Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 70. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mótmæla samyrkjubúskap RÚMLEGA tíu þúsund bændur og stuðnings- mótmæla áformum stjórnar sósíalista um að menn Bandalags lýðræðisafla komu saman í taka upp samyrkjubúskap á ný í stað einkarek- miðborg Sofíu, höfuðborg Búlgariu, í gær til að inna búa. Kjaradeila á Færeyjum Opinberir starfs- menn í verkfalli Þórshöfn. Morgunblaðið. MEIRIHLUTI opinberra starfs- manna í Færeyjum hóf á miðviku- dag verkfall eftir að viðræður við landstjómina fóru út um þúfur. Meðal þeirra tólf félaga sem eru í verkfalli má nefna skrifstofufólk, menntaskólakennara, hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða, hagfræðinga og lögfræðinga, verkfræðinga og vélstjóra. Nokkur félög opinberra starfs- manna hafa ekki enn farið í verk- fall en þeir hafa lýst yfir verkfalli frá og með 1. apríl. Um er að ræða tíu félög, m.a. starfsmenn póstþjón- ustunnar. Verkfallið nú hefur einna mest áhrif á samgöngur þar sem strætis- vagna- og feijuferðir liggja niðri. Starfsfólk á sjúkrahúsum lýsti því yfir á miðvikudag að veittar yrðu einhveijar undanþágur frá verkfall- inu. Launalækkun gangi til baka Laun opinberra starfsmanna vom lækkuð um 8,5% árið 1993 en sú lækkun átti að ganga til baka í ár. Þetta hefur verið krafa samninga- manna félaganna en fulltrúar land- stjómarinnar segja ekkert svigrúm til þess. Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, hefur ekki viljað tjá sig um hvort landstjómin muni setja lög til að stöðva verkfallið. Jákup Danielsen, formaður Starvsmannafelagnum, stærsta fé- lagsins sem nú er í verkfalli segir að það muni standa þar til launin verði hækkuð um 8,5% að nýju. Dæmdur saklaus fyrir morð 137 m.kr. í skaða- og miskabætur Ósló. Morgunblaðið. NORÐMANNINUM Per Liland, 63 ára, sem var í fýrra sýknaður af morðákæru eftir að hafa setið af sér lífstíðardóm, hafa verið dæmdar 137 milljónir kr. ísl. í skaðabætur. Þá vora honum dæmdar um 100 milljónir kr. fýrir æramissi. Lögmenn Lilands segja hann sætta sig við niðurstöðuna og að rétturinn hafi viðurkennt réttmæti krafna hans. Upphaflega krafðist hann 240 miljóna í skaða- og miskabætur. Liland var dæmdur í 21 árs fang- elsi árið 1970 og tíu ára skilorðs- bundið fangelsi fyrir morð sem framin vora í Fredrikstad um jóla- leytið árið 1969. Hann var sýknað- ur á síðasta ári er fram komu gögn sem sönnuðu sakleysi hans. -----♦ ♦-------- Dollar í nýrri lægð London. Reuter. TÖLUR um mikinn viðskiptahalla í Bandaríkjunum í janúar grófu undan dollarnum í gær og gengi hans gagnvart jeni hefur ekki verið lægra frá stríðslokum. Staða dollars gagnvart marki veiktist líka og gjaldeyrisáhyggjur áttu þátt í 2,5% lækkun hlutabréfa í Þýzkalandi. Verð hlutabréfa lækk- aði einnig í París og London. Dollarinn lækkaði í Tókýó þrátt fyrir íhlutun Japansbanka eftir að þær fréttir bárust að viðskiptahalli Bandaríkjanna í janúar hefði aukizt um 68,4% í 12,23 milljarða dollara vegna metinnflutnings og sam- dráttar í útflutningi. Aðgerðir gegn Kúrdum kalla einangrun yfir Tyrki Tollabandalag við ESB er hugsanlega í hættu Tyrkir segjast hafa fellt 200 kúrdíska hryðjuverkamenn í norðurhluta frak Ankara, Moskvu. Reuter. TYRKIR vora gagniýndir hart og óvægilega af bandamönnum sínum í gær vegna herfararinnar á hendur Kúrdum í norðurhluta íraks og eiga á hættu að einangrast. Héldu þeir áfram loft- og stórskotaliðsárásum á stöðvar kúrdískra skæraliða í gær, fjórða daginn í röð, en heimildir herma að þeir hafi ekki haft hendur í hári margra liðsmanna óvinasveitanna. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, lýsti því yfír í gær að aðgerðimar ógnuðu nýgerðum samningi um tollabandalag Evrópusambandsins og Tyrklands. Um 35.000 tyrkneskir hermenn hafa tekið þátt í herförinni gegn liðsmönnum Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK) sem eiga grið- land í írak. Hafa tyrknesku sveit- irnar sótt allt að 40 km inn fyrir írösku landamærin í þeim tilgangi að uppræta hryðjuverkastarfsemi PKK. Kváðust Tyrkir hafa fellt 200 hryðjuverkamenn af um 2.500 sem taldir eru leynast í Kúrdistan. Rússar létu í gær í ljós áhyggjur vegna frétta um að óbreyttir borg- arar hefðu særst í sókn Tyrkja gegn skæruliðum Kúrda í norður- hluta íraks. Grígoríj Karasín, tals- maður utanríkisráðuneytisins, ít- rekaði fyrri áskoranir yfírvalda í Moskvu um að aðgerðunum yrði hætt sem fyrst. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, varaði Tyrki við í gær og sagði að áframhald á aðgerðum yrði einungis til þess að skaða enn frekar orðstír Tyrkja erlendis sem væri þó allslæmur fyrir. Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands sagði að aðgerðirnar væra miklu umfangsmeiri en eftir- för eftir glæpamönnum á flótta. Hann átti í gær viðræður við Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, og Murat Karayalcin utanríkisráðherra og sagði að þeim loknum að Evrópusambandið færi fram á að aðgerðunum yrði lokið sem fyrst. Þær myndu að auki tor- velda mjög að fá samninginn um tollabandalag staðfestann á Evr- ópuþinginu. „Ef kosið yrði á morg- un er ég ansi hræddur um að út- koman yrði ekki jákvæð,“ sagði Juppé. Búist er við að Evrópuþing- ið taki samninginn til umræðu í september. Af hálfu tyrkneska hersins hef- ur því verið mótmælt að óbreyttir borgarar hafi særst í aðgerðunum. Sérfræðingar í hernaði telja að herförin hafi ekki skilað tilætluð- um árangri. Aukinn viðbúnaður í austurhluta Tyrklands á undan- förnum vikum hvað mannafla, skriðdreka og stórskotavopn áhrærir, hafi verið það sýnilegur, að skæruliðar hafi haft nógan tíma til að laumast á brott frá búðum sínum innan írösku landamæranna og leita skjóls annars staðar. Herma heimildir, að enn hafi ekki komið'til skotbardaga við vopnað- ar sveitir PKK. Reuter UNG kúrdísk stúlka gengur fram hjá tyrkneskum skriðdreka í norðurhluta írak með systur sína í fanginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.