Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 C 11 UM 2.000 manns munu koma saman í dag í hljómleikahöll í Frank- furt í Þýskalandi en þó alls ekki til að njóta ljúfra tóna. Fyrirfram var búist við, að sam- koman yrði stormasamasti hlut- hafafundur í þýskri fyrirtækjasögu en um er að ræða ársfund stórfyrir- tækisins Metallgesellschafts. Á síðasta ári var það næstum orðið gjaldþrota vegna gífurlegs taps á olíuviðskiptum í Bandaríkjunum. Frá því Metallgesellschaft, MG, var bjargað frá hruni hefur það verið mikið í fréttum vegna mála- reksturs alls konar, ótal skýrslna frá endurskoðendum og heiftar- legra deilna um ástæður ófaranna. Búist var við, að fundurinn stæði fram yfir miðnætti en á honum verður aðeins önnur aðalpersónan í hrakfallasögu MG, Ronaldo Schmitz, formaður eftirlitsnefndar MG. Hann er jafnframt einn af bankastjórum Deutsche Bank, sem á 11% hlutafjár í MG, er stærsti lánardrottinn fyrirtækisins og átti mestan þátt í að safna saman 3,4 milljörðum marka til að bjarga því Ljanúar fyrir ári. Heinz Schimmelbusch, fyrrver- andi forstjóri MG, sem var rekinn vegna tapsins, verður fjarri góðu gamni. Hann býr nú í Bandaríkjiin- um þar sem hann starfar fyrir lít- inn fjárfestjngarbanka í Pennsyl- vaniu. Þeir Schmitz og Schimmel- busch hafa livor sína söguna að segja af óförunmh á árinu 1993. Þessi saga um mesta áfall, sem þýskt fyrirtæki hefur orðið fyrir eftir stríð, er um illa ígrundaða fjárfestíngu í lítilli olíuhreinsunar- stöð, sem síðan snerist upp í spá- kaupmennsku á olíumarkaðnum og varð fyrirtækinu næstum því að falli. Hún snýst meðal annars um stjórnun fyrirtækja, fjármála- legt eftirlit og, einkum eftir hrun Barings-banka, um það hvernig afleiðuviðskipti eru stunduð. 70 áragömul olíuhreinsunarstöð Metallgesellschaft var stofnað 1881 í Frankfurt og var í fyrstu aðeins í málmviðskiptum. Síðar færði það út kvíarnar, meðal ann- ars í námagrefti, málmbræðslu og ýmiss konar auðlindanýtingu. Schimmelbusch varð forstjóri MG 1988 en á áttunda áratugnum stjórnaði hann starfsemi fyrir- tækisins í Norður-Ameríku og sameinaði hana í einu fyrirtæki, MG Corporation. Það var í þessu dótturfyrirtæki, sem ófarirnar áttu upptök sín á árinu 1989. Á þessu ári kom maður að nafni Bill Sudhaus, olíuiðnaðarráðgjafi, sem hafði áður starfað fyrir MG, að máli við Joseph Castle, forstjóra Castle Energy, lítils olíufyrirtækis í Pennsylvaniu. Hugmynd hans var að koma Castle í samband við MG Corp. í von um samning, sem allir gætu grætt á. Sudhaus hafði fund- ið 70 ára gamla og úrelta olíu- hreinsunarstöð í Illinois, The Indi- an Refinery, og lagði til, að MG Corp. fjármagnaði kaup Castle á henni, endurnýjaði og gerði að arð- bæru fyrirtæki. Um það samdist og MG keypti einnig 40% hlut í Castle. Olíuhreinsunarstöðin tók til starfa um haustið 1990 en MG hafði stórlega vanmetið kostnaðinn við að koma henni af stað. Olíu- verð hækkaði mikið 1991 rétt fyr- ir Persaflóastríðið en reksturinn gekk samt illa, framleiðslan var léleg og kostnaðurinn mikill. Aftur kom MG Corp. til hjálpar og fyrr en varði var fjárfestingin í olíu- hreinsunarstöðinni komin í 100 milljónir dollara. Castle hélt samt áfram að tapa og eina vonin til að MG fengi eitthvað til baka var að tengjast fyrirtækinu enn nánari böndum. Það gerði svokallaðan framleiðslusamning við Castle, seldi því hráolíu en keypti af því framleiðsluna. Annaðist Siegfried Hodapp, forstjóri MG Corp., þessa samninga en Schimmelbusch vissi einnig af þeim. Hver vissi um olíu- viðskiptin ? Þýska stórfyrirtækið Metallgesellschaft held- ur aðalfund sinn í dag og þar verður farið yfir mestu hrakfallasögu þýsks fyrirtækis eftir stríð. Aðalpersónumar em tvær, Ronaldo Schmitz og Heinz Schimmelbusch, en aðeins önnur þeirra verður viðstödd Schmitz frétti af olíusamn- ingunum í Bandaríkj- unum ÁTÖK verða væntanlega á aðalfundi Metallgesellschaft í dag, þar sem þeim lýstur væntanlega saman sjónarmiðum stjórnar- formannsins Schmitz og forstjórans brottvikna Schimmelbusch, núverandi ráðgjafa islenskra aðila í sinkverksmiðjumálum. Heinz Schimmelbusch Afleiðuviðskipti MG Corp. gekk þó enn lengra. 1992 hellti það sér út í þann ólgu- sjó, sem olíumarkaðurinn er, og bætti um betur með því að taka á sig þá áhættu, sem fylgir afleiðu- viðskiptunum. Hugmyndina að því átti Arthur Benson, sem hafði áður starfað fyrir MG Corp. og var nú aftur kominn í þjónustu þess. Benson lagði til, að gerðir yrðu framvirkir afhendingarsamningar til langs tíma á bensíni, húshitun- arolíu og öðrum olíuvörum og bak- tryggingin var að hans mati olíu- hreinsunarstöðin, The Indian Refinery, sem er vel staðsett gagn- vart kaupendum í Miðvesturríkjun- um. Með þessum hætti gæti fyrir- tækið slegið tvær flugur í einu höggi, varið sig fyrir sveiflum á markaðinum og hagnast vel um leið. Hann lagði einnig til, að keyptir yrðu framvirkir samningar til skamms tíma, sem svöruðu til allra langtímasamninganna, og þeir síðan framlengdir mánaðar- lega eftir því sem þeir rynnu út. Vegna þess ákveðna samhengis, sem er á milli skammtíma- og lang- tímaverðs á olíu, átti þetta að skila góðum hagnaði. MG Corp. lét til leiðast. --------- Seint á árinu 1993 hljóp mikill vöxtur í þessi viðskipti. í desember hafði MG gert langtíma- samninga, og þar með einnig skammtímasamn- inga, um 160 milljónir olíufata og var aukningin frá því í september 40 millj. fata. Um nokkra hríð leit allt vel út og á pappírnum var mikill hagnaður færður til bókar. Bókhaldsgögn frá þessum tíma sýna, að hugsanlegur hagnaður af starfseminni hafi ver- ið meiri en 100 millj. dollara í sept- ember aðeins. Örlagaríkur OPEC-fundur Rétt fyrir árslok 1993 breyttist myndin heldur betur. OPEC- ríkjunum, Samtökum olíufram- leiðsluríkja, tókst ekki að koma sér aaman um minni fpam- ieiðslu og olíuverðið hrundi. í ársbyrjun var olíufatið í 19 dollurum en fór í 14 í desember. Þegar frainvirkir samningar eru gerðir verður að leggja fram tryggingu, ákveðjnn hundraðshluta af samningnum, og falli verðið á samningstím- anum getur það étið upp trygginguna og meira til. MG Corp. sat nú uppi með trygg- ingakröfur vegna framvirkra samninga upp á hundruð milljóna dollara og daglegar hótanir um greiðslu- þrot. Heinz Schimmel- busch var rekinn 17. desember 1993. Síðan hafa olíusamningarnir verið gerðir upp og eignir seldar, starfs- fólki fækkað og sparað á öllum sviðum. Deil- urnar hafa hins vegar ekki hjaðnað og það er spurt hve aðalstjórn Metallgesellschaft vissi mikið um olíu- samningana, hvaða upplýsingar eftirlits- nefndin fékk um þá og hvort það hafi gert illt verra hvem- ig samningarnir voru gerðir upp. í skýrslu þýsku endurskoðend- anna er Schmitz hreinsaður af allri sök en Schimmelbusch sakaður um að hafa vanrækt skyldur sínar sem forstjóri. Cindy Ma, sem áður ann- aðist afleiðu- og baktryggingavið- skipti MG Corp., heldur því ákaft fram, að baktryggingarnar hefðu skilað sínu, hefðu þær fengið að halda sér og segir, að olíusamn- ingauppgjörið, sem Schmitz stjórn- aði, hafi verið „ákaflega dýr mi- stök“. Um allt þetta verður fjallað á ársfundinum í Frankfurt í dag og hluthafarnir, sem eiga nú aðeins þriðjunginn af því, sem þeir áttu áður en ósköpin dundu yfir, munu vafalaust vilja fá eitthvað að heyra um framtíðar- horfurnar. _________ Ronaldo Schmitz verð- ur í sviðsljósinu og Schimmelbusch einnig þótt fjarverandi sé. Hann er mjög ósáttur við meðferðina á sér og hefur höfðað mál gegn Deutsche Bank, Schmitz og MG. MG hefur aftur höfðað mál á hend- ur honum fyrir vanrækslu í starfi. Greindi á um flest Schmitz tók sæti í eftirlitsnefnd MG í mars 1992 og varð formaður hennar ári síðar. I fyrstu fór ekki illa á með þeim Schimmelbusch en ágreiningsefnin hrönnuðust fljótt upp. Schimmelbusch vildi, að MG hefði mörg járn í eldinum en Schmitz lagði áherslu á, að fyrir- tækið einbeitti sér að meginrekstr- inum og héldi uppi ströngu stjórn- unar- og fjármálalegu eftirliti. Hann ógilti sumar ákvarðanir Schimmelbusch og um mitt ár -------- 1993 réð hann því, að frestað var að fram- lengja fimm ára samning Schimmelbusch sem for- stjóra. í júlí fór Schmitz til Bandaríkjanna á vegum Deutsche Bank og frétti þá af olíusamningunum hjá MG Corp. Þá virtist allt vera með felldu en Schmitz bað samt endurskoð- endur MG að gera um þá skýrslu og hún var í smíðum þegar óveðr- ið brast á. Um haustið 1993 var Schimmel- busch í eins konar banni en samn- ingurinn við hann var þó endurnýj- aður 19. nóvember. Kvöldið áður var hann spurður hvort það væru nokkur önnur mál sem Schmitz og aðrir í eftirlitsnefndinni þyrftu að vita um og hann svaraði því neit- andi. Ekki er ljóst hve miirið hann vissi þá pm það, sem var á seyði í Banda- ríkjunum. Sehmitz segir, að sem forstjóri hafí Schinunelbusch átt að vita um olíusamning- ana en Schimmel- busch segir á móti, að Schmitz hafi verið ftillkunnugt um þá, þeir hafi allir verið samþykktir. Schim- melbusch viðurkennir þó, að hann hafi haft áhyggjur af síaukinni fjárþörf dótturfyrir- tækisins í Bandaríkj- unum og 3. desember gekk hann á fund Schmitz og sagði hon- um, að MG þyrfti að taka meiri lán og það strax. Ástandið versnaði enn þegar dagblaðið Frankfurter Allge- meine Zeitung skýrði frá vandræðunum í Bandaríkjunum 6. desember. MG hafði lánsheimild upp á 1,5 milljarða marka í 46 bönkum og Schimm- elbusch segist harma að hafa ekkj notfært sér þær í stað þess að leita á náðir Deutsche Bank. Segir hann, að bjarga hefði mátt málunum við með því að end- urfjármagna olíuviðskiptin með fasteignatryggðum verðbréfum og fara fram á aðstoð stjómvalda í Kúveit, sem eru hluthafi í MG. Bankinn bjargar málum Schmitz taldi hins vegar, að allt væri orðið um seinan fyrir björgun- araðgerðir af því tagi og Deutsche Bank lagði fram 900 milljónir marka til að bjarga málunum fyrir hom. Olíusamningarnir voru gerðir upp með 1,1 milljarðs dollara tapi og samningurinn við Castle Energy kostaði MG 500 millj. dollara. -------- Schimmelbusch hafði fundið fyrir hjartveiki um þessar mundir og að ráði læknis maetti hann ekki á fund eftirlits- nefndarinnar 17. desem- ber. Samstarfsmaður hans, Meinhard Forster, fjármálastjóri MG, gerði það hins vegar og báðir vom þeir reknir. Forster hefur síðan látið lítið fyrir sér fara en ekki Schimmel- busch. „Eftir að hafa verið í þjón- ustu MG í 22 ár, þar af í aðalstjóm í 13 ár, var ég brennimerktur, út- hrópaður og rekinn án nokkurra sannana um mistök eða vanrækslu. Mér fínnst það skelfílegt, að slíkt skuli geta gerst í Þýskalandi," seg- ir hann. Ronaldo Schmitz Brennimerkt- ur, úthrópaó- ur og rekinn án nokkurra sannana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.