓN Þórðarson var eitt tíu barna, en móðir hans lést er hún átti síð- asta barn sitt, en þá var Jón níu ára gamall. Árið eftir lét faðir hans af búskap og þá fór Jón til vanda- lausra. En sveinninn ungi var hepp- inn, því hann vistaðist hjá sæmdar- hjónunum á Völlum í Svarfaðardal, þeim séra Stefáni Kristinssyni og Sólveigu Eggerz konu hans og var hann hjá þeim í fjögur ár. Taldi Jón ætíð að það hefði verið mikið lán að dvelja þar og átti góðar minning- ar frá þeim tíma. Jón fluttist síðan til Akureyrar 1923 og bjó þar alla tíð síðan. Fyrstu 20 árin var hann verkamaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, síðan af- greiðslumaður í Byggingavörudeild KEA, en allt frá 1948 var hann ásamt konu sinni, Margréti Kristins- dóttur, húsvörður og umsjónarmað- ur í kaupfélagshúsi KEA; þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sak- ir. Það er víst, að Jón naut sín vel í þessum störfum sínum og að andi samvinnuhugsjónarinnar hafði leikið um Jón þessi ár og taldi hann það sína mestu gæfu, næst því að eiga elskulega konu og góð böm. Jón gat sér ákaflega gott orð fyrir samvisku- semi og trúmennsku í starfi. Hann var látlaus og hógvær, hlýr og kím- inn þegar hann beitti miklum frá- sagnarhæfileikum sínum, því hann var vel grmdur, sjálfmenntaður, vel lesinn og hafsjór af fróðleik. Það var ánægjulegt að heyra hann rifja upp minningar um menn og málefni. Allra mesta gæfuspor Jóns var þegar hann árið 1919 kvæntist Mar- gréti Kristinsdóttur. Hún var einhver elskulegasta kona sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Góðmennskan lýsti af henni og hlýja í orði og verki. Það var mér til happs, að kona mín og Árnína dóttir þeirra hjóna eru báðar Jóns og Margrétar eru Þórður, vél- stjóri, f. 1918, kvæntur Guðríði Bergsdóltur, þau eiga tvö lnirn, og Árnína, f. 1923, gift Valdimar Jónssyni, skip- stjóra. Þau eiga fjögur börn. Jón Þórðarson starfaði hjá Kaupfélagi Ey- firðinga allt frá unglingsaldri og þar til hann hætti fyrir aldurs sakir. Útför Jóns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. fæddar á sama ári á Akureyri og urðu miklar vinkonur strax í æsku og eru enn í dag. Ég naut þess þá þegar fyrir um fimm áratugum síðan þegar ég kom í heimsókn norður, að mega ganga inn á þeirra fallega heimili, njóta góðgerða og jafnvel gistingar, alveg eins og ég væri heima hjá mér. Svo var andrúmsloft- ið ljúft, gestrisni og hlýleiki mikill. Eftir að þau Jón og Margrét fluttu frá Svarfaðardal var oft mikil gesta- gangur á það góða heimili, sérstak- lega Svarfdælinga, svo vinsæl voru þau. Við hjónin eigum einkar hug- ljúfar minningar frá heimsóknum okkar til þeirra hjóna. Þá áttum við ekki síst skemmtilegar stundir með þeim í Vaglaskógi sem þau elskuðu. Eftir að Margrét lést sinnti Jón áfram starfi sínu í kaupfélagshúsinu í fímm ár eða þar til hann fluttist á Dvalarheimilið Hlíð í september 1975 og bjó þar til æviloka. Við hjón- in höfum undanfarin sumur brugðið okkur norður og þá ætíð heimsótt + Gunnar Ingi Einarsson fæddist f Reykjavík 29. október 1951. Hann lést af slys- förum 26. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um 9. mars. ÖRFÁ fátækleg orð til minningar um mág minn og vin okkar Gunnar Inga Einarsson. Fyrst heyrði ég af Gunnari og fjölskyldu hans á Baldursgötunni Jón, og það var aðdáunarvert hversu vel hann bar aldurinn, þá kominn hátt á tíræðisaldur, beinn í baki, léttur í fasi, málhress og minnugur. Það mátti segja um hann, að hann væri einn þeirra sem eru ungir á öllum aldri. Honum leið vel á Hlíð, það fór vel um hann þar og hann sinnti lengi ýmsum tilvikum og setti góðan blæ á staðinn með virðulegri framkomu sinni og glettinni ljúf- mennsku. Hann var alla ævina hraustur, léttur á sér og duglegur við að ganga úti. Það er sagt, að Svarfaðardalur sé einhver fríðasta sveit landsins, Eyjafjörður einna fal- legastur fjarða og Akureyri standi fegurst allra bæja. Þessu héraði og heimabyggð unni hann mjög. Þessi síðustu ár Jóns var það viðtekin venja hjá honum að fá sér göngu- spöl úti fyrir og virða fyrir sér nátt- úrufegurðina, og oftsinnis þegar vel viðraði benti hann á fjallahringinn og út fjörðinn og sagði: „Sjáðu dýrð- ina.“ Þetta sagði hann oft. Jón hefði orðið 99 ára í desember næstkomandi, ef honum hefði enst aldur. Maður var undrandi yfir hversu vel hann hélt sér andlega og líkamlega fram að síðustu stundu. En svo varð honum á fyrir nokkrum dögum að detta illa og fékk upp úr því lungnabólgu, og þá var máttur- inn búinn. Síðan sofnaði hann í friði og ró í faðmi Drottins síns. Jón var einstaklega viðræðugóður, hvort heldur var um þjóðfélagsmál eða mannlífið yfirleitt, og þótt við hefð- um t.d. hvor sína stjómmálaskoðun var spjall okkar alltaf vinsamlegt, því hann var heiðarlegur, sanngjarn og drenglundaður. Jón sagði mér, að hann hefði verið svo lánsamur að kynnast mörgu góðu fólki, — en ég tel, að allt það fólk hafi verið lánsamt að kynnast honum. Slíks manns er gott að minnast. Við Helga, Ómar og Þóra og börnin vott- um öllum ástvinum hins mæta manns innilega samúð. Guð blessi minningu Jóns Þórðarsonar. Már Jóhannsson. af umtali vina minna og skátafé- laga, sem þar höfðu gist óvænt, og hafði foreldrum hans, Hrefnu og Einari, ekki þótt neitt tiltökumál þótt tíu til fimmtán manns svæfu þar í svefnpokum inni á stofugólfi þegar þau vöknuðu einn morgun- inn. Sama var þegar foreldrar mín- ir og yngri systkini þurftu að flýja eldgosið í Vestmannaeyjum 1973. Þá var þetta heimili þeirra griða- staður. Gunnar var mótaður af foreldrum sínum. Glaðværð, hressileiki og hjálpsemi eru þeirra einkenni. Svo vel hefur hann reynst Birnu systur minni og dætrum þeirra, að þegar ég hef hringt til Vestmannaeyja og spurt mömmu frétta af systkinum mínum, þá hef ég gjarnan gleymt að spyija um Birnu og Gunnar, því að þar gengu hlutirnir alltaf svo vel. En þegar minnst varir kemur kallið sem virkar eins og högg á alla fjölskylduna. Aðeins 43 ára gamall er hann hrifinn burt og sorg- in sækir að. Birna mín, Alda, Hrefna og Iðunn. Megi Drottinn allsherjar styrkja ykkur í erfiðleik- unum og megi hlýjar hendur vina og ættingja halda áfram að styðja ykkur eins og þeir hafa gert. Við vitum að Gunnar vill að við fínnum aftur okkar glaðværð, sem honum var svo eðlileg. Við þökkum honum samfylgdina, dýrmæt ár þótt þau væru allt of fá, en svona er mannlífið, þar skipt- ast á skin og skúrir, en sorgin hef- ur líka sínar fallegu hliðar, þar sem minningin er góð. Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu, þú Ijósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (Þýð. Óskar Ingimarsson.) Með kveðju og þakklæti, Hörður Hilmisson og fjölskylda. t Útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR Ijósmóður, Götu, Hvolhreppi, fer fram frá Stórólfshvolskirkju, laugar- daginn 25. mars kl. 13.00. Ástríður Jónsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson, Bjarghildur Jónsdóttir, Helgi Einarsson, Guðni Vignir Jónsson, Þórunn B. Björgvinsdóttir, Ómar Jón Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Krossi í Ölfusi, til heimilis á Geirlandi i' Hveragerði. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Mari'a Busk, íris Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur Ingi Guðmundsson, María Hrönn Guðmundsdóttir, Katrín Ósk Guðmundsdóttir. JÓN ÞÓRÐARSON GUNNARINGI EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.