Morgunblaðið - 23.03.1995, Page 4

Morgunblaðið - 23.03.1995, Page 4
KNATTSPYRNA IBor^wtiWaíitt* KORFUKNATTLEIKUR Dennis Scott í ham er Orlando vann Phoenix Orlando, New York, Utah og Phoenix hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni ORLANDO MAGIC sigraði Phoenix Suns 126:102 í stór- leik NBA-deildarinnar í fyrri- nótt og er nú aftur með besta árangur allra liða í deildinni, hefur unnið 49 leiki og tapað 17. Orlando, New York, Utah og Phoenix hafa öll tryggt sér öruggt sæti í úrslitakeppninni. Dennis Scott, sem var ekki í byijunarliði Orlando, gerði 23 stig eftir að hann kom af bekkn- um og átti stórleik. Shaquille O’Neal og Hardaway voru dijúgir að vanda, gerðu 26 stig hvor. „Ef við ætlum okkur að vera bestir, þurfum við að vinna bestu liðin,“ sagði Brian Hill, þjálfari Orlando. Charles Barkley var með 23 stig fyrir Phoenix og tók auk þess 11 fráköst. Allan Houston setti niður 28 stig og Grant Hill 25 er Detroit Piston vann New Jersey Nets 102:95. Táningurinn Hill náði að komast yfír 1.000 stiga múrinn og er fyrsti nýliðinn sem nær því hjá Pistons síðan Isiah Thomas og Kelly Tripucka gerðu það 1982. Glen Rice var með 28 stig og þar af sigurkörfuna, 97:95, fyrir Miami gegn Indiana er 1,8 sekúnd- ur voru eftir. „Ég horfði á klukk- una og sá að það voru fjórar sek- úndur eftir og lét því vaða,“ sagði Rice. Kevin Willis gerði 19 stig og tók 15 fráköst fyrir Miami. Charlotte Honrest var í heim- sókn í New York og fór með óvænt- an sigur af hólmi, 69:78. Larry Johnson gerði 21 stig og Alonzo Mourning 18 og tók 15 fráköst fyrir Charlotte. Patrick Ewing gerði rúmlega helming stiga heimamanna, eða 35 stig og tók auk þess 18 fráköst. „Það er erfitt að vinna lið eins og New York þrisvar í röð, en þetta sýnir okkur að við höfum viljan til að sigra,“ sagði Alonzo Mourning, leikmaður Charlotte. Seattle gerði góða ferð til Hous- ton og lagði meistarana að velli 102:104 í jöfnum leik. Sam Perkins skoraði mikilvæg stig á lokakaflan- um fyrir Seattle og Nate McMillan stal boltanum tvívegis með stuttu millibili á lokamínútunum. Vernon Mazwell átti möguleika á að jafna fyrir Houston í lokin en hitti ekki. Todd Day gerði 33 stig og þar af 13 í röð í fjórða leikhluta er Milwaukee sigraði Golden State 115:109. „Todd Day hélt okkur á floti í fjórða leikhluta, hann hitti mjög vel,“ sagði Mike Dunleavy, þjálfari Milwaukee. Clifford Robinson var með 30 stig og Rod Strickland 26 fyrir Portland sem vann Washington 109:106. Þetta var fjórði sigur Portlands í síðustu fímm leikjum. neuiers A.C. Green nær hér frákastl af Anthony Avent í lelk Phoenix og Orlando þar sem Orlando hafði betur og er llðið nú með bestan árangur allra llða í NBA. SAMNINGAR Hekla styrkir KSÍ fram yfir EM U-18 ára liða sem fram ferá íslandi 1997 KSÍ fær fimm Volkswagen KNATTSPYRNU SAMBAND ís- lands og Hekla hf. hafa gert með sér samstarfssamning næstu þijú árin, eða fram yfir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða U-18 ára sem fram fer hér á landi sumarið 1997. KSÍ fær fimm Volkswagen POLO bíla frá Heklu á samningstímanum; tvo á þessu ári, tvo á því næsta og einn 1997 og verða bílamir allir merktir KSI og Heklu. Auk þess skuldbindir Hekla sig til að útvega KSÍ 40 bíla í tvær vikur í tengslum við úrslitakeppni EM U-18 ára. Hekla verður sérstakur styrktar- aðili Meistarakeppni KSÍ í karla og kvennaflokki og nefnist sú keppni Meistarakeppni KSI og Heklu. Á öllum heimalandsleikjum íslands verður Heklu heimilt að hafa bíla- sýningu þar sem bifreiðar fyrirtæk- isins verða kynntar. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að verðgildi samningsins á bilinu átta til níu milljónir. „Við munum nota bílana fyrst og fremst fyrir starfsemi KSÍ og þeir koma sér afar vel. Ég lýsi ánægju minni með samstarfið við Heklu,“ sagði Eggert. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, sagði á fréttamannafundi í gær að lengi hafi staðið til að fyrir- tækið styrkti íþróttahreyfinguna. „Við völdum að styrkja knattspym- una vegna þess að þar er unnið mjög gott starf að okkar mati. KSÍ er vel rekið sérsamband og er fyrir- mynd annarra," sagði Sigfús. Morgunblaðið/Kristinn I Laugardalinn, takk fyrir! EGGERT Magnússon, formaður KSÍ og Sigfús Sigfússon, forstjórl Heklu, mátuðu sætin í Volkswagen POLO-bilnum sem KSÍ fékk afhentan í gær. Ekki kom þó til þess að Sigfús þyrfti að skutla formannl KSÍ í Laugardallnn. United enn íöðrusæti Manchester United hleypti virð- ist ekkert ætla að gefa eftir í toppbaráttunni í Englandi. Liðið vann Arsenal 3:0 og nú munar að- eins þremur stigum á United og Blackburn, en það síðarnefnda á enn einn leik til góða. Það voru þeir Mark Hughes, Lee Sharpe og Andrei Kanchelskis sem gerðu mörkin á Old Traford. Southampton gerði vel með því að gera þijú mörk síðustu fjórar mínúturnar gegn Newcastle og sigra 3:1 og nú er liðið aðeins fjór- um stigum á eftir Arsenal og á tvo leiki til góða. Staða Arsenal er alls ekki góð og liðið er ekki langt frá því að vera í bullandi fallbaráttu. Neil Heaney gerði tvö mörk fyrir heimamenn og Grobbelaar stóð sig vel í markinu, en hann lék nú með að nýju eftir að hafa misst af tveim- ur leikjum. West Ham, Everton og Aston Villa eru öll á viðkvæmum stað í deildinni, geta hæglega fallið, og Chelsea tapaði fyrir nágrönnum sín- um í Lundúnum, QPR. Kevin Gallen tryggði sigurinn. Notthingham Forest átti ekki í erfiðleikum með Leeds og skaust í fjórða sætið með 3:0 sigri. Hollend- ingurinn Bryan Roy skoraði tvíveg- is fyrir Forest. ^Forest skaust upp fyrir Liverpool sem gerði markalaust jafntefli við Tottenham. Tottenham fékk víta- spyrnu í síðari hálflelik en David James, markvörður Liverpool, varði spyrnu Jurgen Klinsmanns. QPR vann Wolves 3:1 í bikar- keppninni og er komið í undanúr- sl.it og mætir Manchester United. í 1. deildinni gerði Bolton 1:1 jafntefli við Sheffíeld United, Derby vann Swindon 3:1 og West Bromwich vann Millwall 3:0. Mikið skorað í Frakklandi Nantes heldur höfði í frönsku deildinni og í gær sigraði liðið Le Havre 2:3 eftir að hafa verið 2:0 undir. Þetta var þrítugasti leikur Nantes í deildinni og hefur liðið ekki enn tapað. Partice Loko gerði sigurmarkið og var þetta 19. mark hans í deildinni í vetur en ungur nýliði, Franck Renou, gerði fyrri tvö mörk Nantes. Monaco vann Borde- aux 6:3 og þar gerði Sonny Ander- son fjögur mörk. Lyon vann Montp- ellier 2:1 og Lille vann PSG 1:0. Stórsigur Ajax Ajax vann Spörtu 8:0 í hollensku deildinni og komst þar með skrefi nær meistaratitlinum. Frank de Boer gerði tvö mörk og Finninn Jari Litmanen einnig og nú hefur Ajax íjögurra stiga forystu á Roda. í kvöld Handknattleikur Úrslitakeppni 1. deildar karla, þriðji leikur: Hlíðarendi: Valur - KA.20 Úrslitakeppni 1. deildar karla, þriðji leikur: Ásgarður: Stjaman - Fram20 Körfuknattleikur....... Undanúrslit úrvalsdeildar, fjórði leikur: Keflavík: Keflavík - UMFG20 —U HLAUP t Flóahlaup Samhygðar Flóahlaup Samhygðar fer fram við Félags- lund í Gaulveijabæjarhreppi laugardaginn 25. mars og hefst kl. 14.00. Keppt verður í 10 km hlaupi karla í flokkum 15 ára og eldri. í kvennaflokki verður keppt ( 5 km hlaupi og einnig í opnum flokki I 10 km hlaupi. Körlum gefst einnig kostur á að keppa ( opnum flokki I 5 km hlaupi. 14 ára og yngri hlaupa 3 km. Skráning á staðnum. VIKINGALOTTO; 9 2325 35 40 44 + 14 27 34

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.