Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 12
12 D FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ inn og reyndi meðal annars að koma lögbanni á talningu atkvæða. Allt kom fyrir ekki, en umstangið allt varð fyrirtaks auglýsing og myndin hefur siglt upp vinsælda- lista vestan hafs fyrir vikið og malað framleiðandanum gull. Áhrifamikil og innihaldsrík eða froðukennd gamanvella? Margur hefur tekið það óstinnt upp þegar gengið hefur verið fram hjá leikurum sem sýnt hafa eftir- minnilega frammistöðu eða þá að áhrifamikil og innihaldsrík mynd hefur beðið lægri hlut fyrir froðu- kenndri gamanvellu. Það má þó ekki gleyma því að óskarsverðlaun- in eru iðulega verðlaun fyrir vinsæl- ustu, dýrustu, glæsilegustu eða þjóðlegustu myndina, en ekki endi- lega þá bestu, og alsiða er að verð- launa leikara fyrir það að hafa ekki fengið verðlaunin lengi, eða að hafa misst af verðskulduðum verðlaunum síðast eða að vera gamlir og slitnir. (Reyndar eru veitt sérstök verðlaun fyrir framlag til kvikmyndanna og kalla gárungarn- ir þau „gjörgæsluverðlaunin" vegna ellimæði þeirra sem þau hljóta.) Umdeildir leikarar eiga litla möguleika á að komast á blað, til að mynda er ólíklegt að Marlon Brando fái annað tækifæri eftir indíánauppákomuna 1972, og litir leikarar áttu lengi vel ekki upp á pallborðið. Það hefur og ekki reynst vel að hneyksla fyrir líferni sitt, þó heldur hafi miðað í fijálsræði- sátt, og þannig kom Ingrid Berg- man lengi ekki til greina með til- nefningu vegna þess að hún yfirgaf eiginmann sinn og bjó í synd með Roberto Rossellini. Afskaplega vel hefur reynst að leika utangarðsfólk, sérstaklega fatlaða, geðbilaða eða vangefna. (Nægir að líta til tilnefninganna á þessu ári, Tom Hanks fyrir Forrest Gump og Jodie Foster fyrir Nell og ekki má gleyma alkóhólistanum Meg Ryan í When a Man Loves a Woman.) Best hefur þó reynst leik- urum að leika leikara þegar óskars- verðlaunin eru annars vegar, en hjá stúlkunum kemur næst að leika vændiskonur. Ef ekki tekst svo að hreppa óskarsverðlaun á mánudag, má alltaf kaupa sér styttu, þær fást á um 30.000 kr. Árni Matthíasson Á mánudag sýnir Stöð 2 frá afhendingu æðstu verðlauna kvikmynda- iðnaðarins og þeirra eft- irsóttustu, óskarsverð- launanna. Upphaflegur tilgangur verðlaunanna var að brjóta á bak aftur stéttarfélög leik- ara, en afhendingin er orðin mesta markaðs- hátíð heims. OSKARINN sem afhentur verður 24. mars ér lík- lega ein þekktasta höggmynd heims þrátt fyrir uppruna hans (hann var fyrst rissaður upp í leiðindum á serví- ettu) og að efnið í hveija styttu kosti ekki nema 500 kall. Það eitt að verða tilnefndur skiptir aftur á móti gríðarlegu máli, að ekki sé minnst á ef kvikmynd hreppir hnossið, því markaðsrannsóknir sýna að fái mynd verðlaunatilnefn- ingu hagnast myndasmiðirnir og útgefandi um hálfan þriðja milljarð að meðaltali og tvöfalt meira ef myndin fær verðlaun. Það er því mikið í húfi og miklu til kostað. Bandarísk uppfinning Óskarsverðlaunahátíðin er bandarísk uppfinning og reglurnar draga eðlilega dám af þörfum bandarískra kvikmyndaframleið- enda á þriðja áratugnum, þegar verðlaunahugmyndin varð til. Upp- hafsmaðurinn var Louis B. Mayer, en verðlaunin áttu að verða dúsa til að koma í veg fyrir að leikarar næðu saman um stofnun stéttarfé- lags. Meðlimir kvikmyndaakadem- íunnar, á fimmta þúsund, sem illar tungur segja að hafi ekki séð kvik- mynd í kvikmyndahúsi síðan fyrir seinna stríð, greiða fyrst atkvæði um tilnefningarnar, leikarar um leikara, leikstjórar um leikstjóra UMDEILDUR o.s.frv., og síðan greiðir fylkingin öll atkvæði um hver hreppir verð- launin eftirsóttu í hveijum flokki. Fregnir eru af því að menn taki atkvæðagreiðsluna misalvarlega og það er víst alsiða að uppteknir brakúnar láti einkaritara sína eða börn fylla út fyrir sig seðlana. Reyndar hefur því verið haldið fram, og hljómar sennilega, að lít- ill minnihluti hafí séð allar mynd- irnar sem atkvæði eru greidd um og fæstir sjá nokkra mynd í kvik- myndahúsi; menn láta sér nægja að horfa á myndina á sjónvarps- skjá heima í stofu, því kvikmynda- framleiðendur láta myndbandsspól- unum rigna yfir akademíumenn. Harður atgangur Slagurinn um útnefningu er harður, og harðnar enn þegar bitist er um sjálf verðlaunin. Til að kvikmynd komi til greina verður hún að hafa verið sýnd í að minnsta kosti einu kvik- myndahúsi í Los Angeles í að minnsta kosti viku fyrir miðnætti á gamlárskvöld. Það skýrir meðal annars ofuráherslu framleið- enda á að koma kvikmyndum á markað fyrir jól, en einnig eru menn að reyna að ná í jólatraffíkina. Þá hefst og blómatími kvikmyndablað- anna í Los Angeles, sem eru uppfull af litsíðuauglýs- ingum þar sem framleiðendur mæra myndir sína, aukinheldur sem prentsmiðjur hafa í nógu snúast að prenta boðs- og dreifi- bréf sem send eru skráðum meðlimum akademíunnar. Frægt varð þegar Joan Crawford réð kynningarfulltrúa til að tryggja sér verðlaunin 1945, sem hann og gerði, en upp frá því er slíkt alsiða og fjöldi fyrir- tækja lifir góðu lífi á slíkri aug- lýsingaiðju í dag. Það er mat manna að á fjórða hundrað milljóna króna fari í það eitt að fjölfalda allar kvik- myndirnar sem koma til greina og gjöfum er látið rigna yfir akadem- íumeðlimi. Reyndar vilja sumir meina að umstangið allt sé að hluta til að gleðja stjörnurnar sjálfar, því iðulega eiga þær myndir sem einna mest eru kynntar ekki möguleika á að komast á blað. Baráttan sjálf getur þó skilað auknu fé í kassann og þannig fór til að mynda um kvikmyndina Hoop Dreams, sem margir telja eina af bestu myndum ársins vestan hafs. Framleiðandi myndarinnar vildi að hún yrði tekin með í slaginn um bestu kvikmynd- ina, en akademíumenn töldu hana hálfgerða heimildarmynd og ekki eiga þar heima. Ekki kom hún heldur til álita sem heimildarmynd, sögð hálfgerð leikin mynd. For- stjóri kvikmyndaversins sem gerði myndina lagðist í bréfaskriftir og auglýsingar til að þræla myndinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.