Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 D 5 MYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson EINBJÖRN, TVÍBJÖRN... VESTRI Eftirreiðin („Desperate Trail“) itit Leikstjóri Paul J. Pesce. Hand- rit Paul J. Pesce og Tom Abrams. Aðalleikendur Sam Elliott, Linda Fiorentino, Craig Sheffer, John Furlong, Frank Whaley. Bandarísk kapalmynd. Turner 1994. Sam-myndbönd 1995. 90 mín. Aldurstakmark 16 ára. Þessi vestri af gamla skólanum er byggður á kunnuglegri sögu. Lögreglu- stjórinn Speakes (Sam Elliott) er á ferð í póst- vagni með Söru (Linda Fiorent- ino) frá Mexíkó til Bandaríkj- anna. Þar á leið hennar að enda í gálganum vegna morðs á eigin- manninum. í árás á póstvagninn tekst Söru að flýja, aukinheldur með væna fjárfúlgu sem flutt var með vagninum. Farþega í vagnin- um, Cooper að nafni (Craig Sheff- er), tekst hins vegar að plata sjóð- inn útúr Söru. Hefst nú mikil eftir- reið með Cooper í fararbroddi, síð- an kemur Sara, svo löggæslumað- urinn Speake. Myndin lítur alls ekki illa út, fallega tekin á fögrum og vel þekktum vestraslóðum með ágæta tónlist í bakgrunninum. Elliott er fæddur í hlutverk sem þessi, a.m.k. hvað útlitið snertir er hann hin sanna ímynd vestrahetjunnar ódrepandi. Linda Fiorentino, sem fengið hefur feikna mikið hól fyr- ir leik sinn í Táldreginn („The Last Seduction “) sem verið er að sýna í einu kvikmyndahúsi borg- arinnar, fer vel með sitt. Sömu- leiðis Craig Sheffer, en skelfing hefur þessi piltur sem stóð sig vel í hinni frábæru mynd Roberts Redfords, Á árbakkanum („A Ri- verRuns Through It“), haft stutt- an stans í A-myndum. Þokkaleg mynd að mörgu leyti en þrátt fyrir smá sögufléttu gerist alltof fátt sem kallast getur óvænt eða frumlegt. LAUGARDAGUR 25/3 KATA RÉTTIR SIG AF DRAMA Kata heiti ég („My Name is Kate“) ir k Leikstjóri Ron Hardy. Aðalleik- endur Donna Mills, Daniel J. Travanti, Nia Pepples, Deanna Milligan, Eileen Brennan. Bandarísk sjónvarpsmynd. ABC 1994. Sam-myndbönd 1995. 90 mín. Aldurstakmark 16 ára. Drykkjuskap- ur Kötu (Donna Mills) er kominn á háskalega braut. Hún er farin að rétta sig af á morgn- ana í vinnunni, geðvond heima fyrir, hyskin og kærulaus. Að því kemur að hún fer nauðug viljug í meðferð þar sem vesaldómurinn rennur smám saman upp fyrir henni. Ekki verður auðveldara fyrir hana að koma út og standa andspænis öðrum vandamálum fjölskyldunn- ar, ódrukkin og þyrst. Mæðuleg mynd í meira lagi sem segir ósköp fátt til viðbótar um böl brennivínsins þegar menn kunna ekki að njóta þess í hófi. Efnið minnir t.d. nokkuð á When a Man Loves a Woman, sem var mun skárri — þrátt fyrir ólíkindin. Með aðalhlutverkið fer Donna Mills, sem lék kærustuna hans Clints Eastwoods í þeirri ágætu mynd Play Misty for Me (ef ein- hver man svo langt) en hefur lítið tekist að pota sér áfram síðan. Hún skilar Kötu svona rétt bæri- lega, eins og efni standa til, en aðrir leikarar, að Eileen Brennan undanskilinni, eru heldur mélkisu- legir. Ekki síst Daniel J. Travanti, sem má muna sinn fífil fegurri í þáttunum vinsælu, Hill Street Blu- es. FARÐU ÞÉR HÆGT GAMANMYND WalkDon’tRun kkVi Leikstjóri Charles Walters. Handrit Sol Saks. Tónlist Qu- incy Jones. Aðalleikendur Cary Grant, Samantha Eggar, Jim Hutton, John Standing. Banda- risk. Columbia 1966. Skífan 1995.109 mín. Öllum leyfð. Ein af hinum „gömlu og góðu“ myndum Skífunnar, og að sumu leyti athyglisverð, ekki síst fyrir þá sök að vera síð- asta kvikmynd stórsjarmörsins Carys Grants. Hann setti punktinn aftan við glæsilegan fer- il að lokinni þessari laufléttu gamanmynd sem byggð er á ann- arri eldri mynd, frægari og betri, The More the Merrier. Umhverfið er Tokyo, árið 1964, þegar Ólymp- íuleikarnir voru haldnir þar eystra. Grant leikur breskan iðnjöfur sem leigir sendiráðstarfsmanninum Samönthu Eggar og skýtur síðan skjólshúsi yfir bandarískan hlaup- ara (Jim Hutton). Kemur þeim skötuhjúunum saman. Það er auðvitað GrSSit sem ger- ir myndina vel þess virði að beija hana augum. Hann hafði einstaka útgeislun sem engan karlleikara hefur prýtt síðan, a.m.k. ekki í slíkum mæli sem gamli Grant. Myndin var einnig ein sú síðasta sem Jim Hutton (faðir Timothys) lék í, en hann lést langt fyrir ald- ur fram. Það er þó John Standing, í hlutverki kærasta Samönthu og samstarfsmanns í sendiráðinu, sem fer langt með að stela sen- unni. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson NÝMARTRÖÐ („WES CRAV- EN’S NEW NIGHTMARE +Vi Þegar maður var farinn að vona að Freddy Krueger, fræg- asta sköpunar- verk hryllings- myndasmiðsins Wes Cravens, væri endanlega niður kveðinn, kemur þessi dé- skotans ódrátt- ur enn eina ferðina uppá yfirborð- ið. Hér er engu bætt við frumhug- myndina, allar tilraunir í þá átt koðna niður í klisjum og ófrumleg- heitum. Hugnast þó örugglega hryllingsþyrstum myndbands- tækjaunnendum. 100 mín. Aldurs- takmark 16 ára. \i« Xu.smi oii Lísa Pðls flytur Helgarútgáfuna norður. Rás 2 Helgarútgáfan á Akureyrí HELGARÚTGÁFA Rásar 2 undir stjóm Lísu Pálsdóttur verður send út frá Akureyri helgina 25.-26.; mars. „Við leyfum norðanmönnum; að láta ljós sitt skína í Helgarútgáf- unni að þessu sinni,“ segir IJsa. „Það em fyrirtæki á Akureyri sem gera okkur ferðina mögulega, en við munum kynna okkur vel lífið í bæn- um ekki síst það sem er að gerast í menningarlífi þeirra norðanmanna um miðjan vetur. Þorgeir Þorgeirson gagnrýnandi fer með mér norður og við fáum Kolbrúnu Halldórsdóttur leikstjóra í lið með okkur þegar við gagnrýnum frumsýningu á Djöfla- eyju Einars Kárasonar í leikgerð Kjartans Ragnarssonar en gagnrýn- ina flytjum við kl. 14.30 á sunnudag. Annars verð ég á ferð og flugi með hljóðnemana báða dagana, at- huga meðal annars hvort ísskápar Akureyringa em búralegri en okkar fyrir sunnan, ég lít inn á sýningar í bænum, heimsæki norðlenskan popp- ara og fæ Akureyring til þess að riija upp skemmtilegan eða áhrifaríkan atburð úr lífi sínu í Tilfinningaskyldu Helgarútgáfunnar. Nú svo má ekki gleyma því að það verða auðvitað Akureyringar sem fyalta um matseðil á norðlenskum veitíngastað, Fiðlar- anum á þakinu en þessi þáttur í Helgarútgáfunni að „dæma“ mat á veitingastöðum hefur verið mjög vin- sæll. f Ég verð sem sagt út um allt og alls staðar og það verður nánast enginn óhultur sem á vegi mínum verður!“. Þorgeir Þor- geirson gagn- rýnandi fer með Lísu norð- ur og einnig verður Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri feng- in til liðs þegar frumsýning á á Djöflaeyju Ein- ars Kárasonar verður gagn- rýnd UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Úlfar Guðmundsson flytur. Snemma á laugardags- morgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregnir 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Með morgunkaffinu - Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 Hugmynd og veruleiki í póli- tik Atli Rúnar Halldórsson þing- fréttamaður talar við stjórn- málaforingja um hugmynda- fræði í stjórnmálum. 5. þáttur: Rætt við Davíð Oddsson for- mann Sjálfstæðisflokksins. (Endurflutt á þriðjudagskvöld kl. 23.20) 10.45 Veðurfregnir. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðiónsdóttir. 16.05 Islenskt mál. Umsjón: Gunn- laugur Ingólfsson. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50) 16.15 Söngvaþing. Fjögur íslenskt þjóðlög i útsetn- ingu Ferdinads Rauters. Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngur. Sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns. Jón Þorsteinsson syngur; Hrefna Unnur Eggertsdóttir leikur með Sigrúnu og Jóni á pianó. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Almennur framboðsfundur i Ráhúsi Reykjavtkur. Fulltrúar allra framboðslista flytja stutt ávörp og sitja síðan fyrir svör- um. Fundarstjórar: Atli Rúnar Halldórsson og Valgerður Jó- hannsdóttir. Rós 1 kl. 10.03. Hugmynd og veru- leiki í pólitik Atli Rúnur Halldórs- son þingf réttamaður talar vii itjórnmólaforingja um hugmynda- frail í stjirnmólum. 5. þóttur: Ratt vii Davii Oddtson formann Sjólfttaiisflokksins. (Endurflutt ó þriijudagskvild kl. 23.20). 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Frá sýningu Metropolitanóperunnar í New York 11. mars sl. Simon Boccanegra eftir Giuseppe Verdi. Flytjendur: Amelia Bocc- anegra: Aprille Millo Gabriele Adorno: Plácido Domingo Simon Boccanegra: Vladimir Chernov Kór og hljómsveit Metrópólit- anóperunnar; James Levine stjórnar. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir Orð kvöldsins hefst að óperu lokinni Unnur Hall- dórsdóttir flytur. 22.35 íslenskar smásögur: „Nancy meðal fslendinga “ eftir Þorstein Antonsson. Höfundur les. (Áður á dagskrá í gærmorgun) 23.15 Dustað af dansskónum. 0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar Eddu- dóttur. (Áður á dagskrá i gær) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Frótfir ó RÁS 1 og RÁ5 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslíf. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 íþróttarásin. Islandsmótið í handbolta. 17.00 Með grátt í vöng- um. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: _ Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturlög. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Mike Oldfield. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsam- göngur. 6.03 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson. (Veður- fregnir kl. 6.45 og 7.30). Morgun- tónar. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 íþróttafélögin. Þáttur í úmsjá íþróttafélaganna. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Laugardagur um land allt. Halldór Backman og Sigurður Hlöðversson. 16.00 ís- lenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld á Bylgjunni með Grétari Miller. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Næturvaktin. Frúttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BR0SIÐ FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Helga Sigrún. 11.00 Sport- pakkinn. Hafþór Sveinjónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Sigvaldi Kaldalóns og Haraldur Daði. 16.00 Axel Axelsson. 19.00 FM957 kynndir upp fyrir kvöldið. 23.00 Á lífinu. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-IÐ FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Ragnar Blöndal. 14.00 X- Dómínóslistinn. !7.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.03.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.