Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 C 3 VIÐSKIPTI íslensk trygg- ingamiðlun fær starfsleyfi ÁRNI Reynisson, sem undanfarið hefur unnið að undirbúningi trygg- ingamiðiunar hér á landi, hefur fengið staðfest starfsleyfi skv. reglum Evrópska efna- hagssvæðisins. „Hér er um að ræða fyrstu íslensku vá- tryggingamiðlunina sem fær starfsleyfi skv. ^essum reglum,“ sagði Árni í samtali við Morg- unblaðið, en fyrirtæki hans hefur hlotið nafn- ið Hagall. Árni hóf starfsemi í mars 1991 með því að bjóða greiðsluvátryggingar frá belg- íska félaginu Namur. Árið 1993 hóf hann að gera markaðskannanir á líftryggingasviði á íslandi og Bret- landi auk þess sem samstarf hans við bresk félög hófst það ár. Meinatrygging Árni er með samning við breska líftryggingafélagið Friends Provid- ent. Hann sagði að meðal þeirra nýjunga sem breska félagið byði íslendingum á sviði líftrygginga væru ævitrygging, meinatrygging, líftrygging með fastri iðgjalds- og bótafjárhæð. Ein helsta nýjungin er að sögn Árna fólgm í meinatryggingunni. Þar sagði Árni að væri um að ræða líf- og örorkutryggingu, sem greiddi einnig bætur vegna hjartaá- falls, slags, krabbameins, hjarta- skurðar, kransæðaaðgerðar, MS, nýrnabilunar, líffæraflutnings, taugasjúkdóms, blindu, heyrnar- missis, lömunar, miss- is útlima og bruna. Einnig kæmi • til greiðslu bóta vegna banvæns sjúkdómar, hver sem hann væri, og algjörrar, varan- legrar örorku. Ábyrgð „Tryggingamiðlari er óháður öllum félög- um og þannig ólíkur bundnum trygginga- sölum og umboðs- mönnum einstakra fé- laga,“ sagði Árni. „Hann er fulltrúi kaup- andans gagnvart tryggingafélagi og verkefni hans er að leita uppi hagstæðustu kjör fyrir viðskiptavini og sinna sérþörfum þeirra. Hann þiggur aðeins greiðslur fyrir gerða samninga.“ Árni sagði að þessi skilgreining á starfsemi tryggingamiðlara úti- lokaði ekki að hann bæri uppi mark- aðssetningu fyrir einstök félag þeg- ar aðstæður leyfðu. Hins vegar væri hann alltaf óbundinn að öðru leyti og frjáls að umgangast önnur félög. „Þetta gerir að verkum að trygg- ingamiðlarinn ber verulega ábyrgð á þeim upplýsingum sem hann veit- ir og þarf að tryggja sig sérstak- lega gagnvart þeim mistökum sem geta átt sér stað í fyrirtæki hans,“ sagði Árni, en hann er með starfs- ábyrgðartryggingu hjá Lloyds upp á 50 milljónir íslenskra króna. Árni sagðist ennfremur bjóða ýmsar aðrar sérhæfðar tryggingar frá Lloyds. Árni Reynisson Morgunblaðið/Árni Sæberg ROLF Rodenbeck í hópi þriggja þýskukennara við Háskólann, þeirra Oddnýjar Sverrisdóttur lekt- ors, Katharinu Schubert og Eyglóar Eyjólfsdóttur stundakennara. Lengst til vinstri virðist svo Johann Wolfgang Göthe líta með velþóknun yfir hópinn. Aukinn áhugi á þýsku- námi í viðskiptum ÁHUGI á þýskunámi hefur vaxið nyög meðal viðskiptafræðinema í Svíþjóð og Finnlandi í kjölfar inngöngu þjóðanna tveggja í Evrópusambandið, að sögn Rolfs Rodenbecks, sem kennt hefur viðskiptaþýsku i Iöndunum tveimur. Þýska er nú kennd við- skiptafræðinemum í Háskóla ís- lands annað árið í röð og í vetur hefur þar í fyrsta sinn verið boðið upp á svonefnt tungumála- tengt viðskiptafræðinám. Oddný Sverrisdóttir lektor í þýsku sagði að í tungumála- tengdu viðskiptafræðinámi þyrftu menn að taka 30 einingar í ensku, frönsku ogþýsku, en þetta nám væri nýtt og enn í mótun. Það hefði því komið sér vel að fá Rodenbeck hingað til lands til að miðla af reynslu sinni, en hann hélt fyrirlestur í Háskólanum fyrir tilstilli þýsku stofnunarinnar DAAD, sem sér um samskipti Þjóðveija við út- lönd á háskólastigi. Rodenbeck starfaði með vinnuhóp um hvernig best er að kenna viðskiptaþýsku, en þar kom meðal annars fram að áherslur okkar íslendinga væru aðrar en í Svíþjóð og Finnlandi, þar sem við keyptum frekar vör- ur en seldum á námstefnum. Oddný sagði að Svíar og Finnar teldu að gott vald á þýskri tungu auðveldaði þeim mjög aðgang að stærsta markaðinum innan ESB, með 80 miiyón íbúum. Hún sagði að viðskiptatengd tungumálakennsla væri skemmtileg ögrun við tungu- málakennara, sem þyrftu að afla sér fagvitneskju um við- skipti. Mikilvægt væri að kenna auk tungumálsins sjálfs menn- ingu og viðskiptavenjur viðkom- andi þjóða, til dætnis legðu Þjóð- verjar mikið upp úr smáatriðum eins og að þéra viðskiptavini sína og mæta til fundar á gljá- burstuðum skóm, svo dæmi séu nefnd. Hydro-Texaco bindur miklar vonir við íslandsumsvifin Olís betur borgið með tveim stórum hluthöfum lakShmi MADF. WITH JOY Snyrtivörulínan frá Italíu sem er meðal hreinustu náttúruvara — meira en 100 vörutegundir— m.a. húð- og hár- snyrtivörur, förðunarlína, sólarvörn, ilm- vötn og ilmolíur, svo og náttúrulegt megrunarprógramm. Allt unnið eftir uppskriftum úr þúsund ára gömlum veda-bókum, ekki prófað á dýrum. Lakshmi verður núna markaðssett í Danmörku, Finnlandi og á Islandi, og leitar í hverju landi um sig eftir: Umboðsmanni - innflytjanda Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. KARSTEN M. Olesen aðstoðar- framkvæmdastjóri Hydro-Texaco í Kaupmannahöfn segir ánægju inn- aff' fyrirtækisins með nýleg hluta- bréfakaup í Olís. Hann segir einnig að fyrirtækið bindi miklar vonir við umsvifin á íslandi. Miðað við danska reynslu af samstarfssamn- ingum um birgðahald og dreifingu, þó keppt sé um sölu líti hann vel út. Hydro-Texaco er í eigu tveggja fyrirtækja, norska fyrirtækisins Hydro og Texaco í Danmörku. í samtali við Morgunblaðið sagði Karsten M. Olsen að þar sem fyrir- tækið hefði átt fjórðungshlut í Olís fyrir, hefði Hydro-Texaco nú slegið til og keypt önnur tíu prósent í við- bót, þegar ljóst var að einn hluthaf- inn hefði viljað selja. Innan fyrir- tækisins væru menn trúaðir á að meðan ekki væri neinn einn stór hluthafi færi betur á að þar væru tveir stórir. Því hefðu þeir bætt við sinn eignarhluta, þegar 45 prósenta hlutur var til sölu og bætt tíu þró- sentum við fyrri hluta sinn í Olís. Nú væri eignarhald Olís reyndar þrískipt, því auk tveggja 35 pró- senta hluthafa væri þriðji hlutinn í eigu íslensks hluthafahóps. Frá sjónarmiði Hydro-Texaco sagði Karsten M. Olesen að mikil- vægt væri að náðst hefði samvinna um birgðahald og dreifingu, því þannig lækkaði rekstrarkostnaður- inn. Sömuleiðis væri mikilvægt að halda uppi samkeppni í sölunni og hann vildi því undirstrika að sam- vinnan næði aðeins til birgðahalds og dreifingar, ekki sölu. Þetta gæti kannski vakið upp spurningar um hvort í raun væri hægt að keppa á einu sviði, en starfa saman á öðru, en fyrirtækið hefði þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi í Danmörku, þar sem það skilaði góðum árangri. Fyrirtækin gætu náð aukinni hagkvæmni á sviði birgðahalds og dreifingar og ein- beitt sér betur að sölunni. Um framtíðina sagðist Karsten M. Olesen ekki getað sagt neitt frekar. Fyrirtækið væri ánægt með gerðan hlut og óskaði eftir að Olís héldi áfram eins og áður. Um hugs- anlega samkeppni frá Irving Oil sagði Karsten M. Olesen að þeir yrðu bara samkeppnisaðilar eins og hveijir aðrir og Hydro-Texaco hræddist ekki frekari samkeppni. Hins vegar sagðist hann myndu frekar undrast ef fyrirtækið færi inn á íslenska markaðinn, sem væri ekki stór, þar sem það fylgdi því alltaf mikill kostnaður að koma sér fyrir á nýjum markaði. Hydro-Texaco er í eigu íjár- magnsfélags, sem er að hálfu í eigu Hydro og að hálfu í eigu Texaco. Velta félagsins að frádregnum sköttum og skyldum var á síðasta ári rúmir fjórir milljarðar danskra króna eða um 45 milljarðar íslenskra króna, en heildarveltan er átta millj- arðar danskra króna eða tæplega níutíu milljarðar íslenskra króna. Markaðshlutur Hydro-Texaco í bensínsölu í Danmörku er sautján prósent, í sölu gasolíu 24 prósent og í smumingsolíu átján prósent. Til leigu skrifstofuhúsnæði Um er að ræða tvö herbergi (43 fm og 23 fm) í Lágmúla 5 á efstu hæð. t Góö móttaka, kaffistofa og glæsilegt útsýni. Upplýsingar í símum 32636 eða 689981 næstu daga. Umboðsmaður okkar þarf að hafa gott viðskiptavit, vera hagsýnn, hafa góða framkomu og hæfileika til að hvetja aðra og vera leiðandi á þessu sviði, sem gefur mestan hagnað miðað við fjárfestingu. Sendu stutta umsókn með upplýsingum um sjálfan þig og þínar áætlanir. Natur HUSET (NO 967663220) PÓSTBOKS 6. 5071 LODDEFjORD (BERGEN) NOREGI SÍMl 47 55 26 46 62 - SÍMBRÉF 47 55 26 76 73 AÐALFUNDUR SÍLDARVINNSLUNNAR HF. Aöalfundur Síldarvinnslunnar hf. veröur haldinn laugardag- inn 1. apríl 1995 kl. 15.00 í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3) Aukning hlutafjár. 4) Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Síldarvinnslunnar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.