Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA HANDKNATTLEIKUR Stjarnan hyggst áfrýja dómi héraðsdómstóls UMSK „Dómurínn byggð- urá hugarburði' \íí Beckenbauer til íslands? pior0tM#lla!]»iís 1995 FIMMTUDAGUR 23. MARZ BLAD STJARNAN áfrýjar að ölluni líkindum niðurstöðu héraðsdómstóls UMSK sem sagt var frá í blaðinu í gær, en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Stódentum skyidi dæmdur 3:0 signr í undanúr- slitum bikarkeppni karla þar sem Stjarnan hefði verið með óiöglegt lið, lið sem að áliti dómsins var fallið úr bikarkeppninni með því að mæta ekki til leiks gegn KA. Sljarnan tilkynnti tvö lið í bikarkeppnina og dróst KA gegn Stjörnunni 1 í fyrstu umferð en Stjarnan 2 sat hjá. Stjarnan 1 mætti ekki til leiks gegn KA en þegar ÍS átti að leika gegn Stjörnunni 2 mætti fyrstu deildar lið Stjörnunnar til leiks, leikmenn sem ÍS og dómur- inn telur að hafí átt að leika með Stjörnunni 1. „Ég held að það sé alveg ljóst að við áfrýjum þessum dómi til Blakdómstólsins," sagði Arngrím- ur Þorgrímsson, einn forsvarsmanna blakdeildar Stjörnunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum tvær vikur til að áfrýja og munum taka okkur smá umþóttunarfrest til að skoða dóm- inn, en ég held það sé 99% öruggt að við áfrýjum. Mér sýnist dómurinn byggður á hugarburði og því miður er lítið vitnað í lög og reglur og það tel ég forkastanlegt. Við erum mjög óhressir með þennan dóm,“ sagði Amgrímur. Jón Árnason, framkvæmdastjóri Biaksambands- ins, sagði að ætlunin hefði verið að leika úrslita- leikinn í bikarkeppninni 8. apríl en nú væri 22. apríl nefndur vegna sjónvarpsins, þannig að hægt væri að sýna leikinn þar. Það er ljóst að ef Stjarn- an tekur sér tvær vikur til að áfrýja þá mun úr- slitaleikurinn geta dregist eitthvað fram á vorið. Fögnuður Morgunblaðið/Sverrir EYJAMENN leika í 1. deild næsta keppnistímabil eftir árs dvöl í 2. deild og þeir voru að vonum kátir eftir sigurinn í Kópavogi í gærkvöldi eisn og sjá má á efri myndinni. Til hliðar fagnar þjálfarinn Sigurður Gunnarsson áfanganum Grótta fylgir ÍBV upp í 1. deild karla GRÓTTA og ÍBV leika í 1. deild næsta keppnistímabil. Seltirningar tryggðu sér réttinn með 23:16 sigri á Þórsurum á Seltjarnarnesi ígærkvöldi en Eyjamenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í síðustu umferð. Þrátt fyrir það létu liðs- menn ÍBV ekki stöðva sigurgöngu sfna í úrslitakeppninni og sigruðu Breiðablik í Smáranum með 31 marki gegn 29. Fylkir vann Fram 25:24. Eftir stirða byijun tóku Gróttumenn völdin í sínar hendur og höfðu örugga forystu til leiksloka. „Við byijuðu illa í vetur með tapi í þremur af fjórum fyrstu leikjunum en síðan tóku sigrar við. Það er alveg óvíst hvort ég verði með liðið næsta ár,“ sagði Árni Indriða- son, þjálfari Gróttumanna, eftir sigurinn í gær en hann hefur verið með liðið í eitt ár. Jón Örvar Kristinsson og Einar Jónsson skoruðu sín fimm mörkin hvor fyrir Gróttu en Jens Gunnarsson kom næstur með fjögur. Hjá Þór var Sævar Árnason atkvæðamestur með 8 mörk og Geir Kr. Aðalsteinsson næstur með þijú. Breiðablik leiddi í leiknum gegn IBV allt þar til hálf sjötta mínúta var til leiksloka að Erling- ur Richardsson jafnaði fyrir Eyjamenn, 27_:27. Eftir það fékk ekkert stöðvað leikmenn ÍBV og þeir sigldu fram úr. Erlingur Richardsson var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk og Sigurður Friðriksson skoraði fimm. Hjá Breiða- bliki skoruðu Davíð Ketilsson, Guðjón Hauksson og Sigurbjörn Narfason sjö mörk hver. „Við getum ekki staðið í því sama og félögin í Reykjavík að kaupa leikmenn og því hefur ver- ið ákveðið að byggja upp á eigin mannskap. Það verður erfítt að vera með liðið í 1. deild að óbreyttu en við ætlum að reyna eins og við getum. I liðinu erU skynsamir strákar sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari ÍBV í gærkvöldi. SIGFÚS Sigfússon, forstjóri Heklu hf., sagði á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi ís- lands í gær að fy rirtæki hans myndi beita sér fyrir því að fá Franz „keisara" Beckenbauer, fvrr- um landsliðsþjálfara Þýsklands, í heimsókn til Is- lands. „Beckenbauer er með auglýsingasamning við japanska fyrirtækið Mitsubishi, sem við höfum umboð fyrir. Það ætti því að vera mögulegt fyrir okkur að fá Beckenbauer hingað til lands og við reynum það,“ sagði Sigfús. Beckenbauer er einn besti knattspyrnumaður sögunnar, og hefur orðið heimsmeistari bæði sem leikmaður og þjálfari. SKIÐI ÁstaS. Í2. sæti Asta S. Halldórsdóttir skíða- drottning frá ísafirði varð önnur á nokkuð sterku FIS móti í Geilo í Noregi í gær. Ásta fór ferð- irnar tvær samanlagt á einni mín- útu, 41, 59 sekúndum. Trude Gimle frá Noregi sigraði á 1.40,86 mínútu en hún hefur tekið þátt í heimsbik- arkeppninni í vetur. Ingeborg Helen Marken frá Noregi varð í þriðja sæti á 1.42,02 mínútum. KNATTSPYRNA Guðni á bekknum Guðni Bergsson var varamaður hjá Bolton í gær er liðið gerði 1:1 jafntefli við Sheffield United. Bolton er enn í öðru sæti deildarinn- ar og stefnir að sæti í úrvalsdeild- inni að ári. HANDKNATTLEIKUR: LOKAUNDIRBÚNINGUR FYRIR HM’95 AÐ HEFJAST / E2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.