Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tæknival með 40 milljóna hagnað og um þriðjungs veltuaukningu í fyrra Besta ár Tæknivals aðbaki Ekkert lát virðist ætla að verða á örum vexti Tæknivals. Veltan stefnir í að verða vel á annan milljarð á árinu og starfsmenn verða orðnir 100 talsins í haust. Kristinn Briem ræddi við Rúnar Sigurðsson um þennan árangur og framtíðarsýn félagsins „ÞJÓNU8TAN verður okkar flagg’skip," segir Rúnar Sigurðsson, framkvœmdastjóri Tæknivals hf. TÞENSLA tölvufyrirtæk- isins Tæknivals hf. á undanfömum árum er gott dæmi um hvernig upplýsingaiðnaðurinn hefur vaxið hér á landi. Fyrir réttum tíu árum var Tæknival einkafyrirtæki Rún- ars Sigurðssonar og hann var jafn- framt eini starfsmaður þess. Hann ók á milli fyrirtækja og bauð til sölu tölvudisklinga og prentborða sem hann flutti inn og minnast menn ennþá gulrar Volvobifreiðar sem notuð var í þessu skyni. Starf- semin hefur heldur betur hlaðið utan á sig því núna stýrir Rúnar almenningshlutafélagi með um 90 starfsmönnum sem velti rösklega einum milljarði á síðasta ári. Jókst veltan um þriðjung frá árinu á undan. A heildina litið var þetta langbesta ár Tæknivals. Vöxt fyrirtækisins á undanförn- um árum má að hluta rekja til þess að Tæknival var sameinað hugbúnaðarfyrirtækinu Hugtaki árið 1991 og ári síðar sameinuðust Tæknival og Sameind. Þá fékk fyr- irtækið umboð fyrir Hyundai ein- menningstölvur árið 1989 sem reynst hefur fyrirtækinu ákaflega happadijúgar. Rekaturinn hefnr þó ekki ailtaf gengið þrautalauat fyrir sig og lausafjárstaðan oft verið erfið vegna slakrar eiginfjárstöðu. Ur þessu rættist á sh ári þegar fytirtækið fékk nýja öfluga hlut- hafa til liða við sig. Pá keyptu Eign- arhaldsfélagið, Mþýðubankinn pg Þróunarfélag Islanðs nýtt hjutafé,' Þar að auki breytti HP á Islandi vílq'andi láni sínu í hlutafó. Heildar- hlutafjáraukning á árinu var um 46 milljónir króna, Afkoma félags- ins batnaði tii muna í kjölfarið því féiagið skilaði um 40 milíjóna hagn- aði í fyrra samanborið við tæplega 14 milljóna hagnað árið áður. Eig- ið fé var í árslok 106 milljónir. Góð stemmning í fyrirtækinu „Það breytti okkar rekstri til batnaðar í fyrra að fá inn aukið hlutafé. Við náðum niður vaxta- byrðinni með því að breyta óhag- stæðum skammtímalánum í lang- tímalán. Síðan má segja að aðhald I rekstri og hagstæðar ytri aðstæð- ur hafi hjálpað okkur verulega. Þá er tvfmælalaust mjög samhentur hópur við störf og það hefur ríkt góð stemmning í fyrirtækinu. Við settum upp upplýsingakerfið Con- eorde í fyrirtækinu á sl. ári sem hefur hjálpað okkur mikið. Núna gerum við upp allt fyrirtækið einu sinni í mánuði," segir Rúnar. Hann bendir á að stjórn félagsins hafi lagt áherslu á aðhald í birgða- haldi og ákveðið á sl. ári að endur- skipuleggja lager í samráði við endurskoðendur fyrirtækisins. í ársreikningi félagsins sé af þeirri ástæðu að finna mjög ítarlega ald- ursgreiningu viðskiptakrafna og birgða enda eru þau verðmæti aðal- eignir fyrirtækisins. En á hvaða sviðum skyldi aukn- ingin hafa orðið mest hjá Tækni- vali í fyrra? „Starfsemin er að vaxa á öllum sviðum en við höfum fjölg- að mest fólki í þjónustu. Við gerð- um einnig endurbætur á verslun- inni okkar í fyrra og jukum jafn- framt sölu hugbúnaðarkerfa frá Concorde," segir Rúnar. Eitt stærsta verkefni Tæknivals á sl. ári var hjá rækjuverksmiðj- unni Bakka á ísafirði. Þar setti fyrirtækið upp fullkomið gæðaeft- irlits- og vinnslukerfi sem fylgist stöðugt með framleiðslunni að kröfu erlendra viðskiptavina Bakka. Um 40% aukning í ár Varðandi árið í ár segir Rúnar að áætlanir hafi gert ráð fyrir að veltan myndi aukast um 15%. Nið- urstaðan hafi hins vegar orðið allt önnur það sem af er því veltan sé um 40% meiri en í fyrra miðað við þrjá fyrstu mánuði ársins. Þá geri áætlanir ráð fyrir svipaðri afkomu í ár eftir skatta og í fyrra en þess beri hins vegar að geta að fyrirtæk- ið nýtti sér þá uppsafnað skattalegt tap. „Við seldum á sl. ári 10 Con- corde hugbúnaðarkerfi en það sem af er þessu ári hafa selst jafnmörg kerfi. Það er mikil áhersla lögð á að selja heildarlausnir eins og t.d. í tilviki Skífunnar þar sem við seld- um í einu lagi afgreiðslukassa, Concorde-hugbúnað, tölvur, net- kerfí, lagnir o.s.frv. Innifalið í verð- inu var uppsetning, kennsla og þjónusta. Þannig hefur okkur tekist að ná sterkri stöðu á markaðnum. Önnur tölvufyrirtæki hafa ekki boðið sambærilega þjónustu heldur selja annaðhvort hugbúnaðinn eða tölvumar sjálfar." Hjá Tæknivali er til umræðu að bjóða út nýtt hlutafé en Rúnar seg- ir að engin ákvörðun hafi verið tekin þar um. Sala víðnetsbúnaðar á döfinni En sjá menn hjá Tæknivali eng- in endamörk á þeim öra vexti sem einkennt hefur reksturinn undan- farin ár? „Við sjáum engar tak- markanir fyrir því hversu mikið hægt sé að auka umsvlfin. Við höfum nýlega tekið við urpboði fyr- ir víðnetsbúnað frá Cisco, Sem dæmi má nefna að tengibúnaður frá Ciaco spilar atórt hlutverk I uppbyggingu á IntéFnetinu, Vö*tur Internetsins hefur verið algjörlega stjórnlaus og það mun ekki ráða við þarfir viðskiptalífsins. Næsta skref hlýtur að felast t þvt að setja upp nýtt net við hlið þess sem verð- ur skipulagt sérstaklega fyrir við- skiptalífið," Rúnar vt'sar t þessu sambandi til ummæla Indriða Pálssonar, stjórn- arformanns Eimskips á aðalfundi Eimskips nýverið. „Indriði lagði þar mikla áherslu á upplýsingatæknina og sagði að hún yrði ekki síður mikilvæg fyrir félagið en flutninga- reksturinn sjálfur. Það hefur verið gegndarlaus aukning hjá okkur í sölu búnaðar til margmiðlunar og við erum t.d. að selja margfalt meira af geisladrifum núna en í fyrra. Því er spáð að sala á tölvu- búnaði til heimila verði um alda- mótin orðin jafnmikil og sala til fyrirtækja er núna.“ Hjá Tæknivali hefur verið unnið að mjög umfangsmikilli stefnumót- un þar sem tekið er mið af þeim öru breytingum sem eru að verða á sviði upplýsingatækninnar. „Þjónustan á að verða okkar flagg- skip og það er ætlunin að taka á því hraustlega að auka þjónustuna. Tölva er einungis stöðluð iðnaðar- vara en það sem eykur verðgildi hennar fyrir okkar viðskiptavini er að þeir fá þjónustu Tæknivals með í kaupunum." Gates býst ekki við töfum Hannover. Reuter. MICROSOFT mun gefa yfir 400,000 tilraunaútgáfur á Windows95 kerfinu í þessum mánuði og gerir ráð fyrir að því verði dreift í ágúst eins og hefur verið stefnt að sögn Bill Gates forstjóra. Hann segir að viðbrögð not- enda tilraunaútgáfunnar muni ráða því hvenær kerfíð verði afhent, en býst ekki við að það muni dragast. Gates virtist ekki hafa áhyggjur á tilraunum IBM til þess að vekja athygli á hug- búnaðarkerfinu OS/2 Warp, sem hefur verið fáanlegt síðan í október. Hann kvaðst viss um að Windows95 mundi ráða ferð- inni á markaðnum, því að hug- búnaðarhönnuðir ynnu þegar að gerð nýrra forrita fyrir Windows95. Gates sagði á CeBIT tækni- vöruaýningTinni að nauðsyn- legt væri að tryggja að milljón- ir manna vendust Kerfum eins og Intemet og CompuServe, America Online og næsta netj Microsofts, Hann sagði að fólk hefði fyrst þrejfað sig áfram á upp- lýsingahraðbrautinni með tölvupósti, en notendur hans væru aðeins 10 milljónir, „Það verður að breytast,11 sagði Gates. MS hættir við sýnis- hornadisk Seattle. Reuter. MICROSOFT hefur hætt við fyrirætlanir um að láta forrita- sýnishorn fylgja með á tölvu- diskinum með Windows 95 kerfinu vegna andstöðu frá verzlunum, sem óttast að þær missi af viðskiptum. Talsmaður Microsofts segir að hugmyndinni hafi verið fre- stað, en haldið sé áfram að kanna nýjar leiðir til þess að kynna það sem fyrirtækið hef- ur upp á að bjóða, meðal ann- ars með beintengdri þjónustu. Ætlunin var að Microsoft kynnti ýmis forrrit á tölvu- geisladiski sínum með Windows 95, sem á að setja á markað {sumar. Seljandi hefði fengið aukaþóknun fyrir hvað eina sem hann hefði selt auka- lega. Tilkynning um skráningu hlutdeildarskírteina á Verðbréfaþingi Islands. Skráning hlutdeildarskírteina á Verðbréfaþingi íslands í eftirtöldum verðbréfasjóðum í vörslu Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. hófst þann 24. febrúar 1995. • VERÐBRÉFASJÓÐUR • MARKSJÓÐUR • TEKJUSJÓÐUR Skráningarlýsing hlutdeildarskírteinanna liggur frammi á skrifstofu Skandia. Auglýsing þessi er einungis birt í upplýsingarskyni. Umsjón með skráningu: Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Skandia FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Eitt raðtengi fyrir flestjaðartæki San Francisco. Reuter. MICROSOFT, Intel og fleiri tölvu- og fjarskiptafyrirtæki hafa skýrt frá nýju, stöðluðu raðtengi í tölvur fyrir flest jaðartæki. Skortur á raðtengi í borð- og kjöltutölvur hefur staðið þróun nýrra jaðartækja fyrir þrifum að því er forráðamenn fyrirtækjanna sögðu á blaðamannafundi. Nýja tengið verður fullgert í sumar og á einnig að leysa tækni- leg vandkvæði við samhæfða notk- un á einkatölvum og stmtækjum að sögn forráðamannanna. Jim Pappas frá Intel kvaðst bú- ast við að nánast allar nýjar einka- tölvur yrðu búnar nýja tenginu fyr- ir árslok 1996. Dreifíng á tölvum og öðrum tækjum, þar sem gert er ráð fyrir raðtenginu, mun hefj- ast í bytjun næsta árs. Nýja rað- tengið kemur í staðinn fyrir nokkr- ar klær og verður fyrir allt að 63 tæki, svo sem lyklaborð, mýs mót- öld, skanna og prentara. Að smíð- inni standa einnig IBM, Compaq, Digital Equipment, NEC og North- ern Teleeom og raðtengi sparar líka pláss. Tengið mun einnig flýta fyrir gerð nýrra tækja, sem byggjast á samhæfingu sfma og tölvu. Með þeim verður meðal annars hægt að halda myndbands- og upplýs- ingaráðstefnur og önnur verður hægt að nota eins og símsvara með nýrri tækni. Nýja tengið verður fáanlegt frá öHum framleiðendum fyrir mitt þetta ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.