Morgunblaðið - 23.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 23.03.1995, Síða 1
JMttrgutilrfafeifr Við þurfum nýjar leiðir í landbúnaðarmálum Nýjar áherzlur í skólamálum SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURINN hefur lagt áherslu á að farnar verði nýjar leiðir í land- búnaði og vöm snúið í sókn. Vandinn í ís- lenskum landbúnaði hefur blasað við og er ljós þeim sem vilja kynna sér þau mál og láta ekki annarleg sjónarmið ráða. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur allt kjörtímabilið átt við öfugsnúna afstöðu Al- þýðuflokksins í land- búnaðarmálum að etja, sem gengur þar aftur mann fram af manni. Afstaða Alþýðuflokksins virðist byggjast á vantrú á íslenskum land- búnaði en mikilli tröllatrú á þeim landbúnaði sem rekinn er í öðrum löndum, og þá sérstaklega löndum Evrópusambandsins. Með einarðri afstöðu ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins og þingmanna hefur Alþýðu- flokkurinn verið einangraður í af- stöðu sinni til landbúnaðarmála og sjónarmið Sjálfstæðisflokksins orðið ofan á. Stefna Sjálfstæðisflokksins byggist á því að styrkja beri land- búnaðinn og efla. Markmiðið er að auðvelda honum að takast á við aukna samkeppni samfara samning- um sem auka frelsi í viðskiptum og eru okkur mikilvægir vegna annarra viðskiptahagsmuna. Með búvörusamningunum voru settar verulegar hagræðingarkröfur á landbúnað. Flest bendir til þess að mjólkurframleiðendur nái mark- miðum sem sett voru og að afkoma mjólkurframleiðenda og mjólkuriðn- aðarins geti orðið viðunandi. Vand- inn liggur hjá garðyrkjubændum, sem eru lítt varðir fyrir innflutn- ingi, en þó sérstaklega sauðfjár- bændum og afurðastöðvum þeirra. Mikill samdráttur í diikakjötssölu á innlendum markaði hefur valdið tekjusam: drætti hjá þændum. í því ljósi hafa menn beint sjónum sínum á nýjar leiðir í útflutn- ingi lambakjöts undir merki vistvænna og lífrænna afurða. Við afgreiðslu fjárlaga þessa árs var sam- þykkt sérstök fjárveit- ing til Byggðastofnun- ar vegna landbúnaðar, Byggðastofnun er ætl- að að styrkja sauðfjá- ræktarsvæðin í land- inu með því að stuðla að aukinni markaðs- setningu og styrkja afurðastöðvar sem eru lykill að betri afkomu sauðfjárbænda. Undir þinglok samþykkti Alþingi lög um átaksverkefni um fram- Jeiðslu og markaðssetningu vist- vænna og lífrænna afurða. Sam- þykkt þessara laga er tímamóta- verk og mikil viðurkenning fyrir íslenskan landbúnað og þeim mögu- leikum sem hann gefur. I fyrstu grein laganna segir: Efnt skal til átaksverkefnis um vöruþróun og sölu íslenskra afurða undir merkj- um hollustu, hreinleika og sjálf- bærrar þróunar á innlendum og erlendum mörkuðum. Ríkisjóður leggur átaksverkefninu til 25 millj- ónir króna hvert ár frá árinu 1996 til 1999. Forsendan fyrir þessari lagasetn- ingu er að í fjárlögum þessa árs, 1995, var samþykkt að veita 25 milljónum gegn sama framlagi úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins, samtals 50 milljónir, til þróunar- verkefnis vistvænna landbúnaðar- afurða. Með þeirri tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis var stigið fyrsta skrefið til raunhæfra nýrra leiða til þess að styrkja og efla land- Sj álfstæðisflokkurinn hefur sýnt það í verki að hann vill efla land- búnaðinn, segir Sturla Böðvarsson, sem telur að með markvissum að- gerðum verði hægt að gera íslenska bóndann frjálsan og efnahags- lega sjálfstæðan. búnaðinn. Takist vel til, sem ástæða er til að ætla að geti orðið, ætti að geta runnið upp nýr tími fyrir ís- lenska bændur. Með markaðsátaki erlendis fyrir íslenskar afurðir; með átaki í umhverfisvernd, landgræðslu og skógrækt og aukinni ferðaþjón- ustu blasir við betri tíð fyrir þá sem vilja starfa í sveitum landsins. Sjálfstæðisfiokkurinn ætlar og hefur sýnt það í verki að hann vill efla landbúnaðinn með heilbrigðum og markvissum aðgerðum sem gerir íslenska bóndann frjálsan og efna- hagslega sjálfstæðan. Byggðirnar sem þjóna landbúnaðarhéruðunum, svo sem Borgarbyggð og Dala- byggð, eiga mikið undir því að það ætlunarverk takist. Til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkur- inn að fá aukið fylgi í sveitum lands- ins svo flokkurinn hafi þann styrk sem til þarf svo áfram verði haldið á þeirri leið nýsköpunar sem hafin er á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Höfundur er alþingismaður og skipar 1. sæti D-listans á Vesturlandi. ÉG TEL að menntun, menning og vísindi eigi að vera forgangsverk- efni á komandi árum. Segja má, að um margt séu Islendingar sam- keppnisfærir við aðrar þjóðir, til dæmis í heil- brigðismálum, en ekki er sömu sögu að segja um menntunannál. Efla þarf Háskóla íslands og gera sömu menntun- arkröfur og gerðar eru í þeim löndum, sem við helzt berum okkur sam- an við. Með nýjum grunnskólalögum skap- ast skilyrði fyrir nýja hugsun í skólastarfi, sem löngu var tímabær. Svavar Gestsson heldur því fram í ræðu og riti að sátt sé um grunnskólann. Þessu er ég algerlega ósammála. Því fer fjarri að foreldrar skólabama, a.m.k. hér í Reykjavík, séu sáttir við skólagöngu barna sinna. Ýmis mál þarf að taka til alvarlegrar endurskoðunar, til dæmis námsefni, lengd skólaárs, lengd og gæði skóla- dags, einelti og námskeið. Þá vil ég nefna blöndun í bekki, sem kom inn Alþýðuflokksfólk skipt- ist í frjálshyggju- og sósíalkrata, segir Kat- rín Fjeldsted, og Fram- sóknarflokkurinn vegur salt milli borgaralegra afla og vinstrimennsku. í skólakerfið með lögum vinstri- mennskunar fyrir 20 árum. Böm þurfa á athygli og uppörvun að halda í samræmi við námsgetu sína og þroska, en útilokað er fyrir kennara að sinna öllum svo vel sé við slíkar aðstæður. Ég lít svo á, að blandað bekkjakerfi hafi skaðað þroska fjölda barna. Rétt er að benda á margar afar fróðlegar greinar Helgu Sigur- jónsdóttur um þessi mál í Morgunblaðinu, enda treysti Kvennalistinn á Reykjanesi sér ekki til að lúta niðurstöðum lýð- ræðis í nýlegu prófkjöri, og var Helgu steypt af stóli með eftirminnileg- um hætti. Nú, þegar Kvenna- listinn er í lægð, vegna forvalsmistaka og af því að hann hefur ekki treyst sér til að axla ábyrgð í íslenzku þjóðfélagi, Framsóknar- flokkurinn vegur salt milli borgara- legra afla og vinstrimennsku, og veit ekki í hvom fótinn hann á að stíga, og kratar skiptast í ftjálshyggjumenn og sósíalkrata Jóhönnu, er lag fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sýna, svo ekki verði um villzt, hvers hann er megn- ugur. Með vel unnum störfum á erf- iðu kjörtímabili hefur verið tekið á mörgum málum svo að segja má að nú sé vöminni lokið og sókn geti hafizt. Mín sýn er sú, að við sköpum hér aðstæður, sem geta verið hinar beztu í heimi. Með auknum kaup- mætti og með því að lækka skatta, sem á að vera hægt ef stöðugleiki helzt, með styttingu á vinnuviku, til samræmis við önnur Norðurlönd ekki sízt, og menntun, sem til fyrirmyndar geti talizt, getum við Islendingar gengið bjartsýn fram til næstu aldar. Við skulum með því að veita sjálf- stæðisstefnunni inn í sem flest. svið þjóðlífsins skapa hér þá lífsgleði og lífsfyllingu sem heilbrigð þjóð í hreinu landi á skilið. Höfundur er læknir og skipar 9. sætið á D-lista í Reykjavík. Sturla Böðvarsson Katrín Fjeldsted Davíð, Agúst og Jóhanna ÞAÐ ER sagt að í stjórnmálaheim- inum sé minni manna í allra stysta lagi. Það er nú ljóst að helst horfa menn til Jóhönnu Sigurðardóttur og Davíðs Oddssonar í von um launa- jöfnuð í þessu landi. Það kynni þó að vera ástæða til að rifja upp hlut- deild þessa góða fólks í því ástandi sem nú ríkir í launamálum lands- manna og því neyðarástandi sem 60.000 skólanemendur líða nú fyrir. Hvergi á byggðu bóli væri það látið viðgangast að skólakerfi heillar þjóð- ar lamaðist vikum saman, en á ís- landi er ekkert óhugsanlegt. Þegar opinberir starfsmenn sett- ust að samningaborði árið 1992 til þess að ræða framhald og umbætur á þjóðarsáttarsamningum frá árinu 1990 var Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra. En sér til halds og trausts höfðu þau Ágúst nokkum Einarsson, sem nú er ráðherraefni Þjóðvaka, en hann var þá formaður samninganefndar rík- isins. Þessi þrenning beitti fyllstu hörku gegn öllum kjarabótum fyrir launþega og því miður treystu launþegar sér ekki til að sýna hörku á móti með því að fara í aðgerðir. Því er nú svo komið, að laun eru hér á landi u.þ.b. þriðjungur af þvl sem nágranna- þjóðir okkar bjóða vinn- andi fólki fyrir lögboð- inn vinnudag. Þeim sem enga vinnu hafa í þess- um löndum er auk þess séð fyrir sómasamleg- um launum sér til fram- færslu. Sjaldan höfðu launþegasamtökin staðið frammi fyrir harðari samninga- manni fyrir ríkisins hönd en auð- manninum Ágústi Einarssyni, enda hefur sá trúlega takmarkaða reynslu af að reyna að láta enda ná saman í heimilisbók- haldinu. Hins vegar hafði þessi innanbúðar- maður Seðlabankans tölur á reiðum höndum um bága stöðu þjóðar- búsins og taldi niður- skurð í velferðarkerfínu einu von landsmanna um báettan hag. Og eft- ir því var farið. Launum skyldi haldið niðri, vel- ferðarkerfí sjúkra, aldr- aðra og fatlaðra skyldi skorið við trog, svo að atvinnuvegimir mættu blómstra. Þetta fannst félagsmálaráðherranum Jóhönnu Sigurðardóttur og Davíð Oddssyni forsætisráðherra mesta þjóðráð. Og það má segja að þetta hafí verið þjóðráð — fyrir suma. Nú ber- ast okkur ársskýrslur stærstu fyrir- Guðrún Helgadóttir tækja landsins hver á fætur annarri. Og fyrirtækin græða á tá og fíngri. Milljarðagróði óskabarns þjóðarinn- ar, Eimskip, Flugleiða, útflutnings- fyrirtækjanna, olíufélaganna, Is- lenskra aðalverktaka geislar af and- liti hluthafanna yfir krásunum á að- alfundunum. Góður arður til þeirra blasir við, en afgangurinn á „að verða Er Ágúst Einarsson ráðherraefni, spyr Guðrún Helgadóttir, í hugsjónaþoku Jóhönnu. eftir í fyrirtækjunum", sagði Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður flestra þeirra. Það er rétt hjá Ág- ústi, það er óskastaða að stýra fyrir- tækjum á láglaunasvæðum. Hversu lengi ætlar íslenska þjóðin að láta bjóða sér þessa meðferð? Hveijir skyldu hafa aflað þessa fjár? Að vísu svaraði þessi stjórnarformað- ur allsheijar því sjálfur. Hann hefur „afburða gott starfsfólk"! Hann var ekki spurður um hlutdeild þess í milljarðagróðanum, en lýsti áhuga sínum á hollenskum ryðkláfum, því að eitthvað varð að gera við allt þetta fjármagn. Því fleiri skúffufyrir- tæki, því betra. Skúffur starfsmanna eru ekki á áhugasviði þessara herra. Stefna Ágústs Einarssonar hefur staðist allar spár. Það er þjóðarbú- inu fyrir bestu að greiða lág laun, láta sjúklinga greiða lyf og læknis- hjálp, skera niður framlög til fatl- aðra og aldraðra og draga úr út- gjöldum til menntunar. Aðeins þannig blómstra fjármagnseigendur á borð við Ágúst Einarsson, sem augljóslega hlýtur að vera ráðherra- efni mesta jafnaðarmanns í heimi, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem ásamt Davíð Oddssyni er von manna um jöfnuð og réttlæti. Það verður spennandi að vita hvort ráðgjafinn Ágúst Einarsson er fjár- málaráðherra eða sjávarútvegsráð- herra framtíðarinnar í hugsjónaþoku Jóhönnu Sigurðardóttur. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins fyrir Reykjavíkurkjördæmi,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.