Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 C 5 VIÐSKIPTI Hagfræðingur sænskra iðnrekenda ræðir um veiðileyfisgjald og efnahagslíf P er Magnus Wijkman hefur komið víða við síðan hann Jauk hagfræðiprófi. Hann er fæddur í Kanada og hefur búið víða um heim. Meðal ann- ars var hann yfirhagfræðingur Efta, áður en hann tók við samskonar stöðu hjá Industriförbundet í Svíþjóð. Hann lætur mjög til sín taka í sænskri þjóðfélagsumræðu og er eft- irsóttur fyrirlesari. í fyrirlestraferð til íslands fyrr í mánuðinum kynnti hann sér íslensk málefni og lítur þau ef til vill öðrum augum en flestum íslendingum er tamt. Ekki svo að skilja að hann vilji setjast í dómara- sæti, en hann bendir á að fískurinn sé eins og hver önnur auðlind og iíta megi á fiskveiðar og fiskiðnað út frá ýmsum forsendum. Kvótakerfið viðheldur ríkjandi aðstæðum Wijkman hefur samtalið á því að undirstrika að vandinn liggi í því að fiskurinn sé af skornum skammti. „Af því leiðir eðlilega að takmarka þarf aðganginn að veiðunum. Það er ekki lengur hægt að fiska eins og hver»-vill og það er vandamál í sjálfu sér hvernig eigi að skipta því sem til skiptanna er á milli þeirra sem vilja veiða fiskinn. Eins og stend- ur er kvótum úthlutað til þeirra, sem voru að veiðum þegar kvótakerfínu var komið á fyrir um áratug. pal)inn á þessu fyrirkomulagi er annars vegar að þar með er byggt á aðstæðum sem ríktu á þeim tima, þegar kerfinu var kpmið á og hins vegar að aðgangurinn að veiðunum fyrir þessa útvöldu er ókeypis- Meðan veiðileyfin eru ekki seld á fyjálsum markaði þá er þeim hyglað, sem voru að þegar kvótakerfínu var komið á. Það eru því höft á réttindum, sem hægt væri að versla með og um leið er hindrað að nýir aðilar komist að veiðpnum. Þetta leiðir til skorts á samkeppni.. Reyndar minnir kerfíð á það kerfj sem hefur viðgengist í Stokkhólmi við veitingu ökuleyfa til leigubíl- stjóra. Það er alls ekkert einstakt að skömmtun og höft leiði til þess að það ástand sem viðgekkst þegar kerfinu var komið á sé nánast lagt á ís og það látið viðhaldast áfram. En það er hægt að hugsa sér ann- að fyrirkomulag. Annars vegar rétt til að selja kvótana á fíjálsum mark- aði, sem auðveldaði afkastamestu sjómönnunum að veiða. Hins vegar að bjóða veiðileyfin upp árlega og láta kvótana byggjast á ársaflanum, þannig að aflamagnið sé takmarkað. Ég álít seinni kostinn heppilegri, nefnilega að bjóða upp veiðileyfin og selja þau hæstbjóðanda. Tæknilega séð er hægt að gera það á ýmsan hátt. Kostirnir við slíkt fyrirkomulag eru margir. í fyrsta lagi tryggir það að afkastamestu og hagkvæniustu sjómennirnir séu að veiðum. í öðru lagi liggja veiðitakmarkanir í þessu kerfi, svo ekki verður gengið á fiski- stofnana. í kvótakerfinu skapar það vanda að smábátar eru undanþegnir kvótum, svo að í raun veitir kerfið ekki fulla stjórn yfir veiðunum og um leið fæst ekki lausn á ofveiði- vandanum. Ofveiðar eru gífurlega alvarlegt vandamál. Líklegt er að ----------- undanfarna tvo áratugi hafi veiðarnar farið um tuttugu prósent fram úr því sem fiskistofnarnir þola. Alvara málsins ligg- ur ekki síst í að um leið er fiskveiðum Hagsmunahópar standi ekkigegn hagkvæmri þróun Þegar Per Magnus Wijkman yfirhagfræðing- ur sænsku iðnrekendasamtakanna, er þeirrar skoðunar að náttúruauðlindir eigi ekki að vera hveijum og einum til ókeypis afnota, því það stuðli að því að um of sé gengið á þær sama eigi við um velferðarkerfíð. Sigrún Davíðsdóttir tók Wijkman tali þegar hann var hér á ferð nýverið. vinnu við veiðarnar. Það er hins veg- ar athyglisvert að hér hefur einka- geirjnn í atvinnulífí í landi ekki vax- ið neitt undanfarin ár. í öðrum iðnað- arlöndum hefpr hlutur þjónustu og útflutningsgreina vaxið, meðan hann hefur dregist saman á íslandi. Hér hefur því ekki orðið framleiðsluaukn- ing á umsetjanlegum vörum. Þessi íslenska þróun hangir saman við of- nýtingu á aðalhráefni íslendinga, fískinum, og að of margir stunda fískveiðarnar. Þetta tvennt hefur orðið til þess að færri verða til að vinna í landi, þar sem aukningin þyrfti að vera. Ef útgerðin greiddi fyrir veiðileyfin ykist kostnaðurinn, hún þyrfti fleiri dollara eða Ecu fyr- ir kostnaðinn og það myndi smátt og smátt þvinga gengi krónunnar niður. Um leið skapaðist betri grund- völlur fyrir iðnað og aðra framleiðslu í landi." íslendingar bera kostnað af að standa utan ESB En hvernig horfa málin við ef við höldum áfram með þennan þanka- gang og veltum fyrir okkur áhrifum þess að ísland væri nátengdara Evr- ópumarknaðum og þá með aðild að Evrópusambandinu? „Þá væri hægt að reikna með auknum og á endanum hugsanlega fijálsum aðgangi útlendinga að fisk- veiðum við ísland. Um leið gætu útlendingar boðið í fiskveiðileyfin og það hækkaði hugsanlega verðið, svo leyfin gæfu þá meira í aðra hönd í ríkiskassann. Ég er þó ekki í vafa um að íslendingar gætu alltaf boðið betur vegna nándar þeirra við miðin.“ En hvað þá með fiskvinnsluna? Gæti hún ekki færst úr landi, ef fleiri útlendingar kæmust til veiða hér? „Nei, ég held ekki endilega að veiðar útlendinga hefðu þau áhrif. Þar kemur fleira til. í sænsku um- ræðunum fyrir atkvæða- greiðsluna um ESB-aðild í haust var ein helsta rök- semdin fyrir aðild sú að annars tapaði landið af íjárfestingum. Þeir fyrstu Heppilegast aö bjóða upp veiðileyfin framtíðarinnar stofnað í voða. Fyrir íslendinga er vandamálið sérlega ískyggilegt, þar sem fiskveiðar eru undirstaðan í íslenskum þjóðarbú- skap. íslendingar hafa annars vegar veitt um of og hins vegar með of miklum tilkostnaði. Veiðarnar hafa með öðrum orðum ekki verið nægi- lega hagkvæmar. Það er nærri lagi að álykta að þriðji hver bátur hafi verið umframur, þannig að hægt hefði verið að veiða jafnmikið með þriðjungi færri skipum. I tölum má áætla að afkastameira og hagkvæm- ara kerfi gæfi 3-4 prósentum meira af sér í vergri þjóðarframleiðslu og það er ekki svo lítið að fá slíkan skerf. Meiri hagkvæmni felur óhjá- kvæmilega í sér að einhveijir missa sem hugsuðu til flutnings voru fisk- iðjumenn. Nú hafa Svíar sagt já við aðild og íslendingar eru utan ESB, Sænska aðildin hefur meðal annars valdið óróa í Danmörku, þar sem menn óttast að sænsk fískiðja þar flytji aftur til baka. í Noregi eru menn áhyggjufullir yfir að norsk fiskiðja flytji yfir til Svíþjóðar til að vera á ESB-mat'kaðnum. Þessi ótti stafar af því að evrópskir tollar á unnum fiskafurðum eru miklu hærri en á hráefninu. Þennan kostnað ber- ið þið nú og þessir lágu hráefnistoll- ar eru eðlilega mjög mikill hvati til að fiskurinn sé fluttur óunninn til Evrópu, sem þýðir auðvitað að hann veitir ekki fólki vinnu ! landi hér. Þið finnið hins vegar ekki svo mjög fyrir þessum kostnaði því hann er annars vegar óbeinn og hins veg- ar vegna þess að útgerð og fisk- vinnsla eru oft í eigu sömu aðila, sem sætta sig þá við lægra hráefnisverð gegn því að fá að vinna fískinn. í raun eru það sjómennirnir sem taka á sig lægra fískverð, kannski til að fá fiskinn í land, vegna þess að það eru oft konur þeirra, sem vinna fisk- inn þar. Því er það svo að þið borgið óbeint fyrir að fá vinnsluna með því að sætta ykkur við lægra verð fyrir físk sem fer til vinnslu innanlands. Nú þegar bytjað er að bjóða fiskinn upp kemur í ljós hvort hann selst fyrjr annað verð erlendis en hér, hvort hann selst fyrir hærra verð þegar hann er seldur úr landi. Þetta gerir kostnaðinn við ESB-tollana á unnum físki andstætt óunnum aug- ljósari. Sjómennirnir geta svo spurt sig hvers vegna þeir eigi að sam- þykkja lægra verð og það hlýtur að verða umræðuefni. íslenskur fiskiðnaður er kannski líka afkastaminni en hann gæti ver- ið, því hann hefur verið verndaður af einokun. Nýjar aðstæður hafa leitt til aukinnar samkeppni og þá kemur líka í ljós hvort hagstætt er að vinna fiskinn hér, þar sem rekstrareining- arnar eru svo smáar. Þar fara saman of margir bátar, dreifðir á of margar hafnir og of margar og litlar fisk- verkunarstöðvar, sem þurfa að vera á hverri höfn.“ Einhæft atvinnulíf í skugga fisksins Eitt helsta vandamálið í íslenskri atvinnusköpun er hve fábreytt at- vinnulífið er. Hvaða augum lítur þú þennan vanda og hugsanlegar lausn- ir hans? „Það er augljóst að atvinnulíf í landi hefur staðið í skugga fisksins. Fjögur atriði eru eftirtektarverð varðandi íslenskt atvinnulíf. í fyrsta lagi hefur það þurft að lifa með gengi, sem ákvarðast af fiski. Lík- lega hefði fyrir löngu þurft að draga úr verðgildi krónunnar, því gengis- skráning sem eingöngu miðast við fískveiðarnar hefur haldið aftur af iðnþróun. í öðru lagi er ísland lítið land, langt frá öðrum mörkuðum og það hefur leitt af sér að erfitt hefur verið að þróa útflutningsgreinar, sem ekki byggjast á fiski. I þriðja lagi hefur ríkið haft eignartök rnjög víða. Ríkiseign hefur verið sérlega afdrifa- rík í bankageiranum og leitt til þess að fjármagnsstraumar hafa síður ákvarðast af efnahagssjónarmiðum en fremur af öðrum hagsmunum, til dæmis stjórnmálahagsmunum. í fjórða lagi hafa verið höft á eignar- aðild útlendinga í íslensku atvinnu- lífi. Þetta allt er nú mjög að breytast, ekki slst vegna aðildar íslendinga að samningnum um evrópska efna- hagssvæðið. Flutningskostnaður lækkar jafnt og þétt og með upplýs- PER Magnus Wijkman ingatækni skipta fjarlægðir minna máli. Svigrúm fyrir samkeppni eykst, þar sem iðnaðartollar eru að meðal- tali jafpháir og í OECD, með nokkr- um undantekningum, þó tpllkerfið þyrfti að vera samræmdara. í kjölfar EES verður eignaraðild útlendinga í atvinnulífinu möguleg, að fiskiskip- um undanteknum. Stjórnvöld stefna að einkavæðingu og yonandi verður staðið við þá stefnu. Ef allt þetta gengur upp, ekki síst einkavæðingin og erlendar fjárfest- ingar hér, þá efast ég ekki um að moguleikarnir á kröftugum og fjöl- breyttum einkageira séu góðir. Innan bankakerfisins verðut' vonandi vax- andi einkavæðing og erlendar fjár- festingar, svo fjármagni verði miðlað á efnahagslegum forsendum einum, óháð stjórnmálalegum hagsmunum. Allir hagfræðingar hafa misst trú á ríkisforsjá, en álíta þvert á móti að einkavæðing sé efnahagsleg driffjöð- ur. Þekkingarfrekur iðnaður vex hröðum skrefum þessi árin og það er íslendingum mjög í hag, því þar skiptir flutningskostnaður litlu máli. Vöxtur á þessu sviði er íslendingum nauðsynlegur, þvl það þarf að bjóða starfskröftum við landbúnað og físk- veiðar vinnu í stað þeirrar sem glat- ast óhjákvæmilega. Landbúnaður mun fá mun meiri samkeppni næstu árin vegna Gatt-samkomulagsins, því þó tollar séu háir fyrst í stað mun vafalaust eiga sér stað afnám hafta hægt og bítandi. Því þarf að auka afköst og hagræðingu innan landbúnaðar, sem þýðir að færri þurfa að skila meiri afköstum og einhvetjir þurfa að leita yfír í aðrar greinar eftir störfum. Sama gildir um þá sem þurfa að skipta um vinnu vegna hagræðingar í sjósókn. Ohjákvæmilegur samdráttur vinnuafls í þessum tveimur hefð- bundnu starfsgreinum gerir það að verkum að þenslan í ------------- einkageiranum er líf- snauðsynleg, Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er hér, en í Svíþjóð er opinberi geirinn ofmann- aður, svo þar þarf að fínna ný störf fyrir þá sem hafa unnið þar en nússa vinnuna vegna óhjákvæmilegs niður- skurðar. Það kann að vera að einnig hér þurfí að fækka störfum á vegum ríkisins og búa svo um hnútana að störf þar verði unnin á sem afkasta- mestan hátt og þar sé boðið upp á það sent fólk vill í raun nýta sér, gera einhvers konar markaðskönnun. Gallinn við framboð hins opinbera á þjónustu er að hún er ókeypis, svo eftirspurnin er ótakmörkuð og allir vilja hana. En hún er ekki ókeypis fyrir þjóðfélagið, svo betra er að gera kostnaðinn sjáanlegan. En í efnahagslegri samkeppni getur eng- inn grein verið vernduð umfram aðr- ar, svo það et' eðlilegt að láta aðra en ríkið um þjónustuna og með það er víða verið að gera tilraunir. Þá er til dæmis einkafyrirtæki fengið til að sjá um matseld á sjúkrahúsi, eða strætisvagnarekstur, svo fátt eitt sé nefnt af slíkum möguleikum. Aðalatriðið er að leitast stöðugt við að aðlaga sig nýjum aðstæðum. í því ferli má ekki láta litla hagsmuna- hópa standa í vegi fyrir hagkvæmri framþróun." Pólitískar forsendur sænsks efnahagsbata veikar Svíþjóð er að kikna undan fjár- lagahalla og ríkisskuldum. Hvaða augum lítur þú þær ráðstafanir, sem verið er að gera þar og hvað er brýn- ast? „Við eigum nánast Evrópumet hvað varðar íjárlagahalla og ríkis- skuldir og ljóst að við uppfyllum ekki skilyrði Maastricht-samkomu- lagsins fyrir aldamót, en náum því marki kannski á næstu tíu árum. Það et’ löng og erfið leið fyrir höndum að koma efnahagslífinu í heilbrigt horf. Kjarni vandans er stjórnmála- stefna, sem hefur leitt af sér of lítinn iðnaðargeira og einkarekið atvinnu- líf, þar sem skattarnir verða til. Iðn- aðarframleiðslan hefur minnkað um tuttugu prósent undanfarna áratugi, svo þó Svíar hafi orð á sér fyrir að vera iðnríki uppfyllir landið ekki lengur skilgreiningu OECD á hug- takinu iðnríki. Það er löng leið fyrir höndum að ná þv! marki að afrakst- ur fjárfestinga í einkaatvinnulífinu verði meiri en afrakstur af ríkis- skuldabréfum. í Svjþjóð hefur hið opinbera þanist út og þrengt að einkavæddu atvinnu- lífi, líkt og fiskveiðigeirinn íslenski, þar sem veiðarnar hafa bæði vaxið á kostnað náttúruauðlinda og at- vinnulífs í landi. Líkt og íslendingar geta ekki reiknað með meiri fiski og vaxandi fiskyeiðum geta Syíar heldur ekki gert ráð fyrir fleiri störfum hjá hinu opinbera. Það erfiðasta í ný- sköpun er kannski að horfa til nógu langs tíma og ekki láta skammtímia- sjónarmið og skammtímahagsmuni villa sér sýn. Á áttunda og níunda áratugnum voru Svíar trúaðir á hið opinbera hvað störf og nýsköpun varðaði, því þar var vöxturinn. Það sem við sáum ekki var að vöxtur ríkisgeirans varð á kostnað einkageirans, þar sem hinn fyrrnefndi bauð hærri laun en hinn síðamefndi bar skattbyrðina. Hið opinbera bauð ókeypis þjónustu af öllu tagi og þegar eitthvað er ókeyp- is er eftirspurnin líka takmarkalaus. Þetta er hliðstætt því að hér kostaði ekkert að veiða fiskinn, svo hann var veiddur gengdarlaust og það leiddi til ofveiði. Nú er verið að ræða sænska fjár- lagafrumvarpið, sem stjórnin lagði fram í janúar. Það er einkum þrennt, sem skapar mikla óvissu. í fyrsta lagi er stjómin minnihlutastjórn, sem er afspyrnuslæmt við þessar aðstæð- ur. I öðru lagi eru samningar lausir og í þriðja lagi hefur aftur komið upp umræða um nýtingu kjamorku og orkumál, svo óvissa ríkir um lang- tímastefnu í orkumálum. Þessi þtjú óvissuatriði skapa óvissu hjá fjárfest- um, sem fjárfesta þá fremur í öðrum löndum ESB en Svíþjóð. Hið besta væri að gera hið snar- ------------------- asta launasamninga, sem Þensla einka- ekki leiddu til versnandi geirans er líf s- samkeppnisstöðu. Það nmiðcunloa Þyrfti líka að sPara meira nauosynieg en þá tuttugu milijavða sænskra króna, sem fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir. En það versta er að það er of mikið um skattahækkanir á næstunni og sparnað og niðurskurð síðar. Það er uppsveifla í efnahagslífinu nú og hana þyrfti að itota til markviss sparnaðar strax. Ég er býsna hrædd- ur um að pólitískar forsendur fyrir efnahagsbata séu veikar og býst ekki við að þetta tuttugu milljarða átak jafnaðarmanna dugi til. Mér sýnist allt stefna í að ! st.að átaks munum við einhvern veginn sullast ! gegnum næstu fjögur ár, fram að næstu kosningum og það er alls ekki það sem við þurfum á að halda. Við þyrftum kannski ennþá meira aðkal- landi vanda til að skilja að okkur dugir ekkert annað en öflugt átak til að leysa vandann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.