Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 51 FRÉTTIR Lauk doktorsprófi í uppeldis- og- mennt- unarfræðum GUNNAR E. Finn- bogason lauk um síð- ustu áramót doktors- prófi við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Heiti doktorsritgerðar er: Frán utbildnings- pianering till kursplan- er. Den islándska grundskolareformen 1974. Eins og heiti ritgerð- ar ber með sér beindust rannsóknir höfundar að aðdraganda, undirbún- ingi og samþykkt nýrra grunnskólalaga 1974. Auk þess sem starf skólarannsókna á veg- um menntamálaráðuneytisins er skoðað í ljósi nýskólastefnunnar. Lýst er framvindu mála við lagasetn- inguna frá 1969 og fram til 1978 er grunnskólanefndin lauk formlega störfum. Skoðuð eru áhrif hags- munahópa, bæði faghópa og annarra' hagsmunaaðila, á mótun nýs grunn- skóla. Athugunum er beint að því hvernig staðið var að verki, hveijir komu nálægt ákvörðunartökunni og hveijir beittu áhrifum sínum og þrýstingi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Leiðbeinandi var prófessor Erik Wallin og andmælandi prófessor Henning Jo- hansson frá Umeá. I dómnefnd sátu prófess- or Tomas Englund frá kennaraháskólanum í Stokkhólmi, Uif P. Lundgren yfirmaður hjá SkolverkeL.og nor- rænufræðingurinn pró- fessor Lennart Elme- vik. Gunnar er fæddur í Reykjavík 5. júní 1952, sonur hjónanna Þórdís- ar Egilsdóttir og Finn- boga R. Gunnarssonar verkstjóra. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1973 og stúd- entsprófi árið eftir. Gunnar lauk BA-prófi í uppeldisfræðum frá Há- skóla íslands 1979 og kenndi síðan á árunum 1980-1983 við framhalds- skóla í Reykjavík, m.a. Kvennaskól- ann. Hóf nám við háskólann í Upp- sölum 1983 og lauk mastersprófi (MS) 1984 í uppeldisfræðum og nokkru síðar hóf hann rannsóknar- og doktorsnám við sama háskóla. Kona Gunnars er Halla Jónsdóttir hugmyndasagnfræðingur og eiga þau tvö börn. Gunnar er nú lektor við Kennaraháskóla íslands. Dr. Gunnar E. Finnbogason Absalom Dlamini gestur hvítasunnukirkjunnar ORKU- og umhverfisráðherra Swazilands, Absalom Dlamini, verður gest- ur hvítasunnukirkjunnar á íslandi dagana 22. mars til 4. apríl en hann hefur lengi verið safnhirðir í stórri hvitasunnukirkju í Manzini, höfuðborg Swazilands og skólastjóri Biblíuskólans sem íslenska hvítasunnuhreyfing- in byggði og hefur stutt um árabil. Umræðukvöld í Fríkirkjunni í Hafnarfirði UMRÆÐUKV ÖLD verður í safnað- arheimili Fríkirkjunnar í Hafnar- firði að Austurgötu 24 í kvöld, fimmtudaginn 23. mars, kl. 20.30. Að þessu sinni kemur sr. Karl Sigurbjörnsson, prestur í Hall- grímskirkju, í heimsókn og flytur erindi sem hann nefnir: Bænin og barnatrúin. Absalom Dlamini heimsækir hina ýmsu söfnuði hvítasunnu- hreyfingarinnar og mun vera í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, fimmtudaginn 23. mars. Þá liggur leið hans til Vestmannaeyja þar sem hann verður aðalpredikari hvítasunnukirkjunnar þar ásamt því að hitta ráðamenn bæjar-'og ríkisstjórna og skoða þætti í um- hverfis- og orkumálum Eyjamanna. Á miðvikudag munu þeir eiga fund saman Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra og Absalom en eft- ir það fer hann til ísafjarðar 29. mars og Akureyrar 31. mars. ÓLAFUR Ásgeirsson, nýkjörinn skátahöfðingi, og Gunnar Eyjólfsson, fráfarandi skátahöfðingi. Þjóðskjalavörður kos- inn skátahöfðingi AÐALFUNDUR Bandalags ís- lenskra skáta var haldinn í Reykjavík 11. mars sl. í upphafi fundar var þess minnst að 70 ár eru síðan bandalagið var form- lega stofnað. Fundinn sátu rúm- lega hundrað skátar og áttu flest skátafélög landsins fulltrúa á fundinum. Gunnar H. Eyjólfsson, leikari, sem gegnt hefur embætti skáta- höfðingja íslands, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í embætti skátahöfðingja íslands var ein- róma kjörinn Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður. Ólafur er sjö- undi skátahöfðingi íslands og ÁRSHÁTÍÐ og jafnframt tíu ára afmælishátíð Grikklandsvinafélags- ins, haldin á þjóðhátíðardegi Grikkja laugardaginn 25. mars, verður í Rúgbrauðsgerðinni gömlu, Borgartúni 6, efstu hæð. Húsið verður opnað kl. 19 og að borðhaldi loknu verða dagskrárat- riði. Kristján Árnason mun annast veislustjórn og flytja afmælispistil en ræðumaður kvöldsins verður hefur hann gegnt embætti að- stoðar skátahöfðingja síðustu tvö ár. Nokkrar breytingar urðu á stjórn BÍS, en hana skipa nú: Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjala- vörður, skátahöfðingi, Kristín Bjarnadóttir, áfangastjóri, að- stoðarskátahöfðingi, Sigurður Júlíus Grétarsson, sálfræðing- ur/lektor, aðstoðarskátahöfð- ingi, Ásta Ágústsdóttir, húsmóð- ir, ritari, Guðjón Ríkharðsson, viðskiptafræðingur, gjaldkeri, Þorbjörg Ingvadóttir, læknarit- ari, meðstjórnandi, og Guðni Gíslason, arkitekt, meðstjórn- andi. Hlín Agnarsdóttir leikstjóri. Nor- rænn sönghópur undir stjórn Jó- hönnu Jóhannesdóttur og Tryggva Líndal mun flytja grísk lög. Sigurð- ur A. Magnússon stýrir fjöldasöng og Jóna Einarsdóttir leikur á drag- spil. Þá mun Dóra Guðmundsdóttir annast happdrætti þar sem aðal- vinningurinn verður vikudvöl í Grikklandi fyrir tvo. Dansinn verður stiginn undir stjórn Hafdlsar Árna- dóttur. Athuga- semd frá Félagi eldri borgara MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá Félagi eldri borg- ara, sem undirrituð er af Guðríði Ólafsdóttur framkvæmdastjóra og Páli Gíslasyni formanni félagsins og ber yfirskriftina: „Leikflétta" með fólk: „Formaður bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, Sigfús Jónsson, reyndi í Tímanum og . Morgunblaðinu 21. mars sl. að vé- fengja tölulegar upplýsingar sem koma fram í greinargerð stjórnar Félags eldri borgara um fjölda hjúkrunarrúma á Hvítabandi, í Hafnarbúðum og á Heilsuvemdar- stöðinni. Samkvæmt svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrir- spurn Sturlu Böðvarssonar á Al- þingi, um fjölda hjúkrunarrúma á landinu miðað við febrúar 1995 vom þau á þessum heimilum sem hér segir: Hafnarbúðir 22 rúm, Hvítabandið 19 rúm, Heilsuvemd- arstöð 24 rúm, alls 65 rúm. Erf itt að trúa að Grensásdeild taki við Rétt er að 40 rúm fást á tveimur nýjum öldrunardeildum á Landakoti og væri það gleðiefni, ef ekki fylgdi sá böggull, að leggja ætti niður ofangreindar deildir. Það er erfitt að trúa því að Grensásdeildin eigi að taka við því hlutverki sem þær gegna. Einkum þegar hugsað er til hinna umfangsmiklu framkvæmda við byggingu sérstakrar sundlaugar og endurhæfingaraðstöðu fyrir slasað fólk og lamað, sem kemur hjúkrunarsjúklingum að minna gagni. Vissulega er það gleðiefni að stjórnin hefur endurskoðað þessi mál og ætlar nú að hlífa hjúkrunar- deild á Heilsuverndarstöð og Grens- ásdeildinni. Samt sem áður á að leggja niður Hvítabandið og Hafn- arbúðir. Það er miður að ekki er notað tækifærið og stofnsett ný öldrunar- lækningadeild og hjúkrunardeild, eins og skorturinn er mikill og til- lögur liggja fyrir frá starfsfólki öldrunarþjónustunnar. Hugleiðingar formannsins Sig- fúsar Jónssonar í viðtölum við dag- blöðin „um að líta beri á þetta sem fléttu“ er óskiljanleg og óviðeigandi þegar um er að ræða ráðstafanir með fólk en ekki dauða hluti.“ Árshátíð Grikklandsvina íverslunokkar^ aui,uai.u.ut:. Til sýnis og sölu verða hin glæsilegu Siemens heimilistæki sem allir vilja og geta eignast. Sértilboð á fjölda tækja. Sérstök afeláttarkjör gilda þennan dag. Bjóðum ýmis lítil raftæki á algjöru kjallaraverði. Heitt á könnunni. Látio sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Sérstök kynning á hinum margrómuðu Siemens sjónvarpstækjum, myndbandstækjum og hljómtækjasamstæoum. Góð fermingartilboð í gangi. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.