Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rjúpna- stofninn í vexti RJÚPNASTOFNINN er í vexti, það er niðurstaðan úr aldursgrein- ingu 6.752 rjúpnasýna sem Nátt- úrufræðistofnun fékk til athugun- ar úr afla skotveiðimanna á síð- asta vetri. í fréttabréfi Skotveiði- félags íslands er þetta haft eftir Ólafi K. Nielsen, en hann segir að sé hlutfall ungfugla í veiði að hausti 80% eða meira, bendi það til að stofninn muni aukast árið eftir. Hlutfallið nú var 81,5%. Um er að ræða vængi rjúpna og segir Ólafur að auðvelt sé að aldursgreina fugla eftir lit flug- fjaðra. Verkefni þetta hófst árið 1963, en aldrei fyrr hefur verið lesið úr jafn mörgum sýnum. „Vortalningar víða um land hafa sýnt að ijúpnastofninn var í hámarki 1986. Síðan hefur fækkað stöðugt og stofninn verið í lág- marki síðustu þijú ár. Einu teikn- in síðustu ár um að ijúpum sé farið að fjölga á ný er um 35% fjölgun á körrum í Hrísey milli 1993 og 1994,“ segir Ólafur. Skákþing Norðurlanda Margeir einn fjögurra efstu CURT Hansen, Margeir Pétursson, Pia Cramling og Sune Berg Hansen eru fjögur efst og jöfn á Skákþingi Norðurlanda eftir þriðju umferð sem lauk í gærkvöldi, hvert með tvo og hálfan vinning. Finninn Tapani Sammaluvo hefur tapað öllum sínum skákum og er í neðsta sæti mótsins. í gær gerðu Pia Cramling og Sune Berg Hansen jafntefli, Curt Hansen vann Lars Bo Hansen, Margeir Pét- ursson vann Einar Gusel, Erling Mortensen og Jonathan Tisdall gerðu jafntefli, Jonny Hect sigraði Simen Agdestein, Helgi Ólafsson og Rune Djurhuus gerðu jafntefli, Jóhann Hjartarson sigraði Ralf Ákesson, Þröstur Þórhallsson tapaði fyrir Marko Manninen og Tapani Samm- alvuo tapaði fyrir Thomas Emst. Skákþáttur/39 m Þjóðhagsstofnun spáir 10 milljarða afgangi á viðskiptum við útlönd í ár Verðmæti iðnaðarvöru- útflutning’s j ókst um 22% VERÐMÆTI útfluttrar iðnaðarvöru jókst um 22% milli áranna 1993 og 1994 og er þá út- flutningur áls og kísiljáms undanskilinn. Verð- mæti annars útflutnings en sjávarafurða, áls og kísiljárns, en þar er nánast eingöngu um iðnaðarvöru að ræða, nam rúmum átta milljörð- um króna árið 1993, en tæpum 10,9 milljörðum króna í fyrra og í ár er spáð að það verði rúm- ir 11,8 milljarðar sem er rúmlega 7% vöxtur frá því sem nú er. Spáð 3% hagvexti í ár og að kaupmáttur ráðstöfun- artekna aukist um 2,5% Grundvallarbreyting Þetta kemur fram í yfírliti Þjóðhagsstofnun- ar um þróun helstu þjóðhagsstærða í fyrra og spá um horfumar í ár. Hagvöxtur í fyrra varð 2,8%, sem er svipað og í öðmm ríkjum OECD og spáð er 3% hagvexti í ár. Þá varð afgangur á viðskiptum við útlönd rúmir 10 milljarðar króna árið 1994 og spáð er svipuðum afgangi í ár. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfun- artekna aukist um 2,5% á árinu samanborið við 0,5% í fyrra og að verðbólga verði um 2,5% samanborið við 1,5% í fyrra, en það var 0,6 prósentustiga minni verðbólga en að meðaltali í ríkjum innan OECD. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, segir að í fyrra hafí orðið gmndvall- arbreyting í efnahagslífínu og þjóðarbúskapur- inn virðist vera búinn að ná sér að fullu á strik eftir þá kyrrstöðu sem hafí ríkt árin 1988-93. Hagvöxtur í fyrra hafi verið svipaður og í öðram löndum innan OECD og útlit sé fyrir að það verði einnig í ár. Hins vegar sé mjög mikilvægt að tekið sé á í fjármálum hins opin- bera og þar náist jöfnuður á næstu missemm til að koma í veg fyrir þenslu. „Þegar það er betri gangur í efnahagslífínu er alveg sérstak- lega mikilvægt að ríkið bæti sína stöðu til að koma í veg fyrir að þensla myndist. Við þær aðstæður að hagvöxtur er þetta mikill leiðir það smám saman til aukinnar fjárfestingar og það er mjög mikilvægt að hið opinbera veiti svigrúm fyrir það með því að draga sig sem mest út af lánamarkaðnum," sagði Þórður. Hann sagði að mikill vöxtur útflutnings- iðnaðar í fyrra væri mjög athyglisverður. Ástæðumar væm að saman færi bati í efna- hagsmálum á alþjóðavettvangi og aukin eftir- spurn í viðskiptalöndunum og ekki síður stöð- ugleiki og hagstæð starfsskilyrði hér innan- lands. „Þetta dregur athyglina að því hversu mikilvægt það er að starfsskilyrðin séu hag- stæð og það ríki stöðugleiki í efnahagslífinu. Slíkar aðstæður fá miklu áorkað af sjálfu sér. Þessi vöxtur er á mjög breiðum grunni og nær til flestra greina og það eru aðstæðurnar, starfsskilyrðin, stöðugleikinn og síðan að auki hagstæðir markaðir erlendis sem draga þarna vagninn,“ sagði Þórður. Spáð 10 miHjarðaafgangi/10 V estfj arðagöngin orðin að veruleika Síðasta haftið sprengt ísafirði. Morgfunbiaðið. HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra sprengdi síðasta haftið í Breiðadalslegg Vestfjarðagang- anna kl. 12.45 í gær. Rúmlega 200 manna hópur hélt inn í göngin frá Skutulsfírði og eft- ir að haftið var úr vegi tóku þeir á móti sveitarstjómarmönnum frá Þingeyri og Flateyri, sem gengu yfír gijóthrúguna Önundarfjarðar- megin frá. Skálað var í koníaki og helltu þeir Halldór Blöndal, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Gísli Eiríksson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar gullnum veigum yfír gijóthrúguna að gömlum sið, til að friða vættir fjallsins. Síðan var haldið að gangamótum þar sem leggimir þrír til Onundar- íjarðar, Súgandafjarðar og Skutuls- fjarðar mætast. Þar komu fulltrúar Suðureyrarhrepps gegnum Botns- ... Morgunblaðið/Siguijón Sigurðsson HALLDOR Blöndal tendrar kveikiþráðinn fyrir lokasprengingnna. dalsgöngin og var slegið upp alls- heijar veislu á gangamótum til að fagna því að lengstu jarðgöng á íslandi em orðin að vemleika og vom margar ræður haldnar. Veisla að Núpi Sveitarstjómir Flateyrarhrepps, Þingeyrarhrepps og Mýrahrepps buðu síðan til veislu að Núpi í Dýra- fírði. Þar vom viðstaddir sam- gönguráðherra og heilbrigðisráð- herra, þingmenn kjördæmisins, sveitarstjórnarmenn og íbúar stað- anna, verktakar, gangagerðamenn og fulltrúar sænsku aðilanna sem unnu að göngunum. Boðið var til matarveislu og dansleiks sem standa átti fram yfír miðnætti. í dag ætlar Flateyrarhreppur að efna til verslunarferðar fyrir íbúana til ísafjarðar. Breiðadalsheiði milli Önundarfjarðar og Skutulsfjarðar hefur ekki verið mokuð frá því 6. febrúar síðastliðinn. Væntanlega verða margir því fegnir að bijótast úr einangmninni. ( L t f I íbúar landsbyggðarinnar búnir að fá nóg af afleitu tíðarfari vetrarins og flýja veðráttuna MIKIL ásókn virðist vera í sólar- landaferðir um páskana, sam- kvæmt upplýsingum frá ferða- sölum. Eftirspurn er meiri en jafnan áður og má tengja hana beint við ótíð og fannfergi víða um land síðustu mánuði. Goði Sveinsson, sölustjóri Úrvals-Útsýn- ar, segir að páskaferðir séu meira og minna allar seldar. í aukaferð til Portúgals hafi strax selst upp og örfá sæti séu laus í aðra aukaferð þangað, sem farin verður fyrir páska. í ferðir til Kanaríeyja og Mallorca sé einnig fullbókað. Þá sagði hann að bók- anir fyrir sumarið væm mjög viðunandi í allar ferðir. Aðspurður um það hvort sölufólk hefði fundið fyrir því að fólk væri að flýja veðrátt- una héma heima sagði Goði að það væri Mikil ásókn í sólar- ferðir um páskana mjög góðar. Til dæmis væri mjög mikið bókað í vorferðir til Parísar sem boðnar væru á sérstöku tilboði og London væri líka vinsæl í vor. mjög greinilegt. „Fólk er búið að fá upp í kok af þessu, ekki síst úti á landi. Það hefur verið mikil sala á skrifstofunni á Akureyri og hjá umboðsmönnum, ekki síst á Norðurlandi og Vestfjörðum.“ Hann seg- ir að þótt fólk hafí varla komist á skrifstof- una á Akureyri vegna ófærðar þá hafí aldr- ei verið meira að gera þar. Margrét Hauksdóttir hjá upplýsingadeild Flugleiða sagði að um páskana væru um 500 manns að fara í sólarfrí til Flórída og Kanaríeyja á vegum félagsins. Það væri meira en í venjulegu ári og mætti eflaust rekja það til ótíðar. Hún sagði ferðir til Flórída mjög vinsælar, flug þangað væru öll full, og til Kanaríeyja væru örfá sæti laus á tvær brottfarir vegna forfalla. Margrét sagði bókanir næstu mánuði Auður Björnsdóttir, sölustjóri hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn, segir að páskaferðir hafi selst mjög vel, í þær sé uppselt fyrir löngu og t.d. hafí aukavél verið bætt inn á Benidorm. Hún segir að aldrei hafi jafn- margir ætlað í ferðir um páskana eins og nú á vegum S -L eða á annað þúsund manns. Auður segir að geysilega mikil sala sé í vor- og sumarferðir og fari salan mun fyrr af stað núna en í fyrra. „Eflaust spilar tíð- arfarið, sem við höfum búið við undanfarið, inn í og kannski er þetta líka merki um að efnahagslífíð sé aðeins að rétta úr kútn- um,“ sagði Auður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.